Hálfnað er verk þá hafið er

Þingmaður Vinstri grænna skrifar um árið 2019 og horfir til framtíðar.

Auglýsing

Þegar líður að ára­mótum horfir maður gjarnan til baka og veltir fyrir sér því sem gerst hef­ur. Sem þing­maður finnst mér við­eig­andi að fara örstutt yfir nokkur verk­efni, bæði þau sem komin eru í höfn og þau sem framundan eru, enda kjör­tíma­bilið hálfn­að. 

Að starfa í rík­is­stjórn sem þverar hið póli­tíska lit­róf hefur verið lær­dóms­ríkt og vissu­lega krefj­andi á köfl­um. Að mínu mati getum við Vinstri græn sann­ar­lega verið stolt af því sem við höfum áork­að, enda mörg gam­al­gróin bar­áttu­mál okkar komin til fram­kvæmda.

Það er ekki hægt að líta yfir árið sem er að líða án þess að minn­ast á þær miklu kjara­bætur sem fylgja lífs­kjara­samn­ingnum sem und­ir­rit­aður var í vor í tengslum við kjara­samn­inga. Þar er sér­stakt fagn­að­ar­efni að búið sé að lengja fæð­ing­ar­or­lof­ið. Það mikla jafn­rétt­is­mál hefur í mörg ár verið bar­áttu­mál okkar Vinstri grænna. Jafn réttur for­eldra til fæð­ing­ar­or­lofs er gríð­ar­lega mik­il­vægt verk­færi í því að koma í veg fyrir launa­mun kynj­anna. Gögnin sýna að í þeim til­vikum sem gagn­kynja pör eign­ast barn fellur það oftar í hlut kvenna að taka út þá við­bót sem óskipt er af fæð­ing­ar­or­lofi for­eldra. Þetta leiðir til þess að konur eru lengur utan vinnu­mark­aðar með til­heyr­andi tekju – og rétt­inda­tapi auk þess sem börn verða af mik­il­vægum tíma til að tengj­ast báðum for­eldrum í frum­bernsku. 

Auglýsing

Fæð­ing­ar­or­lofið er þó ekki eina stóra skrefið sem tekið var í jafn­rétt­is­málum á árinu en ný lög um þung­un­ar­rof voru sam­þykkt í vor. Sú breyt­ing felur í sér að sjálfs­á­kvörð­un­ar­réttur kon­unnar er virtur enda er það eng­inn annar sem getur tekið ákvarð­anir en konan sjálf. Það hefur verið bar­áttu­mál kvenna­hreyf­ing­ar­innar allt frá stofnun að tryggja fólki örugga heil­brigð­is­þjón­ustu á með­göngu og var þessi breyt­ing því mikið fagn­að­ar­efn­i. 

Frá árinu 2015 hafa þing­menn VG unnið að laga­breyt­ingu til að auka rétt­indi trans- og inter­sex­fólks. Í fyrstu var vinnan í höndum Svan­dísar Svav­ars­dóttur sem vann þétt með félög­unum Trans Ísland og Inter­sex Íslands. Tals­menn þess­ara hópa hafa lengi talað fyrir slíkri laga­breyt­ingu, enda hafði Ísland dreg­ist aft­urúr í rétt­indum hinsegin fólks á heims­vísu vegna skorts á lög­festum rétt­indum þeirra hér á landi. Í vor urðu svo loks til lög um kyn­rænt sjálf­ræði sem Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra lagði fram. Með þeim voru tryggð aukin rétt­indi trans og inter­sex fólks og einnig tryggður sá réttur að geta háttað kyn­skrán­ingu sinni eins og þau kjósa. Löngu tíma­bær breyt­ing, enda er fólk best til þess fallið að skil­greina sig sjálft.

Búið er að koma á þriggja þrepa skatt­kerfi á ný. Það kerfi gengur í raun lengra en það sem var hér í tíð vinstri­st­jórn­ar­innar 2009-2013. Með nýju grunn­þrepi sem dregur úr skatt­byrði tekju­lægsta hóps­ins og eykur með því ráð­stöf­un­ar­tekjur hans. Einnig voru skerð­inga­mörk barna­bóta hækkuð tals­vert sem eykur ráð­stöf­un­ar­tekjur barna­fólks.

Heil­brigð­is­málin stór áskorun

Það er ótal margt sem áunn­ist hefur í heil­brigð­is­málum á þessum tveim árum með góðan leið­toga í brúnni í heil­brigð­is­ráðu­neyt­inu. Fyrsta heil­brigð­is­stefnan var sam­þykkt á þessu ári sem er afskap­lega mik­il­vægt til að ná enn betur utan um og skil­greina þjón­ust­una sem veita á. Til að létta á sér­hæfðri þjón­ustu hefur heilsu­gæslan verið efld sem fyrsti við­komu­stað­ur. Ákalli um aukna geð­heil­brigð­is­þjón­ustu hefur sömu­leiðis verið svar­að, m.a. með því að hafa þver­fag­leg geð­heilsuteymi á heilsu­gæslu­stöðvum um allt land. Gjald­skrá tann­lækn­inga aldr­aðra og öryrkja hafði ekki verið upp­færð í 14 ár en því var kippt í lið­inn sem og auk­inn stuðn­ingur við tann­lækn­ingar barna. 

Og áfram verður haldið í því að jafna aðgengi fólks að heil­brigð­is­þjón­ustu því komu­gjöld í heilsu­gæsl­una verða felld niður í áföngum á næstu árum. Þá verður dregið úr kostn­að­ar­þát­töku fólks   vegna lyfja, hjálp­ar­tækja, bún­aðar fyrir syk­ur­sjúka og ferða­kostn­aðar sem við lands­byggð­ar­fólk höfum kallað mikið eft­ir. Þá er ótalin sú mikla upp­bygg­ing hjúkr­un­ar­rýma sem stendur yfir sem og bygg­ing með­ferð­ar­kjarna Land­spít­al­ans en skemmst er að minn­ast að tekið var í notkun nýtt sjúkra­hót­el. 

Óveðrið og inn­viðir

Ýmis verk­efni eru þó með öllu ófyr­ir­sjá­an­leg og þó við Íslend­ingar séu vön ýmsu þegar kemur að veðr­inu þá held ég að  óveðrið í byrjun des­em­ber hafi almennt komið lands­mönnum í opna skjöldu. Við blasti  veru­leiki sem margir íbúar lands­byggð­ar­inn­ar, und­ir­rituð með­tal­in, hafa verið með­vituð um í langan tíma – að inn­viðir á lands­byggð­inni eru ekki nógu öfl­ug­ir. Þar er auð­vitað helst að nefna raf­orku­ör­yggi, fjar­skipti og sam­göng­ur. Við þessu verðum við að bregð­ast og gera allt sem í okkar valdi stendur til að fólk og fyr­ir­tæki þurfi ekki að búa við slíkar aðstæður aftur og held ég reyndar að allir þeir sem að þessum málum komu fari í nafla­skoðun um hvað má betur fara.

Seinni hálf­leikur – mið­há­lend­is­þjóð­garður og lofts­lags­málin

En þó að við höfum þegar komið ýmsu í verk eru næg verk­efni framundan á seinni hluta kjör­tíma­bils­ins. Nú rétt fyrir jól voru birt í sam­ráðs­gátt drög að frum­varpi um mið­há­lend­is­þjóð­garð. Vernd hálend­is­ins okkar er afar mik­il­væg, ekki bara fyrir frið­elsk­andi og fjalla­grasaét­andi göngugarpana í Vinstri græn­um, heldur fyrir lands­menn alla og ekki síður fyrir kom­andi kyn­slóð­ir. 

Málið er umdeilt og það vitum við vel. Um er að ræða stórt land­svæði og er eðli­legt að heima­menn í nær­sveitum þjóð­garðs­ins séu með var­ann á þegar undir er nátt­úra sem þeim er kær. Það er einnig skilj­an­legt að fólk hafi efa­semdir gagn­vart því að „sér­fræð­ingar að sunn­an“ taki yfir skipu­lag á svæð­inu í stjórn þjóð­garðs­ins. En mik­il­vægt er að halda því til haga að  það stendur ekki til að taka völdin af heima­fólki enda sveit­ar­stjórn­ar­fólk með meiri­hluta bæði í aðal­stjórn­inni og í umdæm­is­stjórn­unum enda er hér um að ræða þjóð­garð okkar allra. Ef vel tekst til verður um að ræða stórt svæði þar sem heldur utan um okkar allra fal­leg­ustu og ber­skjöld­uð­ustu nátt­úru. Mörg höfum við komið í slíka þjóð­garða erlendis og yrði það landi og þjóð til sóma að sjá mið­há­lend­is­þjóð­garð verða að raun­veru­leika.

Nátt­úran er enda stóra málið þessa dag­ana og þá sér­stak­lega lofts­lags­mál­in. Það hefur ekki farið fram­hjá okkur þing­mönn­um. Hvert sem litið er og hvaða mál sem er til umræðu virð­ist fólk verða með­vit­aðra um mik­il­vægi þess að taka til­lit til umhverf­is­ins og lofts­lags­mála. Fyrir þing­menn Vinstri grænna, sem í mörg ár var gert grín af vegna áherslu sinnar á umhverf­is­vernd, er þetta fagn­að­ar­efni. Það vefst þó ekki fyrir neinum að þessi umræða er nú orðin svo áber­andi vegna þeirra gríð­ar­legu áskor­anna sem mann­kynið stendur frammi fyr­ir. Þar skiptir aðgerð­ar­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar miklu máli þar sem veru­lega verður aukið við fjár­fest­ingar og inn­viði í raf­væð­ingu sam­gangna auk þess sem ráð­ist verður í umfangs­mikið átak við end­ur­heimt vot­lend­is, birki­skóga og kjarr­lend­is, stöðvun jarð­vegseyð­ingar og frek­ari land­græðslu og nýskóg­rækt til að vinna sér­stak­lega að mark­miði um kolefn­is­hlut­leysi. Margt annað er að finna í aðgerð­ar­á­ætl­un­inni sem verður end­ur­skoðuð reglu­lega enda breyt­ast aðstæður hratt og nauð­syn­legt að vera á tán­um. 

Allir að borð­inu

Ég heyri því oft fleygt fram að stjórn­völd geri ekki nóg og séu ekki nógu rót­tæk. Það er eitt­hvað sem við sem sitjum á Alþingi verðum að hlusta á. Það er vont ef þau góðu mál sem við höfum vissu­lega komið til fram­kvæmda í umhverf­is­málum ná ekki eyrum fólks. Þar má til dæmis nefna tíma­móta­mál umhverf­is­ráð­herra frá því í vetur þegar bann var lagt við notkun svartolíu í lög­sögu Íslands. Þá má einnig nefna bann við því að gefa plast­poka í versl­un­um. Það kann að virð­ast lít­ill dropi í hafið en mik­il­vægt skref í því að úthýsa einnota plasti. Einnota er einmitt orð sem við verðum að aflæra. Að vissu leyti þurfum við að horfa til for­tíðar í þeim efn­um,  við verðum að vera nýtn­ari. Að stoppa í sokka, fara með fjöl­nota­poka í búð­ina, hætta að henda mat og svo fram­veg­is. Allt eru þetta hlutir sem hver og einn getur til­einkað sér. 

Hins vegar verður ekki hjá því litið að mesta ábyrgðin í lofts­lags­málum liggur hjá stór­iðju og stór­fyr­ir­tækj­um, bæði hér­lendis og um heim all­an. Það var því sér­stakt fagn­að­ar­efni þegar full­trúar stór­iðj­unn­ar, Orku­veitu Reykja­víkur og rík­is­stjórn­ar­innar und­ir­rit­uðu vilja­yf­ir­lýs­ingu í sumar um kolefn­is­hreinsun og bind­ingu. Það skiptir sköpum að fá alla að borð­inu í þessum efn­um. 

En nú líður að lokum þessa við­burða­ríka árs og þing­flokkur Vinstri grænna heldur ótrauður áfram að vinna að góðum málum fyrir land og þjóð, sumt hefur gengið hægar og annað eins og til stóð. Ég held inn í nýja árið með bjart­sýni og jákvæðni að leið­ar­ljósi enda næsta víst að þá ganga verkin bet­ur.

Gleði­lega hátíð og megi gæfa og gleði fylgja ykkur öllum á kom­andi ári.

Höf­undur er þing­flokks­for­maður Vinstri grænna.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Talin hafa breytt launaseðlum til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði vegna hlutabótaleiðar
Ríkisendurskoðun telur að leiða megi líkum að því að ákveðinn hópur sem nýtti sér hlutabótaleiðina hafi breytt áður uppgefnum launum til hækkunar svo þeir myndu fá hærri greiðslur úr ríkissjóði. Hækkunin í heild nemur 114 milljónum króna.
Kjarninn 28. maí 2020
Oddný G. Harðardóttir vill að uppsagnarstyrkjum verði breytt.
Vill banna þeim sem átt hafa í fjárhagslegum tengslum við skattaskjól að fá uppsagnarstyrk
Oddný G. Harðardóttir hefur lagt fram breytingartillögu við frumvarp um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu launakostnaðar í uppsagnarfresti. Kallar eftir aðgerðum fyrirtækja í loftslagsmálum, endurgreiðslu styrkja og þaki á laun stjórnenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Svört skýrsla um hlutabótaleiðina sýnir grun um misnotkun
Ríkisendurskoðun gagnrýnir framkvæmd hlutabótaleiðarinnar harðlega í skýrslu sem hún hefur unnið. Of margir sem áttu ekki í bráðum rekstrarvanda hafi nýtt sér hana til að sækja fjármuni í ríkissjóð og misbrestur hafi verið á eftirliti.
Kjarninn 28. maí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Hægt sé að lesa á milli línanna og sjá hvaða fyrirtæki uppsagnarstyrkir séu hugsaðir fyrir
Þingmaður Pírata telur líklegt að sagan muni dæma frumvarp um að greiða 27 milljarða króna í styrkti til fyrirtækja til að hjálpa þeim að segja upp fólki, sem mistök. Stöðugleika þorra launamanna sé fórnað fyrir hagsmuni nokkurra fyrirtækjaeigenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Framhaldsskólinn var styttur úr fjórum árum í þrjú.
Vísbendingar um lægri meðaleinkunn í HÍ eftir styttingu framhaldsskólanáms
Andlegri heilsu nemenda, aðallega stúlkna, hefur hrakað frá því að framhaldsskólanámið var stytt um eitt ár. Sú þróun hófst þó talsvert fyrr en námstímanum var breytt, segir í skýrslu menntamálaráðherra um áhrif styttingarinnar á ýmsa þætti.
Kjarninn 28. maí 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple gleraugu á leiðinni
Kjarninn 28. maí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar