Þolinmæðin þrotin eftir níu mánaða kjarasamningsviðræður

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að á nýju ári muni aðildarfélög þeirra beita öllum þeim vopnum sem þau hafa til að tryggja hagsmunamál sín.

Auglýsing

Það hefðu fáir spáð því í byrjun þessa árs að opin­berir starfs­menn yrðu enn án kjara­samn­ings í lok árs, níu mán­uðum eftir að samn­ingar runnu út. Þetta er engu að síður raun­veru­leik­inn fyrir þorra 22 þús­und félaga aðild­ar­fé­laga BSRB.Það eru gríð­ar­leg von­brigði að standa í þessum sporum um ára­mót og aug­ljóst að þol­in­mæðin hjá félags­mönnum og for­ystu BSRB er löngu þrot­in. Við­semj­endur geta ekki lengur sýnt okkar félags­mönnum þá full­komnu van­virð­ingu að gera ekki við þá kjara­samn­ing. Opin­berir starfs­menn hafa í gegnum tíð­ina þurft að standa í harð­vít­ugri bar­áttu til að ná fram mik­il­vægum kjara­bótum sem þykja sjálf­sögð rétt­indi launa­fólks í dag. Þar hefur sam­staða okkar félags­manna verið öfl­ug­asta vopnið í okkar vopna­búri.

Auglýsing


Mark­mið BSRB í kjara­samn­ings­gerð­inni eru skýr og við munum ekki ganga frá kjara­samn­ingum fyrr en þau hafa náðst. Við höfum lagt áherslu á stytt­ingu vinnu­vik­unnar úr 40 stundum í 35 og meira hjá vakta­vinnu­fólki. Við krefj­umst jöfn­unar launa milli almenna og opin­bera vinnu­mark­að­ar­ins, viljum áfram­hald­andi launa­þró­un­ar­trygg­ingu og bætt starfs­um­hverfi opin­berra starfs­manna. Launa­lið­ur­inn og ýmis sér­mál eru á borði hvers aðild­ar­fé­lags fyrir sig en þar er áherslan á að hækka lægstu launin mest.Þungur róður í við­ræð­unumÞað er ekk­ert laun­unga­mál að það hefur verið afar þungur róður að ná fram skiln­ingi hjá okkar við­semj­endum um mik­il­vægi stytt­ingar vinnu­vik­unn­ar. Það hefur satt að segja komið veru­lega á óvart, enda hafa til­rauna­verk­efni sem BSRB hefur unnið að ásamt Reykja­vík­ur­borg og rík­inu und­an­farin ár sýnt fram á kosti þess að stytta vinnu­vik­una án launa­skerð­ingar bæði fyrir launa­fólk og atvinnu­rek­end­ur. Allir vinna, en samt þrá­ast við­semj­endur okkar við og draga við­ræður von úr viti.Það er full­kom­lega óskilj­an­legt að ekki hafi tek­ist að semja um stytt­ingu vinnu­vik­unn­ar, sér í lagi þegar slíkir samn­ingar hafa þegar verið gerðir á ákveðnum vinnu­stöðum á almenna vinnu­mark­að­in­um, til dæmis í stór­iðj­unni. Með nið­ur­stöður til­rauna­verk­efn­anna sem leið­ar­ljós hefði átt að vera hægt að semja um stytt­ing­una á stuttum tíma, ef samn­ings­vilji hefði verið fyrir hendi hjá við­semj­endum okk­ar.Munum beita öllum okkar vopnumÁ nýju ári þurfum við á sam­stöðu opin­berra starfs­manna að halda á ný. Það er full­komin sam­staða um það innan BSRB að ekki verði gengið til kjara­samn­inga öðru­vísi en svo að okkar félags­menn geti eftir þá lifað af á laun­unum sínum og að vinnu­vikan verði stytt. Það verður ekki skrifað undir nýjan kjara­samn­ing öðru­vísi en að tekin verði mark­viss skref í átt að jöfnun launa milli mark­aða, að samið verði um bætt starfs­um­hverfi og launa­þró­un­ar­trygg­ingu.Á nýju ári mun BSRB og okkar öfl­ugu aðild­ar­fé­lög beita öllum þeim vopnum sem við höfum til að tryggja þessi miklu hags­muna­mál. Verði ekki breyt­ingar á við­horfi við­semj­enda okkar strax í upp­hafi nýs árs má búast við að við förum að huga að aðgerðum til að leggja áherslu á okkar kröf­ur.Höf­undur er for­maður BSRB.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins á Kjarvalsstöðum í gær.
„Engin áform“ um að ríkið auki rekstrarframlög með tilkomu Borgarlínu
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segist ekki sjá fyrir sér að ríkið auki framlög sín til rekstrar almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins, eins og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Strætó bs. hafa kallað eftir.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Franskur fiskveiðibátur lokar á skipaumferð um Calais í Frakklandi.
Frakkar og Bretar berjast enn um fiskinn í Ermasundi
Enn er ósætti á milli Frakklands og Bretlands vegna fiskveiða í breskri landhelgi eftir Brexit. Á föstudaginn reyndu franskir sjómenn reyndu að loka fyrir vöruflutninga á milli landanna tveggja til að krefjast úthlutunar fleiri fiskveiðileyfa.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Sunnlenskir sjálfstæðismenn kalla eftir skýringum frá Bjarna Benediktssyni.
Ósáttir sunnlenskir sjálfstæðismenn krefja Bjarna um skýringar
Sjálfstæðismenn á Suðurlandi eru með böggum hildar yfir því að Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti flokksins í kjördæminu eigi ekki sæti við ríkisstjórnarborðið nú þegar. Tíu af tólf ráðherrum eru þingmenn kjördæma höfuðborgarsvæðisins.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Bresk myndlistarkona málaði eitt hundrað málverk af eldgosinu í Fagradalsfjalli
Eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í vor hefur vakið allskonar væringar hjá fólki. Amy Alice Riches ákvað að mála eitt málverk á dag af því í 100 daga. Hún safnar nú fyrir útgáfu bókar með verkunum.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Allt sem þú þarft að vita um nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
Stefnt er að því að lækka skatta, selja banka og láta fjármagnseigendur greiða útsvar. Auðvelda á fyrirtækjum að virkja vind og endurskoða lög um rammaáætlun.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu stjórnarsáttmálans á Kjarvalsstöðum í dag.
Talað um að lækka mögulega skatta en engu lofað
Engar almennar skattkerfisbreytingar eru útfærðar í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir að horft verði til þess að lækka skatta á þá tekjulægstu eða til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja ef svigrúm gefist.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Álfheiður Eymarsdóttir
Kosningaframkvæmd fjórflokksins
Kjarninn 28. nóvember 2021
Ríkisstjórnin stokkast upp í dag, eftir rúmlega tveggja mánaða viðræður þriggja flokka um áframhaldandi samstarf.
Þessi verða ráðherrar
Willum Þór Þórsson og Jón Gunnarsson verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem kynnt er í dag. Guðrún Hafsteinsdóttir er sögð koma inn sem ráðherra dómsmála síðar á kjörtímabilinu.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiÁlit