Þolinmæðin þrotin eftir níu mánaða kjarasamningsviðræður

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að á nýju ári muni aðildarfélög þeirra beita öllum þeim vopnum sem þau hafa til að tryggja hagsmunamál sín.

Auglýsing

Það hefðu fáir spáð því í byrjun þessa árs að opin­berir starfs­menn yrðu enn án kjara­samn­ings í lok árs, níu mán­uðum eftir að samn­ingar runnu út. Þetta er engu að síður raun­veru­leik­inn fyrir þorra 22 þús­und félaga aðild­ar­fé­laga BSRB.Það eru gríð­ar­leg von­brigði að standa í þessum sporum um ára­mót og aug­ljóst að þol­in­mæðin hjá félags­mönnum og for­ystu BSRB er löngu þrot­in. Við­semj­endur geta ekki lengur sýnt okkar félags­mönnum þá full­komnu van­virð­ingu að gera ekki við þá kjara­samn­ing. Opin­berir starfs­menn hafa í gegnum tíð­ina þurft að standa í harð­vít­ugri bar­áttu til að ná fram mik­il­vægum kjara­bótum sem þykja sjálf­sögð rétt­indi launa­fólks í dag. Þar hefur sam­staða okkar félags­manna verið öfl­ug­asta vopnið í okkar vopna­búri.

Auglýsing


Mark­mið BSRB í kjara­samn­ings­gerð­inni eru skýr og við munum ekki ganga frá kjara­samn­ingum fyrr en þau hafa náðst. Við höfum lagt áherslu á stytt­ingu vinnu­vik­unnar úr 40 stundum í 35 og meira hjá vakta­vinnu­fólki. Við krefj­umst jöfn­unar launa milli almenna og opin­bera vinnu­mark­að­ar­ins, viljum áfram­hald­andi launa­þró­un­ar­trygg­ingu og bætt starfs­um­hverfi opin­berra starfs­manna. Launa­lið­ur­inn og ýmis sér­mál eru á borði hvers aðild­ar­fé­lags fyrir sig en þar er áherslan á að hækka lægstu launin mest.Þungur róður í við­ræð­unumÞað er ekk­ert laun­unga­mál að það hefur verið afar þungur róður að ná fram skiln­ingi hjá okkar við­semj­endum um mik­il­vægi stytt­ingar vinnu­vik­unn­ar. Það hefur satt að segja komið veru­lega á óvart, enda hafa til­rauna­verk­efni sem BSRB hefur unnið að ásamt Reykja­vík­ur­borg og rík­inu und­an­farin ár sýnt fram á kosti þess að stytta vinnu­vik­una án launa­skerð­ingar bæði fyrir launa­fólk og atvinnu­rek­end­ur. Allir vinna, en samt þrá­ast við­semj­endur okkar við og draga við­ræður von úr viti.Það er full­kom­lega óskilj­an­legt að ekki hafi tek­ist að semja um stytt­ingu vinnu­vik­unn­ar, sér í lagi þegar slíkir samn­ingar hafa þegar verið gerðir á ákveðnum vinnu­stöðum á almenna vinnu­mark­að­in­um, til dæmis í stór­iðj­unni. Með nið­ur­stöður til­rauna­verk­efn­anna sem leið­ar­ljós hefði átt að vera hægt að semja um stytt­ing­una á stuttum tíma, ef samn­ings­vilji hefði verið fyrir hendi hjá við­semj­endum okk­ar.Munum beita öllum okkar vopnumÁ nýju ári þurfum við á sam­stöðu opin­berra starfs­manna að halda á ný. Það er full­komin sam­staða um það innan BSRB að ekki verði gengið til kjara­samn­inga öðru­vísi en svo að okkar félags­menn geti eftir þá lifað af á laun­unum sínum og að vinnu­vikan verði stytt. Það verður ekki skrifað undir nýjan kjara­samn­ing öðru­vísi en að tekin verði mark­viss skref í átt að jöfnun launa milli mark­aða, að samið verði um bætt starfs­um­hverfi og launa­þró­un­ar­trygg­ingu.Á nýju ári mun BSRB og okkar öfl­ugu aðild­ar­fé­lög beita öllum þeim vopnum sem við höfum til að tryggja þessi miklu hags­muna­mál. Verði ekki breyt­ingar á við­horfi við­semj­enda okkar strax í upp­hafi nýs árs má búast við að við förum að huga að aðgerðum til að leggja áherslu á okkar kröf­ur.Höf­undur er for­maður BSRB.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rúmlega 30 starfsmönnum sagt upp hjá Póstinum
Pósturinn mun hætta dreifingu á ónafnamerktum fjölpósti á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Selfossi og Akranesi en breytingin mun leiða til um 200 milljóna króna lækkunar kostnaðar á ársgrundvelli.
Kjarninn 29. janúar 2020
Elfa Ýr Gylfadóttir
Eiga íslenskir fréttamiðlar sér framtíð?
Kjarninn 29. janúar 2020
Mútugreiðslur Airbus leiða til mörg hundruð milljarða sektar
Stærsti flugvélaframleiðandi heims hefur samið sig frá sakamálarannsókn vegna mútugreiðslna.
Kjarninn 29. janúar 2020
Ragnheiður sat hjá þegar útvarpsstjóri var ráðinn
Ragnheiður Ríkharðsdóttir á sæti í stjórn RÚV en sat hjá í ráðningaferlinu vegna tengsla við fólk sem sóttist eftir starfinu.
Kjarninn 28. janúar 2020
Guðmundur Halldór Björnsson
Samruni eða fjandsamleg yfirtaka – Hvað á sameinað félag að heita?
Kjarninn 28. janúar 2020
Vigdís og Kolbrún gagnrýna ráðningu Stefáns en Dagur óskar RÚV til hamingju
Tveir oddvitar í minnihluta borgarstjórnar segist óttast að ráðning Stefáns Eiríkssonar sem útvarpsstjóra verði til þess að það muni halla á fréttaflutning úr borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson gaf Stefáni sín „bestu meðmæli“ og óskar RÚV til hamingju.
Kjarninn 28. janúar 2020
Ingrid Kuhlman
Býður dánaraðstoð heim misnotkun?
Kjarninn 28. janúar 2020
Enginn má undan líta – óviðjafnanleg sögustund í Landnámssetri
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Öxina, sögustund í Landnámssetri.
Kjarninn 28. janúar 2020
Meira úr sama flokkiÁlit