Þolinmæðin þrotin eftir níu mánaða kjarasamningsviðræður

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að á nýju ári muni aðildarfélög þeirra beita öllum þeim vopnum sem þau hafa til að tryggja hagsmunamál sín.

Auglýsing

Það hefðu fáir spáð því í byrjun þessa árs að opin­berir starfs­menn yrðu enn án kjara­samn­ings í lok árs, níu mán­uðum eftir að samn­ingar runnu út. Þetta er engu að síður raun­veru­leik­inn fyrir þorra 22 þús­und félaga aðild­ar­fé­laga BSRB.Það eru gríð­ar­leg von­brigði að standa í þessum sporum um ára­mót og aug­ljóst að þol­in­mæðin hjá félags­mönnum og for­ystu BSRB er löngu þrot­in. Við­semj­endur geta ekki lengur sýnt okkar félags­mönnum þá full­komnu van­virð­ingu að gera ekki við þá kjara­samn­ing. Opin­berir starfs­menn hafa í gegnum tíð­ina þurft að standa í harð­vít­ugri bar­áttu til að ná fram mik­il­vægum kjara­bótum sem þykja sjálf­sögð rétt­indi launa­fólks í dag. Þar hefur sam­staða okkar félags­manna verið öfl­ug­asta vopnið í okkar vopna­búri.

Auglýsing


Mark­mið BSRB í kjara­samn­ings­gerð­inni eru skýr og við munum ekki ganga frá kjara­samn­ingum fyrr en þau hafa náðst. Við höfum lagt áherslu á stytt­ingu vinnu­vik­unnar úr 40 stundum í 35 og meira hjá vakta­vinnu­fólki. Við krefj­umst jöfn­unar launa milli almenna og opin­bera vinnu­mark­að­ar­ins, viljum áfram­hald­andi launa­þró­un­ar­trygg­ingu og bætt starfs­um­hverfi opin­berra starfs­manna. Launa­lið­ur­inn og ýmis sér­mál eru á borði hvers aðild­ar­fé­lags fyrir sig en þar er áherslan á að hækka lægstu launin mest.Þungur róður í við­ræð­unumÞað er ekk­ert laun­unga­mál að það hefur verið afar þungur róður að ná fram skiln­ingi hjá okkar við­semj­endum um mik­il­vægi stytt­ingar vinnu­vik­unn­ar. Það hefur satt að segja komið veru­lega á óvart, enda hafa til­rauna­verk­efni sem BSRB hefur unnið að ásamt Reykja­vík­ur­borg og rík­inu und­an­farin ár sýnt fram á kosti þess að stytta vinnu­vik­una án launa­skerð­ingar bæði fyrir launa­fólk og atvinnu­rek­end­ur. Allir vinna, en samt þrá­ast við­semj­endur okkar við og draga við­ræður von úr viti.Það er full­kom­lega óskilj­an­legt að ekki hafi tek­ist að semja um stytt­ingu vinnu­vik­unn­ar, sér í lagi þegar slíkir samn­ingar hafa þegar verið gerðir á ákveðnum vinnu­stöðum á almenna vinnu­mark­að­in­um, til dæmis í stór­iðj­unni. Með nið­ur­stöður til­rauna­verk­efn­anna sem leið­ar­ljós hefði átt að vera hægt að semja um stytt­ing­una á stuttum tíma, ef samn­ings­vilji hefði verið fyrir hendi hjá við­semj­endum okk­ar.Munum beita öllum okkar vopnumÁ nýju ári þurfum við á sam­stöðu opin­berra starfs­manna að halda á ný. Það er full­komin sam­staða um það innan BSRB að ekki verði gengið til kjara­samn­inga öðru­vísi en svo að okkar félags­menn geti eftir þá lifað af á laun­unum sínum og að vinnu­vikan verði stytt. Það verður ekki skrifað undir nýjan kjara­samn­ing öðru­vísi en að tekin verði mark­viss skref í átt að jöfnun launa milli mark­aða, að samið verði um bætt starfs­um­hverfi og launa­þró­un­ar­trygg­ingu.Á nýju ári mun BSRB og okkar öfl­ugu aðild­ar­fé­lög beita öllum þeim vopnum sem við höfum til að tryggja þessi miklu hags­muna­mál. Verði ekki breyt­ingar á við­horfi við­semj­enda okkar strax í upp­hafi nýs árs má búast við að við förum að huga að aðgerðum til að leggja áherslu á okkar kröf­ur.Höf­undur er for­maður BSRB.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Does trust provide the key to changed environmental behaviour?
Kjarninn 25. maí 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
„Þurfum að fara varlega í vindorkuna rétt eins og annað“
Umhverfis- og auðlindaráðherra sagði á þingi í dag að Íslendingar þyrftu að skoða vindorku út frá þeim þáttum er snúa að náttúru og náttúruvernd.
Kjarninn 25. maí 2020
Þríeykið: Þórólfur, Alma og Víðir.
Takk fyrir ykkur
„Í dag er stór dagur,“ sagði sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar átti hann við enn eitt skrefið í afléttingu takmarkana. Í hugum landsmanna var dagurinn þó ekki síst stór því fundurinn var sá síðasti – í bili að minnsta kosti.
Kjarninn 25. maí 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Um Alaskaarðinn og íslenska arfinn
Kjarninn 25. maí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Mjög áhugavert að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt“
Forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að áhugavert væri að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt en hún var meðal annars spurð út í fram­sal hluta­bréfa­eigna aðaleigenda Samherja til afkomendanna.
Kjarninn 25. maí 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís þakkar þríeykinu fyrir sitt framlag
Heilbrigðisráðherra þakkaði Ölmu, Þórólfi og Víði á síðasta upplýsingafundi almannavarna í dag. Hún minnti einnig á að baráttunni væri enn ekki lokið.
Kjarninn 25. maí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Veiran mögulega að missa þróttinn
Sóttvarnalæknir segir að hugsanlega sé kórónuveiran að missa þróttinn. Þeir sem smitast hafa af COVID-19 undanfarið eru ekki mikið veikir. Aðeins sex smit hafa greinst hér á landi í maí.
Kjarninn 25. maí 2020
Píratar mælast næst stærstir í nýrri skoðanakönnun frá MMR
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 23,5 prósent fylgi í nýrri könnun MMR, en þar í kjölfarið koma Píratar með 14,6 prósent fylgi. Framsóknarflokkurinn væri minnsti flokkurinn sem næði inn þingmanni miðað við þessa könnun og mælist með 6,4 prósent fylgi.
Kjarninn 25. maí 2020
Meira úr sama flokkiÁlit