Þolinmæðin þrotin eftir níu mánaða kjarasamningsviðræður

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að á nýju ári muni aðildarfélög þeirra beita öllum þeim vopnum sem þau hafa til að tryggja hagsmunamál sín.

Auglýsing

Það hefðu fáir spáð því í byrjun þessa árs að opin­berir starfs­menn yrðu enn án kjara­samn­ings í lok árs, níu mán­uðum eftir að samn­ingar runnu út. Þetta er engu að síður raun­veru­leik­inn fyrir þorra 22 þús­und félaga aðild­ar­fé­laga BSRB.Það eru gríð­ar­leg von­brigði að standa í þessum sporum um ára­mót og aug­ljóst að þol­in­mæðin hjá félags­mönnum og for­ystu BSRB er löngu þrot­in. Við­semj­endur geta ekki lengur sýnt okkar félags­mönnum þá full­komnu van­virð­ingu að gera ekki við þá kjara­samn­ing. Opin­berir starfs­menn hafa í gegnum tíð­ina þurft að standa í harð­vít­ugri bar­áttu til að ná fram mik­il­vægum kjara­bótum sem þykja sjálf­sögð rétt­indi launa­fólks í dag. Þar hefur sam­staða okkar félags­manna verið öfl­ug­asta vopnið í okkar vopna­búri.

Auglýsing


Mark­mið BSRB í kjara­samn­ings­gerð­inni eru skýr og við munum ekki ganga frá kjara­samn­ingum fyrr en þau hafa náðst. Við höfum lagt áherslu á stytt­ingu vinnu­vik­unnar úr 40 stundum í 35 og meira hjá vakta­vinnu­fólki. Við krefj­umst jöfn­unar launa milli almenna og opin­bera vinnu­mark­að­ar­ins, viljum áfram­hald­andi launa­þró­un­ar­trygg­ingu og bætt starfs­um­hverfi opin­berra starfs­manna. Launa­lið­ur­inn og ýmis sér­mál eru á borði hvers aðild­ar­fé­lags fyrir sig en þar er áherslan á að hækka lægstu launin mest.Þungur róður í við­ræð­unumÞað er ekk­ert laun­unga­mál að það hefur verið afar þungur róður að ná fram skiln­ingi hjá okkar við­semj­endum um mik­il­vægi stytt­ingar vinnu­vik­unn­ar. Það hefur satt að segja komið veru­lega á óvart, enda hafa til­rauna­verk­efni sem BSRB hefur unnið að ásamt Reykja­vík­ur­borg og rík­inu und­an­farin ár sýnt fram á kosti þess að stytta vinnu­vik­una án launa­skerð­ingar bæði fyrir launa­fólk og atvinnu­rek­end­ur. Allir vinna, en samt þrá­ast við­semj­endur okkar við og draga við­ræður von úr viti.Það er full­kom­lega óskilj­an­legt að ekki hafi tek­ist að semja um stytt­ingu vinnu­vik­unn­ar, sér í lagi þegar slíkir samn­ingar hafa þegar verið gerðir á ákveðnum vinnu­stöðum á almenna vinnu­mark­að­in­um, til dæmis í stór­iðj­unni. Með nið­ur­stöður til­rauna­verk­efn­anna sem leið­ar­ljós hefði átt að vera hægt að semja um stytt­ing­una á stuttum tíma, ef samn­ings­vilji hefði verið fyrir hendi hjá við­semj­endum okk­ar.Munum beita öllum okkar vopnumÁ nýju ári þurfum við á sam­stöðu opin­berra starfs­manna að halda á ný. Það er full­komin sam­staða um það innan BSRB að ekki verði gengið til kjara­samn­inga öðru­vísi en svo að okkar félags­menn geti eftir þá lifað af á laun­unum sínum og að vinnu­vikan verði stytt. Það verður ekki skrifað undir nýjan kjara­samn­ing öðru­vísi en að tekin verði mark­viss skref í átt að jöfnun launa milli mark­aða, að samið verði um bætt starfs­um­hverfi og launa­þró­un­ar­trygg­ingu.Á nýju ári mun BSRB og okkar öfl­ugu aðild­ar­fé­lög beita öllum þeim vopnum sem við höfum til að tryggja þessi miklu hags­muna­mál. Verði ekki breyt­ingar á við­horfi við­semj­enda okkar strax í upp­hafi nýs árs má búast við að við förum að huga að aðgerðum til að leggja áherslu á okkar kröf­ur.Höf­undur er for­maður BSRB.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Villimenn við borgarhliðið: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar I
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiÁlit