Brýn verkefni fram undan

Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, fer yfir árið í stjórnmálunum og þau verkefni sem eru framundan á því sviði.

Auglýsing

Hátt ber á árinu sem er að líða hin mikla bar­átta á sviði orku­mála, fyrir sjálf­stæði þjóð­ar­innar og full­veldi hennar yfir mik­il­vægum orku­auð­lindum sín­um. Við Mið­flokks­menn lögðum nótt við dag í þess­ari bar­áttu eins og þjóðin fylgd­ist með. Þung­inn að baki þeim gildum sem hér liggja undir leynir sér ekki og fannst glöggt af við­brögðum lands­manna að málið hreyfði við fólki um land allt. Við töp­uðum atkvæða­greiðsl­unni en við unnum málið og munum í krafti þess halda uppi bar­áttu á næstu stigum þegar þessi mál­efni ber að hönd­um. 

Umræðan um orku­pakk­ann dró fram hvort okkur beri að taka við ákvörð­unum erlendis frá sem gefnum hlut. Mátti skilja á utan­rík­is­ráð­herra og álits­gjöfum ýmsum að sú væri raunin en aðrir héldu fram öðrum sjón­ar­mið­um. Eftir stendur að ekki liggur fyrir grein­ing á kostum og göllum þessa sam­starfs og ósvarað er í raun þeirri spurn­ingu hvort við Íslend­ingar eigum þess kost að hafna ákvörð­unum án þess að setja sam­starfið í heild sinni í upp­nám. Sú spurn­ing er ekki út í blá­inn. Hún snýst í raun um hvort lög­gjaf­ar­valdið liggi hjá Alþingi eða eftir atvikum í stjórn­ar­ráð­inu eða hjá sam­eig­in­legu EES-­nefnd­inni þar sem Alþingi á engan full­trúa. Úrslit nýlið­inna kosn­inga í Bret­landi setja Evr­ópu­mál í nýtt ljós sem kallar á að Íslend­ingar gæti hags­muna sinna á þessum vett­vangi sem aldrei fyrr.

Sam­herji og sjáv­ar­út­veg­ur­inn

Íslenskt stór­fyr­ir­tæki liggur undir þungum ásök­unum fyrir fram­göngu í þró­un­ar­ríki. Brýnt er að málið verði rann­sakað til hlítar eins og for­sendur rétt­ar­kerf­is­ins standa til. Í rétt­ar­ríki starfa stofn­anir lög­reglu, ákæru­valds og dóm­stóla með sjálf­stæðum hætti án afskipta á hinum póli­tíska vett­vangi. Kröfur í ræðu­stól Alþingis um að þessi ein­stak­lingur eða hinn sæti gæslu­varð­haldi, að þessi skjöl eða hin verði hald­lögð eða að hús­leit fari fram hér eða þar ganga í ber­högg við grund­vall­ar­gildi rétt­ar­rík­is­ins. Stjórn­mála­leg sjón­ar­mið eiga ekk­ert erindi í rétt­ar­kerf­inu. Við Mið­flokks­menn höfnum slíkum vinnu­brögðum en munum beita okkur fast fyrir því að stofn­anir rétt­ar­kerf­is­ins séu á hverjum tíma full­fjár­magn­aðar til að sinna þeim verk­efnum sem við er að fást á hverjum tíma.

Auglýsing

Tang­ar­sókn gegn verð­trygg­ing­unni

Höf­undur hefur lagt fram frum­varp sem felur í sér fjórar meg­in­breyt­ingar á verð­trygg­ing­unni: Fyrst ber að telja að taka hús­næð­islið­inn úr vísi­töl­unni. Í annan stað eru áhrif óbeinna skatta tekin út svo að hækk­anir á áfengi, tóbaki, bens­ín­gjöldum og kolefn­is­skatti leiði ekki til hækk­unar hús­næð­is­lána og þyngri greiðslu­byrði. Í þriðja lagi er eitr­aði kokk­teill­inn svo­nefndi tek­inn út, það er verð­tryggð jafn­greiðslu­lán mega ekki vera til lengri tíma en 25 ára. Í fjórða lagi gerir frum­varpið ráð fyrir að vextir á verð­tryggðum lánum fari ekki upp fyrir 2% og styðst sú tala við við­ur­kennd við­mið um aukn­ingu á fram­leiðni og hag­vöxt til langs tíma.

Lykla­frum­varp til varnar heim­ilum

Höf­undur hefur að til­stuðlan Hags­muna­sam­taka heim­il­anna lagt fram lykla­frum­varp í þeim til­gangi að tryggt verði að skuld­arar íbúða­lána, sem missa heim­ili sín, þurfi ekki að þola áfram­hald­andi inn­heimtu eft­ir­stöðva íbúða­láns­ins þegar hin veð­setta eign hrekkur ekki fyrir lán­inu. Slík frum­vörp hafa verið lögð fram á Alþingi a.m.k. fimm sinnum frá hruni. Þeim var ætlað að verja fjöl­skyldur eftir hrunið gegn því að vera linnu­laust sóttar af fjár­mála­stofn­unum til greiðslu eftir að hafa misst heim­ili sín. Frum­varpið er reist á nýlegri laga­þróun og alþjóð­legum sjón­ar­miðum og sker sig þannig frá fyrri frum­vörp­um.

Skefja­lausar skerð­ingar

Mik­il­vægt er að koma til móts við þá hópa í þjóð­fé­lag­inu sem mega þola skerð­ingar á alla vegu reyni fólk að bæta hag sinn með auk­inni vinnu. Hjón og sam­býl­is­fólk búa við að hús­næð­is­upp­bót er tekin af báð­um. Búi ein­stæð­ingur einn er tekin af honum hús­næð­is­upp­bót ef nákom­inn ætt­ingi flytur inn á heim­il­ið. Skerð­ing á bótum almanna­trygg­inga vegna atvinnu­tekna er svo hams­laus að ríf­lega 80 krónur af hverjum hund­rað sem ein­stak­lingur vinnur sér inn umfram krónur 100 þús­und á mán­uði eru hirtar í rík­is­sjóð. Fjár­hæðin 100 þús­und hefur staðið óbreytt í tvö ár. Allar fjár­magnstekjur umfram krónur 25 þús­und á mán­uði eru skertar með líku lagi. Hin árlega hækkun bóta almanna­trygg­inga við ára­mót hækkar minna en laun hafa gert og sú hefir verið reyndin flest und­an­farin ár. Vart er hægt að kalla slíka fram­göngu af hálfu stjórn­valda annað en skipu­lega aðgerð til að lækka að raun­gildi bætur almanna­trygginga til líf­eyr­is­þega. 

Við afgreiðslu fjár­laga kom fram til­laga frá nokkrum þing­flokkum stjórn­ar­and­stöðu um hækkun bóta. Af hálfu flutn­ings­manna kom fram að til­lagan átti að kosta 25 millj­arða króna án þess að bent væri á neinar leiðir til fjár­mögn­un­ar. Þing­flokkur Mið­flokks­ins lagð­ist ekki gegn til­lög­unni en taldi ekki unnt að styðja ófjár­magn­aða til­lögu frekar en aðrar til­lögur sem sýn­ast meira í ætt við sýnd­ar­mennsku en raun­hæf úrræði. Við umræðu um fjár­lög lögðum við Mið­flokks­menn fram fjöl­margar til­lögur í þágu aldr­aðra og líf­eyr­is­þega sem miða að því að draga úr hinum geig­væn­legu skerð­ingum sem þessir hópar búa við og áður var vikið að. Allar voru úrbóta­til­lögur Mið­flokks­ins að fullu fjár­magn­aðar og þess vegna fram­kvæm­an­legar þegar í stað. Fyrir liggur grein­ar­gerð, sem ekki hafa verið bornar brigður á, að ekki kosti rík­is­sjóð svo mikið sem krónu að leyfa fólki að bæta hag sinn í krafti sjálfs­bjargarvið­leitni með auk­inni vinnu.

Hjúkr­un­ar­rými fyrir aldr­aða

Höf­undur hefur lagt fram frum­varp um breyt­ingar á lögum um mál­efni aldr­aðra til að tryggja að fé Fram­kvæmda­sjóðs aldr­aðra sé varið í sam­ræmi við upp­haf­legan til­gang, þ.e. til upp­bygg­ingar og við­halds hús­næðis fyrir aldr­aða. Hafa verður í huga að sjóðnum hefur ekki enn verið bætt upp það fé sem runnið hefur úr honum til rekstrar á umliðnum árum í stað þess að vera varið til upp­bygg­ingar hjúkr­un­ar­rýma.

Brýn verk­efni 

PISA-­skýrsla upp­lýsir að skóla­börn, og þá ekki síst drengir, geti alltof mörg ekki lesið sér til gagns. Mið­flokk­ur­inn beitir sér í þessum mála­flokki og má geta sér­stakrar umræðu á Alþingi sem Karl Gauti Hjalta­son alþing­is­maður stóð fyrir um vanda ungra drengja í íslensku sam­fé­lagi. Mennta­mála­ráð­herra ber að beita sér fyrir sér­stakri úttekt á þessu atriði í skóla­kerf­inu með það fyrir augum að greina þá þætti sem standa drengjum fyrir þrifum og gera þá að ein­hverju leyti utan­gátta í skól­an­um.

Þá ber að geta nýlegrar skýrslu grein­ing­ar­deildar rík­is­lög­reglu­stjóra um þá alvar­legu vá sem þjóð­inni stafar af skipu­lagðri glæp­a­starf­semi þar sem erlendir hópar hafa gerst áber­andi. Mið­flokk­ur­inn vill tryggja lög­reglu allan þann mann­afla og aðbúnað sem þarf til að tryggja öryggi fólks í land­inu og verja það fyrir skipu­lagðri glæp­a­starf­semi eins og varað hefur verið við af hálfu rík­is­lög­reglu­stjóra.

Verk­efnin fram undan

Fyrir utan þau mál sem að ofan er getið eru fram undan fjöl­mörg brýn og aðkallandi verk­efni á vett­vangi stjórn­mál­anna Mið­flokk­ur­inn mun ekki þola að líf­eyr­is­eignir lands­manna séu gerðar upp­tækar í rík­is­sjóð með hinum skefja­lausu skerð­ingum á bótum almanna­trygg­inga sem raun ber vitn­i.. Undir for­ystu Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar hefur Mið­flokk­ur­inn lagt fram áætlun um að hefta umsvif rík­is­bákns­ins með hag­kvæmni og skil­virkni í opin­berum rekstri fyrir aug­um. Mið­flokk­ur­inn hefur lagt fram til­lögur í fjöl­miðla­málum sem stuðla að því að jafna sam­keppn­is­stöðu á fjöl­miðla­mark­aði. Efla ber einka­rekna fjöl­miðla og stuðla með kraft­miklum hætti að gerð fjöl­breytts íslensks dag­skrár­efn­is.  

Les­endum Kjarn­ans og lands­mönnum öllum óska ég far­sældar á nýju ári.

Höf­undur er þing­maður Mið­flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norð­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Does trust provide the key to changed environmental behaviour?
Kjarninn 25. maí 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
„Þurfum að fara varlega í vindorkuna rétt eins og annað“
Umhverfis- og auðlindaráðherra sagði á þingi í dag að Íslendingar þyrftu að skoða vindorku út frá þeim þáttum er snúa að náttúru og náttúruvernd.
Kjarninn 25. maí 2020
Þríeykið: Þórólfur, Alma og Víðir.
Takk fyrir ykkur
„Í dag er stór dagur,“ sagði sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar átti hann við enn eitt skrefið í afléttingu takmarkana. Í hugum landsmanna var dagurinn þó ekki síst stór því fundurinn var sá síðasti – í bili að minnsta kosti.
Kjarninn 25. maí 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Um Alaskaarðinn og íslenska arfinn
Kjarninn 25. maí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Mjög áhugavert að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt“
Forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að áhugavert væri að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt en hún var meðal annars spurð út í fram­sal hluta­bréfa­eigna aðaleigenda Samherja til afkomendanna.
Kjarninn 25. maí 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís þakkar þríeykinu fyrir sitt framlag
Heilbrigðisráðherra þakkaði Ölmu, Þórólfi og Víði á síðasta upplýsingafundi almannavarna í dag. Hún minnti einnig á að baráttunni væri enn ekki lokið.
Kjarninn 25. maí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Veiran mögulega að missa þróttinn
Sóttvarnalæknir segir að hugsanlega sé kórónuveiran að missa þróttinn. Þeir sem smitast hafa af COVID-19 undanfarið eru ekki mikið veikir. Aðeins sex smit hafa greinst hér á landi í maí.
Kjarninn 25. maí 2020
Píratar mælast næst stærstir í nýrri skoðanakönnun frá MMR
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 23,5 prósent fylgi í nýrri könnun MMR, en þar í kjölfarið koma Píratar með 14,6 prósent fylgi. Framsóknarflokkurinn væri minnsti flokkurinn sem næði inn þingmanni miðað við þessa könnun og mælist með 6,4 prósent fylgi.
Kjarninn 25. maí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar