Hugarfarsbreyting er stærsta áskorunin

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, fjallar um þær áskoranir sem Íslendingar standa frammi fyrir. Með breyttu hugarfari séum við í stakk búin til að takast á við hinn nýja veruleika og taka honum fagnandi.

Auglýsing

Það er sama hvert við horfum í atvinnu­líf­inu, til lít­illa fyr­ir­tækja jafnt sem stórra, innan versl­unar og þjón­ustu, ferða- og fjár­mála­þjón­ustu, staf­ræn tækni er að inn­leiða gríð­ar­legar breyt­ing­ar. Allt frá litlum fyr­ir­tækjum með heima­síð­ur, og tíma­bók­anir á net­inu til stór­fyr­ir­tækja með vöru­hús í umsjón vél­menna eða bálka­keðju­tækni í flutn­ing­um, ekk­ert fyr­ir­tæki er ósnortið af staf­rænni tækni. Íslensk fyr­ir­tæki eru þarna ekki und­an­skil­in. Eins og staðan er í dag eiga íslensk fyr­ir­tæki hins­vegar veru­lega á hættu að drag­ast aftur úr og verða ósam­keppn­is­hæf í nútímaum­hverfi. Fyrsta skref­ið  er að átta sig á að nauð­syn þess að taka þátt í þess­ari þróun af fullum þunga – hið nauð­syn­lega skref er hug­ar­fars­breyt­ing.

Staf­ræn þróun snýst um mun fleira en kaup á tölv­um, tækjum og for­rit­um. Staf­ræn þróun á erindi við alla innan fyr­ir­tæks­ins, ekki ein­gögngu tölvu­deild­ina. Staf­ræn þróun snýst um grund­vall­ar­breyt­ingu á því hvernig við nálg­umst við­skipti. Virð­is­keðjur og við­skipta­módel eru að taka gagn­gerum breyt­ingum og mörkin milli vöru og þjón­ustu verða sífellt óskýr­ari. Staf­ræn þróun kallar á breyt­ingar sem ganga í gegnum fyr­ir­tækið allt og því þarf stjórn­un, menn­ing, þróun ferla og upp­bygg­ing á hæfni að taka hana með í reikn­ing­inn á öllum stig­um. Þetta snýst um algjör­lega breytt hug­ar­far þar sem fyr­ir­tæki hugsa alla  starf­semi sína út frá við­skipta­vin­inum og því að nýta staf­ræna tækni alls stað­ar. 

Við­skipta­vin­irnir gera kröfur sem alþjóð­legir sam­keppn­is­að­ilar okkar mæta og mæta þeim vel. Við­skipta­vinir vilja fá lausnir sniðnar að per­sónu­legu þörfum sín­um, þeir vilja skjóta afgreiðslu og fram­úr­skar­andi þjón­ustu. Þeir vita að þetta er allt hægt - þau fá þetta frá Amazon, Ali­ex­press og Asos! Þessi og sam­bæri­leg fyr­ir­tæki eru þau sem íslenskar nútíma­kyn­slóðir alast upp við að eiga við­skipti við. Þetta er sam­keppn­isum­hverfi íslenskra fyr­ir­tækja - einnig þeirra sem eru aðeins með þrjá starfs­menn og ætla sér ekki að þjón­usta annað en sitt nærum­hverfi. Stað­reyndin er sú, að til þess að vera sam­keppn­is­hæf verða íslensk fyr­ir­tæki að hafa getu til og vera til­búin til að aðlaga starf­semi sína að þörfum og óskum við­skipta­vina í sama mæli og öll önnur fyr­ir­tæki. Þau verða að finna leið til að keppa við alþjóð­legu ris­ana. 

Auglýsing

Öll þau lönd sem við horfum hvað helst til hafa markað sér stefnu í staf­rænum mál­um. Stór þáttur í þeirri stefnu­mörkun eru aðgerðir til að efla fyr­ir­tæki í staf­rænni þróun svo að þau geti verið sam­keppn­is­hæf. Svíar og Danir hafa sett sér skýr mark­mið um að vera í fremstu röð í staf­rænum heim­i.  Stefnu­mörkun í þessum málum er ekki síður mik­il­væg en stefnu­mörkun í nýsköpun sem nýlega hefur verið sett fram af Atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­inu. Gera má ráð fyrir að þær aðgerðir sem ráð­ist verður í á grunni nýsköp­un­ar­stefnu og stefnu í staf­rænum málum verði á margan hátt sam­þættar og styðji hvor við aðra.Þrátt fyrir að við séum fámenn þjóð þýðir það ekki að við getum ekki tek­ist á við þessar áskor­an­ir. Færa má rök fyrir því að einmitt þess vegna séum við betur í stakk búin til að mæta þeim þar sem boð­leiðir eru styttri og ákvarð­ana­taka hrað­ari. Eist­land, svo dæmi sé tek­ið, er með rúm­lega 1,3 millj­ónir íbúa og með skýrri stefnu og mark­vissri ákvarð­ana­töku hafa þeir raðað sér fremst í flokk í staf­rænni stjórn­sýslu. Við íslend­ingar gætum allt eins markað slíka stefnu og fylgt henni eft­ir. 

Stóru áskor­an­irnar í staf­rænum heimi eru þekk­ing og fjár­magn. Nágranna­lönd  okkar eru þegar farin að vinna að þessum málum með fjár­hags­legum stuðn­ingi við staf­ræna þróun í formi styrkja, lána og efl­ingu þekk­ingar bæði innan almenna mennta­kerf­is­ins en ekki síður með sí- og end­ur­mennt­un.

Ljóst er að miklar breyt­ingar verða á ýmsum störfum á allra næstu árum, sem  þarf ekki að vera nei­kvætt eða nokkuð sem ástæða er til að ótt­ast. Staf­ræn þróun skapar störf um leið og hún gerir önnur störf óþörf. Áskor­unin felst í því að gera fólk fært um að sinna þessum nýju störf­um. 

Mik­il­væg­ast af þessu öllu er samt sem áður hug­ar­far­ið. Með breyttu hug­ar­fari erum við í stakk búin til að takast á við hinn nýja veru­leika og taka honum fagn­andi og sjá tæki­færin sem í honum fel­ast. Við verðum að marka okkur stefnu og grípa til mark­vissra aðgerða til að tryggja sam­keppn­is­hæfni íslensks atvinnu­lífs í hinum alþjóð­lega staf­ræna heimi. Það eina sem hægt er að ganga að sem vísu eru breyt­ingar – sífellt hrað­ari breyt­ing­ar.

SVÞ mun á næsta ári hafa for­göngu um vinnu sem nauð­syn­leg er til að íslensk fyr­ir­tæki verði í stakk búin til að keppa í heimi nýrrar staf­rænnar sam­keppn­i. Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri SVÞ.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rúmlega 30 starfsmönnum sagt upp hjá Póstinum
Pósturinn mun hætta dreifingu á ónafnamerktum fjölpósti á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Selfossi og Akranesi en breytingin mun leiða til um 200 milljóna króna lækkunar kostnaðar á ársgrundvelli.
Kjarninn 29. janúar 2020
Elfa Ýr Gylfadóttir
Eiga íslenskir fréttamiðlar sér framtíð?
Kjarninn 29. janúar 2020
Mútugreiðslur Airbus leiða til mörg hundruð milljarða sektar
Stærsti flugvélaframleiðandi heims hefur samið sig frá sakamálarannsókn vegna mútugreiðslna.
Kjarninn 29. janúar 2020
Ragnheiður sat hjá þegar útvarpsstjóri var ráðinn
Ragnheiður Ríkharðsdóttir á sæti í stjórn RÚV en sat hjá í ráðningaferlinu vegna tengsla við fólk sem sóttist eftir starfinu.
Kjarninn 28. janúar 2020
Guðmundur Halldór Björnsson
Samruni eða fjandsamleg yfirtaka – Hvað á sameinað félag að heita?
Kjarninn 28. janúar 2020
Vigdís og Kolbrún gagnrýna ráðningu Stefáns en Dagur óskar RÚV til hamingju
Tveir oddvitar í minnihluta borgarstjórnar segist óttast að ráðning Stefáns Eiríkssonar sem útvarpsstjóra verði til þess að það muni halla á fréttaflutning úr borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson gaf Stefáni sín „bestu meðmæli“ og óskar RÚV til hamingju.
Kjarninn 28. janúar 2020
Ingrid Kuhlman
Býður dánaraðstoð heim misnotkun?
Kjarninn 28. janúar 2020
Enginn má undan líta – óviðjafnanleg sögustund í Landnámssetri
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Öxina, sögustund í Landnámssetri.
Kjarninn 28. janúar 2020
Meira úr sama flokkiÁlit