Vimeo-free-Videos

Tæknispá 2019

Þroskaðra sprotaumhverfi, Elon Musk í kringum tunglið, mannlegar hliðar tækni, hæpheiðar og -dalir og frú Sirrý á íslensku. Þetta er meðal þess sem fram kemur í árlegri tæknispá Hjálmars Gíslasonar.

Mér telst til að þetta sé í 10. skipti (á 14 árum) sem ég skrifa tækni­spá og reyni að rýna í hluti sem munu vera ofar­lega á baugi í tækni­heim­inum á kom­andi ári.

Í spánni í fyrra tók ég meðal ann­ars sterkar til orða en flestir og spáði miklu verð­falli á Bitcoin. Annað var kannski ekki alveg eins nákvæmt, eða hefur að minnsta kosti ekki gengið eftir eins hratt. Elon Musk fór til dæmis ekki í kringum tunglið. Það er þó lík­lega bara tíma­spurs­mál. End­ur­tek þá spá núna með aðeins víð­ari tíma­mörk­um.

Mann­legu hliðar tækn­innar

Á árinu sem nú er nýhafið held ég að áherslan verði mikil á mann­legu hliðar tækn­inn­ar. Þannig held ég að við munum sjá meira rætt en áður um félags­leg­ar, laga­legar og sál­rænar hliðar þeirrar tækni­þró­unar sem nú stendur yfir og hvort og hvernig skuli bregð­ast við henni.

Per­sónu­vernd verður áfram í brennid­epli og lík­legt að fleiri en Evr­ópu­sam­bandið muni setja skorður og skýrar reglur um með­ferð þeirra.

Einnig grunar mig að reglu­verk í kringum gervi­greind og þjálfun gervi­greind­ar­kerfa verði á dag­skránni, enda sýnir sig sífellt betur að slík kerfi læra og festa í sessi mis­munun og vit­leysur sem fyrir eru í gögn­unum sem þau eru þjálfuð með. Þau eiga til dæmis erf­ið­ara með að þekkja hör­unds­dökk and­lit en bleikhafna frekar starfs­um­sóknum frá konum en körlum; og eru fljót að læra ra­is­ma á Twitter.

Þau eru þannig alveg jafn­-skeikul og við mann­fólk­ið! Vand­inn er sá að það er ólík­leg­ara að við gerum ráð fyrir því: Hvernig gæti tölva verið for­dóma­full? Hún er jú bara reikni­vél? Vand­inn er sá að ef við kennum reikni­vél að reikna rangt, þá mun hún gera það - af meiri full­komnun en jafn­vel skeik­ul­ustu menn!

Hæpið er hæpið

Þekkt kenn­ing segir að álitið á tækninýj­ungum rísi og falli eftir svo­kall­aðri „hæp­kúrfu“. Ráð­gjafa­fyr­ir­tæk­ið G­ar­tner hef­ur ­form­fest og gert sér mat úr þess­ari kenn­ingu, en í stuttu máli segir hún að heim­ur­inn hafi miklar vænt­ingar til tækninýj­unga þegar þær eru nýjar, svo falli vænt­ing­arnar þegar þær ganga ekki eftir eins hratt og vonir stóðu til, en rísi síðan aftur og nái jafn­vægi þegar tæknin hefur tekið út nægi­legan þroska.

Mynd: Wikipedia

Ég held að tvær mest hæp­uð­u ­tækninýj­ungar síð­ustu ára, sýnd­ar­veru­leik­inn og nýjasta bylgja gervi­greind­ar­tæki séu komnar yfir­ hæp­heið­ina og falli nú í dal von­brigð­anna næstu 2-3 ár. Að venju munu margir þeir sem vinna að þess­ari tækni helt­ast úr lest­inni þegar ferða­lagið lítur út eins og eyði­merk­ur­ganga bæði hvað varðar fjár­mögnun og við­skipta­vini. Þessi tækni mun hins vegar snúa aftur af krafti innan 5 ára og þá með raun­veru­leg og sönnuð við­skipta­tæki­færi og nota­gildi. Á Íslandi skiptir þetta mestu máli hvað sýnd­ar­veru­leik­ann varð­ar, enda tals­verð reynsla, þekk­ing og þróun í gangi varð­andi hann hér síð­ustu ár. CCP dró þegar í land í lok þar síð­asta árs og sprota­fyr­ir­tæki sem hafa verið að vinna á þessu sviði hafa mörg hver verið tví­stíg­andi um fram­hald­ið. Von­andi verður samt eitt­hvað eftir af þess­ari þekk­ingu og þróun þegar tæki­færin koma fyrir alvöru.

Þroskað sprotaum­hverfi

Íslenska sprotaum­hverfið hefur þroskast mjög mikið á síð­ustu árum. Fram­boð á fjár­magni hefur verið betra og jafn­ara en lík­lega nokkru sinni fyrr, erlendir fjár­festar eru farnir að láta til sín taka á Íslandi í meira mæli en áður og inn­lendir að taka sín fyrstu skref í að fjár­festa í erlendum tækni­fyr­ir­tækj­um.

Ég held að þessi þróun eigi eftir að halda áfram og held að það væri mikið heilla­spor að tengj­ast evr­ópska - og þá kannski ekki síst nor­ræna - sprotaum­hverf­inu enn sterk­ari bönd­um. Það er margt áhuga­vert að ger­ast í nor­rænu sen­unni. Augu fjár­festa og tækni­heims­ins bein­ast í auknum mæli þangað og ímynd frum­kvöðla og fyr­ir­tækja sem þaðan koma er með miklum ágæt­um.

Meniga er komið hvað lengst fyr­ir­tækja í „nýju sprota­bylgj­unni" sem fór af stað eftir hrun og að ná býsna góðum „sta­tus" á sínu svið­i. Teatime, sem stofnað var af fyrrum stjórn­end­um Pla­in Vanilla, mun afhjúpa nýj­ung­arnar sem þau hafa verið að vinna að síð­ustu miss­eri, og óhætt að spá því að það muni vekja mikla alþjóð­lega athygli þegar þar að kem­ur.

Fleiri spenn­andi sprota­fyr­ir­tæki eru á áhuga­verðum stigum fjár­mögn­un­ar, vöru- og við­skipta­þró­unar sem frétta er að vænta af á árinu, og von­andi verða slíkar fréttir reglan frekar en und­an­tekn­ingin innan fárra ára.

Allt í skýj­unum

Ég held að 2019 sé ákveð­ið á­fanga­ár í þeirri þróun sem orðið hefur síð­asta ára­tug­inn: Fyr­ir­tæki munu svo gott sem end­an­lega hætta að setja upp sína eigin net- og vef­þjóna og allur vöxtur á því sviði fara fram í stórum gagna­verum ann­arra - einkum og sér í lagi stóru skýja­lausn­a­fyr­ir­tækj­anna: AWS, Microsoft og ­Google. Tími tölvurekka í milli­stórum fyr­ir­tækjum er að líða undir lok (hann er lið­inn í litlum fyr­ir­tækj­u­m), en ég held líka að minni, „local" þjón­ustu­að­ilar muni eiga undir högg að sækja frá þessum stóru, aðgengi­legu og alltum­lykj­andi alþjóð­legu þjón­ustu­veit­end­um.

Talið þér íslensku frú Sirrý?

Íslensk mál­tækni hefur loks­ins fengið þá athygli sem hún á skilið og nú bæði úr nokk­urri fjár­mögn­un og hratt vax­andi þekk­ingu og gögnum að moða á því sviði. Þetta er nauð­syn­legt ef íslenskan á að eiga mögu­leika á að lifa af 21. öld­ina. Ég hef þó reyndar ekki síður - og jafn­vel frekar - áhyggjur af skorti á fram­boði af íslensku og íslensk­uðu efni á helstu miðlum og efn­isveitum ef svo á að vera. Það er reyndar ekki bein­línis tækni­legt mál, en eitt­hvað sem stjórn­völd, fram­leið­endur efnis og þeir sem koma að milli­vinnslu þess (svo sem þýð­ingum og tal­setn­ingu) ættu að leggja ofurá­herslu á að koma í fast­ari far­veg með aðilum á borð við ­Net­fl­ix, YouTu­be, ­Spoti­fy og Amazon.

Á gam­an­sömum nótum má reyndar færa rök fyrir því að við ættum alls ekki að leggja kraft í að kenna tækn­inni íslensku. Um dag­inn var ég í góðum hópi að ræða þá stað­reynd að nú eru rúm 21 ár liðin frá deg­inum sem ­Sky­net tók yfir heim­inn í Term­inator-ser­í­unni með væg­ast sagt afdrifa­ríkum afleið­ing­um. Ástæðan fyrir því að við höfum ekki orðið þess vör á Íslandi hlýtur að vera sú að tölv­urnar skildu aldrei íslensku.

Þarf ekki ein­hver að stöðva Eirík Rögn­valds­son?! ;)

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar