MYND:EPA spaceX
MYND:EPA

Tæknispá ársins 2018

Gervigreind, rafmyntir, persónuvernd, eignarhald á gögnum og fallvaltir bankar. Já og svo auðvitað geimferðir. Þetta verða aðalatriðin í tæknigeiranum á komandi ári samkvæmt árlegri tæknispá Hjálmars Gíslasonar.

Það eru núna 12 ár síðan ég gerði það fyrst að gamni mínu að setja í upp­hafi árs fram spá yfir hluti sem ættu eftir að verða ofar­lega á baugi á kom­andi ári. Þó þetta sé sam­kvæm­is­leikur öðru frem­ur, er engu að síður áhuga­vert að skoða eldri spár (2006, 2008, 2009, 2010, 2014, 2015, 2016, 2017) og sjá hvað hefur gengið eftir - og ekki síður hvað ekki!

Í fyrra voru það sjálf­keyr­andi bílar, fals­frétt­ir, samdauna tæknirisar, sýnd­ar­veru­leiki og fjár­mögn­un­ar- og þekk­ing­ar­um­hverfi íslenskra sprota­fyr­ir­tækja sem fengu sess í spánni. Hér á eftir fer það sem ég tel að verði ofar­lega á baugi á árinu sem nú er að hefj­ast.

Gervi­greind

Gervi­greind hefur verið mikið í frétt­unum und­an­farið ár, og ekki að ástæðu­lausu. Á þessu sviði hafa orðið stór­kost­legar fram­farir á und­an­förnum 2-3 árum og kemur þar einkum þrennt til: Síaukin og ódýr­ari vinnslu­geta, ný aðferða­fræði við útfærslu tauga­neta (svokölluð „deep learn­ing”) og síð­ast en ekki síst óvenju­lega almennur aðgangur að bestu tólum á þessu sviði þar sem leið­andi hug­bún­aður hefur verið gerður aðgengi­legur undir opnum leyfum og jafn­framt upp­settur og til­bú­inn til notk­unar fyrir hvern sem er gegnt vægu (eða jafn­vel engu) gjaldi hjá aðilum eins og Google, Amazon og Microsoft.

Frétt­irnar fara alltaf hæst þegar gervi­greindin lætur til sín taka á sviðum sem okkur þykja „mann­leg”, svo sem því að lesa í röntgen­mynd­ir, keyra bíla eða þýða tungu­mál. Jafn­vel enn meiri athygli fær svo fram­ganga þeirra í borð­spilum á borð við skák og Go, en þau tíð­indi urðu í báðum þessum leikjum á árinu að for­rit sem ekki fékk neina for­skrift aðra en regl­urnar gat „æft sig sjálft” þangað til það varð betra en bestu mennsku leik­menn heims!

Það sem færri átta sig á er að tækni á borð við þessa er að baki allskyns hlutum sem fólk er beint og óbeint farið að nota dags dag­lega allt frá Snapchat-filt­erum til raun­tíma­eft­ir­lits með kredit­korta­færsl­um. Með öðrum orðum í hlutum sem eru fjarri því að vera „mennskir” eða yfir­höfuð innan mann­legrar getu.

Hins vegar eru þetta allt ansi sér­hæfð verk og gervi­greind­ar­for­rit eiga það sam­eig­in­legt að vera ekki sér­lega skap­andi. Okkur hættir til að ofmeta hversu nærri mann­legri greind og hugsun þessi tækni sé og sjá í því annað hvort meiri ógn eða tæki­færi en raun­veru­lega eru til staðar - að minnsta kosti til skamms tíma. Hins vegar er umræðan um það hvort setja skuli reglu­verk og þá hvernig um notkun slíkrar tækni tíma­bær og ég spái því að hún verði áber­andi á árinu. Ég segi samt eins og einn vinur minn og fyrrum sam­starfs­fé­lagi: „Ég hef engar áhyggjur af gervi­greind fyrr en hún finnur hjá sér löngun til að gera eitt­hvað merki­legra en að keyra bíl eða tefla skák.”

Þangað til eru mörg ár. Raunar er það svo að fremstu vís­inda­menn á þessu sviði telja sig flestir enn langt frá því að skilja hvers konar stökk þyrfti til að það gæti ger­st, eða hvort tæknin og aðferða­fræðin sem nú er notuð sé yfir­höfuð á þeirri leið.

Raf­myntir

Bitcoin komst heldur betur í frétt­irnar á liðnu ári, og verður enn um sinn ekki síst vegna ótrú­legra verð­hækk­ana og -sveiflna. Enda voru frétt­irnar í lok árs margar á þann veg að hér hlyti að vera um bólu að ræða. Sagan segir að Jos­eph Kenn­edy hafi ákveðið að selja öll hluta­bréfin sín rétt fyrir krepp­una miklu þegar lyftu­vörður gaf honum ráð­legg­ingar um fjár­fest­ingar í hluta­bréf­um. Á Íslandi heyrði ég nýlega sögu af pípara sem var að velta fyrir sér spá­kaup­mennsku með Bitcoin. Kannski er það okkar merki?



Ég ætla raunar að ganga lengra hér en flestir og spá miklu verð­falli Bitcoin á árinu 2018. Þar koma nokkrir hlutir til aðrir en bólu­merk­in, meðal ann­ars þau að með auk­inni athygli og veltu aukast lík­urnar á því að ein­hvers konar reglu­verki verði komið á þessi við­skipti, enda er einn af eft­ir­sóttum eig­in­leikum raf­mynta á borð við Bitcoin að við­skiptin eru nafn­laus, erfitt að rekja þau og ágóði af hvers kyns við­skiptum með þær ósýni­legur skatt­yf­ir­völd­um. Hin meg­in­á­stæðan fyrir spá minni er að orku­notkun í Bitcoin heim­inum er komin langt út fyrir skyn­sem­is­mörk (hvar sem þau svo sem voru) og undir lok árs bár­ust fréttir af því a meiri raf­orka færi í Bitcoin en sem svar­aði allri raf­orku­notkun Dan­merk­ur. Þetta sýnir ekki bara að það stytt­ist í ein­hvers­konar þol­mörk, heldur er þetta líka lík­legt til að kalla á bakslag meðal nör­da­sam­fé­lags­ins sem hefur drifið vöxt­inn að miklu leyti hingað til og lík­legt að leiði af sér aðr­ar, skyldar en skyn­sam­legri lausnir hvað þetta varð­ar. Hin und­ir­liggj­andi og stór­merki­lega „blockchain” tækni er nefni­lega komin til að vera - og ekki bara sem hryggjar­stykkið í raf­mynt­um, heldur alls kyns færslum öðrum, frá lista­verka­við­skiptum til gagna­miðl­un­ar.

Rétt að taka fram að þrátt fyrir spá mína um yfir­vof­andi hrun á verði Bitcoin á árinu, þá tel ég samt tals­verðar líkur á að myntin muni sanna sig til langs tíma sem nokk­urs­konar raf­gull. Það er, sem verð­mæti (ekki hlæja, málm­gull er einskis virði heldur í sjálfu sér) sem sjaldan skipta um hendur og litið verður á sem lang­tíma­fjár­fest­ingu.

(Gert grein fyrir hags­mun­um: Höf­undur er eig­andi fáeinna Bitcoin-a og tekur ekki að sér fjár­fest­inga­ráð­gjöf)

Per­sónu­vernd, eign­ar­hald á gögnum og fall­valtir bankar

Umræðan um per­sónu­vernd og notk­un, eign­ar­hald og miðlun á per­sónu­upp­lýs­ingum á eftir að verða mjög hávær á árinu. Margir hafa orðið til að benda á vanda­málin sem fylgja því að tækni­fyr­ir­tæki á borð við Google, Apple, Microsoft og þó sér­stak­lega Face­book hafi yfir að ráða jafn miklum upp­lýs­ingum og raun ber vitni um ekki bara staf­rænar athafnir okk­ar, heldur per­sónu­leika, drauma, þrár, kosti og lesti. Ekki bara það, heldur er afar fátt sem tak­markar það hvernig þessi fyr­ir­tæki - og önnur - mega nota þessar upp­lýs­ing­ar.

Nýjar reglur Evr­ópu­sam­bands­ins sem taka munu gildi á árinu - GDPR (General Data Prot­ect­ion Reg­ul­ation) - er fyrsta umtals­verða til­raun yfir­valda til að koma böndum á þessa gagna­söfn­un, og þá auð­vitað ekki bara þess­ara fyr­ir­tækja, heldur allra sem safna og vinna með per­sónu­grein­an­leg gögn. Þó að þessar reglur gildi „að­eins” um gögn um Evr­ópu­búa, þá er það óháð heim­il­is­festi þjón­ustu­veit­and­ans og ljóst að öllum alþjóða­fyr­ir­tækjum verður mikið í mun að mæta þessum kröf­um, enda geta við­ur­lögin numið allt að fjögur pró­sent af heild­ar­veltu fyr­ir­tækja sem reyn­ast brot­leg. Þessar reglur kveða svo ekki aðeins á um hvað gera má við gögn­in, heldur taka þau líka af öll tví­mæli um það að ein­stak­lingar hafa rétt á aðgengi að öllum gögnum sem þjón­ustu­veit­andi hefur um þá, rétt til að fá afrit af þeim - og rétt til að láta eyða þeim.

Margir hafa orðið til að benda á vandamálin sem fylgja því að tæknifyrirtæki á borð við Google, Apple, Microsoft og þó sérstaklega Facebook hafi yfir að ráða jafn miklum upplýsingum og raun ber vitni um ekki bara stafrænar athafnir okkar, heldur persónuleika, drauma, þrár, kosti og lesti.

Í svip­uðum anda eru reglu­gerðir sem inn­leiddar verða á árinu um fjár­mála­fyr­ir­tæki. Þær breyt­ingar snú­ast reyndar ekki bara um gögn­in, heldur munu þær líka auð­velda sam­keppni við rót­gróna banka og fjár­mála­stofn­an­ir. Þetta opnar fjöl­mörg tæki­færi fyrir nýsköpun og sprota­fyr­ir­tæki, en ég spái því að risa­fyr­ir­tækin sem að ofan eru nefnd verði þau sem munu hafa mest áhrif á þennan geira - og það hratt. Þannig má segja að lög­gjöfin sem á annan bóg­inn tak­markar það sem stóru tæknirisarnir geta gert muni gefa þeim ný tæki­færi á öðrum svið­um.

Ég held að fjár­mála­geir­inn í heild sinni standi á barmi gríð­ar­legra breyt­inga og við­skipta­bankar eigi eftir að eiga mjög í vök að verj­ast þegar þess­ara breyt­inga fer að verða vart. Það er þróun sem mun taka nokkur ár, en mun rýra áhrifa­vald þeirra - og verð­mæti - mjög mik­ið.

Ég er að minnsta kosti ekki sér­lega bjart­sýnn á lang­tíma­verð­mæti eign­ar­hlutar míns í bönk­unum sem „hlut­hafi” í gegnum rík­is­sjóð.

Geim­ferðir

Það eru geggj­aðir hlutir að ger­ast í geim­ferð­um. Senni­lega hefur ekki verið jafn spenn­andi að fylgj­ast með þeim síðan á tímum tungl­ferð­anna. Einka­fyr­ir­tækið SpaceX skaut hvorki meira né minna en 17 förmum á braut um jörðu á liðnu ári. Ef þið hafið ekki fylgst með svona geimskoti, þá mæli ég sterk­lega með því. Næsta geim­skot er fyr­ir­hugað föstu­dag­inn 5. eða laug­ar­dag­inn 6. jan­úar - og reyndar 12 önnur á þeirra vegum og ann­arra víðs vegar um heim í jan­ú­ar­mán­uði ein­um. Geim­skota­dag­skrána má finna hér.

Öll geim­skot SpaceX fara fram í beinni útsend­ingu á net­inu með ítar­legum upp­lýs­ingum um það hvað er að ger­ast og hver fram­vindan er. Að málm­rör á hæð við Hall­gríms­kirkju geti tek­ist á loft, skilað af sér far­ang­urs­flaug út í geimjað­ar­inn og lent svo aftur af gríð­ar­legri nákvæmni upp­rétt, stundum á sama stað og tekið var á loft um það bil 10 mín­útum síðar er ótrú­legt. Pláss í ómönn­uðum geim­förum er orðið það ódýrt að alls kyns sprota­fyr­ir­tæki spretta nú upp sem eru að ger­bylta því sem fólk taldi mögu­legt í geim­tækni fyrir innan við 10 árum. Það er til að mynda hægt að ger­ast áskrif­andi að býsna nákvæm­um, innan við 24 tíma gömlum loft­myndum af ALLRI jörð­inni hjá fyr­ir­tæki sem nefn­ist Planet. Aðeins hug­mynda­flugið setur skorður á hvað hægt er að gera með slíku - raunar bæði til góðs og ills.

Talandi um tungl­ferð­ir, þá eru hafa tvær merki­legar geim­fréttir kom­andi árs ekki farið hátt:

  • Ann­ars vegar eru nú innan við þrír mán­uðir þar til keppn­isliðin í Lunar X Prize keppn­inni munu reyna lend­ingu á tungl­inu. Í úrslitum eru 5 lið, mis­stór og mis­vel fjár­mögnuð sem keppa um verð­laun upp á 20 milljón Banda­ríkja­dali frá Google. Ef þetta tekst, er það í fyrsta sinn sem geim­far á vegum einka­að­ila mun kom­ast til tungls­ins.

  • Hins vegar hefur Elon Musk, stofn­andi Space X (með meiru) heitið því að senda mannað geim­far í flug í kringum tunglið fyrir lok árs­ins. Dag­setn­ingin hefur ekki verið gefin upp, en hann hefur greint frá því að geim­far­arnir tveir sem fara muni í ferð­ina hafi verið vald­ir, þó ekki hafi verið sagt frá því hverjir það séu.

Ég held þó reyndar að auð­veld­asti spá­dómur árs­ins sé að Musk verði sjálfur annar þeirra!

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar