Heimild veitt til að nota stöðugleikaeignir í lífeyrisskuldbindingar

Á fjáraukalögum vegna ársins 2017 var íslenska ríkinu veitt heimild til að ráðstafa stöðugleikaeignum til að lækka skuld ríkisins við B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR). Ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs eru 611 milljarðar.

Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

Í fjár­auka­lögum 2017, sem afgreidd voru á síð­ast starfs­degi Alþingis fyrir ára­mót, var veitt heim­ild fyrir íslenska ríkið til að ganga til samn­inga við Líf­eyr­is­sjóð starfs­manna rík­is­ins (LSR) um afhend­ingu á stöð­ug­leika­eign­um, sem Lind­ar­hvoll ehf. hefur haft til umsýslu og ekki telj­ast heppi­legar til sölu á almennum mark­aði, gegn lækkun á líf­eyr­is­skuld­bind­ingum rík­is­sjóðs við B-deild sjóðs­ins.“

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans felst í þessu að ýmsir láns­samn­ingar og óskráð hluta­bréf sem eru í umsýslu Lind­ar­hvols, að frá­töldum hluta­bréfum í Lyfju sem er í opnu söl­ferli, muni fær­ast til LSR í þeim til­gangi að hámarka virði þeirra, verði heim­ildin nýtt. Enn er stefnt að því að starf­semi Lind­ar­hvols, sem ann­ars fulln­ustu og sölu á stöð­ug­leika­eignum rík­is­sjóðs, verði slitið á fyrri hluta árs­ins 2018.

Við þessa ráð­stöfun mun fram­lag til til sjóðs­ins hækka í 24 millj­arða króna á yfir­stand­andi ári. Þessi greiðsla er þó fjarri því nægj­an­leg til að B-deildin geti staðið við skuld­bind­ingar sín­ar, en ófjár­magn­aðar líf­eyr­is­skuld­bind­ingar rík­is­sjóðs eru 611 millj­arðar króna.

Auglýsing

Til að sam­ein­aður sjóður geti staðið við þær þyrftu árleg fram­lög rík­is­sjóðs til sjóðs­ins að vera sjö millj­arðar króna á ári að jafn­aði næstu 30 árin í stað þeirra fimm millj­arða króna sem nú er ráð­stafað til þeirra á ári.  

Ekki sölu­hæfar eignir

Lind­ar­hvoll hefur losað um flestar sölu­hæfar eignir sem félagið fékk til umsýslu eftir að tók við stöð­ug­leika­eign­unum frá þrota­búum föllnu bank­anna í byrjun árs 2016. Eftir stendur Lyfja, sem Sam­keppn­is­eft­ir­litið heim­il­aði Högum ekki að kaupa á síð­asta ári. Lyfja var sett í nýtt opið sölu­ferli 9. nóv­em­ber 2017 og frestur til að skila inn óskuld­bind­andi til­boðum rann út 15. des­em­ber. Þeim sem áttu hag­stæð­ustu til­boðin var boðin áfram­haldi þátt­taka í sölu­ferl­inu og gafst kostur á því að fram­kvæmda áreið­an­leika­könnun á Lyfju.

Utan Lyfju standa eignir sem telj­ast ekki sölu­hæf­ar. Þar er um að ræða m.a. láns­samn­inga og óskráð hluta­bréf. Sala þess­arar eigna er ekki talin lík­leg til að hámarka verð­mæti eign­anna. Þess vegna er verið að kanna þann mögu­leika að ráð­stafa eign­unum upp í skuld rík­is­ins við LSR.

Risa­stórt vanda­mál

Ófjár­­­­­magn­aðar líf­eyr­is­skuld­bind­ingar hins opin­bera hafa verið risa­stórt vanda­­­mál í lengri tíma. Árið 1997 var A-deild LSR stofn­uð. Hún byggir á stiga­­­kerfi þar sem sjóðs­fé­lagi ávinnur sér rétt­indi miðað við greidd iðgjöld. Kerfið byggir á sjóðs­­­söfn­un. Þ.e. LSR safnar iðgjöld­um, ávaxtar þau og greiðir út í sam­ræmi við áunnin rétt­indi. Ef sjóð­­­ur­inn á ekki fyrir þeim hleypur ríkið undir bagga.

Á sama tíma var eldra kerfi sjóðs­ins, hin svo­­­kall­aða B-deild, lokuð fyrir sjóðs­fé­lögum. Í henni ávinna sjóðs­fé­lagar sér tvö pró­­sent rétt­indi á ári miðað við fullt starf. Þetta kerfi byggir að mestu á gegn­um­­streymi fjár­­­magns, og ein­ungis að hluta til á sjóðs­­söfn­un. Ástæða þess að kerfið var lagt niður var sú að það blasti við að það gæti ekki staðið undir sér. Því var settur plástur á sárið og lokað á nýliðun í B-deild­ina. Það breytir því ekki að henni blæðir enn mik­ið. Það var alltaf morg­un­ljóst að ríkið myndi þurfa að greiða háar fjár­­hæðir með þessu gamla kerfi.

Þess vegna ákvað Geir H. Haarde, þáver­andi fjár­­­mála­ráð­herra, árið 1999 að rík­­is­­sjóður skyldi hefja greiðslur til B-deildar LSR og LH umfram laga­­skyldu. Mark­miðið var að milda höggið sem fram­­tíð­­ar­kyn­­slóðir skatt­greið­enda myndu þurfa að þola vegna þess og koma í veg fyrir að sjóð­irnir tæmd­ust.

Árið 2008, eftir hrun­ið, var þessum við­­bót­­ar­greiðslum hins vegar hætt. Þá hafði rík­­is­­sjóð­­ur, frá árinu 1999, alls greitt 90,5 millj­­arða króna inn á útistand­andi skuld sína við B-deild LSR og LH. Ef ekki hefði komið til þess­­ara greiðslna væru sjóð­irnir tómir og allar greiðslur féllu nú þegar á rík­­is­­sjóð.

Greiðsl­urnar duga ekki til

Umrædd skuld er ein helsta beina skuld­bind­ing rík­is­sjóðs. Ófjár­magn­aðar líf­eyr­is­skuld­bind­ingar rík­is­sjóðs hækk­uðu úr 508 millj­örðum króna í 611 millj­arða króna á milli áranna 2015 og 2016.

Helstu skýr­ingar á þess­ari miklu hækkun skuld­bind­inga á milli ára eru launa­hækk­an­ir, breyttar trygg­inga­fræði­legar for­sendur og yfir­tökur á skuld­bind­ingum nokk­urra hjúkr­un­ar­heim­ila og sjálfs­eign­ar­stofn­ana. Í fjár­lögum segir enn fremur að gengið hafi verið „á eignir til að greiða líf­eyri og ávöxtun líf­eyr­is­sjóð­anna reynd­ist slök vegna þró­unar á mörk­uðum og geng­is.“

Stærsti hluti skuld­ar­innar er vegna B-deildar LSR, en ríkið skuldar þeirri deild 515 millj­arða króna. Auk þess er til staðar 62 millj­arða króna skuld vegna B-deildar Líf­eyr­is­sjóðs hjúkr­un­ar­fræð­inga (LH) og 34 millj­arðar króna vegna ann­arra sjóða.  B-­deildir LSR og LH voru sam­ein­aðar 1. jan­úar síð­ast­lið­inn.

Áætl­anir hins opin­bera gerðu ráð fyrir því að greiðslur úr rík­is­sjóði til B-deild­ar­innar hæfust á ný á síð­asta ári og að þá myndi fram­lagið vera fimm millj­arðar króna.

Í fjár­lögum árs­ins 2018 segir þó að fleira þurfi að koma til ef bæta eigi stöð­una veru­lega. „Gert er ráð fyrir að ljúka fram­sali á óseldum eignum stöð­ug­leika­fram­laga til LSR fyrir árs­lok. Við þá ráð­stöfun hækkar fram­lag til sjóðs­ins í 24 ma.kr. á yfir­stand­andi ári. LH og B-deild LSR verða sam­ein­aðar frá og með 1.jan­úar 2018. Til þess að sam­ein­aður sjóður geti staðið við skuld­bind­ingar sínar m.v. for­sendur við síð­ustu trygg­inga­fræði­lega úttekt þyrftu árleg fram­lög rík­is­sjóðs að vera 7 ma.kr. að jafn­aði næstu 30 árin í stað 5 ma.kr. eins og nú er gert ráð fyrir á kom­andi árum og er þá tekið til­lit til áætl­aðs fram­sals stöð­ug­leika­eigna á árin­u.“

Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar