FAcebook

Tæknispá ársins 2017

Hver verða aðalatriðin í tæknigeiranum árið 2017? Hjálmar Gíslason birtir nú árlega tæknispá sína og þar eru aðgerðir vegna falskra frétta, sjálkeyrandi bílar og Quiz-up áhrifin öll ofarlega á blaði.

Rit­höf­und­ur­inn Willi­am Gib­son sagði eitt sinn að fram­tíðin væri kom­in, henni væri bara ekki jafnt dreift. Við fyrstu sýn virð­ist þetta auð­vitað fárán­legt, en hvað tækni­þróun varðar er þetta dagsatt: Það sem er þegar orðið hvers­dags­legt sums staðar í heim­inum er enn ár eða ára­tugi frá því að raun­ger­ast ann­ars stað­ar, og það sem hægt er að sjá á til­rauna­stofum leið­and­i ­rann­sókna­stofn­ana, í rann­sókn­ar­setrum stór­fyr­ir­tækja og bíl­skúrum sprota­fyr­ir­tækja eru stundum hlutir sem eiga eftir að hafa mikil áhrif á líf okkar allra. Fram­tíðin er komin þar, hún á bara eftir að kom­ast til okkar hinna.

Hér eru fimm angar fram­tíð­ar­innar sem ég held að eigi eftir að verða áber­andi árið 2017:

Sjálf­keyr­andi bílar

Það eru enn 5 ár í að alsjálf­virkir bílar verði í umtals­verðri og almennri notkun á til­teknum svæðum í heim­inum og 10 ár þangað til sá veru­leiki nær hingað til lands. En það þýðir ekki að tæknin sem þeir byggja á skili sér ekki til okkar hrað­ar. Hún er raunar þegar farin að gera það. Bílar koma með sífellt fleiri skynj­urum og mynda­vélum sem aðstoða öku­mann­inn með hljóð­merkjum og betri yfir­sýn. Næsta skref eru bein inn­grip í akst­ur­inn: „Cru­ise control" sem tekur mið af hraða umferð­ar­innar í kringum sig, leið­rétt­ing akst­urs­stefnu ef bíll­inn rásar ómark­visst yfir á næstu akgrein og bein inn­grip ef bíll lenti í blinda blett­in­um, eða það stefnir í árekst­ur. Þetta magn­aða mynd­band hér að neð­an­ ­sýnir t.d. hvernig Tesla-bíll á sjálf­stýr­ingu sér fyrir hættu og grípur til örygg­is­ráð­staf­ana áður en öku­mað­ur­inn hafði nokkra mögu­leika á að átta sig á því að ein­hver hætta væri á ferð­um. Tækni af þessu tagi eigum við eftir að sjá í jafn­vel ódýr­ari bílum frá og með kom­andi ári.

Fyrsta veru­lega útbreiðsla bíla án öku­manna verður lík­lega í vöru­flutn­inga­bíl­um. Vöru­flutn­ingar eru að mörgu leyti auð­veld­ara úrlausn­ar­efni en hin fjöl­breyttu not einka­bíls­ins. Annað sem gæti flýtt fyrir þess­ari þróun eru örygg­is­mál. Í kjöl­far hryðju­verk­anna í Nice og Berlín er vel hugs­an­legt að þess verði kraf­ist fyrr en síðar að hægt sé mið­lægt að grípa inn í akstur - eða að minnsta kosti drepa á - flutn­inga­bílum við til­teknar kring­um­stæð­ur, s.s. þjófnað eða hrein­lega ef bíl­inn reynir að aka nálægt skil­greindum örygg­is­svæð­um.

Tek­ist á við fals­aðar fréttir

Dreif­ing á vill­andi og hrein­lega fölsuðum fréttum og upp­lýs­ingum komst í hámæli á árinu 2016, sér­stak­lega í tenglsum við for­seta­kosn­ing­arnar í Banda­ríkj­unum og Brexit kosn­ing­una í Bret­landi. Við Íslend­ingar eigum okkar full­trú­a á þessu sviði eins og öðrum, en það er önnur saga.

Það eru marg­vís­legar áhuga­verðar sið­ferð­is­spurn­ingar í þessum efnum sem ekki verða leystar með tækn­inni, en flestum ber þó saman um að það sé eðli­legt að vekja athygli á því ef efni sem sett er fram í frétta­formi er bein­lín­is upp­skáldað eða rangt farið með mál í grund­vall­ar­at­rið­um. Að mörgu leyti minnir þetta vanda­mál á rusl­póst sem fór lang­leið­ina með að eyði­leggja tölvu­póst sem sam­skipta­leið í lok síð­ustu aldar (meira en 90% allra póst­send­inga voru rusl­póst­ur) og „falskar“ leit­ar­nið­ur­stöður sem gerðu bestu leit­ar­vélar vefs­ins, s.s. Alta­Vista, Hot­bot og Yahoo ónot­hæfar um svipað leyti. Í báðum til­fellum var lausnin svip­uð: Sam­tvinnun „mann­legra“ upp­lýs­inga og sjálf­virkra algrímaGoogle á til­vist sýna hrein­lega að þakka yfir­burðum í að takast á við síð­ar­nefnda vanda­mál­ið.

Lausnin á dreif­ingu vill­andi upp­lýs­inga verður lík­lega með svip­uðum hætti. Efni sem er aug­ljós­lega bull verður síað í burtu alfarið (nema etv. fyrir þá sem kjósa að sjá það sér­stak­lega) og grun­sam­legt efni merkt sér­stak­lega eða sett í sér­stakt „hólf“, ekki ólíkt því sem við þekkjum flest með rusl­póst úr tölvu­póst­inum okk­ar. Face­book er þegar farið að gera til­raunir með þetta sem lofa góð­u. 

Tæknirisarnir sífellt lík­ari

Mun­ur­inn á stærstu tæknirisum sam­tím­ans fer sífellt minnk­andi. Þó AmazonGoogleMicrosoft og Apple eigi upp­runa sinn í afar ólíkum geirum og meg­in­starf­semi þeirra sé enn nokkuð ólík er sífellt meiri skörun á milli þeirra. Amazon var upp­haf­lega bóka­búð, en er nú heims­ins stærsti sölu- og rekstr­ar­að­ili gagna­ver­a. Apple byrj­aði sem tölvu­fram­leið­andi, en leggur nú ekki síst áherslu á end­ur­sölu hug­bún­aðar í gegn­um App storeGoogle var leit­ar­vél (og aug­lýs­inga­sali), en hefur hellt sér á fullt í síma­fram­leiðslu. Og staðn­aði hug­bún­að­ar­ris­inn Microsoft er að verða „kúl“ aftur með verk­efnum eins og HoloLens, kaupum á Lin­kedIn og ótrú­lega vel heppn­aðri yfir­færslu á mjólk­ur­kúnni Office yfir í skýja­þjón­ust­una Office 365. (a.m.k. við­skipta­lega).

Allir þessir aðilar fram­leiða nú far­síma, allir bjóða upp á „cloud comput­ing“ þjón­ustu, a.m.k. 3 þeirra eru að gera til­raunir með sjálf­keyr­andi bíla og allir bjóð­ast til að geyma myndir og önnur per­sónu­leg gögn í mis­góð­u­m vef­þjón­ust­u­m. Face­book nálg­ast svo þennan hóp úr enn einni átt­inni.

Þessi þróun mun halda áfram og pressan er að mörgu leyti á Apple, sem er nú stærsta fyr­ir­tæki heims, en svo­lítið að „missa kúlið“. Undir stjórn Steve Jobs gerði Apple ekki bara kúl hlut­i, Apple gerði hluti kúl. Tim Cook hefur ekki - frekar en aðrir - sömu hæfi­leika og Jobs í því og nýlegar vörur á borð við úrið Apple Watch og nýj­ustu útgáfur af iPhone hafa ekki staðið almenni­lega undir vænt­ing­um. Apple mun lík­lega leggja mikið upp úr 10 ára afmæl­is­út­gáfu iPhone sem vænt­an­leg er á árinu. Ef þeir finna ekki kan­ínu í þeim hatti spái ég því að Google sigli hægt og rólega fram úr þeim á næstu 1-2 árum í bæði mark­aðsvirði og áhrif­um.

Við­bættur veru­leiki og sýnd­ar-

Í tækni­spánni í fyrra tal­aði ég um sýnd­ar­veru­leik­ann og ekki síst hlut íslenskra fyr­ir­tækja í fram­varð­ar­sveit þar. Útbreiðsla sýnd­ar­veru­leika­tækja hefur ekki verið jafn hröð og bjart­sýn­ustu spár sögðu til um, en allir helstu fram­leið­endur á þessum mark­aði stigu stór skref á árinu og hvert skref sýnir betur mögu­leika tækn­inn­ar. Allir fram­leið­end­urnir eiga þó eftir 2-3 ítr­anir í við­bót þangað til þessi tæki eiga mögu­leika á almennum mark­aði. Gefum þessu 3-4 ár.

Microsoft kom líka nokkuð á óvart með HoloLens-­tækn­inni sinni sem er á sviði „við­bætts veru­leika“ (e. aug­mented rea­lity) sem blandar saman þrí­víðum hlutum og staf­rænum heimi tölv­unnar við raun­veru­leik­ann og þannig „birtast“ hlutir í umhverf­inu sem eru alls ekki þar. HoloLens er ekki enn komið á almennan markað og Microsoft hefur ekki gefið út hvenær svo verð­ur, en tæknin er lygi­lega góð. Sýnd­ar­veru­leika­tæknin er umfram allt leik­tæki, en við­bættur veru­leiki á tals­vert fleiri og aug­ljós­ari praktísk not, allt frá heil­brigð­is­geir­anum til her­mennsku (sem er auð­vitað ekki praktík, en þið skiljið hvað ég á við) og skrif­stofu­vinnu til iðn­að­ar­smíða. Það er ekki ólík­legt að það eigi eftir að flýta þess­ari þróun eitt­hvað.

Er Apple að missa kúlið?
EPA

Í þessum geira er líka sprota­fyr­ir­tæk­ið Magic ­Leap sem mikið „hæp“ hefur verið í kring­um. Fyr­ir­tækið hefur fengið stjarn­fræði­legar upp­hæðir í fjár­mögnun og lof­sam­legar umsagnir frá sumum af virt­ustu tækni­fröm­uðum heims­ins, en ein­hvern­veg­inn finnst mér fyr­ir­tækið lík­legt til að verða fórn­ar­lamb ofur­vænt­inga sem ekki verður vinn­andi vegur að standa und­ir. Eða ég hef rangt fyrir mér og það er alger bylt­ing í afþr­ey­ingu og sam­skiptum á næsta leyti. Umfjöll­un Wired um fyr­ir­tækið er í öllu falli þess virði að lesa og láta sig dreyma.

Á Íslandi: Quiz-up áhrifin og fleira

Á Íslandi ætti að verða bæði upp­skera og sán­ing í sprota­geir­an­um. Við ættum að fara að sjá tals­vert meira til þeirra fyr­ir­tækja sem stóru sjóð­irnir þrír: Frum­tak II, SA Fram­tak og Eyrir Sprotar hafa verið að fjár­festa í, og ein­hver fyr­ir­tæki úr fyrri sjóði Frum­taks eru lík­leg til að fá ein­hvers konar „exit“ fljót­lega. Það er að sumu leyti óheppi­legt að þessir sjóðir hafi allir farið af stað á nákvæm­lega sama tíma. Hefðu mátt vera 1-2 ár á milli þeirra til að sjá betri dreif­ingu í svona fjár­fest­ing­um. En sann­ar­lega betra að hafa þá en ekki! Svo er að fara af stað nýr sjóður - Crowberry Capi­tal - með örlítið aðrar áherslur sem mun hjálpa til við frum­fjár­mögnun fyr­ir­tækja. Það sama gildir um hinn nýja styrkja­flokk Tækni­þró­un­ar­sjóðs - Vöxt - en hvort tveggja mun hjálpa til við að brúa gat sem hefur verið í íslenska fjár­mögn­un­ar­um­hverf­inu. Aflétt­ing hafta á líka að hjálpa, þannig að heilt yfir hefur fjár­mögn­un­ar­um­hverfi sprota­fyr­ir­tækja aldrei verið betra hér á landi.

Mun fall Plain Vanilla skilja eftir sig aragrúa sprota?

Það gætir þó svo­lít­illa „ruðn­ings­á­hrifa“ frá ferða­geir­anum um þessar mund­ir, bæði í því að hann dregur til sín fólk úr tækni­geir­anum eins og öðrum, en ekki síður í gengi krón­unnar sem hefur fært Ísland í mjög dýran flokk þegar kemur að hug­bún­að­ar­störf­um. Þetta hefur allt áhrif, og ekki síst eru þessar sífelldu hag- og geng­is­sveiflur til trafala við upp­bygg­ingu í geir­an­um. Mik­ill kostn­að­ur, sem útleggst í raun sem há laun á alþjóð­legan mæli­kvarða, er ekki endi­lega vanda­mál. Að mörgu leyti ættum við að líta á það sem kost - en sveiflur end­anna á milli á kostn­að­ar­ska­l­anum á örfáum árum gerir alla áætl­ana­gerð erf­iða og upp­bygg­ing­una ómark­vissa.

Við eigum við eftir að sjá nokkur ný sprota­fyr­ir­tæki spretta úr þeim jarð­vegi sem enda­lok starf­semi Plain Vanilla á Íslandi skilur eftir sig. Þar er fólk sem hefur öðl­ast mik­il­væga reynslu af alþjóð­legri sprota­starf­semi, myndað tengsl og skiln­ing á því hvað þarf til að byggja upp og reka lausnir af skala sem fá ef nokkur íslensk fyr­ir­tæki hafa áður gert. Þrátt fyrir enda­lok­in, þá mun QuizUp áhrif­anna gæta lengir, rétt eins og OZ-á­hrif­anna gætir enn frá því 15 árum fyrr.

-- -- --

Það stefnir með öðrum orðum í spenn­andi tækniár að venju og með vísun í orð Gib­sons hér í upp­hafi get ég ekki beðið eftir að fram­tíðin dreifi betur úr sér.

Gleði­legt tækni­ár.

Höf­undur er stjórn­ar­for­maður Kjarn­ans.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar