Tíu staðreyndir um Plain Vanilla ævintýrið

Tilkynnt var um það í gær að QuizUp-leikurinn hefði verið seldur úr landi fyrir 850 milljónir. Plain Vanilla ævintýrið er einstakt í íslenskri viðskiptasögu og Kjarninn rekur það hér í tíu punktum.

rsz_--orsteinn_baldur_2015.jpg
Auglýsing

  1. Plain Vanilla var stofnað síðla árs 2010 af Þorsteini B. Friðrikssyni. Til að byrja með voru starfsmenn þess þrír. Fyrsti leikur fyrirtækisins var The Moogies, sem var stílaður inn á ung börn, og var gefinn út haustið 2011. Leikurinn fékk mjög góða dóma en gekk illa og skildi fyrirtækið eftir í mínus.
  2. Þorsteinn og félagar gáfust þó ekki upp og fóru að vinna að annarri hugmynd, spurningaleik í appi með miklu framboði af efnisflokkum og leiðum til að bjóða upp á samskipti milli þeirra sem spiluðu leikinn. Plain Vanilla menn voru stórhuga og Þorsteinn fór til San Francisco til að leita að fjármagni fyrir hugmyndina hjá stærstu sprotafjárfestingasjóðum leikjaiðnaðarins. Með hjálp frá Davíð Helgasyni forstjóra Unity Technologies og síðar hluthafa í Plain Vanilla, tókst honum að tryggja sér fyrsta umfang af fjárfestingarfé.
  3. Leikurinn fékk nafnið QuizUp og fór í loftið 7. nóvember 2013. Áður en hann kom út fjárfesti bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Sequoia Capital í Plain Vanilla fyrir 2 milljónir dala, eða um 240 milljónir íslenskra króna. Sequoia Capital sérhæfir sig í því að finna áhugaverð tæknifyrirtæki á frumstigi og var sjóðurinn einn af fyrstu fjárfestunum í Apple, Google, Oracle, Cisco, Dropbox, Instagram, PayPal, Yahoo, Linkedin, Youtube og Airbnb. Alls lögðu áhættufjárfestar 5,6 milljónir dala í Plain Vanilla áður en QuizUp kom út. Plain Vanilla var fyrsta íslenska fyrirtækið sem fékk fjármagn úr Sílíkondalnum.
  4. Vinsældir QuizUp urðu strax miklar. Á nokkrum dögum tókst leiknum að verða vinsælasta app í heimi og leikurinn var þýddur á fjölmörg tungumál. Notendur voru orðnir ein milljón eftir sex daga. Frá því að QuizUp var fyrst gefinn út hefur leiknum verið hlaðið niður um 80 milljón sinnum. Eitt þeirra vandamála sem Plain Vanilla stóð frammi fyrir með QuizUp var að notkunin helst ekki mikil hjá þorra notenda. Kjarninn sendi Þorsteini fyrirspurn um hver fjöldi daglegra eða mánaðarlegra notenda væri haustið 2014. Í svari hans kom fram að Plain Vanilla gæfi þær ekki út.
  5. Fyrirtækið óx hratt á þessum tíma og vorið 2014 voru starfsmenn þess þegar mest var tæplega 80. Plain Vanilla hafði þá flutt höfuðstöðvar sínar í mun stærra húsnæði á Laugavegi 77, allt starfsfólk var græjað upp með nýjum Apple-tækjum, fékk eins mikið af kókómjólk og það vildi og kort í líkamsrækt að eigin vali á kostnað Plain Vanilla. Mötuneyti fyrirtækisins var eitt það besta á landinu og allt umhverfi tók mið af því að um væri að ræða nýsköpunarfyrirtæki að bandarískri fyrirmynd.
  6. Skömmu eftir að QuizUp kom út reyndi bandaríska tölvuleikjafyrirtækið Zynga að kaupa Plain Vanilla á um 100 milljónir dala, tæplega tólf milljarða króna á þávirði. Tilboðinu var hafnað og þess í stað var sótt nýtt þriggja milljarða króna áhættufjármagn í viðbótarfjárfestingu frá hluthöfum, þar á meðal fjárfestingarsjóðanna Sequioa Capital og Tencent Holdings, tveggja risa í nýsköp­un­ar­heim­in­um. Þorsteinn seldi á sama tíma hluta af eign sinni í Plain Vanilla og fékk greidda stofnendaþóknun. Samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins um málið fékk hann um 583 milljónir króna í sinn hlut.
  7. Bersýnilegasti gallinn á viðskiptamódeli QuizUp var sá að tekjumódel var ekki til staðar þegar leikurinn fór í loftið. Þorsteinn benti á þessum tíma á að það væru helst íslenskir fjöl­miðlar sem spurðu hvernig leik­ur­inn ætti að skapa tekjur. Í Banda­ríkj­unum væru þær vanga­veltur minni eða ekki til stað­ar. Þor­steinn vís­aði þar til þeirrar stefnu sem var ríkj­andi innan nýsköp­un­ar­geirans á þessum árum. Það var algengt við­horf að upp­bygg­ing nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækja fælist á upp­hafs­stigum fyrst og síð­ast í eins mik­illi fjölgun not­enda og hægt var. Þessi stefna var undir miklum áhrifum frá vel­gengni Facebook og náði ákveðnum hátindi um það leyti sem QuizUp kom út í lok árs 2013. Þetta við­horf er ekki nærri jafn ríkj­andi í nýsköp­un­ar­geir­anum í dag.
  8. Það reyndist þrautinni þyngri að finna út hvernig QuizUp átti að græða peninga og síðla árs 2014 stóð fyrirtækið á tímamótum. Þá hafði verið tekin ákvörðun um að breyta umhverfi leiks­ins í átt að sam­skipta­miðli. Hug­myndin byggði á því að QuizUp gæti tengt saman fólk með sömu áhuga­mál, ekki ein­göngu til að keppa í spurn­inga­leikjum um áhuga­mál sín heldur einnig á dýpri grunni innan sam­skipta­mið­ils. Vonir stóðu til að nýtt umhverfi myndi skapa grund­völl til að hafa af leiknum tekj­ur. Breytt útgáfa QuizUp fór í loftið í maí 2015, eftir nokkrar tafir. Auk þess var búin til vara fyrir fyrirtæki, sem hét QuizUp at Work. Tól­inu var ætlað að „fræða, þjálfa og skapa góðan starfsanda“ að því er sagði í frétta­til­kynn­ingu um QuizUp at Work. Báðar þessar tilraunir, að breyta QuizUp í samfélagsmiðil og QuizUp at Work, skiluðu ekki þeim árangri sem vonast var til. Tekjurnar létu enn standa á sér.
  9. Haustið 2015 var síðan til­kynnt um sam­komu­lagið við NBC sjón­varps­stöð­ina um gerð spurn­inga­þátta byggða á QuizUp. Allt var lagt undir. Samhliða átti sér stað mikil hagræðingarferli þar sem starfsmönnum var fækkað og áherslum breytt. Tölvu­leikja­fram­leið­and­inn Glu Mobile kom að rekstr­inum í jan­úar 2016 með yfir­töku í náinni fram­tíð í huga. Í lok ágúst var hins vegar tilkynnt um að NBC hefði hætt við að framleiða þættina og að Plain Vanilla myndi hætta starfsemi. Öllu starfsfólki sem enn var hjá fyrirtækinu, alls 36 manns, var sagt upp. Hluti þess hélt þó áfram störfum við að vinda ofan af starfseminni og selja alla innanstokksmuni sem safnað hafði verið á skrifstofur fyrirtækisins.
  10. Í gær, 22. desember, var svo greint frá því að Plain Vanilla hefði náð samkomulagi við Glu Mobile um að selja QuizUp leikinn til þess. Heild­ar­virði samn­ings­ins er um 7,5 millj­ónir dala, um 850 millj­ónir króna, en kaup­verðið er að hluta greitt með upp­gjöri skulda milli fyr­ir­tækj­anna tveggja. Í kjölfarið mun Plain Vanilla á Íslandi alfarið hætta starfsemi. Í tilkynningu kom fram að salan muni gera Plain Vanilla kleif að standa skl á öllum skuldbindingum sínum við starfsmenn og lánardrottna. Hluthafar, sem tóku áhættu með fjárfestingu í fyrirtækinu, tapa hins vegar sínu. Eftir stendur að Plain Vanilla tókst að laða til Íslands fjármagn frá leiðandi nýsköpunarsjóðum sem höfðu aldrei áður horft til Íslands, að búa til vöru sem tugir milljóna manna um heim allan notuðu, tugir hugvitsstarfa urðu til og fjöldi Íslendinga fengu ómetanlega reynslu af tækni- og nýsköpunarheiminum. Sú reynsla mun hafa varanleg áhrif á íslensku nýsköpunarsenuna.

Auglýsing

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einstök lönd geta ekki „bólusett sig út úr“ faraldrinum
Þrjú ríki heims hafa bólusett yfir 70 prósent íbúa. Ísland er eitt þeirra. Hlutfallið er undir 1,5 prósenti í Afríku. Ef ekki næst að koma því í 10 prósent bráðlega verður það „ör á samvisku okkar allra“ enda nóg til af bóluefnum, segir sérfræðingur WHO.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Fékk „bakteríuna“ eftir Söngvakeppni sjónvarpsins
„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tímabili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stígandi ballöðum til eins konar rokkóperu,“ segir Pétur Arnar Kristinsson sem blásið hefur til söfnunar fyrir útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Smári McCarthy er að hætta á þingi og ætlar í kjölfarið að láta reyna á sitt eigið hugvit í tengslum við loftslagsbreytingar.
„Flokkarnir voru að þvælast fyrir hvorum öðrum“ og niðurstaðan varð núll
Smára McCarthy fráfarandi þingmanni Pírata finnst sem undanfarin fjögur ár hafi litast af því að lítið ráðrúm hafi verið til þess að ræða pólitík, þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála um mörg grundvallarmálefni.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Rignir af meiri ákefð nú en áður?
Fátt bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftakaúrkomu sem nágrannaríki okkar hafa upplifað á síðustu árum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veltir fyrir sér getu fráveitukerfa til að taka við meiriháttar vatnsflaumi.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Norska kvennaliðið í strandhandbolta að loknu Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu á dögunum.
Bikiní- og stuttbuxnadeilan
Nýafstaðið Evrópumeistaramót í strandhandbolta vakti mikla athygli víða um heim. Það var þó ekki keppnin sjálf sem dró að sér athyglina heldur deilur um klæðnað. Nánar tiltekið klæðnað norska kvennalandsliðsins.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í apríl að viðskiptaþvingunum yrði beitt á Rússland vegna njósnanna.
Brotist inn í tölvupósta bandarískra saksóknara
Óttast er að viðkvæmum gögnum hafi verið stolið er brotist var inn í tölvur tæplega þrjátíu embætta saksóknara í Bandaríkjunum á síðasta ári. Bandarísk yfirvöld telja Rússa standa að baki árásinni.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eftir helgi verða breytingar á ferðatakmörkunum til Bretlands.
Fagna ákvörðun Breta um að bólusettir sleppi við sóttkví
„Hvenær ætla Bandaríkin að svara í sömu mynt?“ spyrja Alþjóða samtök flugfélaga sem fang ákvörðun Breta um að aflétta sóttkvíarkröfum á bólusetta farþega frá Bandaríkjunum og ESB-ríkjum.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eggert Gunnarsson
Hamfarakynslóðin
Kjarninn 31. júlí 2021
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None