Hvernig ætlar QuizUp að græða peninga?

quizup.jpg
Auglýsing

Í nokkra daga í nóvember á síðasta ári pípti síminn minn stanslaust. Facebook-vinir mínir, einn af öðrum, hlóðu niður QuizUp, spurningaleik Plain Vanilla, rétt eins og ég hafði sjálfur gert, og síminn lét mig vita í hvert ­einasta sinn sem einhver sótti leikinn. Pípið ein­skorðaðist ekki við Ísland. Eins og frægt er varð QuizUp gríðarlega vinsæll og sló met í App Store-versluninni.
Nýverið hélt Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi og forstjóri Plain Vanilla, erindi á haustráðstefnu Advania, þar sem hann fór meðal annars yfir sögu félagsins og þann lærdóm sem hann hefur dregið af ferlinu öllu. Yfirferð Þorsteins er áhugaverð fyrir margra hluta sakir og má sjá í heild sinni hér.

Meðal annars nefnir hann stuttlega þær áætlanir um að færa leikinn, eða umhverfi hans, nær því að verða samfélagsmiðill. Hann tekur þó fram að á þessu stigi gæti hann fátt sagt opinberlega um fyrirætlanir Plain Vanilla.

Margt hefur breyst hjá Plain Vanilla á því tæpa ári sem liðið er frá útgáfu leiksins. Starfsfólki hefur fjölgað úr 12 í nærri 80, um 26 milljónir manns hafa sótt QuizUp og fyrirtækið er fjárhagslega í stakk búið undir verkefnið sem bíður; Að festa QuizUp í sessi meðal notenda og finna út hvernig má hafa ­tekjur af leiknum, þannig að rekstur Plain Vanilla standi undir sér. Hér er ætlunin að reifa þessa stöðu fyrirtækisins, séð utan frá.

Auglýsing

Margir sótt en færri notendur


Stefna Plain Vanilla var í upphafi einföld og þekkt meðal nýsköpunarfyrirtækja í sömu sporum, að fjölga notendum eins ört og mikið og mögulegt er. Aðrir þættir, eins og tekjustreymi, var séð sem framtíðarmúsík. Strax við útgáfu leiksins sagði Þorsteinn að nokkrir möguleikar væru í stöðunni til að sækja tekjur síðar meir, en sló strax út af borðinu þá leið að selja auglýsingaborða í leikinn. Má segja að það sé þrennt sem talað hefur verið um, og að hluta eða að öllu leyti verið hrint í framkvæmd; Að þýða leikinn á fleiri tungumál en ensku, að fá styrktaraðila á bakvið einstaka spurningaflokka og nú að gera leikinn að samfélagsmiðli eða einhvers konar samfélagsneti.

1626115151-1

Ef litið er til skráðra notenda blasa vinsældirnar við. Um 26 milljónir manna hafa sótt leikinn. Í júní síðastliðnum, þegar sama tala var 22 milljónir, upplýsti Plain Vanilla að meðaltalsnotkun hvers notanda hafi verið um 30 mínútur dag hvern og að fjöldi spilaðra spurningaeinvíga hafi verið 6 milljónir á hverjum degi. Tölfræðin fyllti vafalaust margan snjallsímatölvuleikjaframleiðandann öfund, ekki síst á ­tímum þar sem snjallsímatölvuleikjaspilarar eru þekktir fyrir að færa sig úr einum leik í annan á áður óþekktum hraða.

Ljóst er þó að meðbyr QuizUp er í dag ekki jafn mikill og hann var í upphafi. Ef ég lít á þann hóp sem ég tengist í QuizUp (í gegnum Facebook), og færi þá hegðun yfir á heildina, þá má álykta að fæstir skráðra notenda opni leikinn lengur. Með öðrum orðum þá virðast fáir verða helteknir af leiknum. QuizUp þarfnast sinna Vigdísa, alveg eins og CandyCrush, og vonandi eru þær nógu margar af þeim 26 milljónum sem hafa skráð sig. Það er erfitt að átta sig á „raunverulegri“ notkun í dag, en hún er ekki nálægt 26 milljónum manns.

Þýða á önnur tungumál


Í kjölfar vinsælda í Bandaríkjunum og víðar var ákveðið að þýða QuizUp á fleiri tungumál, meðal annars þýsku, spænsku og portúgölsku. Það var ein leið Plain Vanilla til að viðhalda fjölgun notenda. Í dag stendur félagið frammi fyrir því að breyta um kúrs og halda í notendur frekar en að fjölga þeim. Vafalaust er hægt að þýða leikinn á fjölmörg tungumál, enda félagið gríðarlega vel fjármagnað eftir síðasta hlutafjárútboð í desember síðastliðnum, þar sem 22 milljónum dollara var safnað af fjárfestum, eða um 2.600 milljónum króna. En meðan tekjustreymið er ekki augljóst þá er erfitt að sjá hvernig það borgar sig, auk þess sem færa má rök fyrir því að enskumælandi markaður sé nægilega stór, og gott betur.

Sú framtíðarsýn stjórnenda að leikurinn verði tenging inn í samfélagsmiðil er ekki galin. Leikurinn er eitt stórt safn ýmiss konar brautarpalla (það eru spurningaflokkarnir) sem tengja saman fólk með sömu áhugamál. Á móti má benda á að það gera spjallborð á netinu líka (e. forum), sem finna má auðveldlega með Google eða öðrum leiðum, þess utan að Facebook býður upp á svipaða þjónustu, það er óteljandi hópa um afmarkaða hluti, bæði opna og lokaða. Samkeppnin er mikil, vægast sagt.

Samið við fyrirtæki – á þeirra forsendum


Áætlanir um samfélagsmiðlatengingu svara ekki þeirri spurningunni hvernig Plain Vanilla ætlar að afla tekna af vörunni sinni. QuizUp glímir við þessar stóru spurningar í dag því leikurinn fór á markað án þess að spurningunni væri svarað, fyrir utan þá staðreynd að leikurinn gerir ekki sérstaklega út á að notendur versli inn í leiknum (e. in-app purchases), þá eru möguleikar til þess í dag fáir og nærri ósýnilegir notendum.

Helsta boðaða tekjuleiðin hefur verið sú að fá fyrirtæki eða stofnanir til þess að styrkja ákveðna spurningaflokka (e. sponsor). Það hafa t.d. Google og Coca Cola gert. Leiðin er gamalkunn í herbúðum Plain Vanilla, sem byrjaði á því að gefa út sérstakt spurningaleikjaapp í tengslum við Twilight-vampírumyndirnar.

Þessi leið til tekjuöflunar er augljóslega tímafrekari og flóknari en að einfaldlega setja auglýsingaborða í leikinn. Hversu góð hún raunverulega er veltur alfarið á fyrir­tækjunum, hvort þau séu tilbúinn að taka þátt og sjái hag sinn í að styrkja efni. Í einfaldri spurningu þá má setja dæmið upp svona: Hvað kostar að eiga í samningaviðræðum við tíu fyrirtæki um að gerast bakhjarlar efnis, ef aðeins eitt þeirra gengur til samninga að lokum? Þessi tekjuleið getur verið brothætt.

„Þróastu ellegar deyðu“


Þær rúmu 2.500 milljónir sem runnu til rekstursins um síðustu áramót, í vel heppnuðu hlutafjárútboði, geta lengi dugað sem rekstrarfé. En eins og hjá sambærilegum fyrirtækjum er stefnan að sækja fram, enda það eina í stöðunni á markaði snjallsímaforrita og tölvuleikja. „Þróastu ellegar deyðu“ er lögmálið. Fjárhagsleg staða félagsins til að sækja fram er góð, en stjórnendur keppa engu að síður við tímann. Plain Vanilla veit hvernig á að fjölga notendum. Núna þarf það að finna út hvernig hægt er að halda sem flestum í heljar­greipum þeirrar snilldar sem tölvuleikir geta verið.
Í raun ætti Plain Vanilla að vera alveg sama hvort ­notendurnir séu orðnir 26 milljónir eða 106 milljónir. Hlutfall þeirra sem opnar leikinn aftur og aftur er tekjulindin. Virkustu ­notendurnir munu borga, en það þarf að gera þeim það kleift. Samfélagsmiðill getur togað í fjöldann allan af hliðhollum notendum, en uppbyggingin verður erfið, ekki síst vegna þess að upphafleg hugsun að baki QuizUp var spurninga­leikur, ekki samfélagsmiðill. Ef QuizUp nær ekki að halda í notendur né hafa af þeim tekjur, þá gæti QuizUp verið best borgið sem hluta af annarri, viðameiri vöru.

_MG_3439

Gefa ekki upp hversu margir eru virkir notendur


Kjarninn sendi fyrirspurn á Þorstein B. Friðriksson, forstjóra og stofnanda Plain Vanilla, og spurðist fyrir um hversu margir af þeim 26 milljónum manna sem sótt hafa QuizUp-appið spili leikinn daglega, vikulega eða mánaðarlega.

Í svari Þorsteins kemur fram að Plain Vanilla hafi ekki gefið út opinberar tölur um daglega eða mánaðarlega notendur. Hann sagði fyrirtækið hafa stækkað mikið undanfarna mánuði og starfsmenn í starfsstöð þess á Laugavegi 77 séu nú tæplega 80. Fyrirhuguð sé mjög stór uppfærsla á QuizUp sem verði hleypt í loftið síðar á þessu ári og sú uppfærsla sé helsta ástæða þeirrar stækkunar sem fyrirtækið hefur gengið í gegnum undanfarið.

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjókvíaeldi hefur aukist hratt á síðustu árum
Sjókvíaeldi hefur 13-faldast á sex árum
Umfang laxeldis hefur margfaldast á síðustu árum og útlit er fyrir að það muni vaxa enn frekar í náinni framtíð. Gangi spár eftir mun sjókvíaeldi á laxi árið 2023 verða tæplega helmingi meira en það var samanlagt á árunum 2010-2018.
Kjarninn 7. maí 2021
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None