Landinn eyðir og eyðir í neyslu

neysla.jpg
Auglýsing

Hag­vöxtur á fyrstu sex mán­uðum árs­ins var 0,6 pró­sent að raun­gildi sam­kvæmt tölum sem Hag­stofa Íslands birti síð­ast­lið­inn föstu­dag. Það er langt fyrir neðan flestar spár þegar árið er skoðað í heild. Spá Seðla­banka Íslands gerir ráð fyrir 3,4 pró­sent hag­vexti í ár og spá efna­hags­sviðs Sam­taka atvinnu­lífs­ins var á svip­uðum nót­um. Seðla­bank­inn spáir því að vöxt­ur­inn komi ekki síst til vegna aukn­ingar í fjár­fest­ingu, þá sér­stak­lega á síð­ari helm­ingi árs­ins. Hag­vaxt­ar­töl­urnar fyrir fyrri helm­ing árs­ins eru þó tölu­vert lægri en spáin fyrir tíma­bilið gerði ráð fyr­ir, sem var upp á tæp­lega eitt pró­sent.

Hvert pró­sent telur drjúgtÁ fyrstu sex mán­uð­unum juk­ust þjóð­ar­­­út­gjöld, sem er sam­tala neyslu og fjár­fest­ing­ar, tölu­vert umfram hag­vöxt, eða um 2,8 pró­sent. Einka­neysla er að aukast tölu­vert þessa dag­ana, miðað við árið á und­an, og jókst um fjögur pró­sent miðað við sama tíma­bil í fyrra. Fjár­fest­ing jókst um 7,8 pró­sent og heldur áfram að rétta úr kútnum eftir mögur ár í kjöl­far hruns fjár­mála­kerf­is­ins. Athygli vekur að inn­flutn­ingur jókst um níu pró­sent á meðan útflutn­ingur jókst tölu­vert minna, eða um 3,7 pró­sent.

Nýbygg­ingar aukastVöxt­inn í fjár­fest­ingum má ekki síst rekja til mik­illar aukn­ingar í íbúða­fjár­fest­ingu en hún jókst um 26,3 pró­sent milli ára. Fjár­fest­ing hins opin­bera jókst um 6,2 pró­sent en fjár­fest­ing atvinnu­vega jókst um 3,8 pró­sent, sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Hag­stofu Íslands. Sér­stak­lega var mikil fjár­fest­ing í gangi á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins, eða mark­tækt meiri en á öðrum árs­fjórð­ungi.

Inn­flutn­ingur eykstAug­ljós­lega má sjá merki um meiri neyslu hjá almenn­ingi í hag­tölum um inn­flutn­ing. Hann jókst um níu pró­sent eins og áður seg­ir. Þar af jókst þjón­ustu­inn­flutn­ingur um 11,9 pró­sent og vöru­inn­flutn­ingur um 7,4 pró­sent.

Neyslu­drif­inn hag­vöxturHag­vöxt­ur­inn, þó veikur hafi verið á fyrstu mán­uðum árs­ins, er þessa dag­ana ekki síst drif­inn áfram af auk­inni neyslu. Sam­an­lagður afgangur af vöru- og þjón­ustu­við­skiptum var 28,5 millj­arðar á fyrstu sex mán­uðum árs­ins, sem er mun minna en í fyrra. Á sama tíma­bili á því ári var sú tala 54,1 millj­arður króna, eða ríf­lega 25 millj­örðum hærri tala en á þessu ári.

Leið­rétt­ingin ekki byrjuð að hafa áhrifAð­gerð stjórn­valda sem nefn­ist leið­rétt­ing­in, þar sem mögu­legt verður að fá fé úr rík­is­sjóði til að lækka höf­uð­stól verð­tryggðra hús­næð­is­lána, er ekki enn farin að hafa áhrif á efna­hag þjóð­ar­inn­ar. Seðla­banki Íslands var­aði við ­að­gerð­un­um, líkt og Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn, og taldi að þær gætu haft neyslu­hvetj­andi áhrif og að fólk myndi nýta féð sem það fær, það er bætta skulda­stöðu, til þess að fjár­festa, ekki síst í hús­næði. Í versta falli gætu þær leitt til ójafn­vægis í þjóð­ar­bú­skapn­um, kynt undir neyslu og veikt gengi krón­unn­ar.

Ríf­lega 65 þús­und umsóknir bár­ust um leið­rétt­ingu í gegnum vef­inn leidrett­ing.is og standa um 100 þús­und ein­stak­lingar að baki umsókn­un­um. Þar af sóttu 23 þús­und ein­stak­lingar um að ráð­stafa sér­eigna­sparn­aði sínum til þess að greiða niður hús­næð­is­lán. Ekki liggur enn fyrir hvað fólk mun bera úr býtum í gegnum þessar aðgerðir stjórn­valda en heild­ar­um­fang aðgerð­anna er ­áætlað um 150 millj­arðar króna og að þar af muni 80 ­millj­arðar renna úr rík­is­sjóði til þess að greiða inn á ­verð­tryggðar hús­næð­is­skuld­ir.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rósa Björk Brynjólfsdóttir sækist eftir efsta sæti hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi.
Rósa Björk sækist eftir oddvitasæti í Suðvesturkjördæmi
Nýjasti þingmaður Samfylkingar sækist eftir því að leiða lista flokksins í Suðvesturkjördæmi, sem Guðmundur Andri Thorsson leiddi í kosningunum árið 2017. Rósa Björk fer því ekki fram í Reykjavík, þrátt fyrir að hafa tekið þátt í skoðanakönnun þar.
Kjarninn 22. janúar 2021
Sjónvarpið var árið 2019 sem fyrr sá miðill sem tekur til sín stærstan hluta tekna á íslenskum fjölmiðlamarkaði, eða rúmlega 12,6 milljarða af alls 25 milljarða tekjum íslenskra fjölmiðla.
Fjórar af hverjum tíu auglýsingakrónum virðast hafa runnið úr landi árið 2019
Tekjur íslenskra fjölmiðla drógust saman um sjö prósent á milli áranna 2018 og 2019. Um 7,8 milljarðar af auglýsingafé innlendra aðila eru taldir hafa runnið úr landi, stór hluti til Facebook og Google. Hlutdeild RÚV á auglýsingamarkaði var 17 prósent.
Kjarninn 22. janúar 2021
Leikarnir áttu að fara fram í Tókýó síðasta sumar en var frestað til sumarsins 2021. Hálft ár er nú til stefnu.
Hafna því að búið sé að ákveða að aflýsa Ólympíuleikunum
Þetta er ekki rétt. Þetta er ekki rétt. Þannig hafa svör japanskra stjórnvalda sem og aðstandenda Ólympíuleikanna í Tókýó verið í dag vegna frétta um að þegar sé búið að ákveða að aflýsa leikunum. „Ólympíueldurinn verður kveiktur 23. júlí.“
Kjarninn 22. janúar 2021
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 47. þáttur: Myrk hliðarveröld
Kjarninn 22. janúar 2021
Yfirlitsmynd af fyrirhuguðu framkvæmdasvæði.
Vegagerðin setur göng í gegnum Reynisfjall og veg á bökkum Dyrhólaóss á dagskrá
Óstöðug fjaran við Vík kallar á byggingu varnargarðs ef af áformum Vegagerðarinnar um færslu hringvegarins verður. Hinn nýi láglendisvegur myndi liggja í næsta nágrenni svæða sem njóta verndar vegna jarðminja og lífríkis.
Kjarninn 22. janúar 2021
Mynd frá Hiroshima í Japan, tekin nokkrum mánuðum eftir að kjarnorkusprengju var varpað á borgina árið 1945.
Áttatíu og sex prósent vilja að Ísland fullgildi samning um bann við kjarnorkuvopnum
Samkvæmt nýrri könnun frá YouGov eru einungis þrjú prósent Íslendinga fylgjandi þeirri stefnu íslenskra stjórnvalda að fylgja stefnu NATÓ um að skrifa ekki undir samning Sameinuðu þjóðanna um bann gegn kjarnorkuvopnum. Samningurinn tekur gildi í dag.
Kjarninn 22. janúar 2021
Jón Ásgeir Jóhannesson.
Segir peningamarkaðssjóði ekki svikamyllu heldur form af skammtímafjármögnun
Fyrrverandi aðaleigandi Glitnis neitar því að peningamarkaðssjóðir bankanna hafi verið notaðir til að „redda“ eigendum þeirra fyrir hrun. Ríkisbankar þurftu að setja 130 milljarða króna inn í sjóðina en samt tapaði venjulegt fólk stórum fjárhæðum.
Kjarninn 21. janúar 2021
Jón Ásgeir segir Guðlaug Þór hafa tekið á sig sök í styrkjamálinu
Stjórnendur FL Group tóku ákvörðun um að veita háan styrk til Sjálfstæðisflokksins í lok árs 2006 og kvittun fyrir greiðslunni var gefin út eftir á. Þetta segir Jón Ásgeir Jóhannesson. Hann telur Geir H. Haarde hafa staðið á bakvið málið.
Kjarninn 21. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None