Landinn eyðir og eyðir í neyslu

neysla.jpg
Auglýsing

Hag­vöxtur á fyrstu sex mán­uðum árs­ins var 0,6 pró­sent að raun­gildi sam­kvæmt tölum sem Hag­stofa Íslands birti síð­ast­lið­inn föstu­dag. Það er langt fyrir neðan flestar spár þegar árið er skoðað í heild. Spá Seðla­banka Íslands gerir ráð fyrir 3,4 pró­sent hag­vexti í ár og spá efna­hags­sviðs Sam­taka atvinnu­lífs­ins var á svip­uðum nót­um. Seðla­bank­inn spáir því að vöxt­ur­inn komi ekki síst til vegna aukn­ingar í fjár­fest­ingu, þá sér­stak­lega á síð­ari helm­ingi árs­ins. Hag­vaxt­ar­töl­urnar fyrir fyrri helm­ing árs­ins eru þó tölu­vert lægri en spáin fyrir tíma­bilið gerði ráð fyr­ir, sem var upp á tæp­lega eitt pró­sent.

Hvert pró­sent telur drjúgtÁ fyrstu sex mán­uð­unum juk­ust þjóð­ar­­­út­gjöld, sem er sam­tala neyslu og fjár­fest­ing­ar, tölu­vert umfram hag­vöxt, eða um 2,8 pró­sent. Einka­neysla er að aukast tölu­vert þessa dag­ana, miðað við árið á und­an, og jókst um fjögur pró­sent miðað við sama tíma­bil í fyrra. Fjár­fest­ing jókst um 7,8 pró­sent og heldur áfram að rétta úr kútnum eftir mögur ár í kjöl­far hruns fjár­mála­kerf­is­ins. Athygli vekur að inn­flutn­ingur jókst um níu pró­sent á meðan útflutn­ingur jókst tölu­vert minna, eða um 3,7 pró­sent.

Nýbygg­ingar aukastVöxt­inn í fjár­fest­ingum má ekki síst rekja til mik­illar aukn­ingar í íbúða­fjár­fest­ingu en hún jókst um 26,3 pró­sent milli ára. Fjár­fest­ing hins opin­bera jókst um 6,2 pró­sent en fjár­fest­ing atvinnu­vega jókst um 3,8 pró­sent, sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Hag­stofu Íslands. Sér­stak­lega var mikil fjár­fest­ing í gangi á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins, eða mark­tækt meiri en á öðrum árs­fjórð­ungi.

Inn­flutn­ingur eykstAug­ljós­lega má sjá merki um meiri neyslu hjá almenn­ingi í hag­tölum um inn­flutn­ing. Hann jókst um níu pró­sent eins og áður seg­ir. Þar af jókst þjón­ustu­inn­flutn­ingur um 11,9 pró­sent og vöru­inn­flutn­ingur um 7,4 pró­sent.

Neyslu­drif­inn hag­vöxturHag­vöxt­ur­inn, þó veikur hafi verið á fyrstu mán­uðum árs­ins, er þessa dag­ana ekki síst drif­inn áfram af auk­inni neyslu. Sam­an­lagður afgangur af vöru- og þjón­ustu­við­skiptum var 28,5 millj­arðar á fyrstu sex mán­uðum árs­ins, sem er mun minna en í fyrra. Á sama tíma­bili á því ári var sú tala 54,1 millj­arður króna, eða ríf­lega 25 millj­örðum hærri tala en á þessu ári.

Leið­rétt­ingin ekki byrjuð að hafa áhrifAð­gerð stjórn­valda sem nefn­ist leið­rétt­ing­in, þar sem mögu­legt verður að fá fé úr rík­is­sjóði til að lækka höf­uð­stól verð­tryggðra hús­næð­is­lána, er ekki enn farin að hafa áhrif á efna­hag þjóð­ar­inn­ar. Seðla­banki Íslands var­aði við ­að­gerð­un­um, líkt og Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn, og taldi að þær gætu haft neyslu­hvetj­andi áhrif og að fólk myndi nýta féð sem það fær, það er bætta skulda­stöðu, til þess að fjár­festa, ekki síst í hús­næði. Í versta falli gætu þær leitt til ójafn­vægis í þjóð­ar­bú­skapn­um, kynt undir neyslu og veikt gengi krón­unn­ar.

Ríf­lega 65 þús­und umsóknir bár­ust um leið­rétt­ingu í gegnum vef­inn leidrett­ing.is og standa um 100 þús­und ein­stak­lingar að baki umsókn­un­um. Þar af sóttu 23 þús­und ein­stak­lingar um að ráð­stafa sér­eigna­sparn­aði sínum til þess að greiða niður hús­næð­is­lán. Ekki liggur enn fyrir hvað fólk mun bera úr býtum í gegnum þessar aðgerðir stjórn­valda en heild­ar­um­fang aðgerð­anna er ­áætlað um 150 millj­arðar króna og að þar af muni 80 ­millj­arðar renna úr rík­is­sjóði til þess að greiða inn á ­verð­tryggðar hús­næð­is­skuld­ir.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Leggja fram ólíkar breytingar á erfðafjárskatti
Fjármálaráðherra og þingmenn Viðreisnar hafa lagt fram tvö ólík frumvörp um breytingar á lögum um erfðafjárskatt. Mikill munur er á frumvörpunum en annað tekur meðal annars mið af skattstofni dánarbúsins en hitt af arfgreiðslum hvers erfingja fyrir sig.
Kjarninn 18. október 2019
Kristbjörn Árnason
Koxgráa spillingar þjóðfélagið Ísland!
Leslistinn 18. október 2019
Punktur Punktur
Punktur Punktur
Punktur Punktur – Nr. 5 Guðmundur Atli Pétursson - ljósahönnuður hjá RÚV.
Kjarninn 18. október 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Stóraukin áhersla á náttúruvernd
Kjarninn 18. október 2019
Molar
Molar
Molar – Lækkanir, Austin Texas og Guðmundur Jaki
Kjarninn 18. október 2019
Seðlabankinn dæmdur til að veita blaðamanni Fréttablaðsins upplýsingar
Seðlabanki Íslands var í morgun dæmdur til að afhenda blaðamanni Fréttablaðsins upplýsingar um samning sem Már Guðmundsson, þáverandi seðlabankastjóri, gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans.
Kjarninn 18. október 2019
Ísland á gráa listann vegna peningaþvættis
Ísland hefur verið sett á gráa lista FATF ásamt Mongólíu og Simbabve. Aðgerðir sem ráðist hefur verið í síðastliðið eitt og hálft ár reyndust ekki nægjanlegar.
Kjarninn 18. október 2019
Helgi Magnússon eignast allt Fréttablaðið – Jón Þórisson nýr ritstjóri
Fjárfestirinn Helgi Magnússon hefur keypt þann hluta í Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, sem hann átti ekki fyrir. Til stendur að sameina Fréttablaðið og Hringbraut.
Kjarninn 18. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None