Landinn eyðir og eyðir í neyslu

neysla.jpg
Auglýsing

Hag­vöxtur á fyrstu sex mán­uðum árs­ins var 0,6 pró­sent að raun­gildi sam­kvæmt tölum sem Hag­stofa Íslands birti síð­ast­lið­inn föstu­dag. Það er langt fyrir neðan flestar spár þegar árið er skoðað í heild. Spá Seðla­banka Íslands gerir ráð fyrir 3,4 pró­sent hag­vexti í ár og spá efna­hags­sviðs Sam­taka atvinnu­lífs­ins var á svip­uðum nót­um. Seðla­bank­inn spáir því að vöxt­ur­inn komi ekki síst til vegna aukn­ingar í fjár­fest­ingu, þá sér­stak­lega á síð­ari helm­ingi árs­ins. Hag­vaxt­ar­töl­urnar fyrir fyrri helm­ing árs­ins eru þó tölu­vert lægri en spáin fyrir tíma­bilið gerði ráð fyr­ir, sem var upp á tæp­lega eitt pró­sent.

Hvert pró­sent telur drjúgtÁ fyrstu sex mán­uð­unum juk­ust þjóð­ar­­­út­gjöld, sem er sam­tala neyslu og fjár­fest­ing­ar, tölu­vert umfram hag­vöxt, eða um 2,8 pró­sent. Einka­neysla er að aukast tölu­vert þessa dag­ana, miðað við árið á und­an, og jókst um fjögur pró­sent miðað við sama tíma­bil í fyrra. Fjár­fest­ing jókst um 7,8 pró­sent og heldur áfram að rétta úr kútnum eftir mögur ár í kjöl­far hruns fjár­mála­kerf­is­ins. Athygli vekur að inn­flutn­ingur jókst um níu pró­sent á meðan útflutn­ingur jókst tölu­vert minna, eða um 3,7 pró­sent.

Nýbygg­ingar aukastVöxt­inn í fjár­fest­ingum má ekki síst rekja til mik­illar aukn­ingar í íbúða­fjár­fest­ingu en hún jókst um 26,3 pró­sent milli ára. Fjár­fest­ing hins opin­bera jókst um 6,2 pró­sent en fjár­fest­ing atvinnu­vega jókst um 3,8 pró­sent, sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Hag­stofu Íslands. Sér­stak­lega var mikil fjár­fest­ing í gangi á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins, eða mark­tækt meiri en á öðrum árs­fjórð­ungi.

Inn­flutn­ingur eykstAug­ljós­lega má sjá merki um meiri neyslu hjá almenn­ingi í hag­tölum um inn­flutn­ing. Hann jókst um níu pró­sent eins og áður seg­ir. Þar af jókst þjón­ustu­inn­flutn­ingur um 11,9 pró­sent og vöru­inn­flutn­ingur um 7,4 pró­sent.

Neyslu­drif­inn hag­vöxturHag­vöxt­ur­inn, þó veikur hafi verið á fyrstu mán­uðum árs­ins, er þessa dag­ana ekki síst drif­inn áfram af auk­inni neyslu. Sam­an­lagður afgangur af vöru- og þjón­ustu­við­skiptum var 28,5 millj­arðar á fyrstu sex mán­uðum árs­ins, sem er mun minna en í fyrra. Á sama tíma­bili á því ári var sú tala 54,1 millj­arður króna, eða ríf­lega 25 millj­örðum hærri tala en á þessu ári.

Leið­rétt­ingin ekki byrjuð að hafa áhrifAð­gerð stjórn­valda sem nefn­ist leið­rétt­ing­in, þar sem mögu­legt verður að fá fé úr rík­is­sjóði til að lækka höf­uð­stól verð­tryggðra hús­næð­is­lána, er ekki enn farin að hafa áhrif á efna­hag þjóð­ar­inn­ar. Seðla­banki Íslands var­aði við ­að­gerð­un­um, líkt og Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn, og taldi að þær gætu haft neyslu­hvetj­andi áhrif og að fólk myndi nýta féð sem það fær, það er bætta skulda­stöðu, til þess að fjár­festa, ekki síst í hús­næði. Í versta falli gætu þær leitt til ójafn­vægis í þjóð­ar­bú­skapn­um, kynt undir neyslu og veikt gengi krón­unn­ar.

Ríf­lega 65 þús­und umsóknir bár­ust um leið­rétt­ingu í gegnum vef­inn leidrett­ing.is og standa um 100 þús­und ein­stak­lingar að baki umsókn­un­um. Þar af sóttu 23 þús­und ein­stak­lingar um að ráð­stafa sér­eigna­sparn­aði sínum til þess að greiða niður hús­næð­is­lán. Ekki liggur enn fyrir hvað fólk mun bera úr býtum í gegnum þessar aðgerðir stjórn­valda en heild­ar­um­fang aðgerð­anna er ­áætlað um 150 millj­arðar króna og að þar af muni 80 ­millj­arðar renna úr rík­is­sjóði til þess að greiða inn á ­verð­tryggðar hús­næð­is­skuld­ir.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Boris Johnson var í kvöld lagður inn á spítala í London.
Boris Johnson lagður inn á spítala
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands hefur verið lagður inn á spítala í London til skoðunar, en hann hefur verið með „þrálát einkenni“ COVID-19 sýkingar allt frá því að hann greindist með veiruna fyrir tíu dögum síðan.
Kjarninn 5. apríl 2020
Virði veðsettra bréfa dróst saman um 30 milljarða í mars
Heildarvirði allra félaga sem skráð eru á aðallista Kauphallar Íslands og First North markaðinn dróst saman um 184 milljarða króna á fyrstu þremur mánuðum ársins 2020.
Kjarninn 5. apríl 2020
Söngvaskáld gefur út Skrifstofuplöntu
Söngvaskáldið Sveinn Guðmundsson safnar fyrir útgáfu nýrrar plötu á Karolina Fund.
Kjarninn 5. apríl 2020
Frá Ísafirði. Þar og í Bolungarvík eru hertar sóttvarnaráðstafanir einnig áfram í gildi.
Hertar aðgerðir á Suðureyri, Flateyri, Þingeyri og í Súðavík
Rétt eins og á Ísafirði og í Bolungarvík hefur nú verið ákveðið að loka leik- og grunnskólum í minni bæjum á norðanverðum Vestfjörðum á meðan smitrakning nýrra smita á svæðinu stendur yfir.
Kjarninn 5. apríl 2020
Einar Helgason
Gömlum frethólki svarað
Kjarninn 5. apríl 2020
Ellefu sjúklingar liggja nú á gjörgæsludeild vegna COVID-19
Fólki í sóttkví fjölgar á ný
Í dag eru 1.054 einstaklingar með virk COVID-19 smit en í gær voru þeir 1.017. Alls er 428 manns batnað.
Kjarninn 5. apríl 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
„Við þurfum að skuldsetja ríkissjóð verulega“
Fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna kvörtuðu undan samráðsleysi af hálfu ríkisstjórnarinnar í Silfrinu í morgun og sögðust telja að stjórnvöld þyrftu að bæta verulega í hvað varðar efnahagsleg viðbrögð við heimsfaraldrinum.
Kjarninn 5. apríl 2020
Hugfangin af jöklum og kvikunni sem kraumar undir
Hún gekk í geimbúningi á Vatnajökli og er með gasgrímu og öryggishjálm til taks í vinnunni. Hún heldur sig þó heima þessa dagana enda „verður maður að hugsa um landlækni,“ segir eldfjallafræðingurinn Helga Kristín Torfadóttir, dóttir Ölmu Möller.
Kjarninn 5. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None