Segja Ísland stefna í að verða krabbameinslæknalaust

landspitali-fossvogi-02-715x320.jpg
Auglýsing

Verður ísland án krabba­meins­lækna árið 2020? Að þessu spyrja sex íslenskir læknar sem hafa nýlokið eða eru í sér­námi í krabba­meins­lækn­ingum í aðsendri grein í Frétta­blað­inu í dag. Höf­und­arnir sex eru búsettir í Banda­ríkj­un­um, Dan­mörku og Sví­þjóð.Þau segj­ast öll gjarnan vilja snúa heim til Íslands að loknu sér­námi en ef þau geti hvorki séð fyrir sér og sinnt fjöl­skyldum sínum á sam­bæri­legan máta og sam­bæri­legar stéttir með styttra háskóla­nám að baki –að ljúka sér­námi í krabba­meins­lækn­ingum tekur um 15 ár – og þaðan af síður sinnt sjúk­lingum á mann­sæm­andi hátt, eigi þeir erfitt með að sjá fyrir sér að slík end­ur­koma muni eiga sér stað.

Í grein þeirra kemur fram að þriðj­ungur af íslensku þjóð­inni muni grein­ast með krabba­mein á lífs­leið­inni og muni þurfa á að halda lækn­is­að­stoð skurð- og/eða krabba­meins­lækn­is. Lækn­arnir segja að svo veru­lega hafi hallað undan fæti í íslenska heil­brigð­is­kerf­inu að ekki verði annað hægt að segja en að neyð­ar­á­stand ríki í krabba­meins­lækn­ing­um.

Voru 13 árið 2008, eru nú sjöÍ grein þeirra seg­ir: „Á sama tíma og fjöldi sjúk­linga hefur aukist, hefur starf­andi krabba­meins­læknum á Íslandi fækkað veru­lega. Árið 2008 voru 13 krabba­meins­læknar starf­andi á Íslandi sem var ekki talið full­nægj­andi á þeim tíma en í dag eru þeir sjö tals­ins. Þetta stafar bæði af því að sér­fræð­ingar hafa kosið að flytja ekki heim að loknu sér­námi og sumir hafa kosið að flytja aftur frá land­inu eftir að hafa kynnst starfs­að­stæðum á Íslandi í nokkur ár. Því hefur álagið auk­ist óheyri­lega á þá sem enn standa vakt­ina og aug­ljós­lega má lítið út af að bregða til að þeir sem eftir starfa hrein­lega kikni undan álag­inu og krabba­meins­lækn­ingar eins og þær leggja sig hrynji. Hvert hafa stjórn­völd þá hugsað sér að senda krabba­meins­sjúk­linga til með­ferð­ar?

Íslenskir læknar hafa í gegnum tíð­ina þurft að ná sér í sína sér­fræð­ings­menntun í öðrum löndum og flutt út eftir að hafa lokið grunn­nám­inu og komið heim að sér­námi loknu. Síð­ast­liðin 5-10 ár hefur sú breyt­ing orðið á að sér­fræði­læknar ílengj­ast úti þar sem þeim þykja aðstæður á Íslandi ekki aðlað­and­i.“

Auglýsing

Erum ekki með fram­úr­skar­andi heil­brigð­is­kerfiLækn­arnir sex segja það blasa við að það fram­úr­skar­andi heil­brigð­is­kerfi sem íslenskir stjórn­mála­menn hreyki sér oft af sé ekki til staðar og að rétt­ast sé að það verði við­ur­kennt. Það sé svo á ábyrgð Alþingis að ákveða hver for­gangs­röðun skuli vera til fram­tíð­ar.

„Einn mögu­leik­inn er hrein­lega að lýsa því yfir að héðan í frá sé ekki stefnt að því að íslenskir sjúk­lingar fái sam­bæri­lega þjón­ustu og ger­ist erlend­is. Hinn mögu­leik­inn er að reyna að snúa þess­ari óheilla­þróun við. Ef sú verður ekki raunin ætti öllum að vera ljóst að þegar kerfið hrynur sem mun eflaust ger­ast þegar næsti krabba­meins­læknir hætt­ir, þá er það á ábyrgð stjórn­valda þegar krabba­meins­sjúk­lingar þurfa að fara utan til að leita sér lækn­is­að­stoð­ar.“

Höf­undar grein­ar­innar eru Einar Björg­vins­son, Helga Tryggva­dótt­ir, Ólöf K. Bjarna­dótt­ir, ­Sig­ur­dís Har­alds­dótt­ir, Vaka Ýr Sæv­ars­dóttir og Örvar Gunn­ars­son.

Grein lækn­anna má lesa í heild sinni hér.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
McDonald's á Íslandi lokaði árið 2009.
Táknræn staða McDonald's á Íslandi kom aftur í ljós í hruninu
Prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands segir að Íslendingar hafi lengi verið mjög upptekið af því hvernig fjallað er um land og þjóð utan landsteinanna og að lokun McDonald's hafi verið enn ein niðurlægingin á alþjóðavettvangi.
Kjarninn 14. október 2019
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Konur í fangelsum
Kjarninn 14. október 2019
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs sem á í Morgunblaðinu með neikvætt eigið fé upp á 239 milljónir
Félagið sem heldur utan um eignarhald oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í útgáfufélagi Morgunblaðsins skuldar 360,5 milljónir króna en metur einu eign sina á 121,5 milljónir króna.
Kjarninn 14. október 2019
Þrátt fyrir að ellefu ár séu liðin frá því að Kaupþing fór á hausinn þá er bankinn samt sem áður ekki hættur að skila þeim sem vinna að eftirmálum þess þrots digrum launagreiðslum.
17 starfsmenn Kaupþings fengu 3,5 milljarða í laun í fyrra
Stjórn Kaupþings, sem telur fjóra til fimm einstaklinga, fékk 1,2 milljarð króna í laun á árinu 2018. Aðrir starfsmenn fengu líka verulega vel greitt. Meðalgreiðsla til starfsmanns var 17,4 milljónir króna á mánuði, sem eru margföld árslaun meðalmanns.
Kjarninn 14. október 2019
Þeir sem búa lengi erlendis missa kosningarétt og Kosningastofnun verður til
Umfangsmiklar breytingar eru í farvatninu á kosningalögum hérlendis. Nýjar stofnanir gætu orðið til, kosningaathöfnin sjálf gæti breyst, ákveðnum kosningum gæti verið flýtt og þeir sem hafa búið lengi samfleytt í útlöndum gætu misst kosningarétt sinn.
Kjarninn 14. október 2019
Eiríkur Ragnarsson
Yo yo: Verðbólga er kúl – lesið þessa grein
Kjarninn 13. október 2019
Guðmundur Halldór Björnsson
Dauðafæri fyrir íslensk fyrirtæki að ná auknum árangri?
Kjarninn 13. október 2019
Gagnrýna tækni sem ætlað er að hreinsa plast úr hafinu
Margir vonuðust til þess að nýstárleg aðferð frá fyrirtækinu Ocean Cleanup gæti nýst í baráttunni gegn plastmengun í hafinu. Vísindamenn hafa hins vegar gagnrýnt aðferðina harðlega vegna þeirra áhrifa sem hreinsunin hefur á lífverur sem festast í tækinu.
Kjarninn 13. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None