Íslandsmeistari sýknaður af ásökunum um svindl

29km-m01-Nautholsvik-2-715x3201.jpg
Auglýsing

Dóm­stóll ÍSÍ hefur stað­fest nið­ur­stöð­u ­yf­ir­dóm­nefndar Reykja­vík­ur­mara­þons­ins, og sýknað Arnar Pét­urs­son, Íslands­meist­ara karla í mara­þoni, af ásök­unum um svindl í Reykja­vík­ur­mara­þon­inu. Þetta kemur fram í dóms­orði dóm­stóls ÍSÍ, sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um.

Eins og Kjarn­inn greindi frá­ kærði hlaupar­inn Pétur Sturla Bjarna­son úrslit Reykja­vík­ur­mara­þons­ins til yfir­dóm­nefndar mara­þons­ins og sak­aði Arnar Pét­urs­son um að hafa svindlað í hlaup­inu með því að njóta lið­sinnis tveggja hjól­reiða­manna. Í nið­ur­stöðu yfir­dóm­nefndar er við­ur­kennt að reglur mara­þons­ins hafi verið brotn­ar, en ekki þyki sannað að hjól­reiða­menn­irnir hafi aðstoðað Arnar í hlaup­inu. Pétur Sturla kærð­i þá nið­ur­stöðu dóm­nefnd­ar­innar til dóm­stóls ÍSÍ, og krafð­ist þess að þátt­töku­réttur Arn­ars yrði dæmdur ógildur og hann yrði sviptur Íslands­meist­aratitli karla í mara­þoni.

Dóms­orð dóm­stóls ÍSÍ er sam­hljóða nið­ur­stöðu yfir­dóm­nefndar Reykja­vík­ur­mara­þons­ins, en kær­andi hefur eina viku til að áfrýja nið­ur­stöð­unni til áfrýj­un­ar­dóm­stóls ÍSÍ.

Auglýsing

Í 10. grein reglna Reykja­vík­ur­mara­þons seg­ir: "Hlaupa­brautin er ein­göngu ætluð kepp­end­um. Ekki er heim­ilt að fylgja hlaup­urum gang­andi, hlaup­andi, á hjóli eða öðrum far­ar­tækjum (und­an­þága fyrir fylgd­ar­menn fatl­aðra). Það er á ábyrgð þátt­tak­enda að vísa frá þeim sem vilja fylgja." Í 18. grein regln­anna segir enn­frem­ur: "Brot á ofan­greindum reglum ógilda þátt­tökurett í hlaup­in­u."

Eins og áður segir við­ur­kenndi yfir­dóm­nefnd Reykja­vík­ur­mara­þons í nið­ur­stöðu sinni að reglur mara­þons­ins hafi verið brotn­ar, tveir hjól­reiða­menn hafi fylgt Arn­ari þrjá fjórðu hluta hlaups­ins. Í grein­ar­gerð Íþrótta­banda­lags Reykja­vík­ur, sem send var fyrir hönd yfir­dóm­nefndar Reykja­vík­ur­mara­þons­ins til dóm­stóls ÍSÍ vegna máls­ins, seg­ir: "Kæran lýtur að úrslitum í Íslands­meist­ara­móti í mara­þoni sem Reykja­vík­ur­mara­þon tók að sér að fram­kvæma fyrir hönd Frjáls­í­þrótta­sam­bands Íslands. Slík keppni heyrir undir reglur Alþjóða frjáls­í­þrótta­sam­bands­ins (IAAF) um fram­kvæmd götu­hlaupa og mara­þons sem við lítum svo á ða séu reglum hlaups­ins æðri." Í áður­nefndum reglum IAAF er hvergi minnst á að bannað sé að hjóla með hlaup­ur­um, en í 2. grein almennra keppn­is­reglna IAAF er lúta að aðstoð, ráð­gjöf og upp­lýs­ingum seg­ir: "Hver sá kepp­andi sem veitir eða fær aðstoð innan keppn­i­svæðis meðan á keppni stendur skal yfir­dóm­ari aðvara og benda á að ef slíkt end­ur­taki sig verði hann gerður leik­ræk­ur."

 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rósa Björk Brynólfsdóttir
Er rétt að dæma fólk í fangelsi fyrir pólitískar skoðanir ?
Kjarninn 20. október 2019
Dagatalið mitt
Ásta Júlía Hreinsdóttir safnar fyrir útgáfukostnaði fyrir Dagatalið mitt, sem er fjölnota afmælisdagatal með texta og myndum eftir hana.
Kjarninn 20. október 2019
Árni Már Jensson
Að skilja okkur sjálf: Annar hluti
Kjarninn 20. október 2019
Paul Copley, forstjóri Kaupþings ehf.
6.400 kröfuhafar höfðu ekki sótt peningana sína
Nokkur þúsund kröfuhafa í bú Kaupþings hafa ekki sótt þá fjármuni sem þeir eiga að fá greitt í samræmi við nauðasamninga félagsins. Þeir fjármunir sem geymdir eru á vörslureikningi eru um 8,5 milljarða króna virði á gengi dagsins í dag.
Kjarninn 20. október 2019
Hvar endar tap Arion banka á United Silicon?
Arion banki á kísilmálsverksmiðju Í Helguvík sem hefur ekki verið í starfsemi í þrjú ár. Bankinn hefur fjárfest í úrbótum en óljóst er hvort að þær dugi til að koma verksmiðjunni aftur í gang. Í vikunni var bókfært virði hennar fært niður um 1,5 milljarð.
Kjarninn 20. október 2019
Örn Bárður Jónsson
Afmæliskveðja til Alþingis
Kjarninn 20. október 2019
Leikskólakennurum fækkað um 360 frá árinu 2013
Börnum af erlendum uppruna hefur fjölgað mikið á skömmum tíma. Meira en helmingur þeirra sem starfar við uppeldi og menntun er ófaglærður.
Kjarninn 20. október 2019
Jean Claude Juncker er forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Atvinnuleysi innan ESB ekki mælst minna frá því að mælingar hófust
Atvinnuleysi hjá ríkjum Evrópusambandsins hefur dregist verulega saman á undanförnum árum, en er samt umtalsvert meira en í Bandaríkjunum og á Íslandi.
Kjarninn 19. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None