Vaxtagreiðslur verða 8,1 milljarða króna á næsta ári

peningar_opt.jpg
Auglýsing

Skuld sem íslenska ríkið skuldar Seðla­banka Íslands, og átti að vera gerð vaxta­laus sam­kvæmt fjár­lögum árs­ins 2014, ber nú yfir fimm pró­sent mark­aðsvexti. Höf­uð­stóll hennar hefur á móti verið lækk­aður um 26 millj­arða króna sem gerir það að verkum að vaxta­greiðslur eru lægri en þær væru ef skulda­bréf­inu hefði ekki verið breytt.

Í frétt Kjarn­ans í gær, sem byggði á fjár­laga­frum­varpi árs­ins 2015 og svörum þeirra sem koma að mál­inu við fyr­ir­spurnum hans, var sagt að þessar aðgerðir hefðu lækkað vaxta­kostnað rík­is­sjóðs um 8,1 millj­arð króna. Var þar lagt út frá eft­ir­far­andi setn­ingu um að höf­uð­stólslækk­unin hefði „ þau áhrif að vaxta­kostn­aður af bréf­inu verður lægri en ella hefði orð­ið, eða 8,1 mia.kr. á árinu 2015“.

Hið rétta er að vaxta­kostn­aður rík­is­ins vegna bréfs­ins verður 8,1 millj­arður króna á árinu 2015, um 300 millj­ónum krónum lægri en hann verður í ár og að minnsta kosti 2,6 millj­örðum krónum lægri en hann hefði verið ef upp­haf­legum skil­málum skulda­bréfs­ins hafði ekki verið breytt. Fjár­lög árs­ins 2015 hefði því ekki orðið nei­kvæð án skuld­breyt­ing­ar­inn­ar.

Auglýsing

Náð­ist ekki sátt um upp­runa­legu leið­inaÞegar fjár­laga­frum­varp árs­ins 2014 var kynnt var lagt upp með að skil­málar skulda­bréfs sem íslenska ríkið skuldar Seðla­banka Íslands, sem veitt var vegna end­ur­fjár­mögn­unar Seðla­bank­ans eftir hrun­ið, yrðu end­ur­skoð­aðir þannig að lengt yrði í bréf­inu til 20 ára og það gert vaxta­laust.Bréfið bar áður rúm­lega tveggja pró­senta verð­tryggða vexti. Þetta átti að lækka vaxta­kostnað rík­is­ins um 10,7 millj­arða króna á þessu ári. Þessi eina aðgerð átti því að orsaka um helm­ing útgjald­ar­lækk­unar rík­is­ins á árinu 2014.

Ekk­ert varð af þess­ari aðgerð, þótt að aldrei hafi verið til­kynnt um það opin­ber­lega. Heim­ildir Kjarn­ans herma að það hafi ein­fald­lega ekki náðst sátt um það milli ríkis og Seðla­banka. Þess í stað héld­ust vext­irnir óbreyttir fram að síð­ustu ára­mót­um. Þess í stað var ákveðið að skuldin yrði lækkuð um 26 millj­arða króna og eigið fé Seðla­banka Íslands myndi lækka um sömu fjár­hæð á móti. Þessir 26 millj­arðar voru auk þess skráður sem arður til rík­is­ins frá Seðla­bank­anum og auka því tekjur rík­is­sjóðs á árinu 2014 gríð­ar­lega.

Vaxta­kostn­aður rík­is­ins náði hins vegar ekki að lækka um 10,7 millj­arða króna á þessu ári líkt og lagt var upp með. Þess í stað var hann 8,4 millj­arða króna ,eða 2,3 millj­örðum krónum lægri en sú upp­hæð sem átti að spar­ast. Þetta skipti þó ekki máli því arð­greiðsla Seðla­bank­ans og auknar aðgreiðslur ann­arra fjár­mála­fyr­ir­tækja, aðal­lega Lands­bank­ans, gerðu það að verkum að arð­greiðslur rík­is­ins í ár verða 46 millj­örðum krónum hærri en fjár­laga­frum­varpið lagði upp með. Því skap­að­ist ekki halli á rík­is­rekstr­inum vegna þessa.

Vaxta­kostn­aður lækk­aði um 300 millj­ónirSam­hliða var samið um að skulda­bréf­ið, sem stendur í 145 millj­örðum króna eftir lækk­un­ina, myndi bera mark­aðsvexti, sem eru yfir fimm pró­sent. Í fjár­laga­frum­varpi árs­ins 2015 segir að höf­uð­stóll skulda­bréfs­ins hafi verið lækk­aður „um 26 mia.kr. í 145 mia.kr. en það hefur þau áhrif að vaxta­kostn­aður af bréf­inu verður lægri en ella hefði orð­ið, eða 8,1 mia.kr. á árinu 2015“.

Kjarn­inn lagði þann skiln­ing í þetta að vaxta­kostn­aður hefði lækkað um 8,1 millj­arð króna vegna aðgerð­ar­inn­ar. Það er ekki rétt heldur lækk­aði hann um 300 millj­ónir króna, úr 8,4 millj­örðum króna. Beðist er vel­virð­ingar á þeim mis­skiln­ingi.

Það er hins vegar ljóst að arð­greiðslan og nið­ur­færslan á lán­inu lækkar vaxta­greiðslur um nokkra millj­arða króna, bæði í fyrra og í ár. Miðað við vaxta­greiðslur rík­is­ins af lán­inu 2013 þá greiðir ríkið 2,3 millj­örðum krónum minna af því í ár og að minnsta kosti 2,6 millj­örðum krónum minna á næsta ári. Miðað við það hefði afgang­ur­inn af fjár­lög­unum næsta árs verið 1,5 millj­arðar króna í stað 4,1 millj­arðs króna líkt og lagt var upp með.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Climate Strikes and Societal Responsibility
Kjarninn 22. október 2019
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Women in prison
Kjarninn 21. október 2019
Curio hlaut Nýsköpunarverðlaunin
Elliði Hreinsson er framkvæmdastjóri og stofnandi Curio.
Kjarninn 21. október 2019
Ef ég væri VG þá myndi ég láta mig hverfa
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, gagnrýndi stjórnvöld fyrir stefnuleysi í málefnum fjármálakerfisins og mögulega sölu á eignarhlutum í ríkisbönkunum.
Kjarninn 21. október 2019
Samkvæmisleikur að geta til um stefnu stjórnvalda í bankamálum
Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi umræðu um sölu á ríkisbönkunum. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, minnti hana á að hún hefði mælt fyrir frumvarpi sem ráðherra um sölu á bönkum.
Kjarninn 21. október 2019
Jón Grétar Guðjónsson
Ekki láta góða kreppu fara til spillis – nýttu hana sem tækifæri
Kjarninn 21. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Það er ekki ósmekklegt að segja satt
Kjarninn 21. október 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
„Sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál“
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sést bregða fyrir í nýrri kvikmynd um Panamaskjölin og lögfræðistofuna Mossack Fonseca. Hann segir að eins og honum þyki það sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál þá verði myndinni vart breytt.
Kjarninn 21. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None