MS sektað um 370 milljónir vegna samkeppnislagabrota

mjolk.jpg
Auglýsing

Sam­keppn­is­eft­ir­litið hefur sektað Mjólku­sam­söl­una (MS) um 370 millj­ónir króna vegna mis­notk­unar á mark­aðs­ráð­andi stöðu, sem er brot á sam­keppn­is­lög­um. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu sem birt er á heima­síðu þess. MS beitti smærri keppi­nauta sam­keppn­is­hamlandi mis­munun með því að selja þeim hrá­mjólk á 17 pró­sent hærra verði en fyr­ir­tæki sem eru tengd MS greiddu.

Ítar­lega frétta­til­kynn­ingu eft­ir­lits­ins vegna máls­ins má sjá hér.

Í henni segir meðal ann­ars frá for­sögu máls­ins. ­Með breyt­ingum á búvöru­lögum á árinu 2004 var ákvæðum sam­keppn­islaga sem ætlað er að vinna gegn sam­keppn­is­hamlandi sam­runa og sam­ráði vikið til hliðar á mjólk­ur­mark­aði. „Fyrir breyt­ing­arnar voru starf­andi fimm mjólk­ur­af­urða­stöðvar hér á landi en sam­runar sem ekki hefur verið unnt að hlut­ast til um á grund­velli sam­keppn­islaga hafa leitt til því sem næst ein­ok­un­ar­stöðu MS og tengdra félaga í vinnslu og heild­sölu­dreif­ingu á mjólk­ur­af­urð­um. Á grund­velli und­an­þágu frá banni sam­keppn­islaga við sam­ráði hafa KS og MS með sér mikið sam­starf í fram­leiðslu og sölu á mjólk­ur­af­urðum og auk þess á KS 10% hlut í MS. Af hálfu MS er sagt að  líta beri á MS, KS og Mjólku undir eign­ar­haldi KS sem eina „við­skipta­lega heild.“ Ekki leikur vafi á því að MS er í mark­aðs­ráð­andi stöð­u,“ segir í til­kynn­ingu eft­ir­lits­ins.

Auglýsing

Þá er tekið fram að rann­sóknin hafi leitt í ljós mis­munun gagn­vart sam­keppn­is­að­il­um, og neyt­endur hafi skað­ast á end­an­um.

 

„Rann­sókn máls­ins hefur leitt í ljós að MS hefur mis­munað Mjólk­ur­bú­inu og áður Mjólku á meðan hún var í eigu fyrri eig­enda, með því að selja fyr­ir­tækj­unum óger­ilseydda hrá­mjólk á allt að 17% hærra verði en gilti gagn­vart tengdum aðil­um, þ.e. KS og síðar Mjólku þegar hún hafði verið seld KS. Var þessi mis­munun í hrá­efn­is­verð­i til þess fallin að veikja Mjólku sem keppi­naut MS og tengdra félaga og stuðla að sölu félags­ins til KS. Eftir að Mjólka komst í eigu KS fékk félagið hrá­mjólk á allt öðru og lægra verði en áður frá MS, en þegar félagið var keppi­nautur MS og KS á mjólk­ur­vöru­mark­aði. Hrá­mjólk er grund­vallar hrá­efni til vinnslu mjólk­ur­af­urða og hefur mis­munun í verði hennar aug­ljós áhrif á mögu­leika þess fyr­ir­tækis sem sætir henni til þess að keppa. Umræddir keppi­nautar MS þurftu ekki aðeins að sæta því að mark­aðs­ráð­andi fyr­ir­tæki beitti þá mis­munun í verði heldur einnig að félög tengd MS fengju þetta hrá­efni á mun lægra verði sem var til þess fallið að veita þeim veru­legt sam­keppn­is­for­skot gagn­vart keppi­naut­um. Með þessu móti var geta þeirra til þess að keppa við MS og tengd félög skert með alvar­legum hætti og mark­aðs­ráð­andi staða MS sam­stæð­unnar var­in. Er það til þess fallið að skaða á end­anum hags­muni neyt­enda.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Leggja fram ólíkar breytingar á erfðafjárskatti
Fjármálaráðherra og þingmenn Viðreisnar hafa lagt fram tvö ólík frumvörp um breytingar á lögum um erfðafjárskatt. Mikill munur er á frumvörpunum en annað tekur meðal annars mið af skattstofni dánarbúsins en hitt af arfgreiðslum hvers erfingja fyrir sig.
Kjarninn 18. október 2019
Kristbjörn Árnason
Koxgráa spillingar þjóðfélagið Ísland!
Leslistinn 18. október 2019
Punktur Punktur
Punktur Punktur
Punktur Punktur – Nr. 5 Guðmundur Atli Pétursson - ljósahönnuður hjá RÚV.
Kjarninn 18. október 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Stóraukin áhersla á náttúruvernd
Kjarninn 18. október 2019
Molar
Molar
Molar – Lækkanir, Austin Texas og Guðmundur Jaki
Kjarninn 18. október 2019
Seðlabankinn dæmdur til að veita blaðamanni Fréttablaðsins upplýsingar
Seðlabanki Íslands var í morgun dæmdur til að afhenda blaðamanni Fréttablaðsins upplýsingar um samning sem Már Guðmundsson, þáverandi seðlabankastjóri, gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans.
Kjarninn 18. október 2019
Ísland á gráa listann vegna peningaþvættis
Ísland hefur verið sett á gráa lista FATF ásamt Mongólíu og Simbabve. Aðgerðir sem ráðist hefur verið í síðastliðið eitt og hálft ár reyndust ekki nægjanlegar.
Kjarninn 18. október 2019
Helgi Magnússon eignast allt Fréttablaðið – Jón Þórisson nýr ritstjóri
Fjárfestirinn Helgi Magnússon hefur keypt þann hluta í Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, sem hann átti ekki fyrir. Til stendur að sameina Fréttablaðið og Hringbraut.
Kjarninn 18. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None