„Misnotkun á valdi og bolabrögð hafa verið einkenni Sjálfstæðisflokksins í langan tíma“

Þingmaður Pírata segir að koma þurfi í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn fái að koma nálægt völdum en hann fjallaði um landsréttarmálið á þingi í morgun. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir að horfa verði á málið í ákveðnu samhengi.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Auglýsing

Björn Leví Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, sagði á Alþingi í morgun undir liðnum störf þings­ins að koma þyrfti í veg fyrir að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn ­fengi að koma nálægt völdum og að flokk­ur­inn hefði alltaf „beitt bola­brögð­um“ þegar þess þyrfti til að koma sínu fólki að. Mis­notkun á valdi og bola­brögð hefðu verið ein­kenni flokks­ins í langan tíma. Hann hvatti fólk til að hætta með­virkni með mis­notkun á valdi.

„For­maður Dóm­ara­fé­lags Íslands fjall­aði í fjöl­miðlum í gær um nið­ur­stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu. Þar sagði hann vand­ann vera þann þegar stjórn­völd beita ein­hverjum bola­brögðum til að koma sínu fólki að. Þrír af þeim dóm­urum sem Lands­rétt­ar­málið snýst um hafa verið end­ur­skip­að­ir. Þeir stóðu upp úr dóm­ara­sæti sínu og sett­ust í næsta sæti.

Ímyndið ykkur hvernig það myndi líta út í dóm­sal. Sá sem kemur fyrir dóm­ara í leit að rétt­læti og sann­girni klórar sér aðeins í hausnum og spyr: Afsak­ið, er nokkur hætta á því að dóm­ar­inn sé mér óvil­hall­ur? Dóm­ar­inn svar­ar: Já, afsak­ið. Og hann stendur upp og sest í stól­inn hlið­ina: Núna er þetta allt í lagi, það var bara vanda­mál þegar ég sat í hinum stóln­um,“ sagði Björn Leví.

Auglýsing

„Blái gljá­inn mun alltaf skína í gegn“

Spurði hann hvort Íslend­ingar ættu ekki rétt á dóm­urum og dóm­stólum sem hægt væri að treysta að kæmu vel fram við borg­ara lands­ins og á rétt­látan og sann­gjarnan hátt.

„Hversu vel treystir þú dóm­urum sem þú veist að komust í dóm­ara­sæti með póli­tískum bola­brögð­um? Hversu vel treystir þú dóm­urum sem sitja í bláum sæt­um? Hvernig er dóm­greind þeirra dóm­ara sem sitja í þessum blá­mál­uðu sætum og vita að allt sem þau gera lit­ast af máln­ing­unni á stólnum þeirra, sama hversu heið­ar­lega þau rækja störf sín. Hvít­þvottur eins og stóla­skipti gengur ekki upp. 

Blái gljá­inn mun alltaf skína í gegn því að blám­inn fylgir dóm­urum og skip­unum þeirra en ekki sæt­un­um. Það sér hver sem vill sjá það. Það er því ekki nema eitt hægt að gera og það er aug­ljóst, það hefur verið aug­ljóst frá upp­hafi. Það sem þarf að ger­ast er að dóm­ar­arnir þurfa að víkja. Það er ekki flókn­ara en það,“ sagði hann.

Vill að hlut­irnir séu settir í sam­hengi

Birgir Ármanns­son, þing­flokks­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, flutti ræðu undir sama lið í morgun og fjall­aði hann einnig um lands­rétt­ar­mál­ið. „Þegar rætt um dóms­nið­ur­stöður sem varða dóm­ara­val árið 2017 þegar Lands­réttur var skip­aður í fyrsta sinn er mik­il­vægt að hafa í huga hver hinn raun­veru­legi lög­fræði­legi ágrein­ingur er í mál­inu. Hann snýst um atriði sem varðar það hvort þáver­andi dóms­mála­ráð­herra hafi full­nægt rann­sókn­ar­skyldu með nægi­lega skýrum hætti þegar hún ákvað að gera til­ögu um dóm­ara sem byggði á því að dóm­ara­reynslu var gefið meira vægi en öðrum þáttum sem hæfn­is­nefnd hafði byggt á.“

Birgir Ármannsson og Sigríður Á. Andersen við þingsetningu í október 2020. Mynd: Bára Huld Beck

Hann sagði að það yrði að hafa þetta í huga þegar „við hlustum á stór­yrði ein­stakra þing­manna“ og vís­aði þar til orða Björns Levís. „Þetta skulum við hafa í huga þegar menn blása þetta út eins og hér á Íslandi hafi verið framin stór­kost­leg mann­rétt­inda­brot af því að maður sem hafði játað á sig til­tekið brot var dæmdur af dóm­ara sem hafði verið met­inn hæfur af mats­nefnd og met­inn hæf­ari af hálfu dóms­mála­ráð­herra en ein­hverjir aðr­ir. Við skulum setja hlut­ina aðeins í sam­hengi hvað þetta varð­ar.

Hitt er svo annað mál að auð­vitað verður íslenska ríkið að efna samn­ings­skuld­bind­ingar sínar gagn­vart mann­rétt­inda­sátt­mál­anum og greiða við­kom­andi manni þann kostnað sem kveðið er á um í dóms­orði í nið­ur­stöðu yfir­deildar Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins en auð­vitað verðum við síðan í fram­hald­inu að velta fyrir okkur og ræða hvernig við viljum haga dóm­ara­skipan til fram­tíð­ar. Ég er ekki viss um að við séum komin til botns í þeirri umræð­u,“ sagði þing­mað­ur­inn að lok­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
ESA hefur verið með augun á íslensku leigubílalöggjöfinni allt frá árinu 2017.
ESA boðar samningsbrotamál út af íslensku leigubílalöggjöfinni
Þrátt fyrir að frumvarp um breytingar á lögum liggi fyrir Alþingi sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf í dag og boðar að mögulega verði farið í mál út af núgildandi lögum, sem brjóti gegn EES-samningnum.
Kjarninn 20. janúar 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið sinn fyrr í dag.
Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.
Kjarninn 20. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson
Mikið fagnaðarefni að „nýfasistinn og hrottinn Donald Trump“ láti af embætti
Þingflokksformaður Pírata fagnar brotthvarfi Donalds Trump úr embætti Bandaríkjaforseta og bendir á að uppgangur nýfasisma geti átt sér stað ef við gleymum því að það sé mögulegt.
Kjarninn 20. janúar 2021
Frá miðstjórnarfundi hjá Alþýðusambandi Íslands í febrúar árið 2019.
Segja skorta á röksemdir fyrir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, segir flýti einkenna ferlið og telur að ekki hafi verið færðar fram fullnægjandi röksemdir fyrir sölunni.
Kjarninn 20. janúar 2021
Gosi – ævintýri spýtustráks
Öll viljum við vera alvöru!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um sýninguna Gosi – ævintýri spýtustráks sem sýnd er í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 20. janúar 2021
Á nýrri tölfræðisíðu sem sett var í loftið í dag má fylgjast með framgangi bólusetningar gegn COVID-19 hér á landi.
Tæplega 500 manns hafa þegar fengið tvær sprautur
Búið er að gefa rúmlega 40 prósent af Íslendingum yfir 90 ára aldri a.m.k. einn skammt af bóluefni og tæp 13 prósent þeirra sem eru 80-89 ára. Ný tölfræðisíða um bólusetningu hefur verið sett í loftið á vefnum covid.is.
Kjarninn 20. janúar 2021
Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ágúst Ólafur verður ekki í framboði fyrir Samfylkinguna í næstu kosningum
Annar oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkur verður ekki á lista hennar í komandi þingkosningum. Hann bauðst til að taka annað sætið á lista en meirihluti uppstillingarnefndar hafnaði því.
Kjarninn 20. janúar 2021
Rústir hússins að Bræðraborgarstíg 1 standa enn, yfir hálfu ári eftir að það brann.
Rannsaka ætluð brot eiganda Bræðraborgarstígs 1
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til skoðunar ætlað brot fyrrum eiganda Bræðraborgarstígs 1 á byggingarreglugerð. HMS segir að eigandanum hafi borið að tryggja brunavarnir hússins og þær ekki reynst í samræmi við lög.
Kjarninn 20. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent