Öryrkjabandalagið fagnar hugmynd Brynjars um rannsókn á bótasvikum

Þingmaður Sjálfstæðisflokks vill láta rannsaka hvor öryrkjar og bótaþegar sigli undir fölsku flaggi. ÖBÍ fagnar þeirri hugmynd en segja rannsókn ekki nauðsynlega til að staðfesta ríkjandi fordóma og andúð gegn fötluðu fólki í samfélaginu.

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands.
AuglýsingÞur­íður Harpa Sig­urð­ar­dótt­ir, for­maður Öryrkja­banda­lags Íslands (ÖBÍ), fagnar þeirri hug­mynd Brynjars Níels­son­ar, þing­manns Sjálf­stæð­is­flokks, að bóta­svik í almanna­trygg­inga­kerf­inu verði rann­sök­uð. 

Hug­mynd­ina setti Brynjar fram í hlað­varps­þætti Sölva Tryggva­sonar og bætti við að hann vissi um fjöl­marga öryrkja sem drýgi tekjur sínar með svartri vinn­u. 

Þar sagði Brynjar einnig að sam­fé­lagið stæði ekki undir veld­is­vexti í fjölgun öryrkja. „Ef þró­unin verður þannig að á hverjum skatt­greið­anda hvílir einn öryrki og einn aldr­að­ur, þá er það orðið ansi mikið og eitt­hvað sem gengur auð­vitað ekki til lengd­ar. Ef þeim sem nettó greiða skatt heldur stöðugt áfram að fækka, þá erum við auð­vitað ekki lengur sjálf­bær og þá þarf að grípa til aðgerða, sagði Brynj­ar.

Þur­íður Harpa segir í yfir­lýs­ingu að hún taki heils­hugar undir með Brynj­ari um að skoða í kjöl­inn aðbúnað öryrkja á Íslandi. „Rann­sókn Brynjars mun þannig stað­festa að um helm­ingur þeirra sem koma nýir inn á örorku, eru konur komnar yfir fimm­tugt, slitnar á sál og lík­ama. Rann­sókn Brynjars mun líka leiða í ljós að hlut­fall öryrkja sem stundar svarta atvinnu, er svip­að, eða aðeins lægra, en hlut­fall ann­ara Íslend­inga sem vinna svart. Rann­sókn­ar­nefnd Brynjars getur kíkt í skýrslu sem geymd er í skrif­borðs­skúffu fjár­mála­ráð­herra, sem sýnir að sam­fé­lag okkar verði af 87 til ríf­lega 200 millj­örðum á ári vegna skattsvika. ­Rann­sókn Brynjars mun stað­festa að öryrkjar eru þar ekki ráð­andi afl.

Auglýsing
Rannsóknin mun líka leiða í ljós að Brynjar mis­skilur hug­takið veld­is­vöxt­ur, sem er þó okkur Íslend­ingum mjög ofar­lega í huga þessi miss­er­in. Ef öryrkjum fjölg­aði í veld­is­vexti væri öll þjóðin orðin öryrkjar innan skamms tíma, Brynjar þar með­tal­inn. Stað­reynd­in, sem rann­sókn Brynjars mun stað­festa, er að hægt hefur á fjölgun á örorku, og reyndar hefur fækkað í hópi öryrkja síð­ustu ár.“

Rann­sókn Brynjars muni leiða í ljós háu girð­ingar sem hann og sam­starfs­fólk hans hafi reist um atvinnu­þátt­töku öryrkja, og leitt hefur til þess að fæstir innan þeirra ráða sjá sér haf í að reyna fyrir sér á vinnu­mark­aði. Ástæða þess sé sú að fyrir hverjar 100 þús­und krónur sem þeir geta aflað sér þar sitji eftir tólf þús­und krónur í vasa öryrkja þegar skerð­ingar og skattar hafi verið tekin með í reikn­ing­inn. Þrátt fyrir þetta séu þriðj­ungur öryrkja á vinnu­mark­aði og rétt tæp­lega 40 pró­sent þess hóps er í fullu starf­i. 

Þur­íður Harpa segir þó enga rann­sókn þurfa til að sjá „hve miklir for­dómar og andúð eru enn ríkj­andi í sam­fé­lagi okkar í garð fatl­aðs fólks, og ótrú­leg til­viljun að það skuli stað­fest­ast með þessum hætti á alþjóð­legum degi fatl­aðs fólks,“ en sá dagur er í dag, 3. des­em­ber. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
ESA hefur verið með augun á íslensku leigubílalöggjöfinni allt frá árinu 2017.
ESA boðar samningsbrotamál út af íslensku leigubílalöggjöfinni
Þrátt fyrir að frumvarp um breytingar á lögum liggi fyrir Alþingi sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf í dag og boðar að mögulega verði farið í mál út af núgildandi lögum, sem brjóti gegn EES-samningnum.
Kjarninn 20. janúar 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið sinn fyrr í dag.
Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.
Kjarninn 20. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson
Mikið fagnaðarefni að „nýfasistinn og hrottinn Donald Trump“ láti af embætti
Þingflokksformaður Pírata fagnar brotthvarfi Donalds Trump úr embætti Bandaríkjaforseta og bendir á að uppgangur nýfasisma geti átt sér stað ef við gleymum því að það sé mögulegt.
Kjarninn 20. janúar 2021
Frá miðstjórnarfundi hjá Alþýðusambandi Íslands í febrúar árið 2019.
Segja skorta á röksemdir fyrir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, segir flýti einkenna ferlið og telur að ekki hafi verið færðar fram fullnægjandi röksemdir fyrir sölunni.
Kjarninn 20. janúar 2021
Gosi – ævintýri spýtustráks
Öll viljum við vera alvöru!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um sýninguna Gosi – ævintýri spýtustráks sem sýnd er í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 20. janúar 2021
Á nýrri tölfræðisíðu sem sett var í loftið í dag má fylgjast með framgangi bólusetningar gegn COVID-19 hér á landi.
Tæplega 500 manns hafa þegar fengið tvær sprautur
Búið er að gefa rúmlega 40 prósent af Íslendingum yfir 90 ára aldri a.m.k. einn skammt af bóluefni og tæp 13 prósent þeirra sem eru 80-89 ára. Ný tölfræðisíða um bólusetningu hefur verið sett í loftið á vefnum covid.is.
Kjarninn 20. janúar 2021
Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ágúst Ólafur verður ekki í framboði fyrir Samfylkinguna í næstu kosningum
Annar oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkur verður ekki á lista hennar í komandi þingkosningum. Hann bauðst til að taka annað sætið á lista en meirihluti uppstillingarnefndar hafnaði því.
Kjarninn 20. janúar 2021
Rústir hússins að Bræðraborgarstíg 1 standa enn, yfir hálfu ári eftir að það brann.
Rannsaka ætluð brot eiganda Bræðraborgarstígs 1
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til skoðunar ætlað brot fyrrum eiganda Bræðraborgarstígs 1 á byggingarreglugerð. HMS segir að eigandanum hafi borið að tryggja brunavarnir hússins og þær ekki reynst í samræmi við lög.
Kjarninn 20. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent