„Ljóst að lokaspretturinn er að hefjast“

Forsætisráðherra segir að nú þegar bólusetningar eru í augsýn sé ljóst að lokaspretturinn sé að hefjast.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Auglýsing

„Við höfum öll staðið okkur frá­bær­lega fram til þessa, sýnt ótrú­legt úthald og þol­in­mæði. Nú þurfum við klára þessa veg­ferð og leggja okkur sér­stak­lega fram og þannig tryggja að smit verði áfram í lág­marki þar til okkur hefur tek­ist að verja sam­fé­lagið með bólu­setn­ing­um.“

Þetta skrifar Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra á Face­book-­síðu sína í dag. 

Í færsl­unni bendir hún á að í dag hafi bólu­setn­ingar haf­ist við COVID-19 í Bret­landi og segir hún að ljóst sé að bólu­setn­ing Íslend­inga muni hefj­ast í upp­hafi nýs árs. Þá var einnig birt í dag nið­ur­staða skoð­ana­könn­unar Mask­ínu sem sýnir að 92 pró­sent lands­manna ætla í bólu­setn­ingu og telur for­sæt­is­ráð­herra það vera gríð­ar­lega mik­il­vægt vegna þess að því fleiri sem láta bólu­setja sig því betur og hraðar verði Íslend­ingar varðir fyrir veirunni.

Auglýsing

„Þetta eru tíma­mót í bar­átt­unni gegn veirunni og við getum óhikað litið með bjart­sýni til nýs árs. Sam­fé­lagið okkar mun þá byrja að fær­ast smátt og smátt í eðli­legt horf. Við getum farið að njóta sam­vista óhindrað og efna­hags­lífið getur spyrnt kröft­ug­lega við fótum og atvinnu­leysi byrjað að ganga nið­ur,“ skrifar hún. 

Til­kynnt var í dag að nýjar sótt­varna­reglur munu taka gildi á fimmtu­dag­inn næst­kom­andi. Börn fá meiri til­slak­anir og sund­laugar mega opna á ný. Íþrótta­æf­ingar afreks­fólks fá að hefjast, stórar versl­anir mega taka á móti allt að 100 manns og veit­inga­staðir mega hafa opið til klukkan 22. Sótt­varn­ar­að­gerð­irnar munu gilda til 12. jan­úar næst­kom­andi.

Katrín segir að þetta verði ekki síð­ustu aðgerð­irnar í bar­átt­unni en nú þegar bólu­setn­ingar eru í aug­sýn sé ljóst að loka­sprett­ur­inn sé að hefj­ast. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í álverunum og verklag þeirra
Alls hafa 27 tilkynningar borist álfyrirtækjunum þremur, Fjarðaáli, Norðuráli og Rio Tinto á síðustu fjórum árum. Kjarninn kannaði þá verkferla sem málin fara í innan fyrirtækjanna.
Kjarninn 4. desember 2021
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Ásmundur Einar Daðason mun taka við málinu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur af Lilju Alfreðsdóttur. Hér eru þau saman á kosningavöku Framsóknarflokksins í september.
Ásmundur Einar tekur við málarekstri Lilju gegn Hafdísi
Nýr mennta- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins hefur fengið í fangið mál sem varðar brot forvera hans í embætti og samflokkskonu gegn jafnréttislögum. Það bíður hans að taka ákvörðun um hvort málarekstri fyrir Landsrétti skuli haldið til streitu.
Kjarninn 3. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent