Samherji tekur ekki yfir Eimskip

Sárafáir hluthafar í Eimskip tóku yfirtökutilboði Samherja í félagið, sem rann út í gær.

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Auglýsing

Eig­endur 0,011 pró­sent hluta­fjár í Eim­skip tóku yfir­tökutil­boði stærsta eig­anda félags­ins, Sam­herja Hold­ing, í allt hlutafé þess. Til­boðið gilti þangað til í gær. Sam­herji mun því bæta sára­litlu við eign­ar­hlut sinn í Eim­skip og á nú 30,28 pró­sent í félag­in­u. 

Greint var frá því 21. októ­ber síð­ast­lið­inn að Sam­herji Hold­ing, annar helm­ingur Sam­herj­a­sam­stæð­unn­ar, væri kom­inn aftur yfir 30 pró­sent eign­ar­hlut í Eim­skip sem skyldar félagið til að gera yfir­tökutil­boð. 

Til­boðið hljóð­aði upp á 175 krónur á hlut sem hefði þýtt að Sam­herji Hold­ing hefði þurft að greiða 22,7 millj­arða króna ef allir aðrir hlut­hafar hefðu sam­þykkt til­boð­ið. Það verð er langt undir mark­aðs­gengi Eim­skips, en við lok við­skipta í gær var það 229 krónur á hlut. Þeir hlut­hafar sem seldu bréf sín til Sam­herja fengu því 23,5 pró­sent lægra verð fyrir en ef þeir hefðu selt á mark­aði í gær. Því blasti við nær allan tím­ann frá þvi að yfir­tökutil­boðið var gert að litlar sem engar líkur voru á því að flestir hlut­hafar myndu taka því.

Auglýsing
Í til­kynn­ingu til Kaup­hallar er haft eftir Þor­steini Má Bald­vins­syni, for­stjóra Sam­herja Hold­ing, að félagið hefði farið yfir 30 pró­sent við­miðið til að ljúka til­boðs­skyldu sem skap­ast hefði í mars. „Kaupin end­ur­spegla þá til­trú sem við höfum á rekstri Eim­skips og þær vænt­ingar sem við höfum til félags­ins. Það er ánægju­legt að mik­ill meiri­hluti hlut­hafa Eim­skips deilir þeirri sýn með okk­ur. Það var og verður áfram afstaða Sam­herja Hold­ing að Eim­skip sé vel til þess fallið að vera áfram skráð á almennan hluta­bréfa­markað og við bindum vonir við að eiga áfram gott sam­starf við aðra hlut­hafa félags­ins.“

Í annað sinn sem yfir­töku­skylda mynd­að­ist á árinu

Þetta var í annað sinn á þessu ári sem Sam­herji Hold­ing fór yfir 30 pró­­sent hlut í Eim­­skip, en við það mynd­­ast lög­­bundin yfir­­­töku­­skylda. Það gerð­ist fyrst 10. mars 2020. 

Á­stæða þess er sú að þegar einn fjár­­­festir er far­inn að ráða yfir meira en 30 pró­­sent í félagi þá eru tök hans á því orðin svo mikil að þær aðstæður geta skap­­ast að hann geti tekið ákvarð­an­ir, og hrint þeim í fram­­kvæmd, sem þjóna hags­munum fjár­­­fest­is­ins, ekki félags­­ins eða ann­­arra hlut­hafa. Því er um lyk­il­skil­yrði í lög­­unum sem ætlað er að vernda minni hlut­hafa fyrir því að stórir fjár­­­festar geti valdið þeim skaða. 

Tíu dögum síð­­­ar, 20. mars, hafði staðan í heim­inum breyst hratt. Hluta­bréfa­­mark­aðir voru í frjálsu falli og hvert ríkið á fætur öðru var að loka landa­­mærum sínum og hrinda í fram­­kvæmd stór­­felldum skerð­ingum á ferða­frelsi íbúa sinna, jafnt innan landamæra sem utan. Afleið­ingin var hrun í eft­ir­­spurn eftir flest öllum vörum og þjón­ust­u­m. 

Þann dag sendi Sam­herji Hold­ing Fjár­­­mála­eft­ir­liti Seðla­­banka Íslands erindi þar sem félagið óskaði eftir að fá und­an­þágu frá yfir­­­töku­­skyld­unni sem hafði mynd­­ast. Sú und­an­þág­u­beiðni var rök­studd vegna þeirra „sér­­­­­stöku aðstæðna sem hefðu skap­­­ast á fjár­­­­­mála­­­mark­aði vegna útbreiðslu Covid-19. Í lögum um verð­bréfa­við­­­skipti er fjár­­­­­mála­eft­ir­lit­inu veitt heim­ild til að veita slíka und­an­þágu ef sér­­­stakar ástæður mæla með því.“

Þremur dögum síðar seldi Sam­herji 2,93 pró­­sent hlut í Eim­­skip. Sú sala gerði það að verkum að atkvæða­vægi Sam­herja í Eim­­skip fór niður í 29,99 pró­­sent, eða í hæsta mög­u­­lega fjölda atkvæða sem halda má á án þess að mynda yfir­­­töku­­skyldu.

Dag­inn eftir að Sam­herji seldi sig undir við­mið­un­­ar­­mörk ákvað Eim­­skip að fella afkomu­­spá sína fyrir árið 2020 úr gildi vegna óvissunnar sem væri uppi vegna COVID-19. 

Fjár­­­mála­eft­ir­litið sam­­þykkti beiðni Sam­herja um að sleppa við yfir­­­töku­­skyld­u. 

Við­­mæl­endur Kjarn­ans á fjár­­­mála­­mark­aði og innan líf­eyr­is­­sjóða­­kerf­is­ins sögðu að mörgum fjár­­­festum þætti ákvörð­unin ótrú­­leg. Svo virt­ist vera sem að hags­munir einnar fyr­ir­­ferða­­mik­illar sam­­stæðu væru teknir fram fyrir hags­muni ann­­arra hlut­hafa með því að „sleppa þeim af öngl­in­um“ eins og einn við­­mæl­andi orð­aði það. 

Hlut­hafar hafi verið full­­færir til að taka þessa ákvörðun sjálfir og ákveða hvort að aðstæður köll­uðu eftir því að taka yfir­­­tökutil­­boð­inu og hætta afskiptum að félag­inu, eða hafna því og halda áfram að vera í hlut­hafa­hópi þess á þeim krefj­andi tímum sem framundan eru. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir er ritstjóri Stundarinnar, en Jón Trausti Reynisson er framkvæmdastjóri útgáfufélagsins auk þess að vera blaðamaður á miðlinum.
Útgáfufélag Stundarinnar tapaði rúmlega milljón krónum á síðasta ári
Tekjur útgáfufélags Stundarinnar námu 233,9 milljónum króna á síðasta ári og jukust þær um fjögur prósent á milli ára. Tapið af rekstrinum nam 1,2 milljónum króna í fyrra, samanborið við rúmlega sjö milljóna hagnað árið 2020.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Inga Hrefna nýr aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar
Utanríkisráðherra er nú komin með tvo aðstoðarmenn. Alls má ríkisstjórnin ráða 27 aðstoðarmenn. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent