Samherji tekur ekki yfir Eimskip

Sárafáir hluthafar í Eimskip tóku yfirtökutilboði Samherja í félagið, sem rann út í gær.

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Auglýsing

Eig­endur 0,011 pró­sent hluta­fjár í Eim­skip tóku yfir­tökutil­boði stærsta eig­anda félags­ins, Sam­herja Hold­ing, í allt hlutafé þess. Til­boðið gilti þangað til í gær. Sam­herji mun því bæta sára­litlu við eign­ar­hlut sinn í Eim­skip og á nú 30,28 pró­sent í félag­in­u. 

Greint var frá því 21. októ­ber síð­ast­lið­inn að Sam­herji Hold­ing, annar helm­ingur Sam­herj­a­sam­stæð­unn­ar, væri kom­inn aftur yfir 30 pró­sent eign­ar­hlut í Eim­skip sem skyldar félagið til að gera yfir­tökutil­boð. 

Til­boðið hljóð­aði upp á 175 krónur á hlut sem hefði þýtt að Sam­herji Hold­ing hefði þurft að greiða 22,7 millj­arða króna ef allir aðrir hlut­hafar hefðu sam­þykkt til­boð­ið. Það verð er langt undir mark­aðs­gengi Eim­skips, en við lok við­skipta í gær var það 229 krónur á hlut. Þeir hlut­hafar sem seldu bréf sín til Sam­herja fengu því 23,5 pró­sent lægra verð fyrir en ef þeir hefðu selt á mark­aði í gær. Því blasti við nær allan tím­ann frá þvi að yfir­tökutil­boðið var gert að litlar sem engar líkur voru á því að flestir hlut­hafar myndu taka því.

Auglýsing
Í til­kynn­ingu til Kaup­hallar er haft eftir Þor­steini Má Bald­vins­syni, for­stjóra Sam­herja Hold­ing, að félagið hefði farið yfir 30 pró­sent við­miðið til að ljúka til­boðs­skyldu sem skap­ast hefði í mars. „Kaupin end­ur­spegla þá til­trú sem við höfum á rekstri Eim­skips og þær vænt­ingar sem við höfum til félags­ins. Það er ánægju­legt að mik­ill meiri­hluti hlut­hafa Eim­skips deilir þeirri sýn með okk­ur. Það var og verður áfram afstaða Sam­herja Hold­ing að Eim­skip sé vel til þess fallið að vera áfram skráð á almennan hluta­bréfa­markað og við bindum vonir við að eiga áfram gott sam­starf við aðra hlut­hafa félags­ins.“

Í annað sinn sem yfir­töku­skylda mynd­að­ist á árinu

Þetta var í annað sinn á þessu ári sem Sam­herji Hold­ing fór yfir 30 pró­­sent hlut í Eim­­skip, en við það mynd­­ast lög­­bundin yfir­­­töku­­skylda. Það gerð­ist fyrst 10. mars 2020. 

Á­stæða þess er sú að þegar einn fjár­­­festir er far­inn að ráða yfir meira en 30 pró­­sent í félagi þá eru tök hans á því orðin svo mikil að þær aðstæður geta skap­­ast að hann geti tekið ákvarð­an­ir, og hrint þeim í fram­­kvæmd, sem þjóna hags­munum fjár­­­fest­is­ins, ekki félags­­ins eða ann­­arra hlut­hafa. Því er um lyk­il­skil­yrði í lög­­unum sem ætlað er að vernda minni hlut­hafa fyrir því að stórir fjár­­­festar geti valdið þeim skaða. 

Tíu dögum síð­­­ar, 20. mars, hafði staðan í heim­inum breyst hratt. Hluta­bréfa­­mark­aðir voru í frjálsu falli og hvert ríkið á fætur öðru var að loka landa­­mærum sínum og hrinda í fram­­kvæmd stór­­felldum skerð­ingum á ferða­frelsi íbúa sinna, jafnt innan landamæra sem utan. Afleið­ingin var hrun í eft­ir­­spurn eftir flest öllum vörum og þjón­ust­u­m. 

Þann dag sendi Sam­herji Hold­ing Fjár­­­mála­eft­ir­liti Seðla­­banka Íslands erindi þar sem félagið óskaði eftir að fá und­an­þágu frá yfir­­­töku­­skyld­unni sem hafði mynd­­ast. Sú und­an­þág­u­beiðni var rök­studd vegna þeirra „sér­­­­­stöku aðstæðna sem hefðu skap­­­ast á fjár­­­­­mála­­­mark­aði vegna útbreiðslu Covid-19. Í lögum um verð­bréfa­við­­­skipti er fjár­­­­­mála­eft­ir­lit­inu veitt heim­ild til að veita slíka und­an­þágu ef sér­­­stakar ástæður mæla með því.“

Þremur dögum síðar seldi Sam­herji 2,93 pró­­sent hlut í Eim­­skip. Sú sala gerði það að verkum að atkvæða­vægi Sam­herja í Eim­­skip fór niður í 29,99 pró­­sent, eða í hæsta mög­u­­lega fjölda atkvæða sem halda má á án þess að mynda yfir­­­töku­­skyldu.

Dag­inn eftir að Sam­herji seldi sig undir við­mið­un­­ar­­mörk ákvað Eim­­skip að fella afkomu­­spá sína fyrir árið 2020 úr gildi vegna óvissunnar sem væri uppi vegna COVID-19. 

Fjár­­­mála­eft­ir­litið sam­­þykkti beiðni Sam­herja um að sleppa við yfir­­­töku­­skyld­u. 

Við­­mæl­endur Kjarn­ans á fjár­­­mála­­mark­aði og innan líf­eyr­is­­sjóða­­kerf­is­ins sögðu að mörgum fjár­­­festum þætti ákvörð­unin ótrú­­leg. Svo virt­ist vera sem að hags­munir einnar fyr­ir­­ferða­­mik­illar sam­­stæðu væru teknir fram fyrir hags­muni ann­­arra hlut­hafa með því að „sleppa þeim af öngl­in­um“ eins og einn við­­mæl­andi orð­aði það. 

Hlut­hafar hafi verið full­­færir til að taka þessa ákvörðun sjálfir og ákveða hvort að aðstæður köll­uðu eftir því að taka yfir­­­tökutil­­boð­inu og hætta afskiptum að félag­inu, eða hafna því og halda áfram að vera í hlut­hafa­hópi þess á þeim krefj­andi tímum sem framundan eru. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknir eru þegar hafnar á virkni og öryggi bóluefnis AstraZeneca fyrir börn og segir Jóhanna það mikið fagnaðarefni.
Ef börn verði ekki bólusett gæti faraldur brotist út á meðal þeirra
Þegar faraldur fær að ganga óáreittur um ákveðna næma hópa fara sjaldgæfir atburðir að eiga sér stað. „Sjaldgæfir alvarlegir atburðir sem við viljum ekki sjá,“ segir Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019
Hálfu ári eftir að lögboðinn frestur til að skila inn ársreikningum rann út þá hefur félagið sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja, meðal annars allt sem snýr að Namibíuumsvifum þess, ekki skilað inn sínum fyrir árið 2019.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá
Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, er ein þeirra sem skráð voru sem hagsmunaverðir á vegum samtakanna.
Hagsmunasamtök heimilanna þau einu sem hafa tilkynnt hagsmunaverði
Ekkert stóru hagsmunasamtakanna í landinu hefur tilkynnt starfsmenn sína sem vinna við að hafa áhrif á ákvarðanir stjórnvalda sem hagsmunaverði, þrátt fyrir að lög sem krefjist þess hafi tekið gildi fyrir tveimur mánuðum.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Þorsteinn Vilhjálmsson
Sprautur, siður og réttur
Kjarninn 26. febrúar 2021
Símon Sigvaldason
Dómsmálaráðherra gerir tillögu um að skipa Símon Sigvaldason í Landsrétt
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill að Símon Sigvaldason verði skipaður í eina lausa stöðu við Landsrétt. Það þýðir að Jón Finnbjörnsson, sem er í leyfi og sótti um endurskipun, fær hana ekki.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum.
Býst við að Viaplay hækki verðið þegar íþróttapakkinn stækkar
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum býst við því að Viaplay hækki verðið á áskriftum sínum þegar íþróttapakkinn þeirra stækkar. „Annað væri bara skaðleg undirverðlagning,“ sagði Magnús í nýjum þætti af Tæknivarpinu.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Sambærilegum smáhýsum hefur þegar verið komið upp í Gufunesi.
Smáhýsi fyrir heimilislausa í Laugardalnum þokast nær
Áform um smáhýsi fyrir heimilislausa á borgarlandi milli Suðurlandsbrautar og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa verið samþykkt í skipulags- og samgönguráði. Íþróttafélög, fasteignafélagið Reitir og fleiri lögðust gegn þessari staðsetningu smáhýsanna.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent