„Það er svona sem A+ einkunnaspjald lítur út“

Samkvæmt gögnum sem Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna hefur birt veitir bóluefni Pfizer og BioNtech góða vörn gegn COVID-19 innan við tíu dögum eftir að fólk fær fyrri sprautuna. Virknin er talin jafn góð óháð aldri, kyni og kynþætti.

William Shakespeare og Margaret Keenan voru fyrstu Bretarnir sem fengu bóluefni gegn COVID-19 í almennri bólusetningu.
William Shakespeare og Margaret Keenan voru fyrstu Bretarnir sem fengu bóluefni gegn COVID-19 í almennri bólusetningu.
Auglýsing

Myndir af fyrsta fólk­inu sem var bólu­sett fyrir COVID-19 í Bret­landi á þriðju­dag hring­sól­uðu þegar í stað um heim­inn á for­síðum blaða, í sjón­varpi og á net­miðl­um. Gjörn­ing­ur­inn veitir mörgum von um að far­ald­ur­inn verði senn á enda. Og það er til­efni til þess­arar bjart­sýni. Bólu­efni, sem þróuð hafa verið á met­tíma, eru í þann mund að koma á markað víða.En það er þó mik­il­vægt að fagna ekki of snemma. Þau Marg­aret Keen­an, níræður fyrrum skart­gripa­sali, og hinn rúm­lega átt­ræði William Shakespe­are,  (já, hann heitir það) voru þau fyrstu í Bret­landi til að fá fyrri spraut­una af bólu­efni Pfizer og BioNtech. Þau verða þó, líkt og aðrir sem þegar hafa fengið bólu­efn­ið, að gæta að sótt­vörn­um, s.s. fjar­lægð­ar­mörkum og hand­þvotti, áfram eða þar til búið er að bólu­setja mik­inn meiri­hluta þjóð­ar­inn­ar. Því stað­reyndin er sú að þótt bólu­efnið veiti níu af hverjum tíu sem það fá góða vörn gegn því að veikj­ast er enn ekki að fullu vitað hvort að þeir sem það fái geti smitað aðra sem enn eru næmir fyrir veirunni.Enn er því langt í land þar til hið eft­ir­sótta hjarð­ó­næmi næst í sam­fé­lögum heims­ins og meðal jarð­ar­búa í heild. En fyrsta skrefið hefur verið stig­ið.

AuglýsingYfir­völd í Bret­landi gáfu Pfizer og BioNtech sér­stakt neyð­ar­leyfi til að hefja dreif­ingu bólu­efnis síns þar í landi. Evr­ópska lyfja­stofn­unin er enn að fara yfir nið­ur­stöður rann­sókna á efn­inu. Sömu sögu er að segja um Mat­væla- og lyfja­stofnun Banda­ríkj­anna (FDA) sem þó færði góðar fréttir af sínu eft­ir­lits­ferli í vik­unni. Sam­kvæmt gögnum sem stofn­unin birti veitir bólu­efni fyr­ir­tækj­anna góða vörn gegn COVID-19 innan við tíu dögum eftir að fólk fær fyrri spraut­una.Um er að ræða nið­ur­stöður sem ekki hafa áður verið gefnar út. Þegar hafði Pfizer upp­lýst að sam­kvæmt rann­sóknum hefði bólu­efnið gefið 95 pró­sent þeirra sem tóku það í próf­unum vörn eftir báðar spraut­urnar sem gefnar eru með þriggja vikna milli­bili.Þá þykir einnig fagn­að­ar­efni að bólu­efnið gaf góða virkni óháð kyn­þætti, þyngd og aldri þátt­tak­enda í próf­un­un­um. Þó að sjálf­boða­lið­arnir sem fengu efnið hafi ekki fundið fyrir alvar­legum auka­verk­unum fengu margir þeirra væg ein­kenni á borð við hita og verki eftir að hafa fengið það, sér­stak­lega eftir seinni spraut­una. Það gæti því verið ráð að taka sér frí frá vinnu í sól­ar­hring.„Það er svona sem A+ ein­kunna­spjald lítur út þegar bólu­efni á í hlut,“ hefur New York Times eftir Akiko Iwa­saki, ónæm­is­sér­fræð­ingi við Yale-há­skóla um fyrstu nið­ur­stöður FDA.Lyf og bólu­efni fá ítar­lega skoðun hjá FDA áður en þau koma á mark­að. Í næsta skrefi mun ráð­gjafa­ráð stofn­un­ar­innar fara yfir öll gögn máls­ins og skera úr um hvort að mælt verði með því að heim­ila almenna bólu­setn­ingu með bólu­efni Pfizer og BioNtech. Ráðið mun koma saman í dag, fimmtu­dag, til að ráða ráðum sín­um.44 þús­und sjálf­boða­liðar í Banda­ríkj­un­um, Bras­ilíu og Argent­ínu tóku þátt í próf­unum á bólu­efni Pfizer og BioNtech. Helm­ingur þeirra fékk sjálft bólu­efnið en aðrir fengu lyf­leysu.

Óvissu­þættir enn til staðarNokkrir óvissu­þættir eru þó enn til stað­ar. Í fyrsta lagi er ekki vitað með vissu hversu lengi vörnin sem fyrri sprautan af bólu­efn­inu gefur var­ir. Því er talið nauð­syn­legt að gefa það tvisvar eins og áður segir og rann­sóknir lyfja­fyr­ir­tækj­anna þykja sýna að þá mynd­ist góð og langvar­andi vörn.Þá hafa margir sér­fræð­ingar viðrað þær áhyggjur sínar að bólu­efnið kunni að verja ákveðna hópa fólks betur en aðra. En þau gögn sem FDA birti í gær benda ekki til þess. Sam­kvæmt þeim verkar bólu­efnið jafnt á konur sem karla, óháð kyn­þætti þeirra. Þá er það talið verja offitu­sjúk­linga vel gegn sjúk­dómnum en sá hópur fólks er tal­inn í mik­illi hættu á að veikj­ast alvar­lega af COVID-19.

Bóluefni Pfizer og BioNTech er enn til skoðunar hjá Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna sem og Lyfjastofnun Evrópu. Mynd: EPA

Sum bólu­efni gegn öðrum sjúk­dómum veita minni vörn eftir því sem fólkið sem þau fá er eldra. En sam­kvæmt rann­sókn­ar­nið­ur­stöðum Pfizer og BioNtech ver bólu­efnið fólk yfir 65 ára aldri jafn vel og yngra fólk.„Ég fór að skjálfa þegar ég las þetta,“ hefur New York Times eftir Gregory Pol­and, bólu­efna­sér­fræð­ingi við Mayo Clin­ic. „Þetta er alslemma hvað alla mæli­kvarða snert­ir.“Niðu­staða FDA á þessum stað í leyf­is­ferl­inu er sú að ekk­ert bendi til alvar­legra heilsu­far­s­vanda­mála í tengslum við bólu­efn­ið. Próf­anir Pfizer og BioNtech munu halda áfram, jafn­vel þótt að FDA leyfi dreif­ingu bólu­efn­is­ins og notkun í Banda­ríkj­un­um. Áfram verður fylgst með sjálf­boða­lið­unum sem fengu bólu­efnið í próf­unum með lang­tíma­virkni þess og öryggi í huga.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, bað um skýrsluna á sínum tíma.
Vill fá að vita af hverju upplýsingar um fjárfestingar útgerðarfélaga voru felldar út
Í lok ágúst var birt skýrsla sem átti að sýna krosseignatengsl eða ítök útgerðarfélaga í einstökum fyrirtækjum, en að mati þess þingmanns sem bað um hana gerði hún hvorugt. Síðar kom í ljós að mikilvægar upplýsingar voru felldar út fyrir birtingu.
Kjarninn 4. desember 2021
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í álverunum og verklag þeirra
Alls hafa 27 tilkynningar borist álfyrirtækjunum þremur, Fjarðaáli, Norðuráli og Rio Tinto á síðustu fjórum árum. Kjarninn kannaði þá verkferla sem málin fara í innan fyrirtækjanna.
Kjarninn 4. desember 2021
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar