Heppni, samvinna, peningar – og meiri peningar

Hingað til hefur tekið mörg ár og stundum áratugi að þróa bóluefni. En innan við ári eftir að sjúkdómur vegna nýrrar kórónuveiru fór að herja á fólk eru fleiri en eitt bóluefni tilbúin. Hvernig í ósköpunum stendur á því?

Litli gaddaboltinn, kórónuveiran sem veldur COVID-19, verður von bráðar afvopnuð.
Litli gaddaboltinn, kórónuveiran sem veldur COVID-19, verður von bráðar afvopnuð.
Auglýsing

Árið 1951 varð Max Theiler fyrsti vís­inda­mað­ur­inn til að fá Nóbels­verð­launin fyrir þróun bólu­efn­is. Eng­inn annar hefur hlotið þá við­ur­kenn­ingu fyrir slíkt sam­bæri­legt afrek síðan þá þó að mörg árang­urs­rík bólu­efni hafi litið dags­ins ljós.Gulu­sótt hefur herjað á mann­kynið í að minnsta kosti fimm hund­ruð ár og í lok nítj­ándu aldar var hún vel þekkt bana­mein margra. Hins vegar var þá lítið vitað um sjálfan sjúk­dóm­inn og sér­fræð­ingar þess tíma héldu að um bakt­er­íu­sýk­ingu væri að ræða og til­raunir voru gerðar til að búa til bólu­efni með það í huga.Árið 1918, sama ár og spænska veikin varð að far­aldri, töldu vís­inda­menn við Roc­ker­fell­er-­stofn­un­ina sig loks hafa náð að þróa árang­urs­ríkt bólu­efni gegn gulu­sótt. Rann­sóknir Max Theiler leiddu hins vegar í ljós tæpum ára­tug síðar að bólu­efnið væri ekki að skila árangri og fram­leiðslu þess var hætt. Enn leið ára­tugur þar til Theiler náði þeim árangri að þróa virkt og öruggt bólu­efni gegn gulu­sótt og er það notað enn þann dag í dag.

AuglýsingÞetta er aðeins eitt dæmi um hversu langan tíma hefur tekið að þróa bólu­efni við smit­sjúk­dómum í gegnum tíð­ina. Þró­un­ar­ferlið hefur oft spannað mörg ár og jafn­vel ára­tugi. Það þóttu því stór­tíð­indi þegar það tókst að þróa bólu­efni gegn hettu­sótt á aðeins fjórum árum á sjö­unda ára­tug síð­ustu ald­ar. Ekk­ert annað bólu­efni hefur tekið jafn stuttan tíma að þróa.Þar til nú.Og það eru margar ástæður fyrir því að bólu­efni gegn COVID-19 er til­búið – um ári eftir að sjúk­dóm­ur­inn var fyrst greindur í fólki. Tvö lyfja­fyr­ir­tæki hafa þegar sótt um mark­aðs­leyfi í nokkrum lönd­um. Um svokölluð neyð­ar­leyfi verður að ræða, vegna þess hve þörfin er brýn. Annað þess­ara fyr­ir­tækja, Pfizer í sam­starfi við BioNtech, hefur þegar hafið dreif­ingu á bólu­efni sínu í Bret­landi.Krafta­verk segja sum­ir. Vís­inda­legt þrek­virki segja aðr­ir. Pen­ingar og meiri pen­ing­ar. Eng­inn þarf að velkj­ast í vafa um að þeir hafa skipt sköpum við rann­sóknir og þróun bólu­efn­anna gegn COVID-19.Í raun má segja að tek­ist hafi að búa til bólu­efni á innan við ári sem undir „venju­legum kring­um­stæð­um“ hefði tekið ára­tug. Þó var það ekki þannig að lyfja­fyr­ir­tækin og þeirra sam­starfs­að­ilar væru að stytta sér leið við þró­un­ina, prófun á bólu­efnum sínum eða í fram­leiðsl­unni.Öll dýrin í skóg­inum eru vinirEitt þeirra lyk­il­at­riða sem varð til þess að svo hratt var hægt að þróa bólu­efni er að vís­inda­menn, rann­sókn­ar­stofur og lyfja­fyr­ir­tæki opn­uðu aðgang sín á milli að gögnum sem aflað var um veiruna, s.s erfða­efni hennar og ítar­legar rað­grein­ing­ar. Það lögð­ust sem sagt all­ir, eða að minnsta kosti flest­ir, á eitt í því sam­eig­in­lega verk­efni að útrýma far­aldri kór­ónu­veirunn­ar.

Hjón, annað smitað, hittast fyrir utan sjúkrahús í Brasilíu. Mynd: EPA

Hvernig bólu­efnið er búið til er annað lyk­il­at­riði. Þær aðferðir sem beitt var eru  nýstár­legar og þar til nú hefur ekk­ert bólu­efni byggt á þeim komið á mark­að.Aðferðir til að búa til bólu­efni eru fjöl­breytt­ar. Við gerð þeirra hafa til dæmis verið not­aðar bækl­aðar veirur en nokkur þeirra bólu­efna gegn COVID-19 sem lengst eru komin í þróun byggja á erfða­efni (kjarna­sýru) veirunn­ar.

Nýjar aðferðir Erfða­efni manna er í DNA-­formi en erfða­efni veirunnar í RNA-­formi. Nýja kór­ónu­veiran er svo í raun ekki sér­stak­lega flók­in. Hún er byggð úr fjórum bygg­ing­ar­prótein­um, fitu­efnum og tæp­lega 30 þús­und kirna RNA-­sam­eind. Í RNA-­sam­eind­inni er geymd upp­skrift að 29 próteinum sem veiran notar bæði sem bygg­ing­ar­ein­ingar en líka sem „vopn í lífs­bar­áttu sinni þegar hún fer inn í frumur [fólks], sýkir þær og nýtir til að fjöl­falda sjálfa sig og síðan kom­ast í aðrar frum­ur,“ líkt og mann­erfða­fræð­ing­ur­inn Agnar Helga­son lýsti svo vel á ráð­stefnu Íslenskrar erfða­grein­ingar í maí.  Tvö þeirra þriggja lyfja­fyr­ir­tækja sem komin eru lengst í þróun sinna bólu­efna nota svo­kall­aða mRNA-­tækni sem felst í því að ein­angra eitt prótein henn­ar. En þegar því er svo sprautað í fólk veik­ist það ekki heldur myndar lík­am­inn mótefni.Upp­skriftin að erfða­efni veirunnar var fljótt aðgengi­leg öllum vís­inda­mönnum og það áður en hún var farin að breið­ast mikið út fyrir Kína svo vitað sé. Þess vegna gátu vís­inda­menn hafið und­ir­bún­ing að gerð bólu­efnis fljót­lega eftir að veiran upp­götv­að­ist. Og hin nýja aðferð, að nota erfða­efni veirunnar en ekki veikl­aða veiru eða hluta af veikl­aðri veiru, hafði einnig verið í þróun lengi.

Pen­ingar og meiri pen­ingar

Enn ein skýr­ingin er pen­ing­ar. Þegar vís­inda­menn voru að fást við sjúk­dóma á borð við ebólu, sem herj­aði á á árunum 2014-2015, vant­aði pen­inga til rann­sókn­anna. Þess vegna gekk þróun lyfja og bólu­efnis mjög hægt.En núna flæða pen­ing­arnir inn. Og einn helsti mis­skiln­ing­ur­inn varð­andi þróun bólu­efnis gegn COVID-19 er sá að hún hafi haf­ist dag­inn sem far­ald­ur­inn braust út.

Kórónuveirufaraldurinn hefur sýnt svo ekki er um villst hversu mikilvægt vel menntað heilbrigðisstarfsfólk er. Mynd: EPA„Heims­byggðin hefði átt að gera bet­ur,“ segir Sarah Gil­bert, pró­fessor við Oxfor­d-há­skóla og arki­tekt­inn að bólu­efni því sem skól­inn er að þróa í sam­starfi við lyfja­fyr­ir­tækið Astra Zeneca. Í kjöl­far ebólu-far­ald­urs­ins ein­settu vís­inda­menn­irnir við Oxfor­d-há­skóla sér að gera betur næst þegar far­aldur bryt­ist út. Þeir settu saman áætlun um hvernig takast mætti á við „sjúk­dóm X“ – sjúk­dóm sem myndi spretta upp og herja á fólk að því er virð­ist fyr­ir­vara­laust.Sá sjúk­dómur reynd­ist vera COVID-19.„Við reyndum að und­ir­búa okkur svo að við gætum brugð­ist mjög hratt við og haft til­búið bólu­efni á sem skemmstum tíma, segir Gil­bert í sam­tali við BBC. „Und­ir­bún­ings­vinn­unni var ekki lokið en við vorum komin langt á veg.“

Gerðu grunn og bættu við hannÞað sem vís­inda­menn­irnir vildu gera var að skapa vís­inda­legan grunn, bygg­ing­ar­ein­ingu, sem væri sveigj­an­legur þegar hinn óþekkti sjúk­dómur myndi koma fram á sjón­ar­svið­ið.Oxfor­d-hóp­ur­inn notar ekki hefð­bundna aðferð við að þróa sitt bólu­efni en heldur ekki þá sömu og Pfizer og Moderna nota – þau tvö fyr­ir­tæki sem þegar hafa sótt um mark­aðs­leyfi í Evr­ópu, í Banda­ríkj­unum og víð­ar. Þess í stað bjuggu vís­inda­menn skól­ans til það sem þeir kalla hinu mjög svo óþjála nafni: ChAdOx1. Þeir tóku algenga kvef­veiru sem sýkti simpansa og gerðu úr henni bygg­ing­ar­ein­ingu fyrir bólu­efni gegn næstum því hverju sem er. Áður en COVID-19 far­ald­ur­inn braust út höfðu 330 manns fengið bólu­efni byggt á ChAdOx1 gegn ýmsum veiru­sjúk­dómum á borð við inflú­ensu og zika.Þar sem kvef­veiran er upp­runnin í simpönsum og hefur verið erfða­breytt getur hún ekki orsakað sýk­ingu í fólki. Upp­skrift hennar er, fræði­lega séð, svo hægt að breyta til að kalla fram við­brögð ónæm­is­kerf­is­ins. Eða eins og vís­inda­menn­irnir segja í stuttu máli: ChAdOx1 er í grunn­inn eins og smá­gerður póst­burð­ar­mað­ur. Allt sem þarf svo að gera er að breyta inni­haldi pakk­ans sem hann afhend­ir.

Sjúk­dómur X„Við vorum að und­ir­búa okkur fyrir sjúk­dóm X, við höfðum verið að bíða eftir sjúk­dómi X, og mig grun­aði strax að veiru­sýk­ingin sem upp kom í Kína gæti verið sá sjúk­dóm­ur,“ segir Gil­bert en hún og teymi hennar hófust handa í byrjun jan­úar við að afla gagna og hefja rann­sóknir á veiru­sýk­ing­unni sem komið hafði upp í Wuhan-­borg í Kína.Þau gátu ekki ímyndað sér að sjúk­dóm­ur­inn yrði að far­aldri en þau vildu nota þetta tæki­færi til að láta reyna á ChAdOx1-­tækn­ina.Og vís­inda­menn voru ekki alveg á byrj­un­ar­reit hvað þessa til­teknu veiru varð­aði. Þeir segja „heppi­legt“ að hún hafi verið úr hinni þekktu kór­ónu­veiru­fjöl­skyldu en veirur úr henni höfðu valdið far­öldrum árin 2002 (SARS) og árið 2012 (MER­S). Það var því vitað tölu­vert um hvernig veiran kæmi til með að haga sér og einnig var vitað hvert helsta vopn hennar en jafn­framt Akki­les­ar­hæll væri: Gadda-­prótein­ið.

Bólusetning mun hefjast í Bretlandi í dag, þriðjudag. Mynd: EPA„Við vorum með for­skot,“ segir Andrew Poll­ard, annar pró­fessor í Oxfor­d-teym­inu. Kór­ónu­veirur draga nafn sitt af útliti sínu. Þær líta í raun út eins og gadda­bolt­ar. Í kór­ón­unni sem umlykur þær eru gaddar sem þær nota til að kom­ast inn í frumur lík­am­ans. Vís­inda­menn vissu að fræði­lega séð gæti bólu­efni byggst á því að fá ónæm­is­kerfið til að ráð­ast gegn gödd­un­um. Oxfor­d-teymið hafði þegar notað ChAdOx1-grunn­inn til að þróa bólu­efni gegn MERS.Í fyrstu vant­aði fjár­magn til rann­sókn­anna og það var ekki fyrr en í apríl að pen­ing­arnir fóru að streyma inn. Til­raunir á dýrum voru fyrst gerðar og í lok apríl hófust próf­anir á bólu­efn­inu í mönn­um. Engu skrefi í þró­un­ar­ferl­inu var sleppt en vegna fjár­magns var hægt að hefja hvert þeirra á fætur öðru. Á loka­stigi rann­sókna tóku yfir 30 þús­und manns þátt í próf­un­um.

Einn stór mis­skiln­ingurEn fyrst hægt var að þróa bólu­efni á svo skömmum tíma, hvers vegna er það ekki oftar gert?Það er mis­skiln­ingur að það verði að taka ára­tug að þróa bólu­efni, segir lækn­ir­inn Mark Tos­hner sem hefur tekið þátt í rann­sóknum á bólu­efnum við Cambridge-há­skóla. Á tíu ára þró­un­ar­tíma­bili er mik­ill „dauður tími“ þar sem „ekk­ert er að ger­ast“. Bið­staða.Gríð­ar­legur tími fer í að sækja um styrki og ann­ars konar fjár­mögn­un. Þeim umsóknum er oft hafnað og það þarf að sækja um aftur eða ann­ars stað­ar. Þá þarf að sann­færa fólk um að taka þátt í próf­un­um, semja við lyfja­fram­leið­endur og þar fram eftir göt­un­um. Tos­hner segir að þetta allt verði til þess að það geti liðið mörg ár á milli rann­sókn­ar­stiga.„Ferlið er ekki langt af því að það þarf að vera það eða af því að það er örugg­asta leið­in, heldur af því að við búum í hinum raun­veru­lega heim­i,“ segir hann við BBC.

AuglýsingÞá hefur leyf­is-­ferl­inu einnig verið hraðað og það svo um mun­ar. Á meðan bólu­efni Oxfor­d-teym­is­ins var enn í prófun hófu eft­ir­lits­að­ilar að skoða þegar fram komin gögn. Þetta símat á rann­sókn­ar­gögn­unum hefur því stytt ferl­ið. Umsóknir um leyfi eru svo sann­ar­lega ekki látnar bíða dög­um, vikum eða mán­uðum saman áður en farið er vand­lega yfir þær. Þær fara efst í bunka eft­ir­lits­að­ila og eru eflaust merkt­ar: Áríð­andi.„Leitin að bólu­efni tók yfir líf mitt,“ við­ur­kennir Ter­esa Mal­be, rann­sak­andi við Oxfor­d-há­skóla, í sam­tali við tíma­ritið Nat­ure. Hún tók þátt í þróun bólu­efn­is­ins frá upp­hafi. „Ég hef aldrei unnið jafn mikið í líf­inu. Ef ég gæti farið aftur í tím­ann og gefið sjálfri mér ráð í byrjun jan­úar myndi ég segja: Taktu nokkra frí­daga.“Þannig hefur því eflaust verið farið með fjöl­marga vís­inda­menn um heim allan sem hafa lagt gríð­ar­lega mikið á sig til að finna lækn­ingu eða bólu­efni gegn COVID-19, sjúk­dómnum sem eng­inn vissi af fyrir ári en mun von­andi láta í minni pok­ann fyrir vís­ind­unum fljót­lega.Litli gadda­bolt­inn verður senn afvopn­að­ur.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar