Samherji aftur kominn yfir 30 prósent í Eimskip og gerir yfirtökutilboð

Í annað sinn á þessu ári er Samherji Holding komið með yfir 30 prósent eignarhlut í Eimskip, en þá myndast yfirtökuskylda. Síðast fékk félagið að sleppa undan henni vegna „sérstakra aðstæðna sem hefðu skapast á fjármálamarkaði vegna útbreiðslu Covid-19“.

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Auglýsing

Samherji Holding ehf., annar helmingur Samherjasamstæðunnar, er kominn aftur yfir 30 prósent eignarhlut í Eimskip og mun gera yfirtökutilboð til allra hlutahafa félagsins. Þetta gerðist í dag þegar félagið bætti við sig 2,93 prósent hlut í skipafélaginu. Í tilkynningu til Kauphallar Íslands kemur fram að Samherji stefni þó ekki að því að afskrá Eimskip. Alls á Samherji Holding nú 30,28 prósent í skipafélaginu.

Þetta er í annað sinn á þessu ári sem Samherji Holding fer yfir 30 prósent hlut í Eimskip, en við það myndast lögbundin yfirtökuskylda. Það gerðist fyrst 10. mars 2020. 

Ástæða þess er sú að þegar einn fjárfestir er farinn að ráða yfir meira en 30 prósent í félagi þá eru tök hans á því orðin svo mikil að þær aðstæður geta skapast að hann geti tekið ákvarðanir, og hrint þeim í framkvæmd, sem þjóna hagsmunum fjárfestisins, ekki félagsins eða annarra hluthafa. Því er um lykilskilyrði í lögunum sem ætlað er að vernda minni hluthafa fyrir því að stórir fjárfestar geti valdið þeim skaða. 

Tíu dögum síðar, 20. mars, hafði staðan í heiminum breyst hratt. Hlutabréfamarkaðir voru í frjálsu falli og hvert ríkið á fætur öðru var að loka landamærum sínum og hrinda í framkvæmd stórfelldum skerðingum á ferðafrelsi íbúa sinna, jafnt innan landamæra sem utan. Afleiðingin var hrun í eftirspurn eftir flest öllum vörum og þjónustum. 

Þann dag sendi Samherji Holding Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands erindi þar sem félagið óskaði eftir að fá undanþágu frá yfirtökuskyldunni sem hafði myndast. Sú undanþágubeiðni var rökstudd vegna þeirra „sér­stöku aðstæðna sem hefðu skap­ast á fjár­mála­mark­aði vegna útbreiðslu Covid-19. Í lögum um verð­bréfa­við­skipti er fjár­mála­eft­ir­lit­inu veitt heim­ild til að veita slíka und­an­þágu ef sér­stakar ástæður mæla með því.“

Þremur dögum síðar seldi Samherji 2,93 prósent hlut í Eimskip. Sú sala gerði það að verkum að atkvæðavægi Samherja í Eimskip fór niður í 29,99 prósent, eða í hæsta mögulega fjölda atkvæða sem halda má á án þess að mynda yfirtökuskyldu.

Auglýsing
Daginn eftir að Samherji seldi sig undir viðmiðunarmörk ákvað Eimskip að fella afkomuspá sína fyrir árið 2020 úr gildi vegna óvissunnar sem væri uppi vegna COVID-19. 

Fjármálaeftirlitið samþykkti beiðni Samherja um að sleppa við yfirtökuskyldu. 

Viðmælendur Kjarnans á fjármálamarkaði og innan lífeyrissjóðakerfisins sögðu að mörgum fjárfestum þætti ákvörðunin ótrúleg. Svo virtist vera sem að hagsmunir einnar fyrirferðamikillar samstæðu væru teknir fram fyrir hagsmuni annarra hluthafa með því að „sleppa þeim af önglinum“ eins og einn viðmælandi orðaði það. Hluthafar hafi verið fullfærir til að taka þessa ákvörðun sjálfir og ákveða hvort að aðstæður kölluðu eftir því að taka yfirtökutilboðinu og hætta afskiptum að félaginu, eða hafna því og halda áfram að vera í hluthafahópi þess á þeim krefjandi tímum sem framundan eru. 

Segjast vera að ljúka tilboðsskyldu sinni

Í tilkynningu til Kaupahallar Íslands í dag segir að tilgangur Samherja Holding með hlutafjárkaupunum nú sé fyrst og fremst að ljúka tilboðsskyldu sinni gagnvart öðrum hluthöfum sem undanþága fékkst fyrir í mars síðastliðnum. 

Kaupin endurspegli þá trú sem stjórnendur Samherja Holding hafiá rekstri Eimskips. „Starfsfólk félagsins um allan heim hefur verið mjög samhent í þeirri umfangsmiklu endurskipulagningu sem fram hefur farið að undaförnu og á þakkir skildar fyrir þann góða árangur sem náðst hefur. Með svo samhentan hóp að verki er það trú okkar að batnandi afkoma eigi eftir að koma enn betur í ljós á næstu misserum. Eimskip er í meirihlutaeigu íslenskra lífeyrissjóða sem saman fara með rúmlega helming hlutafjár. Samherji Holding telur Eimskip vel til þess fallið að vera áfram skráð á almennan hlutabréfamarkað og stjórnendur Samherja Holding binda vonir við að eiga áfram gott samstarf við aðra hluthafa Eimskips.“

Mikill hagnaður og mikið eigið fé

Kjarninn greindi frá því í upphafi mánaðar að Sam­herji hf., annar helm­ingur Sam­herj­a­sam­stæð­unn­ar, hagn­að­ist um 64,8 millj­ónir evra, um níu millj­arða króna á með­al­gengi árs­ins 2019, í fyrra. Það er mjög svip­aður hagn­aður og var af starf­sem­inni árið 2018, þegar hagn­að­ur­inn var 63,7 millj­ónir evra. Um er að ræða þann hluta sem heldur utan um þorra inn­lendrar starf­semi Sam­herj­a­sam­stæð­unnar og starf­semi hennar í Fær­eyj­um.

Til­kynnt var opin­ber­lega um eig­enda­skipti á Sam­herja hf. 15. maí síð­ast­lið­inn. Þá birt­ist til­kynn­ing á heima­síðu Sam­herj­a­sam­stæð­unnar um að Þor­steinn Már, Helga S. Guð­munds­dóttir og Krist­ján Vil­helms­son væru að færa næstum allt eign­ar­hald á Sam­herja hf., sem er eign­ar­halds­fé­lag utan um þorra starf­semi sam­stæð­unnar á Íslandi og í Fær­eyj­um, til barna sinna. 

Þau halda hins vegar áfram að vera eig­endur að erlendu starf­sem­inni, og halda á hinum stórum hlut í Eim­skip, sem hefur frá 2018 verið vistað inni í öðru eign­ar­halds­fé­lagi, Sam­herja Hold­ing ehf. Það félag hefur enn ekki skilað inn ársreikningi. 

Sam­herj­a-­sam­stæðan átti eigið fé upp á 110,7 millj­arða króna í lok árs 2018. Hagn­aður Sam­herja, þegar bæði Sam­herji hf. og Sam­herji Hold­ing voru talin sam­an, vegna árs­ins 2018 nam sam­tals um 11,9 millj­­örðum króna. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Kominn er tími á umbætur á kosningakerfinu
Kjarninn 3. ágúst 2021
Minnsti álútflutningur í átta ár
Þrátt fyrir hækkandi álverð á heimsvísu hefur magn útflutts áls minnkað á síðustu mánuðum. Heildarútflutningur á síðasta árshelmingi hefur ekki verið minni síðan árið 2013.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr efst hjá Sósíalistaflokknum í Reykjavík suður
Listi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur verið kynntur. „Þetta er fjölbreyttur listi og kraftmikill. Fólk sem vill breyta samfélaginu þannig að allir hafi tækifæri til blómstra, hafi öruggt og gott húsnæði og góð laun,“ segir oddvitinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigmundur Ernir ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins
Jón Þórisson, sem hefur ritstýrt blaðinu frá því haustið 2019 ætlar að snúa sér að öðrum störfum. Sigmundur Ernir verður einnig aðalritstjóri Torgs.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Bólusetningin hafi ekki skapað það hjarðónæmi sem vonast var til
Flest smit að undanförnu má rekja til hópatburða en delta afbrigði veirunnar hefur breiðst út á ótrúlegum hraða að sögn sóttvarnalæknis. Til stendur að bjóða þeim sem fengu Janssen bóluefni upp á aðra bólusetningu sem og að bólusetja 12 til 15 ára börn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir
Náttúruspjöll í Vatnajökulsþjóðgarði
Kjarninn 3. ágúst 2021
Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festis segir félagið ekki ætla að reyna fyrir sér í byggingargeiranum.
30 þúsund fermetra uppbygging í stað bensínstöðva
Samkvæmt samkomulagi Festis við Reykjavíkurborg á Festi byggingarrétt á lóðum þar sem til stendur að loka bensínstöðvum N1. Félagið hyggst selja byggingarréttinn í stað þess að byggja. „Það er ekki okkar bissness, það eru aðrir í því,“ segir forstjórinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 5. þáttur: „Vits er þörf þeim er víða ratar“
Kjarninn 3. ágúst 2021
Meira úr sama flokkiInnlent