Íslandi vel borgið þar sem það er

Forsætisráðherra telur að Íslendingar eigi ekki að vera í Evrópusambandinu og að ef meirihluti væri fyrir því á þingi að halda aðildarviðræðum áfram þá yrði „leitað leiðsagnar þjóðarinnar áður en fram væri haldið“.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Auglýsing

Logi Ein­ars­son for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar spurði Katrínu Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra hvort hún styddi end­ur­flutta þings­á­lykt­un­ar­til­lögu Sam­fylk­ing­ar, Við­reisnar og Pírata um þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um fram­hald við­ræðna um aðild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag.

Katrín sagði meðal ann­ars að hún teldi það mik­il­vægt að meiri­hluti væri á þing­inu til að fylgja eftir aðild­ar­um­sókn að Evr­ópu­sam­band­inu. „Ég hefði lagt á það áherslu ef sá meiri­hluti er fyrir hendi hér á þingi að sá meiri­hluti leit­aði leið­sagnar þjóð­ar­innar áður en fram væri hald­ið.“

Logi hóf mál sitt á að rifja upp að árið 2015 hefði verið lögð fram þings­á­lykt­un­ar­til­laga á þingi um að fela rík­is­stjórn­inni að efna til þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um áfram­hald­andi við­ræður við ESB, um fulla aðild Íslands.

Auglýsing

Hann rifj­aði einnig upp að for­maður VG, Katrín Jak­obs­dótt­ir, hefði mælt fyrir til­lög­unni í fjar­veru for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sem var fyrsti flutn­ings­mað­ur, og meðal ann­ars sagt í flutn­ings­ræð­unni:

„Í þessu til­viki tel ég að lýð­ræð­is­rökin vegi þyngst, að málið sé af þeirri stærð­argráðu og á því séu svo margar hliðar að eðli­legt sé að við leitum leið­sagnar þjóð­ar­innar og föll­umst á að hlíta lýð­ræð­is­legri leið­sögn henn­ar.“

Logi Einarsson Mynd: Bára Huld Beck

Logi sagð­ist vera hjart­an­lega sam­mála orðum for­manns VG og núver­andi for­sæt­is­ráð­herra.

„En nú var sams konar þings­á­lykt­un­ar­til­lögu dreift hér í dag af þremur stjórn­ar­and­stöðu­flokk­um. Því leikur mér ein­fald­lega for­vitni á að vita hvort hæst­virtur for­sæt­is­ráð­herra sé ekki örugg­lega enn þeirrar skoð­unar að málið sé af þeirri stærð­argráðu að eðli­legt sé að leita leið­sagnar þjóð­ar­inn­ar,“ sagði hann og spurði hvort hún styddi end­ur­flutta þings­á­lykt­un­ar­til­lögu Sam­fylk­ing­ar, Við­reisnar og Pírata um þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um fram­hald við­ræðna um aðild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu.

Málið er ekki svart/hvítt

Ráð­herr­ann svar­aði og sagð­ist telja að sú veg­ferð að sækja um aðild á sínum tíma hefði verið far­sælli ef ráð­ist hefði verið í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu áður en sú umsókn var lögð fram.

„Ég ætla að segja það hér í þessum stól, og ég held raunar að ég hafi sagt það áður, að ég held að það hafi verið mis­tök hjá mér og öðrum þeim sem greiddu atkvæði gegn þeirri til­lögu að ráð­ast í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu áður en sótt var um aðild. En þannig var það. Þá var það lyk­il­at­riði, í þáver­andi stjórn­ar­sam­starfi Vinstri grænna og Sam­fylk­ing­ar, að þessi umsókn yrði lögð fram og að ekki yrði ráð­ist í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu áður og við stóðum við það. Ég hef svo sem ekki skipt um skoðun á því að ég tel mjög mik­il­vægt að leita leið­sagnar þjóð­ar­innar í slíkum stórum mál­um. Ég tel, eins og ég sagði, að það hefði betur verið gert þannig 2009. En ég vil líka segja að mér finnst mik­il­vægt að hér á Alþingi liggi fyrir hver afstaða meiri hluta þing­manna er gagn­vart því að fara í slíka veg­ferð, að sækja um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu.

Ég sé að þetta mál er komið aftur á dag­skrá, ekki síst vegna þró­unar í alþjóða­mál­um. En ég ætla að líka að upp­lýsa það alveg heið­ar­lega að ég er þeirrar skoð­unar að Íslandi sé vel borgið þar sem það er, að við eigum ekki að ráð­ast í það að fara inn í Evr­ópu­sam­band­ið. Þá afstöðu hef ég mótað með mér í tölu­vert langan tíma vegna þess að ég tel ein­fald­lega að gall­arnir séu miklu fleiri en kost­irn­ir, þótt ég sé fyrsta mann­eskjan til að við­ur­kenna að þetta er ekki svart/hvítt mál,“ sagði hún.

Aðild­ar­um­sókn aldrei verið dregin til baka af Alþingi

Logi spurði í annað sinn og sagði að sama hvaða skoðun menn hefðu á aðdrag­and­anum síð­ast væri aðild­ar­um­sókn, sem lögð var fram á Alþingi á sínum tíma, í fullu gildi.

„Hún hefur aldrei verið dregin til baka af Alþingi. En það er áhuga­vert að hæst­virtur ráð­herra segi: Jú, það er mik­il­vægt að spyrja þjóð­ina en við þurfum samt að heyra hvað meiri hluta þing­heims finnst um aðild. Þar er hún vænt­an­lega að vísa til hins póli­tíska ómögu­leika sem hæst­virtur fjár­mála­ráð­herra hefur talað mikið um. Sjálf hlýtur hæst­virtur for­sæt­is­ráð­herra ein­hvern veg­inn að hafna svo­leiðis kenn­ingum vegna þess að hennar flokk­ur, sem er á móti þjóðar­ör­ygg­is­stefn­unni og á móti aðild­inni að NATO, gerir það samt að hluta af stjórn­ar­sátt­mál­an­um,“ sagði hann og ítrek­aði spurn­ingu sína: „Mun hæst­virtur for­sæt­is­ráð­herra styðja það að þjóðin fái að greiða atkvæði um hvort við höldum áfram aðild­ar­við­ræð­u­m?“

Aðild að NATO og aðild að ESB ekki það sama

Katrín kom í pontu í annað sinn og sagði að henni fynd­ist aðild að Atl­ants­hafs­banda­lag­inu og aðild að Evr­ópu­sam­band­inu ekki sam­bæri­leg „því að sá er mun­ur­inn á að Ísland er aðili að Atl­ants­hafs­banda­lag­inu og hefur verið það frá stofnun þess. En hitt er allt önnur ákvörð­un, að ákveða að fara aftur af stað í að sækja um aðild að ESB.“

Hún sagði það hins vegar vera rétt hjá Loga að Alþingi hefði aldrei dregið umsókn um aðild að ESB til baka og hefði það verið mjög umdeilt á sínum tíma, meðal ann­ars hjá henni.

„Mér hefði þótt betri bragur á því að það hefði verið gert á þeim tíma og raunar er það svo, ef ég man rétt, að það er annar flokkur í stjórn­ar­and­stöðu bein­línis með til­lögu um að draga umsókn­ina til baka af hálfu Alþingis og ef mig mis­minnir ekki er það Flokkur fólks­ins. Ég vil bara segja það heið­ar­lega hér að að mínu viti tel ég mik­il­vægt að það sé meiri­hluti á þing­inu til að fylgja eftir aðild­ar­um­sókn að Evr­ópu­sam­band­inu. Ég hefði lagt á það áherslu ef sá meiri­hluti er fyrir hendi hér á þingi að sá meiri hluti leit­aði leið­sagnar þjóð­ar­innar áður en fram væri hald­ið,“ sagði ráð­herr­ann.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægstra tekjuhópnum nær ekki að leggja neitt fyrir, gengur á sparnað eða safnar skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent