Stjórnmálamenn sem eru logandi hræddir við „ósmekklegan“ þjóðarvilja

Auglýsing

Fyrir viku var á það bent á þessum vett­vangi að svo­kall­aður póli­tískur ómögu­leiki gagn­vart frek­ari þátt­töku Íslands í alþjóða­sam­starfi með aðild að Evr­ópu­sam­band­inu væri dauð­ur. Ástæða skrif­anna var ný könnun Gallup sem sýndi fram á stór­aukin stuðn­ing þjóð­ar­innar við slíkt skref.  Alls 47 pró­­sent lands­­manna styðja nú aðild Íslands að Evr­­ópu­­sam­­band­inu en ein­ungis 33 pró­­sent eru henni mót­­falln­­ir. Þetta er í fyrsta sinn sem meiri­hluti hefur mælst fyrir aðild í könnun hér­lendis síðan 2009. Aug­ljós­lega eru þetta stór­tíð­indi og fyrir þeim eru margar ástæð­ur, sem hægt er að lesa um hér

Við­brögðin við könn­un­inni hafa verið athygl­is­verð. Á laug­ar­dags­morgun hélt for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Logi Ein­ars­son, ræðu sem gæti markað vatna­skil fyrir þann flokk verði inni­haldi hennar fylgt eft­ir. Í ræð­unni fór fram óvenju­lega heið­ar­legt og gagn­rýnið upp­gjör á ástæðum þess að flokk­ur­inn hefur verið í eyði­merk­ur­göngu í lands­mál­unum frá því að hann beið afhroð í þing­kosn­ing­unum 2013 og hrökkl­að­ist frá völd­um. Hann tal­aði um að Sam­fylk­ingin væri of týnd í berg­máls­hellum sam­fé­lags­miðla sem blindi stundum sýn og gefi afmörk­uðum málum vigt, langt umfram til­efni eða áhuga þorra almenn­ings.

Logi kall­aði eftir því að breikka skírskotun Sam­fylk­ing­ar­innar með því að flokks­menn myndu sam­mæl­ast um grund­vall­ar­stefnu en vera umburð­ar­lynd gagn­vart því að þeir gætu haft ólíkar skoð­anir á ýmsum öðrum úrlausn­ar­efn­um. Logi sýndi á hverju hin nýja nálgun flokks hans muni hvíla með því að segja að það væri kom­inn tími til að setja aðild­ar­um­sókn að Evr­ópu­sam­band­inu aftur ræki­lega á dag­skrá.

Skýrir póli­tískir val­kostir gætu teikn­ast upp

Þótt Sam­fylk­ingin hafi frá stofnun haft aðild að Evr­ópu­sam­band­inu á stefnu­skrá sinni hefur það mál ekki, af ein­hverjum óskilj­an­legum ástæð­um, verið ofar­lega á baugi hjá flokknum í und­an­förnum þremur kosn­ing­um. Það er vart til­viljun að í þeim kosn­ingum hefur flokk­ur­inn ekki við­haft trú­verð­ugan mál­flutn­ing í efna­hags­málum og fengið þrjár verstu nið­ur­stöður sín­ar. Það hefur virst sem að Sam­fylk­ingin hafi ekki haft sjálfs­traust til að standa full­kom­lega með þeirri sann­fær­ingu sinni að íslenskum almenn­ingi væri betur borgið í sterku frið­ar- og við­skipta­banda­lagi vina­þjóða. Mögu­lega er ástæðan vonin um að Vinstri græn, sem eru á móti aðild, væru meira eins og umbóta­aflið sem þau segj­ast vera í aðdrag­anda kosn­inga frekar en íhalds­flokk­ur­inn sem þau eru í reynd. Í ræðu sinni við­ur­kenndi Logi að þetta hefði verið „barna­leg til­trú“ og gaf þannig til kynna að þau mis­tök yrðu ekki end­ur­tek­in. Horfa þyrfti annað eftir mögu­legu stjórn­ar­sam­starfi.

Auglýsing
Sjálfsskoðun Sam­fylk­ing­ar­innar býr enda til áhuga­verða póli­tíska stöðu. Við­reisn var stofnuð utan um um vilja frjáls­lyndra miðju- og hægri­manna sem fundu sig ekki lengur í Sjálf­stæð­is­flokknum til að ganga í Evr­ópu­sam­band­ið. Það hefur verið skýr hluti af per­sónu­leika flokks­ins.

For­maður Við­reisn­ar, Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, skrif­aði stöðu­upp­færslu á Face­book í vik­unni til að und­ir­strika þetta og sagði: „​​Hags­munir okkar eru sam­ofnir hags­munum Evr­ópu­sam­bands­ins og umbætur hafa oftar en ekki borist hingað að utan. Hvort sem litið er til mann­rétt­inda, neyt­enda­vernd­ar, sam­keppn­is­mála eða lofts­lags­mála. Það hefur reynst okkur happa­drjúgt þegar stjórn­völd hafa verið helsta fyr­ir­staðan til fram­fara og hafa borið fyrir sig póli­tískan ómögu­leika eða dregið lapp­irnar í hverju mál­inu á fætur öðru.“ Hún hvatti svo til þess að Evr­ópu­málið yrðu látin í hendur þjóð­ar­inn­ar. „Nið­ur­stöður síð­ustu þing­kosn­inga ættu ekki að binda hendur okkar í þeim efn­um. Nú er heims­myndin breytt og veru­legar við­horfs­breyt­ingar átt sér stað meðal almenn­ings. Þegar um svo stórt mál er að ræða þá er eng­inn skaði skeður með því að eiga sam­ráð við þjóð­ina. Stundum þarf slíkt sam­ráð að eiga sér stað oftar en á fjög­urra ára frest­i.“

Píratar hafa líka verið mjög opnir fyrir aðild og sagt að það sé mik­il­vægt að stjórn­völd fylgi vilja almenn­ings í þeim efnum. Nú liggur fyrir sam­kvæmt könn­unum að vilji almenn­ings til að ganga í Evr­ópu­sam­bandið hefur stór­auk­ist og séu Píratar sam­kvæmir sjálfum sér þá munu þeir standa með þeim val­kost­i. 

Hræðsla við vilja þjóðar

Að sama skapi hefur verið stór­merki­legt að fylgj­ast með við­brögðum Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Morg­un­blaðs­ins við því að verið sé að segja orðið Evr­ópu­sam­band upp­hátt í íslenskum stjórn­málum á ný. 

Hver þing­maður flokks­ins á fætur öðrum hefur stigið fram og talað um að það sé ósmekk­legt að ræða um slíkt grund­vall­ar­mál opin­ber­lega, sér­stak­lega þegar stríð geisi í álf­unni. Allir eiga þessir þing­menn – sem er tíð­rætt um lýð­ræð­is­veislur þegar flokk­ur­inn þeirra heldur próf­kjör – það þó sam­eig­in­legt að skauta algjör­lega fram­hjá þeim breytta þjóð­ar­vilja sem birt­ist í áður­nefndri könnun Gallup. Eng­inn þeirra hefur minnst á þá stað­reynd að á þessu ári einu saman hafi stuðn­­ingur lands­­manna við inn­­­göngu í Evr­­ópu­­sam­­bandið auk­ist um meira en helm­ing, á meðan að stað­­fest and­­staða við hana hefur dreg­ist saman um þriðj­ung. Og að stuðn­ing­ur­inn mælist nú 14 pró­sentu­stigum meiri en and­stað­an. Án þess að nokkur raun­veru­leg póli­tísk umræða hafi átt sér stað inn­an­lands um aðild í aðdrag­and­an­um. 

Við­brögðin bera þess merki að þar fari hópur stjórn­mála­manna sem er hræddur við þjóð sína. Og beri ekki nægi­lega mikla virð­ingu fyrir henni til að treysta því að skoð­anir hennar gætu verið vel ígrund­að­ar. Að frið­ar­banda­lag með vina­þjóðum sem hefur auk þess stór­kost­lega jákvæðar efna­hags­legar afleið­ingar fyrir þorra almenn­ings, en gæti dregið úr arð­semi pils­fald­ar­kapita­lista og sívax­andi fáveldið sem krónu­hag­kerfið var hannað utan um, gæti verið eitt­hvað sem viti bornu fólki finn­ist aðlað­and­i. 

Morg­un­blaðið hefur svo stað­fest, enn og aft­ur, stöðu sína sem hnign­andi áróð­urs­fyr­ir­bæris með því að segja ein­fald­lega ekki beint frá nið­ur­stöðu könn­unar Gallup, hvorki á prenti né á vef. Þar á bæ var ákveðið að láta eins og það hafi ekki gerst að stór­tíð­indi hafi orðið í afstöðu þjóðar gagn­vart grund­vall­ar­mál­efni, ein­fald­lega vegna þess að sú afstaða rímar ekki við póli­tík þeirra sem stýra miðl­in­um. 

Til­raun til að drepa umræðu með val­kvæðri sögu­kennslu

Áhuga­verð­ustu við­brögðin komu þó frá Bjarna Bene­dikts­syni, for­manni Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann skrif­aði langa færslu á Face­book um málið. Hún bar þess merki að þar færi stjórn­mála­maður sem hefði áhyggjur og vildi því reyna sitt besta til að drepa umræðu áður en hún næði fót­festu. Það gerði Bjarni með rökum sem byggja á ansi val­kvæðri útgáfu af sög­unni.

Uppi­staðan var sjálfs­hól um góða efna­hags­stjórnun og gagn­semi krónu sem á litla inni­stæðu þegar betur er að gáð. Efna­hags­leg end­ur­reisn Íslands byggði á for­dæma­lausum neyð­ar­lög­um, höft­um, aðstoð Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins og afnámi sól­ar­lags­á­kvæðis sem festi eignir erlendra kröfu­hafa inni og neyddi þá til að gefa stóran hluta þeirra, mörg hund­ruð millj­arða króna, eft­ir. Þau vanda­mál sem köll­uðu á þessar risa­stóru aðgerðir urðu öll til vegna þess að við höldum úti eigin örgjald­miðli.

Auglýsing
Grunnvinnan að samn­ingum við kröfu­haf­ana var öll unnin innan Seðla­banka Íslands þótt hópur manna, sem nú stýrir stórum hluta íslensks banka­kerfis og nýtur vand­ræða­legs dálætis flestra stjórn­enda bleiku við­skipta­pressunnar á Íslandi, séu haldnir þrá­hyggju um að sann­færa almenn­ing um að ofur­mann­legir kraftar þeirra hafi þar ráðið mestu.

Færa má góð rök fyrir því að stæri­læti rík­is­stjórn­ar­innar sem tók við völdum 2013, og við­hengja henn­ar, hafi valdið meiri skaða en gagni. Má þar benda á áhuga­verða skýrslu sem núver­andi seðla­banka­stjóri, Ásgeir Jóns­son, skrif­aði ásamt Dr. Hersi Sig­ur­geirs­syni árið 2015 því til stuðn­ings. 

Að öðru leyti byggði efna­hags­leg end­ur­reisn Íslands ann­ars vegar á því að við ákváðum ein­hliða að ráð­ast í gríð­ar­legar mak­ríl­veiðar og gefa stór­út­gerðum svo þann kvóta end­ur­gjalds­laust. Og hins vegar á ferða­mönnum sem fóru að streyma hingað vegna banka­hruns, eld­goss og veikrar krónu, ekki vegna sér­tækra aðgerða stjórn­valda.

Þegar bakslag kom í hömlu­lausa ferða­mennsk­una var rekstur rík­is­sjóðs strax kom­inn í bak­lás, áður en kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn skall á. Það er öll snilld­in. 

Þótt efna­hags­að­gerðir stjórn­valda vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs hafi náð að við­halda atvinnustigi, verja hlutafé fjár­magns­eig­enda í fyr­ir­tækjum og blása upp bólu á fast­eigna- og hluta­bréfa­mark­aði, þá höfðu þær líka mikil nei­kvæð áhrif fyrir stóra hópa. Verð­bólgu­draug­ur­inn sem nú geis­ar, og er sá feit­asti sem við höfum séð í ára­tug, er til merkis um það. 

Stór­sigur er teygj­an­legt hug­tak

Önnur val­kvæð sögu­leg stað­reynd sem Bjarni setur fram í færslu sinni er sú að íslenska þjóðin hefði hafnað Evr­ópu­sam­bands­að­ild í kosn­ing­unum 2013. „Flokkar sem höfðu það á sinni stefnu­skrá að halda Íslandi utan ESB unnu stór­sigur og aðild­ar­við­ræðum og við­töku styrkja var í kjöl­farið hætt og samn­inga­nefndin leyst upp,“ skrif­aði ráð­herr­ann. 

Vanda­málið við þessa til­raun Bjarna er að kosn­ing­arnar 2013 sner­ust alls ekk­ert um Evr­ópu­sam­bands­að­ild. Þær sner­ust um skulda­vanda heim­ila. Einn flokkur vann stór­sigur í þeim kosn­ing­unum 2013. Það var Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn undir stjórn Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar og ástæðan fyrir þeim sigri var lof­orð hans um að greiða milli- og efri stétt­inni í land­inu tugi millj­arða króna í skaða­bætur úr rík­is­sjóði fyrir að hafa haft verð­tryggð hús­næð­is­lán á árunum 2008 og 2009, sem kost­aði á end­anum 72,2 millj­arða króna, og að afnema verð­trygg­ingu hús­næð­is­lána, sem hefur reyndar enn ekki verið gert. 

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn var því sann­ar­lega ekki sig­ur­veg­ari kosn­ing­anna 2013. Í aðdrag­anda þeirra gaf Bjarni auk alþjóð­lega þenkj­andi flokks­mönnum vil­yrði um að ef þeir myndu kjósa flokk­inn áfram þá myndi hann láta fram fram þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um áfram­hald­andi við­ræður um Evr­ópu­sam­bands­að­ild. Það lof­orð ýkti nið­ur­stöðu flokks­ins á fölskum for­send­um. Svo var það svikið eftir kosn­ingar og þegar Bjarni bar fyrir sig að það væri „póli­tískur ómögu­leiki“ á að standa við gefin lof­orð þegar honum lang­aði ekk­ert til þess. Hann sendi líka bréf til eldri borg­ara fimm dögum fyrir kosn­ingar þar sem lofað var að bæta hag þeirra veru­lega kæm­ist Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn í rík­is­stjórn, meðal ann­ars með afnámi tekju­teng­ingar elli­líf­eyr­is. Það er skýrt mat þrýsti­hópa eldri borg­ara að þessi lof­orð hafi ekki verið efnd.

Hug­leiddi afsögn tveimur vikum fyrir kosn­ingar

Það má líka rifja upp að póli­tískt líf Bjarna hékk á blá­þræði á þessum tíma. Rúmum tveimur fyrir kosn­ing­arnar gerðu stuðn­ings­menn Hönnu Birnu Krist­jáns­dótt­ur, með aðstoð Við­skipta­blaðs­ins, atlögu að for­mennsku hans með því að láta gera könnun sem sýndi að fleiri myndu kjósa Sjálf­stæð­is­flokk­inn ef hún leiddi hann en ef Bjarni gerði það. Í þætt­inum For­ystu­sæt­inu á RÚV sama dag var Bjarn­i ­spurður hvort hann væri að hugsa um að segja af sér for­mennsku vegna þessa og veikrar stöðu flokks­ins sam­kvæmt könn­un­um. Svarið var: „Í dag verð ég að játa, í þess­ari krísu sem flokk­ur­inn er í, að ég get ekki úti­lokað neitt."

Við­kvæmni hans í við­tal­inu bjarg­aði for­mennsku Bjarna en flokk­ur­inn fékk á end­anum næst verstu kosn­ingu sína frá upp­hafi og bætti ein­ungis við sig þremur pró­sent­um, þótt það hafi dugað inn í rík­is­stjórn með Fram­sókn. Taka verður með að þetta var áður en frjáls­lyndir alþjóða­sinnar klufu sig út úr flokknum og stofn­uðu Við­reisn og áður en hluti helstu aft­ur­halds­afla lands­ins sam­ein­að­ist í Mið­flokkn­um.

Næstu kosn­ingar á eft­ir, 2016 sner­ust um Panama­skjölin og veru helstu ráða­manna þjóð­ar­innar í þeim. Kosn­ingar 2017 voru til­komnar vegna þess að faðir for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins skrif­aði upp á upp­reist æru fyrir dæmdan barn­a­níð­ing og ráða­menn innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins reyndu að leyna almenn­ing því. Kosn­ing­arnar 2021, sem fóru fram í kór­ónu­veiru­far­aldri, sner­ust eig­in­lega ekki um neitt nema slag­orð og yfir­borðs­mennsku, og end­uðu með því að stór­auk­inn hópur fólks ákvað að það væri lík­lega best að kjósa Fram­sókn vegna þess að aug­lýs­ing­arnar þeirra voru sniðugar og að Ásmundur Einar Daða­son var mál­aður upp sem bjarg­vættur barna.

Í engum kosn­ingum frá 2009 hafa Evr­ópu­sam­bands­mál því verið efst á baugi. Það er raun­veru­leg sögu­leg stað­reynd.

Klókur en án lýð­hylli

Það er vert að benda á að almennt nýtur Bjarni Bene­dikts­son ekki mik­illar lýð­hylli. Hann er þvert á móti frekar óvin­sæll stjórn­mála­maður með almennt þrönga skírskot­un. Bjarni hefur leitt stærsta flokk Íslands­sög­unnar í gegnum fimm af sex verstu kosn­ingum hans. Í könnun sem MMR gerði í des­em­ber kom fram að 44 pró­sent lands­manna van­treysta hon­um. Ein­ungis Jóni Gunn­ars­syni, afar umdeildum dóms­mála­ráð­herra, var van­treyst meira. Í könnun sem birt var skömmu eftir síð­ustu kosn­ingar kom fram að ein­ungis 7,6 pró­sent lands­manna vildu sjá Bjarna sem for­sæt­is­ráð­herra. Tæp­lega þriðj­ungur kjós­enda hans eigin flokks vildi sjá hann leiða rík­is­stjórn. 

Auglýsing
Þrátt fyrir þetta hefur Bjarna tek­ist að vera valda­­mesti maður lands­ins sleit­u­­laust frá árinu 2013. Kerfin sem við búum við eru að uppi­stöðu þau sem hann vill við­halda. Tak­ist honum að verja þau er hann til­bú­inn að gera allskyns mála­miðl­anir um póli­tískt smælki við sam­starfs­flokka svo þeir finni til sín. 

Þetta er vitn­is­burður um hversu klókur stjórn­mála­maður Bjarni er. Senni­lega sá klókasti af sinni kyn­slóð. Honum tekst að vinna þrátt fyrir að hann sé eig­in­lega alltaf að tapa. Sem er póli­tískt afrek.

Tæki­færi í því að hlusta á þjóð­ina

Þeim flokkum sem eru opnir fyrir Evr­ópu­sam­bands­að­ild hefur ekki gengið vel í síð­ustu fjórum kosn­ing­um, þar sem málið hefur ekki verið stórt kosn­inga­mál. Í fyrra­haust fengu þeir 26,8 pró­sent atkvæða, og stóðu sig heilt yfir illa við að sann­færa almenn­ing um erindi sitt. 

­Skýr­ari sam­eig­in­leg stefnu­mál, umburð­ar­lyndi fyrir því sem gerir flokk­ana ólíka, og skörp skil í efna­hags­málum gagn­vart íhalds­flokk­unum sem nú ráða geta vart skilað verri nið­ur­stöðu. Þar má horfa til þess að 47 pró­sent lands­manna vilja nú ganga í Evr­ópu­sam­band­ið. Hjá þeim hópi eru mikil tæki­færi til fylg­is­aukn­ing­ar. Log­andi hræðsla and­stæð­inga aðildar við að ræða málið stað­festir þetta.

Upp­leggið þarf að vera skýrt: hér eru flokkar sem munu halda þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um hvort sækja eigi um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu, fái þeir til þess umboð. Verði það sam­þykkt mun umsókn Íslands, sem hefur ekki form­lega verið dregin til baka heldur stungið í frystikistu, verða end­ur­vakin og aðild­ar­samn­ingur gerð­ur. Hann verður svo borin undir þjóð­ina. 

Þetta eru raun­veru­legt lýð­ræði. Svona nær þjóð­ar­vilji fram að ganga.

Við hann eiga stjórn­mála­menn ekki að vera hrædd­ir. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari