Ný skýrsla: Vinna við gjaldþrotaleiðina tafði vinnu við afnám hafta í að minnsta kosti ár

asgeirnytt.jpg
Auglýsing

Ráð­gjafar stjórn­valda töfðu vinnu við afnám hafta í að minnsta kosti ár með því að ein­blína á hina svoköll­uðu gjald­þrota­leið sem lausn við þeim vanda sem slitabú föllnu bank­anna valda. Gjald­þrota­leiðin var hins vegar dæmd úr leik sem mögu­leiki með dómi Hæsta­réttar í nóv­em­ber 2014 þar sem kom skýrt fram að þrotabú bæri engar skyldur til að greiða út kröfur í íslenskum krón­um. Í kjöl­farið virð­ast stjórn­völd hafa horfið til fyrri áforma um lausn þess vanda sem slita­búin skapa. „Raunar liðu aðeins nokkrir dagar frá því að Hæsti­réttur mold­setti gjald­þrota­leið­ina að fregnir bár­ust af því að aftur væri verið að huga að þeirri leið er sett var fram í áætlun Seðla­bank­ans um losun gjald­eyr­is­hafta frá því í mars árið 2011.“

Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrsl­unni „Drög að upp­gjöri“ sem hag­fræð­ing­arnir Dr. Ásgeir Jóns­son og Dr. Hersir Sig­ur­geirs­son hafa skrifað um þá kosti sem eru í stöð­unni til að ljúka slita­með­ferð föllnu bank­anna og greiða út kröfur án þess að raska greiðslu­jöfn­uði Íslands. Skýrslan er unnin að beiðni slita­stjórnar Glitnis sem greiddi allan kostnað við gerð henn­ar. Hægt er að lesa skýrsl­una hér.

Skýrslu­höf­undar gera einnig athuga­semdir við þá miklu leynd sem ríkt hefur um áætlun stjórn­valda um losun hafta og hafna þeim full­yrð­ingum að slík leynd sé nauð­syn­leg til að vernda íslenska hags­muni. „Losun hafta byggir, líkt og aðrar pen­inga­mála­að­gerð­ir, á stjórnun vænt­inga og afnáms­á­ætlun getur sam­kvæmt skil­grein­ingu aldrei farið leyni­lega heldur skiptir gagn­sæi og trú­verð­ug­leiki öllu máli um árang­ur­inn. Að áliti skýrslu­höf­unda er slík aðgerð einnig svo áhættu­söm að aðeins sé hægt að vinna hana í þverpóli­tísku sam­starfi þannig að allir ábyrgir flokkar taki sam­eig­in­lega ábyrgð á mál­in­u.“

Auglýsing

Tapið af hrun­inu mun minna en áður hefur verið haldið framSkýrslan er alls 130 blað­síður að lengd. Í henni er farið vítt og breitt yfir það sem skóp þann vanda sem þarf að yfir­stíga til að geta losað fjár­magns­höft, hvaða afleið­ingar hrunið hefur haft og hvaða leiðir sé hægt að fara til að leysa vand­ann.

Skýrslu­höf­undar hafa meðal ann­ars end­ur­metið kostnað rík­is­sjóðs af hrun­inu og end­ur­reisn­inni sem átti sér stað á árunum 2008 til 2011. Sam­kvæmt mati Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins frá árinu 2012 var sá kostn­aður 18,3 pró­sent af lands­fram­leiðslu. Sam­kvæmt end­ur­mati Hersis og Ásgeirs er kostn­að­ur­inn hins vegar 4,1 til 8,2 pró­sent af lands­fram­leiðslu, eða mun minni en áður hefur verið hald­ið. Þeir segja að útlagður kostn­aður rikis­sjóðs vegna hruns­ins (verð­bréfa­lán, end­ur­fjár­mögnun Seðla­banka Íslands, Lána­sjóður land­bún­að­ar­ins, end­ur­reisn spari­sjóð­anna og neyð­ar­lán Seðla­banka Íslands til Kaup­þings) hafi sam­tals kostað 281,3 millj­arða króna. Á móti hafi end­ur­reisn við­skipta­bank­anna skilað rík­is­sjóði hreinum ábata upp á 103,9 millj­arða króna auk þess sem skatt­tekjur rík­is­sjóðs vegna nýju bank­anna og slita­búa þeirra gömlu séu þegar orðnar 169,7 millj­arðar króna. Því sé tapið af hrun­inu, að teknu til­liti til skatt­tekna, 7,7 millj­arðar króna.

Skýrslan er unnin að beiðni slitastjórnar Glitnis sem greiðir allan kostnað vegna gerð hennar. Skýrslan er unnin að beiðni slita­stjórnar Glitnis sem greiðir allan kostnað vegna gerð henn­ar.

Í skýrsl­unni seg­ir: „Þessar kostn­að­ar­tölur eiga lík­lega eftir að breyt­ast í kjöl­far loka slita­með­ferðar föllnu bank­anna og sölu nýju bank­anna. Miðað við stöð­una nú virð­ist hins vegar sem það mark­mið neyð­ar­lag­anna hafi náðst að mestu leyti að kostn­aður vegna banka­hruns­ins myndi ekki lenda á skatt­greið­end­um. Þess í stað hefur kostn­að­ur­inn að miklu leyti lent á almennum kröfu­höfum bank­anna, bæði með því að gera inn­stæður að for­gangs­kröfum og með því skatt­leggja eignir þeirra hér­lend­is.“

Tap kröfu­hafa 4.792 millj­arðar krónaSkýrslu­höf­undar rekja hvernig neyð­ar­lögin hafi breytt for­gangi í bú föllnu bank­anna og færðu með því tapið af falli þeirra frá inn­stæðu­eig­endum til almennra kröfu­hafa. Með þeim for­gangi fengu inn­stæðu­eig­endur kröfur sínar greiddar að fullu, eða 2.859 millj­arða króna. Ef ekki hefði verið fyrir neyð­ar­lögin þá hefðu þeir fengið 51 pró­sent þeirra, miðað við væntar end­ur­heimtur úr slita­búum föllnu bank­anna, eða 1.403 millj­arða króna. Neyð­ar­lögin hafi því fært rúm­lega 1.400 millj­arða króna frá almennum kröfu­höfum til inn­stæðu­eig­enda.

Þetta gerði það að verkum að heimtir almennra kröfu­hafa fóru úr 51 pró­sent í 30 pró­sent. Alls nema kröfur þeirra í bú föllnu bank­anna 9.767 millj­örðum króna en áætl­aðar heimtur eru 4.975 millj­arðar króna. Heild­ar­tap kröfu­hafa á falli íslensku við­skipta­bank­anna þriggja nemur því um 4.792 millj­örðum króna. Vert er að taka fram að til við­bótar töp­uðu kröfu­haf­ar, að mestu erlendar fjár­mála­stofn­an­ir, stórum fjár­hæðum á við­skiptum sínum við aðrar íslenskar fjár­mála­stofn­anir en þær þrjár stærstu og ýmis íslensk fjár­fest­inga­fé­lög sem farin eru á haus­inn án þess að mikið fáist upp í kröfur á þau.

Þarf að taka ágóð­ann úr umferðNið­ur­staða skýrsl­unnar er að Ísland sé að glíma við svo­kall­aðan færslu­vanda. Það hug­tak lýsi vanda sem felst í að flytja mikil verð­mæti frá einu mynt­svæði, því íslenska, til ann­ars, t.d. evru­svæð­is­ins, án þess að geng­is­skrán­ing fari á skjön við eðli­legt jafn­vægi í utan­rík­is­við­skipt­um. Með öðrum orðum þá þýðir það að hægt verði að borga út kröfur í íslenskum krónum til erlendra aðila án þess að gengi krónu sökkvi eins og steinn.

Í skýrsl­unni segja Ásgeir og Hersir að grunn­á­stæða vand­ans sé fjór­földun pen­inga­magns á árunum 2003-2008. „Pen­inga­magn í umferð er að lang­mestu leyti inn­lán í bönkum og staðan er því sú að fjár­mála­kerfið er fullt af lausu fé sem vill leita útgöngu í gegnum gjald­eyr­is­mark­að­inn. Þannig skap­ast hætta á veru­legu geng­is­falli krón­unnar við losun fjár­magns­hafta sem hefði nei­kvæð áhrif á lífs­kjör í land­in­u.“

Skýrsluhöfundar vilja eyða ágóða af uppgjöri slitabúanna úr kerfinu, ekki eyða honum í nýframkvæmdir eða annan kostnað ríkissjóðs. Skýrslu­höf­undar vilja eyða ágóða af upp­gjöri slita­bú­anna úr kerf­inu, ekki eyða honum í nýfram­kvæmdir eða annan kostnað rík­is­sjóðs.

Þegar íslenskir eigna­mark­aðir hættu að skila und­ur-arð­semi og bólan sprakk hafi hinn bráði færslu­vandi skap­ast þar sem stór hluti af hinni miklu seðla­prentun sem átti sér stað fyrir hrun sé nú kom­inn í eigu erlendra fjár­festa sem vilji skipta útgáf­unni í erlendan gjald­eyri og flytja hana af landi brott. „Þetta á bæði við um hina svoköll­uðu snjó­hengju, sem eru krónur fyrrum vaxta­mun­ar­fjár­festa, en einnig inn­lendar eignir slita­búa föllnu bank­anna. Það er eðli slita­búa að breyta eignum í laust fé til útgreiðslu. Frá hruni hafa búin eign­ast íslenskt lausafé sem liggur nú sem umfram eigið fé og inn­stæður í nýju bönk­un­um.“

Skýrslu­höf­undar segja að allar lausnir á færslu­vand­anum hljóti að byggja á því að pen­inga­magn sé tekið úr umferð eða því umbreytt úr inn­lánum í lang­tíma­fjár­mögnun fyrir banka­kerf­ið. „Ella mun færslu­vand­inn ekki leys­ast þrátt fyrir að slita­búin hverfi úr sög­unni. Og jafn­vel þótt þessu umfram pen­inga­magni sé varnað að flæða úr landi með fjár­magns­höftum munu áhrifin þess í stað koma fram inn­an­lands með bæði verð­bólgu og hækkun eigna­verðs.“Fimm skil­yrði sem þarf til að tryggja almanna­hagÁs­geir og Hersir segja að fimm skil­yrði séu nauð­syn­leg til að tryggja almanna­hags­muni vil lausn færslu­vand­ans. Sú leið sem verði farin þurfi að upp­fylla þau skil­yrði, sem eru:  1. Útgreiðslur á kröfum úr slita­bú­unum verða að rúm­ast innan fjár­magns­jafn­aðar og vera hlut­lausar gagn­vart fjár­magns­flæði til og frá land­inu.


  1. Ráð­stöfun inn­lendra eigna slita­bú­anna verði ekki til þess að skapa hættu á greiðslu­jafn­að­ar­vanda eftir að kröfu­hafar hafa fengið greitt, s.s. að lausafé leiti úr land­inu eða fjár­mála­stöð­ug­leika verði með ein­hverjum hætti ógn­að.


  1. Útgreiðsl­urnar verða að eiga sér stað til hliðar við hinn opin­bera gjald­eyr­is­markað þannig að mark­að­ur­inn verði ekki fyrir trufl­un­um, s.s. vegna spá­kaup­mennsku.


  1. Koma verður í veg fyrir að eft­ir­legukindur (hold-outs) séu til staðar eftir að útgreiðsla hefur átt sér stað sem gætu beðið færis þar til gjald­eyr­is­við­skipti verða aftur frjáls.


  1. Ferlið verður að vera án laga­legrar áhættu rík­is­sjóðs þannig að kröf­urn­ar, sem standa á slitabú bank­anna, breyt­ist ekki í kröfur á íslensku þjóð­ina.
Tvær leiðir séu til þess að upp­fylla þessi skil­yrði: með nauða­samn­ingi slita­bú­anna eða með skatt­heimtu. Nauða­samn­ingur bindi alla kröfu­hafa og hefði engin laga­leg eft­ir­mál fyrir rík­is­sjóð. Til þess að skatt­lagn­ing geti gengið upp án bóta­skyldu þarf hún að vera miðuð nákvæm­lega að lausn færslu­vand­ans en engum mark­miðum öðr­um.

Skýrslu­höf­undar eyða síðan tölu­verðu púðri í að fara yfir hafta­af­náms­vinnu stjórn­valda til þessa og þær þrjár nefndir sem skip­aðar hafa verið síðan í nóv­em­ber 2013 til að leiða þá vinnu. Engin þeirra nefnda hefur birt nið­ur­stöður eða álit opin­ber­lega. Því virð­ist það yfir­lýst stefna stjórn­valda að veita ekki upp­lýs­ingar um fyr­ir­tætl­anir sín­ar. Fjöl­miðlar virð­ist hins vegar sumir hverjir yfir­leitt hafa mjög góðan aðgang að upp­lýs­ingum um starf nefnd­anna. „Þannig hafa reglu­lega birst mjög ítar­legar fréttir um gang mála sem aðeins geta verið komnar úr innsta hring. Af þeim upp­lýs­ingum sem þannig hafa komið fram í dags­ljósið, virð­ist sem tvö auka­mark­mið – til við­bótar hinum fimm ofan­greindu skil­yrðum – hafi verið meðal við­fangs­efna í nefnda­vinnu stjórn­valda.“

Þau auka­mark­mið eru sam­kvæmt skýrslu­höf­und­um:  1. Útgreiðslur úr slita­bú­unum skili rík­is­sjóði umtals­verðum tekj­um, meðal ann­ars til þess að bæta fyrir tjón sem gömlu bank­arnir eiga að hafa valdið með starf­semi sinni. Tekj­urnar gætu síðan verið nýttar til þess að fjár­magna ýmis þjóð­þrifa­verk­efni.


  2. Útgreiðslur úr slita­bú­unum skili gjald­eyri til rík­is­ins – þ.e. afgangi á fjár­magns­jöfn­uði – sem gætu dugað til þess að leysa hin færslu­vanda­mál­in, það er að segja snjó­hengj­una og far­krónu­vand­ann.
Skýrslu­höf­undar telja það tölu­verða áskorun að ná þeim fimm skil­yrðum sem til­greind eru hér að ofan sam­hliða því að slita­með­ferð ljúki hjá gömlu bönk­un­um. Þeir telja aftur á móti ómögu­legt að fella hin tvö síð­ari að fyrstu fimm. „Það virð­ist líka vera orðin skoðun stjórn­valda ef marka má yfir­lýs­ingar for­svar­svars­manna rík­is­stjórn­ar­innar á síð­ustu vikum og mán­uðum – og að þessi tvö auka­mark­mið séu ekki lengur á verk­efna­list­an­um.“

Gjald­þrota­leiðin tafið afnám hafta um eitt ár hið minnstaSkýrslu­höf­undar segja að ráð­gjafar stjórn­valda hafi í upp­hafi álitið að gjald­þrota­skipti væru væn­leg­asta leiðin til þess að ljúka slita­með­ferð bank­anna. „Sú skoðun staf­aði af þeim skiln­ingi að við gjald­þrota­skipti þyrfti að greiða allar kröfur út í krón­um. Þannig að ef slita­búin væru sett í þrot myndu þau vera knúin til þess að afhenda Seðla­bank­anum gjald­eyr­is­eignir sínar á álands­gengi. Í almennri umræðu var þetta kallað gjald­þrota­leið­in. Sú leið var hins vegar dæmd úr leik með dómi Hæsta­réttar hinn 10. nóv­em­ber 2014 í máli Kaup­þings hf. gegn Ares­bank S.A. Þar kom skýrt fram að þó að allar kröfur íslenskra þrota­búa væru reikn­aðar í lög­eyri lands­ins stæðu engar skyldur til þess að greiða þessar sömu kröfur út í krón­um. Með því að ganga inn þessa blind­götu virð­is­t hafta­af­náms­vinna stjórn­valda hafa taf­ist um rúm­lega ár.“

 Lee Buchheit, sem leiddi á sínum tíma síðustu Icesave- samninganefndina. Hann er einn helsti ráðgjafi íslenska ríkið við losun hafta. Lee Buchheit, sem leiddi á sínum tíma síð­ustu Ices­a­ve- samn­inga­nefnd­ina. Hann er einn helsti ráð­gjafi íslenska ríkið við losun hafta.

Ásgeir og Hersir segja að vart verði annað séð en að dómur Hæsta­réttar hafi komið fyr­ir­tætl­unum stjórn­valda í upp­nám og jafn­vel þurrkað út heilt ár eða svo af nefnda­vinnu sem virð­ist hafa miðað við gjald­þrota­leið­ina. „Strax í kjöl­farið virð­ast stjórn­völd hafa horfið til fyrri áforma um lausn vand­ans. Raunar liðu aðeins nokkrir dagar frá því að Hæsti­réttur mold­setti gjald­þrota­leið­ina að fregnir bár­ust af því að aftur væri verið að huga að þeirri leið er sett var fram í áætlun Seðla­bank­ans um losun gjald­eyr­is­hafta frá því í mars árið 2011.“

Stöð­ug­leika­skattur til að bregð­ast við mengunSkýrslu­höf­und­arnir fara síðan yfir hug­tök sem hafa verið mikið í umræð­unni hér­lendis í tengslum við losun hafta, á borð við útgöngu­skatt og stöð­ug­leika­skatt, og útskýra hvað þau þýða og hvar þeim hefur verið beitt. Varð­andi stöð­ug­leika­skatt­inn segja þeir að færslu­vand­inn sem Ísland glímir við falli undir ytri áhrif sem hægt sé að bregð­ast við með slíkri skatt­lagn­ingu. „Jafn­framt hlýtur skatt­lagn­ing að vera eitt af þeim tækjum sem hægt er að nota til þess að bregð­ast við. Hins vegar er það annað mál og flókn­ara hvernig slík skatt­heimta yrði fram­kvæmd í raun og veru. Það sem gæti orkað tví­mælis er þó einkum þrennt:  1. Hvort unnt sé að beita skatt­lagn­ingu með svo sér­tækum hætti. Reglan er sú að skatt­lagn­ing er almenn aðgerð og færa þarf mjög góð rök til þess að skapa til­efni til þess að beita henni sem sér­tæku tæki, líkt og á eignir slita­bú­anna.


  1. Ef slíkt sér­tækt til­efni er fyrir hendi, þá verður að var­ast að seil­ast lengra í eigna­upp­töku í krafti skatt­heimtu en það til­efni nákvæm­lega leyf­ir. Til að mynda er álita­mál hve mikið af krónu­eignum þarf að hald­leggja og hvort slita­bú­unum sé gefið færi á því að koma inn­lendum eignum í verð fyrir gjald­eyri.


  1. Slík skatt­lagn­ing hlýtur alltaf að vera þrauta­ráð sem gripið er til þegar aðrar minna íþyngj­andi leiðir hafa áður verið reyndar til hins ítrasta, s.s. gerð nauða­samn­ings er upp­fylli þau fimm færslu­vanda­skil­yrði sem áður eru tal­in. Í þessu sam­hengi er gjarnan vísað til með­al­hófs­reglu.“
Sú „meng­un“ sem stöð­ug­leika­skatti væri ætlað að bregð­ast við er umfram­krónur sem fylltu fjár­mála­kerfið á árunum 2003 til 2008 og valda nú færslu­vanda. „Ef miðað er við ást­ar­bréfa­lánin ein og sér, þá námu þau um 350 millj­örðum króna við hrun. Ást­ar­bréfin eru nú almennar kröfur í slitabú föllnu bank­anna og munu skila end­ur­heimtum er nema um 100 millj­örðum króna. Eftir standa því um 250 millj­arðar sem hreint þyrlu­kast af pen­ingum sem sitja eftir í fjár­mála­kerf­inu. Að mati skýrslu­höf­unda ættu stjórn­völd að setja sér þau við­mið að ná þess­ari pen­inga­prentun til baka, hvort sem það ger­ist með nauða­samn­ingum eða beinni skatt­heimtu.

Þessir pen­ingar yrðu síðan að fara aftur inn í geymslur Seðla­bank­ans, með upp­greiðslu á skulda­bréfi rík­is­sjóðs við bank­ann er varð til vegna taps­ins af ást­ar­bréfa­lán­un­um, eða með öðrum hætti. Minnkun pen­inga­magns í umferð felur þannig í sér að skuldir rík­is­sjóðs eru greiddar upp, þannig að bæði vaxta­kostn­aður og skulda­staða lækka. Það mun strax bæta afkomu rík­is­sjóðs og skapa svig­rúm til auk­inna útgjalda og/eða lækk­unar skatta á kom­andi árum til heilla fyrir fram­tíð­ar­kyn­slóð­ir.“

Það sé hins vegar allt önnur ella ef markið sé sett á að skatt­leggja slita­búin til þess að fjár­magna ný rík­is­út­gjöld, líkt og látið hefur verið í skína af ýmsum stjórn­mála­mönn­um. „Með því er verið að koma pen­ing­unum aftur í umferð, örva eft­ir­spurn, sem mun óhjá­kvæmi­lega hafa nei­kvæð áhrif á greiðslu­jöfn­uð. Með því væri verið að ónýta hina raun­veru­legu áætlun um losun hafta sem hlýtur að koma í kjöl­far upp­gjörs slita­bú­anna, þar sem pen­inga­leg þensla skapar alltaf þrýst­ing á gengi krón­unn­ar.“

Höft ekki afnumin með upp­gjöri slita­búaSkýrslu­höf­undar segja mik­il­vægt að hafa í huga að lausn á málum slita­búa föllnu bank­anna feli ekki í sjálfu sér losun hafta heldur ryðji ein­ungis meg­in­hindrun úr vegi sem staðið hafi fyrir losun þeirra. „Sjálft hafta­af­námið bíður úrlausn­ar, þegar upp­gjöri búanna er lokið og það er aðeins hægt að vinna með opin­berri og tíma­settri áætlun sem síðan er fylgt eftir með sam­stilltu átaki.[...] Líka er vert að hafa í huga að fjár­magns­höft fela ekki endi­lega í sér raun­veru­lega lokun fjár­magns­við­skipta – þau halda áfram og sam­hengið á milli utan­rík­is­við­skipta og fjár­magns­jafn­aðar er áfram hið sama. Höftin aftur á móti stjórn­mála­væða fjár­magns­við­skiptin þar sem fjár­magns­færslur lúta ann­að­hvort póli­tískt ákvörð­uðu und­an­þágu­ferli eða eru á vegum rík­is­ins sjálfs. Stjórn­mála­væð­ing fjár­magns­við­skipta hefur einnig til­hneig­ingu til þess að leiða til íhlut­unar um það hvernig fjár­magn­inu er varið innan lands­ins. Þannig verða fjár­fest­ing­arnar ákvarð­aðar á póli­tískum vett­vangi fremur en á hinum frjálsa mark­aði sem yfir­leitt leiðir til mis­setn­ingar fjár­magns. Með hafta­setn­ingu er hægt að ná stöð­ug­leika í fjár­magns­jöfn­uði og til að mynda koma í veg fyrir að fjár­magns­hreyf­ingar séu sífellt að trufla raun­hag­kerf­ið. Hins vegar er kostn­að­ur­inn gríð­ar­legur til lengri tíma.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None