Vinnslustöðin krefst þess að farið sé að lögum - Vill meiri kvóta

9555631404_e663c5b735_z.jpg
Auglýsing

Vinnslu­stöðin í Vest­manna­eyjum hyggst gera athuga­semdir við „fjöl­mörg atriði“ mak­ríl­frum­varps­ins, að því er fram kemur í umsögn fyr­ir­tæks­ins sem birt hefur verið á vef Alþingis. Í henni er vísað til álits Umboðs­manns Alþing­is, sér­stak­lega, þar sem fram kemur að úthlutun á mak­ríl­kvóta til þessa hafi ekki verið í sam­ræmi við lög. Í umsögn Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar, sem Ragnar H. Hall hrl. rit­ar, eru þing­menn hvattir til þess að kynna sér álit Umboðs­manns Alþing­is. Sam­tals hafa nú borist 24 athuga­semdir við frum­varp­ið.

Er þar meðal ann­ars vísað í eft­ir­far­andi orð í áliti Umboðs­manns Alþing­is: „Eins og orða­lagi 2. málsl. 2. mgr. 5.gr. laga nr 151/1996, sem og 8. og 9. gr. laga nr. 116/2006, er háttað verður að mínu áliti ekki annað lagt til grund­vallar en að íslenskum stjórn­völdum beri að fylgja ákvœðum laga við úthlutun afla­heim­ilda til ein­stakra skipa óháð vilja ráð­herra eða ann­arra.“

Kemur fram í umsögn­inni að Vinnslu­stöðin telji það mikið umhugs­un­ar­efni að stjórn­völd ætli ekki að fara að lög­um, og boða mun fleiri athuga­semdir við frum­varpið í frek­ari umsögn­um.

Auglýsing

Þá telur Vinnslu­stöðin enn fremur að fyr­ir­tækið eigi að fá meiri­hlut­deild í mak­ríl­kvót­anum en raunin er, en miðað frum­varpið og for­sendur þess, fær fyr­ir­tækið 9,22 pró­sent af heild­ar­kvót­an­um. „Vinnslu­stöðin hf. telur að ef farið hefði verið að lögum um stjórn fisk­veiða árið 2011 og úthlutað hefði verið miðað við veiði­reynslu sl. 3 ára, sbr. 1. mgr. 9. gr. 1. nr. 116/2006, hefði hlut­deildin átt að vera 10,18% en ekki 9,22% eins og raunin varð. Ef úthlutað hefði verið eftir úthafsveiði­lög­unum og úthlutun mið­ast við þrjú bestu veiði­tíma­bil á sið­ustu sex, sbr. 2. mgr. 5. gr. 1. nr. 151/1995 þá hefði hlut­deild VSV átt að vera 11,6% í stað 9,22%. Ljóst er að hér er um afar mikla hags­muni að ræða. Laga­setn­ing um slík atriði er vanda­söm og krefst mik­illar vand­virkni. Vinnslu­stöðin hf. leggur áherslu á að laga­setn­ingin má undir engum kring­um­stæðum fela í sér aft­ur­virka skerð­ingu á rétt­indum sem telj­ast eign­ar­rétt­ar­varin sam­kvæmt stjórn­ar­skrá,“ segir í umsögn­inni.

Þessi mynd birtist í Fiskifréttum á dögunum, sem sýnir skiptingu 90 prósent af makrílkvótanum. Mynd: Fiskifréttir. Þessi mynd birt­ist í Fiski­fréttum á dög­un­um, sem sýnir skipt­ingu 90 pró­sent af mak­ríl­kvót­an­um. Inn á mynd­inni stendur að Brim fái 13,8 pró­sent af heild­inni, en reyndin er 3,8 pró­sent. Mynd: Fiski­frétt­ir.

Sam­kvæmt frum­varp­inu verður afla­hlut­deildum (kvóta) úthlutað niður á skip í áþekkum hlut­föllum og á yfir­stand­andi fisk­veiði­ári. Enda byggir úthlut­unin á núver­andi fisk­veiði­ári á veiði­eynslu fyrri ára. Útgerðir skipa og báta sem hafa afla­reynslu frá árunum 2011-2014 fá afla­hlut­deild í mak­ríl úthlut­að.  Hömlur eru ekki á við­skiptum með afla­heim­ild­ir, það er kvót­inn verður fram­selj­an­leg­ur.

Í mak­ríl­frum­varpi ráð­herra verður kvóta­skipt­ing eft­ir­far­andi:  1. a) 90% til báta/­skipa sem hafa afla­reynslu frá árunum 2011-2014 (upp­sjáv­ar-, frysti- og ísfisk­skip).


  2. b) 5% til smá­báta sem veitt hafa mak­ríl með línu eða hand­færi á árunum 2009-2014.


  3. c) 5% til fiski­skipa í flokki a) sem unnu sér­stak­lega í mann­eld­is­vinnslu.
Ríf­lega 30 þús­und manns hafa nú kraf­ist þess að þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla fari fram um öll lög­ ­sem í sér úthlutun á fisk­veiði­auð­lind­inni til lengri tíma en eins árs í senn, á vef síð­unni Þjóð­ar­eign.­is.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Konur í fangelsum
Kjarninn 14. október 2019
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs sem á í Morgunblaðinu með neikvætt eigið fé upp á 239 milljónir
Félagið sem heldur utan um eignarhald oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í útgáfufélagi Morgunblaðsins skuldar 360,5 milljónir króna en metur einu eign sina á 121,5 milljónir króna.
Kjarninn 14. október 2019
Þrátt fyrir að ellefu ár séu liðin frá því að Kaupþing fór á hausinn þá er bankinn samt sem áður ekki hættur að skila þeim sem vinna að eftirmálum þess þrots digrum launagreiðslum.
17 starfsmenn Kaupþings fengu 3,5 milljarða í laun í fyrra
Stjórn Kaupþings, sem telur fjóra til fimm einstaklinga, fékk 1,2 milljarð króna í laun á árinu 2018. Aðrir starfsmenn fengu líka verulega vel greitt. Meðalgreiðsla til starfsmanns var 17,4 milljónir króna á mánuði, sem eru margföld árslaun meðalmanns.
Kjarninn 14. október 2019
Þeir sem búa lengi erlendis missa kosningarétt og Kosningastofnun verður til
Umfangsmiklar breytingar eru í farvatninu á kosningalögum hérlendis. Nýjar stofnanir gætu orðið til, kosningaathöfnin sjálf gæti breyst, ákveðnum kosningum gæti verið flýtt og þeir sem hafa búið lengi samfleytt í útlöndum gætu misst kosningarétt sinn.
Kjarninn 14. október 2019
Eiríkur Ragnarsson
Yo yo: Verðbólga er kúl – lesið þessa grein
Kjarninn 13. október 2019
Guðmundur Halldór Björnsson
Dauðafæri fyrir íslensk fyrirtæki að ná auknum árangri?
Kjarninn 13. október 2019
Gagnrýna tækni sem ætlað er að hreinsa plast úr hafinu
Margir vonuðust til þess að nýstárleg aðferð frá fyrirtækinu Ocean Cleanup gæti nýst í baráttunni gegn plastmengun í hafinu. Vísindamenn hafa hins vegar gagnrýnt aðferðina harðlega vegna þeirra áhrifa sem hreinsunin hefur á lífverur sem festast í tækinu.
Kjarninn 13. október 2019
Svein Har­ald Øygard.
20 af 50 stærstu vogunarsjóðum heims komu til Íslands til að hagnast á hruninu
Sjóðir sem keyptu kröfur á íslenska banka á hrakvirði högnuðust margir hverjir gríðarlega á fjárfestingu sinni. Arðurinn kom m.a. úr hækkandi virði skuldabréf og skuldajöfnun en mestur var ágóðinn vegna íslensku krónunnar.
Kjarninn 13. október 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None