Vinnslustöðin krefst þess að farið sé að lögum - Vill meiri kvóta

9555631404_e663c5b735_z.jpg
Auglýsing

Vinnslu­stöðin í Vest­manna­eyjum hyggst gera athuga­semdir við „fjöl­mörg atriði“ mak­ríl­frum­varps­ins, að því er fram kemur í umsögn fyr­ir­tæks­ins sem birt hefur verið á vef Alþingis. Í henni er vísað til álits Umboðs­manns Alþing­is, sér­stak­lega, þar sem fram kemur að úthlutun á mak­ríl­kvóta til þessa hafi ekki verið í sam­ræmi við lög. Í umsögn Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar, sem Ragnar H. Hall hrl. rit­ar, eru þing­menn hvattir til þess að kynna sér álit Umboðs­manns Alþing­is. Sam­tals hafa nú borist 24 athuga­semdir við frum­varp­ið.

Er þar meðal ann­ars vísað í eft­ir­far­andi orð í áliti Umboðs­manns Alþing­is: „Eins og orða­lagi 2. málsl. 2. mgr. 5.gr. laga nr 151/1996, sem og 8. og 9. gr. laga nr. 116/2006, er háttað verður að mínu áliti ekki annað lagt til grund­vallar en að íslenskum stjórn­völdum beri að fylgja ákvœðum laga við úthlutun afla­heim­ilda til ein­stakra skipa óháð vilja ráð­herra eða ann­arra.“

Kemur fram í umsögn­inni að Vinnslu­stöðin telji það mikið umhugs­un­ar­efni að stjórn­völd ætli ekki að fara að lög­um, og boða mun fleiri athuga­semdir við frum­varpið í frek­ari umsögn­um.

Auglýsing

Þá telur Vinnslu­stöðin enn fremur að fyr­ir­tækið eigi að fá meiri­hlut­deild í mak­ríl­kvót­anum en raunin er, en miðað frum­varpið og for­sendur þess, fær fyr­ir­tækið 9,22 pró­sent af heild­ar­kvót­an­um. „Vinnslu­stöðin hf. telur að ef farið hefði verið að lögum um stjórn fisk­veiða árið 2011 og úthlutað hefði verið miðað við veiði­reynslu sl. 3 ára, sbr. 1. mgr. 9. gr. 1. nr. 116/2006, hefði hlut­deildin átt að vera 10,18% en ekki 9,22% eins og raunin varð. Ef úthlutað hefði verið eftir úthafsveiði­lög­unum og úthlutun mið­ast við þrjú bestu veiði­tíma­bil á sið­ustu sex, sbr. 2. mgr. 5. gr. 1. nr. 151/1995 þá hefði hlut­deild VSV átt að vera 11,6% í stað 9,22%. Ljóst er að hér er um afar mikla hags­muni að ræða. Laga­setn­ing um slík atriði er vanda­söm og krefst mik­illar vand­virkni. Vinnslu­stöðin hf. leggur áherslu á að laga­setn­ingin má undir engum kring­um­stæðum fela í sér aft­ur­virka skerð­ingu á rétt­indum sem telj­ast eign­ar­rétt­ar­varin sam­kvæmt stjórn­ar­skrá,“ segir í umsögn­inni.

Þessi mynd birtist í Fiskifréttum á dögunum, sem sýnir skiptingu 90 prósent af makrílkvótanum. Mynd: Fiskifréttir. Þessi mynd birt­ist í Fiski­fréttum á dög­un­um, sem sýnir skipt­ingu 90 pró­sent af mak­ríl­kvót­an­um. Inn á mynd­inni stendur að Brim fái 13,8 pró­sent af heild­inni, en reyndin er 3,8 pró­sent. Mynd: Fiski­frétt­ir.

Sam­kvæmt frum­varp­inu verður afla­hlut­deildum (kvóta) úthlutað niður á skip í áþekkum hlut­föllum og á yfir­stand­andi fisk­veiði­ári. Enda byggir úthlut­unin á núver­andi fisk­veiði­ári á veiði­eynslu fyrri ára. Útgerðir skipa og báta sem hafa afla­reynslu frá árunum 2011-2014 fá afla­hlut­deild í mak­ríl úthlut­að.  Hömlur eru ekki á við­skiptum með afla­heim­ild­ir, það er kvót­inn verður fram­selj­an­leg­ur.

Í mak­ríl­frum­varpi ráð­herra verður kvóta­skipt­ing eft­ir­far­andi:  1. a) 90% til báta/­skipa sem hafa afla­reynslu frá árunum 2011-2014 (upp­sjáv­ar-, frysti- og ísfisk­skip).


  2. b) 5% til smá­báta sem veitt hafa mak­ríl með línu eða hand­færi á árunum 2009-2014.


  3. c) 5% til fiski­skipa í flokki a) sem unnu sér­stak­lega í mann­eld­is­vinnslu.
Ríf­lega 30 þús­und manns hafa nú kraf­ist þess að þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla fari fram um öll lög­ ­sem í sér úthlutun á fisk­veiði­auð­lind­inni til lengri tíma en eins árs í senn, á vef síð­unni Þjóð­ar­eign.­is.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Herferðin styðst við kenningar um að það að öskra af lífs og sálarkröftum sé streitulosandi.
Öskur útlendinga munu hljóma á sjö stöðum á Íslandi
Í nýrri herferð Íslandsstofu eru útlendingar hvattir til að taka upp öskur sín sem síðan munu glymja í gegnum hátalara víðs vegar um Ísland. Streitulosun og ferðalög eru markmiðin.
Kjarninn 15. júlí 2020
„Nú var það þannig að ég var tekin í gíslingu“
Öll þau fimmtíu og sjö ríki sem eiga aðild að ÖSE hafa neitunarvald þegar kemur að skipan æðstu yfirmanna. „Fyrir svona rúmum mánuði síðan hefði mér ekki dottið þetta í hug – að þetta væri yfirvofandi,“ segir Ingibjörg Sólrún í samtali við Kjarnann.
Kjarninn 15. júlí 2020
Bæjarhúsin að Heyklifi.
Hágæða ferðaþjónusta „sem á engan sinn líka“ þarf ekki í umhverfismat
Á jörðinni Heyklifi sunnan Stöðvarfjarðar er áformað að reisa hótel og heilsulind fyrir um 250 gesti. Framkvæmdaaðili hyggst reyna að raska „sérstæðri og tilkomumikilli“ náttúru svæðisins sem minnst en hún einkennist af klettakömbum og klettóttri strönd.
Kjarninn 15. júlí 2020
Býfluga á kafi í villiblómi.
Búa til blómabelti vítt og breitt fyrir býflugur
Býflugum hefur fækkað gríðarlega mikið síðustu áratugi svo í mikið óefni stefnir. Náttúruverndarsamtök í Bretlandi fengu þá hugmynd fyrir nokkrum árum að byggja upp net blómabelta um landið til að bjarga býflugunum.
Kjarninn 14. júlí 2020
Ásta Sigríður Fjeldsted
Ásta Sigríður Fjeldsted nýr framkvæmdastjóri Krónunnar
Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Atvinnuleysi komið undir tíu prósent
Atvinnuleysi hérlendis hefur lækkað hratt að undanförnu en þar skiptir mestu hröð lækkun atvinnuleysis vegna minnkaðs starfshlutfalls. Almennt atvinnuleysi mælist 7,5 prósent og hefur lítið sem ekkert breyst frá því í apríl.
Kjarninn 14. júlí 2020
Salt Pay talið hæft til að fara með virkan eignarhlut í Borgun
Fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Salt Pay, með skráð aðsetur á Caymaneyjum, sé hæft til að fara með yfir 50 prósent virkan eignarhlut í Borgun.
Kjarninn 14. júlí 2020
Frá fundinum í dag
Fjögur lönd til viðbótar ekki talin áhættusvæði
Alls eru sex lönd sem ekki eru talin áhættusvæði; Danmörk, Noregur, Finnland, Þýskaland, Grænland og Færeyjar. Fólk sem kemur þaðan og hefur dvalið þar í tvær vikur samfleytt þarf ekki að fara í skimun við komuna til landsins frá og með 16. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None