Vinnslustöðin krefst þess að farið sé að lögum - Vill meiri kvóta

9555631404_e663c5b735_z.jpg
Auglýsing

Vinnslu­stöðin í Vest­manna­eyjum hyggst gera athuga­semdir við „fjöl­mörg atriði“ mak­ríl­frum­varps­ins, að því er fram kemur í umsögn fyr­ir­tæks­ins sem birt hefur verið á vef Alþingis. Í henni er vísað til álits Umboðs­manns Alþing­is, sér­stak­lega, þar sem fram kemur að úthlutun á mak­ríl­kvóta til þessa hafi ekki verið í sam­ræmi við lög. Í umsögn Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar, sem Ragnar H. Hall hrl. rit­ar, eru þing­menn hvattir til þess að kynna sér álit Umboðs­manns Alþing­is. Sam­tals hafa nú borist 24 athuga­semdir við frum­varp­ið.

Er þar meðal ann­ars vísað í eft­ir­far­andi orð í áliti Umboðs­manns Alþing­is: „Eins og orða­lagi 2. málsl. 2. mgr. 5.gr. laga nr 151/1996, sem og 8. og 9. gr. laga nr. 116/2006, er háttað verður að mínu áliti ekki annað lagt til grund­vallar en að íslenskum stjórn­völdum beri að fylgja ákvœðum laga við úthlutun afla­heim­ilda til ein­stakra skipa óháð vilja ráð­herra eða ann­arra.“

Kemur fram í umsögn­inni að Vinnslu­stöðin telji það mikið umhugs­un­ar­efni að stjórn­völd ætli ekki að fara að lög­um, og boða mun fleiri athuga­semdir við frum­varpið í frek­ari umsögn­um.

Auglýsing

Þá telur Vinnslu­stöðin enn fremur að fyr­ir­tækið eigi að fá meiri­hlut­deild í mak­ríl­kvót­anum en raunin er, en miðað frum­varpið og for­sendur þess, fær fyr­ir­tækið 9,22 pró­sent af heild­ar­kvót­an­um. „Vinnslu­stöðin hf. telur að ef farið hefði verið að lögum um stjórn fisk­veiða árið 2011 og úthlutað hefði verið miðað við veiði­reynslu sl. 3 ára, sbr. 1. mgr. 9. gr. 1. nr. 116/2006, hefði hlut­deildin átt að vera 10,18% en ekki 9,22% eins og raunin varð. Ef úthlutað hefði verið eftir úthafsveiði­lög­unum og úthlutun mið­ast við þrjú bestu veiði­tíma­bil á sið­ustu sex, sbr. 2. mgr. 5. gr. 1. nr. 151/1995 þá hefði hlut­deild VSV átt að vera 11,6% í stað 9,22%. Ljóst er að hér er um afar mikla hags­muni að ræða. Laga­setn­ing um slík atriði er vanda­söm og krefst mik­illar vand­virkni. Vinnslu­stöðin hf. leggur áherslu á að laga­setn­ingin má undir engum kring­um­stæðum fela í sér aft­ur­virka skerð­ingu á rétt­indum sem telj­ast eign­ar­rétt­ar­varin sam­kvæmt stjórn­ar­skrá,“ segir í umsögn­inni.

Þessi mynd birtist í Fiskifréttum á dögunum, sem sýnir skiptingu 90 prósent af makrílkvótanum. Mynd: Fiskifréttir. Þessi mynd birt­ist í Fiski­fréttum á dög­un­um, sem sýnir skipt­ingu 90 pró­sent af mak­ríl­kvót­an­um. Inn á mynd­inni stendur að Brim fái 13,8 pró­sent af heild­inni, en reyndin er 3,8 pró­sent. Mynd: Fiski­frétt­ir.

Sam­kvæmt frum­varp­inu verður afla­hlut­deildum (kvóta) úthlutað niður á skip í áþekkum hlut­föllum og á yfir­stand­andi fisk­veiði­ári. Enda byggir úthlut­unin á núver­andi fisk­veiði­ári á veiði­eynslu fyrri ára. Útgerðir skipa og báta sem hafa afla­reynslu frá árunum 2011-2014 fá afla­hlut­deild í mak­ríl úthlut­að.  Hömlur eru ekki á við­skiptum með afla­heim­ild­ir, það er kvót­inn verður fram­selj­an­leg­ur.

Í mak­ríl­frum­varpi ráð­herra verður kvóta­skipt­ing eft­ir­far­andi:  1. a) 90% til báta/­skipa sem hafa afla­reynslu frá árunum 2011-2014 (upp­sjáv­ar-, frysti- og ísfisk­skip).


  2. b) 5% til smá­báta sem veitt hafa mak­ríl með línu eða hand­færi á árunum 2009-2014.


  3. c) 5% til fiski­skipa í flokki a) sem unnu sér­stak­lega í mann­eld­is­vinnslu.
Ríf­lega 30 þús­und manns hafa nú kraf­ist þess að þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla fari fram um öll lög­ ­sem í sér úthlutun á fisk­veiði­auð­lind­inni til lengri tíma en eins árs í senn, á vef síð­unni Þjóð­ar­eign.­is.

Tekjuhæstu forstjórar landsins með á þriðja tug milljóna á mánuði
Tekjublöðin koma út í dag og á morgun. Sex forstjórar voru með yfir tíu milljónir króna á mánuði í tekjur að meðaltali í fyrra.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Dauðu atkvæðin gætu gert stjórnarmyndun auðveldari
Stuðningur við ríkisstjórnina er kominn aftur undir 40 prósent, nú þegar kjörtímabilið er rúmlega hálfnað. Sameiginlegt fylgi ríkisstjórnarflokkanna dugar ekki til meirihluta en ekki vantar mikið upp á.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Æskilegt að birt verði skrá yfir vinnuveitendur hagsmunavarða
Forsætisráðuneytið vinnur nú að lagafrumvarpi til varnar hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvaldsins. Þar á meðal er fyrirhugað að gera öllum aðilum sem sinna hagsmunavörslu skylt að tilkynna sig til stjórnvalda.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Sigurður Ingi Friðleifsson
Lækkun, lækkun, lækkun
Kjarninn 19. ágúst 2019
Fermetrinn á tæpar 840 þúsund krónur
Miklar framkvæmdir hafa verið í miðbænum undanfarin ár og nú eru íbúðir komnar á sölu við Hverfisgötu 85-93. Ein tveggja herbergja íbúðin í húsinu er sett á 38,9 milljónir króna.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Telja þrengt að atvinnu- og menntamöguleikum fólks með ADHD
Að mati ADHD samtakanna byggja breyttar reglur Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar á vanþekkingu og úreltum hugmyndum en nú segir í læknisfræðilegum viðmiðum þeirra að greiningin ADHD/ADD geti verið útilokandi þáttur.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Gildi selur hlut sinn í HB Granda/Brim vegna kaupa á sölufélögum
Einn stærsti lífeyrissjóður landsins hefur selt Kaupfélagi Skagfirðinga nær allan hlut sinn í HB Granda, sem nú heitir Brim, vegna viðskipta sem félagið hefur átt við stærsta hluthafa sinn.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Samfylkingin bætir verulega við sig og mælist næst stærsti flokkurinn
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 19 prósent fylgi aðra könnunina í röð. Píratar og Flokkur fólksins tapa fylgi milli mánaða en Samfylkingin bætir verulega.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None