Stór markaður fyrir svokölluð gervi-læk hjá Facebook

Facebook.Homepage.jpg
Auglýsing

Face­book er vin­sæl­asti sam­fé­lags­mið­ill heims en þrátt fyrir það hefur mið­ill­inn ekki farið var­hluta af gagn­rýni. Helsta vanda­mál Face­book er að mið­ill­inn stjórnar því hvað not­endur hans sjá í frétta­veitu sinni, segir víd­eó­blogg­ar­inn Derek Muller í mynd­bandi þar sem hann fer ofan í kjöl­inn á því sem hann telur vera van­kanta Face­book.Lít­ill hluti fylgj­enda sér Face­book-­færsl­urnarMuller heldur úti Youtu­be-rásinni Veritasium þar sem hann birtir mynd­bönd um vís­indi. Hann notar einnig Twitt­er, Instagram og Face­book til að miðla efni sínu og láta fylgj­endur sína vita þegar hann birtir ný mynd­bönd. Fyrir um ári síðan hafði hann 109.000 fylgj­endur á Face­book en samt sem áður fékk hann til­kynn­ingu um það að efnið sem hann deildi á miðl­inum næði að hámarki til níu þús­und fylgj­enda.

Hann fór að rann­saka þetta nánar og komst að því að færslur sem hann birtir ber­ast ein­ungis til um  3 pró­senta fylgj­enda í fyrstu. Ef þessir fylgj­endur sýna færsl­unni ekki áhuga dreif­ist hún ekki frekar en ef hún fellur í kramið hjá not­end­un­um, það er margir læka hana, skrifa athuga­semd og deila birt­ist hún í frétta­veitum hjá fleiri fylgj­endum og jafn­vel víð­ar. Þess vegna skiptir miklu máli að vera með virkan hóp fylgj­enda til þess að fá aukna dreif­ingu.

Virkni fylgj­enda minnk­aði eftir því sem þeim fjölg­aðiMuller greiddi Face­book fyrir aug­lýs­ingu í til­raun til að safna fylgj­endum að Face­book-­síðu Veritasium og það skil­aði sér mjög fljótt með yfir 80 þús­und nýjum fylgj­end­um. Samt sem áður minnk­aði hlut­falls­leg dreif­ing þeirra færslna sem hann birti. Þegar hann hafði um 2.000 fylgj­endur náðu vin­sæl­ustu færslur hans til allt að 4.000 manns vegna þess að þær dreifð­ust einnig til vina fylgj­end­anna. Með auknum fjölda fylgj­enda minnk­aði hlut­fal­leg útbreiðsla og færsl­urnar birt­ust í frétta­veitu um 6.000 manns. Þetta vakti for­vitni Muller sem fór að athuga betur þessa nýju fylgj­end­ur.

Stærsti hluti þeirra kom frá fátæk­ari hlutum jarðar en flestir voru þeir frá Egypta­landi, Ind­landi, Fil­ipps­eyj­um, Pakistan, Bangla­desh, Indónesíu, Nepal og Sri Lanka. Alls voru 80 þús­und fylgj­endur frá þessum löndum en fæstir af þeim sýndu færsl­unum við­brögð. Þegar Muller fór að skoða hvern og einn fyrir sig fyllt­ist hann grun­semd­um. Hann taldi líkur vera á því að ekki væri um raun­veru­lega not­endur að ræða því margir þeirra höfðu lækað fleiri þús­und fylgj­enda­síð­ur.

Auglýsing

Mark Zuckerberg, auðkýfingurinn og hinn umdeildi stofnandi Facebook. Mynd: EPA Mark Zucker­berg, auð­kýf­ing­ur­inn og hinn umdeildi stofn­andi Face­book. Mynd: EPA

Stór mark­aður fyrir lækMuller gerði ráð fyrir að þessir fylgj­endur væru starfs­menn svo­kall­aðra „smellu­bæja“ þar sem fólk starfar við það að smella á aug­lýs­ingar og læka síður hjá fyr­ir­tækjum sem hafa keypt læk. Rúm­lega 1400 millj­ónir not­enda eru skráðir á Face­book, en það þarf ekki að vera að um raun­veru­lega not­endur sé að ræða. Face­book hefur verið gagn­rýnt fyrir að reyna ekki að sporna við gervi­not­endum sem oft á tíðum eru afurðir smellu­bæja. En hvers vegna að kaupa læk?

Á bak­við þessi læk er illa launað verka­fólk frá fátæk­ari hlutum jarðar.

Breska dag­blaðið The Guar­dian fjall­aði um málið og sagði að mögu­legir við­skipta­vinir líti á fjölda læka og fylgj­enda á Face­book og Twitter áður en þeir ákveði hvaða fyr­ir­tæki þeir vilji skipta við. Því hafi mynd­ast stór mark­aður fyrir læk. Ein­föld leit á Google sýnir ótal nið­ur­stöður þar sem hægt er að kaupa læk og þar með fylgj­endur að fylgj­enda­síðum sínum á ein­faldan hátt. Á bak­við þessi læk er illa launað verka­fólk frá fátæk­ari hlutum jarð­ar.

Sýnd­ar­kött­ur­inn varð vin­sællBlaða­maður BBC, Rory Cellan-Jo­nes, var meðal þeirra fyrstu til að varpa ljósi á gervi­-læk. Árið 2012 stofn­aði hann fylgj­enda­síðu fyr­ir­tækis sem var upp­spuni og aug­lýsti á Face­book. Líkt og hjá Muller jókst fylgj­enda­hóp­ur­inn hratt en þegar hann skoð­aði þessa fylgj­endur nánar sá hann að þeir voru flestir frá Egypta­landi og Indónesíu en eng­inn frá Banda­ríkj­unum eða Bret­landi.

Muller end­ur­tók rann­sókn Cellan-Jo­nes og stofn­aði aðdá­enda­síðu sem fékk nafnið Virtual Cat, eða sýnd­ar­kött­ur­inn. Í lýs­ingu síð­unnar skrif­aði hann að þar myndu birt­ast óþol­andi færslur og því væri hver sá sem lækar síð­una lík­lega rugl­að­ur. Loks keypti hann læk af Face­book, eða rétt­ara sagt, hann keypti aug­lýs­ingu af Face­book þar sem fjöldi fylgj­enda var áætl­að­ur. Hann ákvað að miða mark­hóp­inn við Banda­rík­in, Kana­da, Bret­land og Ástr­alíu í til­raun til að sjá hvort þar væri einnig að finna gervi­fylgj­end­ur. Lækin stóðu ekki á sér og hann fékk fleiri læk en Face­book hafði gert ráð fyr­ir. Þegar hann rann­sak­aði fylgj­endur sína virt­ust þeir vera alvöru mann­eskjur en þegar betur var að gáð sást að þeir höfðu gerst fylgj­endur þús­unda síðna. Einn fylgj­end­anna hafði til að mynda lækað 37 þús­und síð­ur.

Eng­inn stað­festi að hann væri raun­veru­legur fylgj­andiHátt í þrjú hund­ruð ­fylgj­endur höfðu lækað sýnd­ar­kött Mull­er. Í til­raun til þess að fá við­brögð frá þessum fylgj­endum skrif­aði hann færslu þar sem hann útskýrði að síðan væri gerð í til­rauna­skyni og að hann óskaði eftir við­brögðum fylgj­enda til þess að sanna að þeir væru raun­veru­leg­ir. Færslan birt­ist í 8 frétta­veitum en eng­inn not­enda sýndi færsl­unni við­brögð og því birt­ist hún ekki í fleiri frétta­veit­um.

Muller seg­ist hafa leitað til Face­book varð­andi þá óvirku 80 þús­und fylgj­endur sem eru að síðu hans Veritasium þar sem hann hafi óskað eftir að þeim yrði hent út. Hann fékk engin svör en Face­book sendi út yfir­lýs­ingu eftir að fjöl­miðlar fjöll­uðu um málið þar sem kom fram að það væri eðli­legt að fólk hefði marga fylgj­end­ur. Það gæti sann­ar­lega verið að fólk hefði lækað síð­una um sýnd­ar­kött­inn vegna þess að það hafi gaman að kött­um, ekk­ert sé athuga­vert við þessa fylgj­end­ur. Í mars sendi Face­book svo út til­kynn­ingu þess efnis að fyr­ir­tækið hyggð­ist eyða not­endum sem hefðu verið óvirkir í langan tíma af fylgj­enda­síðum sam­fé­lags­mið­ils­ins.

Facebook_like_thumb.000 Læk er ekki sama og læk hjá Face­book. Mynd: Wikipedi­a

 

Á Face­book eru allir aug­lýsendurGagn­rýni Muller vakti mikla athygli en meðal þeirra fjöl­miðla sem fjöll­uðu um mál hans eru BBC, Mas­hable og Fox Business. Muller segir að vanda­mál Face­book sé að ekki séu skýr mörk á milli aug­lýsenda, þeirra sem fram­leiða efni og les­enda. Hann ber þetta saman við Youtu­be. Þar fá þeir sem fram­leiða efni greitt eftir því hvaða efni þeirra er vin­sælt. Aug­lýsendum er boðið að kaupa aug­lýs­ingar sem birt­ast áður en mynd­böndin eru spil­uð. Þau greiða Youtube fyrir það, sem síðan greiðir fram­leið­end­unum fyrir að hafa fram­leitt efn­ið.

Við­skipta­módel Face­book er öfugt en þar þurfa fram­leið­endur að greiða Face­book fyrir að efnið birt­ist aðdá­end­um. Aug­lýsendur greiða einnig Face­book fyrir aug­lýs­ingar sem birt­ast í frétta­veit­unni rétt eins og allar aðrar færsl­ur. Þannig fá aug­lýsendur og fram­leið­endur efnis sama pláss í frétta­veit­unni og þurfa að kepp­ast um það. Muller segir að í raun séu allir aug­lýsendur á Face­book í sam­keppni um dreif­ingu og pláss í frétta­veitum not­enda.

The New Yor­ker hent út fyrir nektAnnað sem gagn­rýnendur Face­book hafa bent á er rit­stjórn­ar­legt vald mið­ils­ins. Eins og Muller hefur bent á er helsta vanda­mál sam­fé­lags­mið­ils­ins að hann ákveður hvað not­and­inn sér. Vissu­lega er öllum frjálst að birta það sem þeim dettur í hug en brjóti efnið í bága við skil­mála Face­book er því eytt út af síð­unni.

Það kom ber­sýni­lega í ljós í #freethenipple bylt­ing­unni þar sem Face­book eyddi öllum myndum sem sýndu geir­vörtur á kven­fólki. Blý­ant­steikn­ing af brjósti er meira að segja ekki leyfi­leg. Sömu­leiðis var Face­book-­síðu banda­ríska dag­blaðs­ins The New Yor­ker tíma­bundið hent út af miðl­inum fyrir að birta skop­mynd af nöktu fólki. Þar voru það tveir punktar sem fóru fyrir brjóstið á rit­skoð­un­arteymi Face­book – sem sagt teikn­aðar kven­manns­geir­vört­ur.

En rit­skoð­unin nær ekki aðeins yfir nekt. Tveimur vikum eftir árás­irnar á rit­stjórn­ar­skrif­stofur franska tíma­rits­ins Charlie Hebdo fór Face­book einnig að rit­skoða myndir sem sýndu Múhameð spá­mann. Mark Zucker­berg, fram­kvæmda­stjóri og stofn­andi Face­book, svar­aði gagn­rýni á rit­skoð­un­ar­stefnu sam­fé­lags­mið­ils­ins. Hann sagð­ist styðja tján­ing­ar­frelsi að fullu en taldi þó að rit­skoðun á Face­book væri nauð­syn­leg. Ef ekki væri fyrir hana myndi verða lokað fyrir aðgang að miðl­inum þar sem birt væri efni sem er ólög­legt í sumum lönd­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None