Velsæld, virkjanir og græn framtíð

Tryggvi Felixson formaður Landverndar segir að eyðilegging náttúru landsins til orkuöflunar sé ekki eini möguleikinn í boði. „Sem betur fer höfum við val.“

Auglýsing

Nýleg skýrsla starfs­hóps um stöðu og horfur í orku­málum svarar því miður ekki ákalli um hlut­læga grein­ingu og mat á stöðu og áskor­unum í orku­málum Íslend­inga. Vonir voru bundnar við að skýrslu­höf­undar létu gera sjálf­stæðar grein­ingar um for­sendur og ólíkar leiðir til að fram­kvæma orku­skipt­in, sem allt sam­fé­lagið kallar nú eft­ir. Þess í stað er skýrslan að veru­legu leyti kokkuð upp úr mál­flutn­ingi orku­fyr­ir­tækj­anna og sam­taka þeirra, sem und­an­farin miss­eri hafa boðað orku­skort nema raf­orku­fram­leiðsla verði aukin til muna. Vel­sæld Íslend­inga er sögð vera í húfi ef við fáum ekki meira raf­magn. Skýrslan er ein­hliða og úrelt for­tíð­ar­sýn á mögu­leika Íslands.

For­sendur úr smiðju orku­geirans

Mark­mið og til­gangur skýrslu starfs­hóps­ins var að draga fram stað­reyndir og koma þeim á fram­færi til upp­lýs­inga fyrir stjórn­völd, hag­að­ila og almenn­ing. Brýn þörf er fyrir efni sem stuðlar að upp­lýstri umræðu og ákvarð­ana­töku – en því miður tókst það ekki í þess­ari atrennu. Vissu­lega koma fram gagn­legar upp­lýs­ingar í skýrsl­unni. En trú­verð­ug­leika þeirra og álykt­anir sem dregnar eru má draga í efa þar sem upp­lýs­ing­arnar voru hvorki sann­reyndar né vægi og raun­hæfni þeirra met­in. Þá láð­ist að setja orku­öflun í almennt hag­rænt og sam­fé­lags­legt sam­hengi.

Allt það sem vantar í skýrsl­una

Megin nið­ur­stöður skýrsl­unnar eru gild­is­hlaðn­ar. Skýrslu­höf­undar líta frek­ari hag­vöxt og ágenga auð­linda­nýt­ingu sem nauð­syn­lega for­sendu fyrir vel­sæld. Grænu tæki­færin í hag­kerf­inu eru sögð byggj­ast á frek­ari orku­öfl­un. Starfs­hóp­ur­inn kemst að þeirri nið­ur­stöðu að ef Ísland vill vera virkur þátt­tak­andi í grænu bylt­ing­unni þurfi að auka raf­orku­fram­leiðslu sem nemur 90 til 140 MW á ári á næstu tveimur ára­tug­um. Þetta sam­svara um 5% af upp­settu af afli í dag í árlega aukn­ingu. Að öðrum kosti, segir í skýrsl­unni, þurfi að slá af og horfa inn á við. Að sjálf­sögðu er þetta ekki rétt. Algjör­lega virð­ist litið fram hjá tæki­færum sem fel­ast í að efla þekk­ing­ar­sam­fé­lagið sem nýtir hug­vit til lausnar á marg­vís­legum við­fangs­efnum með verð­mæta­sköpun að leið­ar­ljósi. Hvergi er minnst á að nýta óspillta nátt­úru og víð­erni bæði til atvinnu­starf­semi og upp­lif­un­ar.

Auglýsing

Má bjóða þjóð­inni virkj­ana­mann­virki um allar triss­ur?

Sú nið­ur­staða skýrsl­unnar að lið­lega tvö­falda þurfi raf­orku­fram­leiðslu í land­inu á næstu 18 árum til að upp­fylla þarfir sam­fé­lags­ins, vekur miklar áhyggj­ur. Ef sú svið­mynd gengi eftir yrði raf­magns­fram­leiðsla á mann u.þ.b. fjór­falt meiri á Íslandi en í Nor­egi. Reisa þyrfti fjöl­mörg virkj­ana­mann­virki sem hefðu afl­getu sem nemur um fjórum Kára­hnjúk­virkj­un­um. Slík þróun mun óhjá­kvæmi­lega hafa afar nei­kvæð áhrif á nátt­úru og víð­erni. Hvernig á að afla vinnu­afls til slíkra stór­fram­kvæmda kemur ekki fram, hvað þá til ann­arra inn­viða og þjón­ustu sem koma þarf á til að raun­gera þessi stór­kalla­legu áform.

Nei – orku­ör­yggi er ekki í húfi

Í skýrsl­unni er full­yrt að orku­ör­yggi kalli á aukna raf­orku­fram­leiðslu. Í dag fara um 18% af fram­leiddri raf­orku til almennra nota, um 5% er sóað og um 78% fara til stór­iðju og ann­arra stórnot­enda. Það er því aug­ljós­lega mikið svig­rúm til að bæta orku­ör­yggi til almennra nota án frek­ari virkj­ana. Ekki má heldur gleyma þeirri orku­sóun sem felst í að fram­leiða sam­fé­lags­skemm­andi raf­mynt. Þar er orka sem auð­veld­lega má nýta til að efla orku­ör­yggi eða ann­arra gagn­legri nota.

For­gangs­röðum í þágu þjóðar og nátt­úr­unnar

Í skýrsl­unni er full­yrt að aukið fram­boð raf­orku sé for­senda orku­skipta. Við búum í sam­fé­lagi sem sam­eig­in­lega á Lands­virkj­un, fyr­ir­tækið sem aflar lang stærsta hluta raf­orkunn­ar. Í stjórn þess fyr­ir­tækis situr fólkið sem á að gæta hags­muna eig­enda fyr­ir­tæk­is­ins, okkar lands­manna. Má ekki gera þá kröfu til Lands­virkj­unar okkar allra að hún setji orku­skipti á Íslandi í for­gang? Orku­skiptin eru mik­il­væg­asta hags­muna­mál þjóð­ar­innar og eðli­legt að fyr­ir­tæki í eigu lands­manna setji orku­skipti í algjöran for­gang.

Auð­vitað eru ljósir punktar í skýrsl­unni. Kallað er eftir sam­ræm­ingu á atvinnu­stefnu, lofts­lags­stefnu og orku­stefnu. Lýst er eftir betri nýt­ingu á verð­mætum sem glat­ast í dag, svo­kall­aðs glat­varma og varma­orku sem losnar í varma­orku­ver­um. Jafn­framt er Alþingi er hvatt til að ljúka við gerð ramma­á­ætl­unar 3. En þessi mik­il­vægu atriði falla í skugga stór­kalla­legra sviðs­mynda um lið­lega tvö­földun orku­öfl­un­ar.

Hvað kosta nátt­úru­spjöllin í raun?

Í skýrsl­unni er umfjöllun um stærsta og vanda­samasta álita­mál sem teng­ist frek­ari orku­vinnslu á Íslandi tak­mörk­uð; eyði­legg­ingu Íslenskar nátt­úru og víð­erna. Ekki er heldur gerð til­raun til að leggja fjár­hags­legt mat á þau verð­mæti sem þannig myndu tap­ast. Nátt­úra lands­ins og víð­erni eru und­ir­staða stærstu útflutn­ings­greinar okk­ar, en eru einnig gríð­ar­lega verð­mæt til úti­vistar, bættrar lýð­heilsu og auk­inna lífs­gæða. Nátt­úra Íslands er verð­mæt í sjálfri sér og vönduð nátt­úru­vernd er einnig lofts­lags­að­gerð þar sem hún stuðlar að bind­ingu kolefnis í gróðri og jarð­vegi.

Engin sátt þar sem orku­geir­inn einn leiðir för

Skýrslan til­greinir að sátt verði að ríkja um orku­ver. Það getur aldrei orðið ef ekki er hægt að treysta vinnu­brögð­unum og orku­geir­inn fær að stjórna umræð­unni, ákvarð­ana­töku og laga­setn­ingu. Skýrslan er skýrt dæmi um ofurí­tök orku­geirans í þessu mik­il­væga hags­muna­máli þjóð­ar­inn­ar. Hið sama gildir um nýlegar breyt­ingar á lögum um mat á umhverf­is­á­hrifum og tafir á afgreiðslu ramma­á­ætl­un­ar.

Í skýrsl­unni er því haldið fram að leyf­is­veit­ingar fyrir orku­mann­virki taki of langan tíma. Ástæðan er auð­vitað sú að það tekur tíma að vanda til verka, t.d. fram­kvæma nauð­syn­legar rann­sókn­ir. Í skýrsl­unni er aftur á móti ekki fjallað um þann vanda sem felst í því að stjórn­völd taka ekki mark á nið­ur­stöðu fag­legs mats á áhrifum ein­stakra fram­kvæmda á nátt­úru og umhverfi. Því miður virð­ast fjár­hags­legir hags­munir orku­geirans að mestu ráða för við ákvarð­ana­töku á Íslandi.

Botn­laus eft­ir­spurn kallar á for­gangs­röðun

Það verður alltaf mikil eft­ir­spurn eftir ódýrri orku – eft­ir­spurn sem ómögu­legt er að mæta. Lofts­lags­vand­inn er fyrst og fremst orku­krísa því í dag notar heims­byggðin miklu meiri orku en hægt er að fram­leiða á sjálf­bæran hátt.

Við þurfum því að gera þær kröfur á íslenskt atvinnu­líf að það dragi úr orku­notkun og setji fram skýra stefnu um for­gangs­röðun orkunnar til almenn­ings og til orku­skipt­anna. Mark­miðið má alls ekki vera að belgja út orku­geirann, heldur fyrst og fremst að vinna að lausn lofts­lags­vand­ans með orku­skiptum hér á landi.

Það er ekki bara ein leið að mark­mið­inu

Land­vernd mun á næstu vikum beita sér fyrir úttekt til að draga upp aðra raun­hæfa mynd en þá meg­in­sýn sem birt­ist í skýrsl­unni. Af hverju? Jú – þjóð­inni stendur annað og betra til boða en að auka raf­orku­fram­leiðslu um allt að 124% með öllum þeim spjöllum á íslenskri nátt­úru sem óhjá­kvæmi­lega fylgja. Í úttekt­inni verður kynntur val­kostur þar sem lofts­lags­vernd, orku­skipti og nátt­úr­vernd hald­ast í hend­ur. Þar verður enda­laus vöxtur ekki megin mark­mið heldur við­leitnin til að tryggja sjálf­bæra þróun og vel­sæld til lengri tíma lit­ið. Þar verður verndun íslenskrar nátt­úru að leið­ar­ljósi, fyrir okkur sjálf og fyrir kom­andi kyn­slóðir Íslend­inga.

Eyði­legg­ing nátt­úru lands­ins til orku­öfl­unar er ekki eini mögu­leik­inn í boði. Sem betur fer höfum við val.

Höf­undur er for­maður Land­vernd­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonur mannsins með leppinn: „Svona flúði ég vígasamtök föður míns“
Dakota Adams, sonur leiðtoga vígasamtakanna the Oath Keepers, ólst upp við að heimsendir væri í nánd og að öruggast væri að klæðast herklæðum og eiga sem flestar byssur. Dakota tókst að frelsa móður sína og yngri systkini frá heimilisföðurnum.
Kjarninn 5. desember 2022
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf hjá Veitum.
Aðstoðarmaður borgarstjóra ráðinn, án auglýsingar, í nýja yfirmannsstöðu hjá Veitum
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf þróunar- og viðskiptastjóra hjá Veitum, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Starfið var ekki auglýst, samkvæmt svari sem Kjarninn fékk frá Orkuveitunni.
Kjarninn 5. desember 2022
María Heimisdóttir.
María hættir – Vill ekki taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun
María Heimisdóttir hefur sagt upp störfum sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki vilja taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun.
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Migration and Integration in the Era of Climate Change
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Fólksflutningar og samþætting á tímum loftslagsbreytinga
Kjarninn 5. desember 2022
Helga Árnadóttir hannar og myndskreytir Lestar Flóðhesta
Lestrar Flóðhestar eru fjölskylduverkefni
Lestrar Flóðhestar eru ný spil fyrir börn sem eru að taka sín fyrstu skref í lestri. „Okkur fannst vanta eitthvað fjörugt og skemmtilegt í lestrarúrvalið fyrir byrjendur,“ segir Helga Árnadóttir sem hannar og myndskreytir spilin.
Kjarninn 5. desember 2022
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
„Þetta er bara eins og að fara með rangt barn heim af róló“
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi skaut föstum skotum að forsvarsmönnum Bankasýslunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og sakaði Lárus Blöndal um að hafa talað gegn betri vitund er hann sjálfur kom fyrir nefndina.
Kjarninn 5. desember 2022
Þórður Snær Júlíusson
Er Tene nýju flatskjáirnir eða eru kerfin og þeir sem stjórna þeim kannski vandamálið?
Kjarninn 5. desember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar