Verðum loksins (evrópsk) þjóð meðal þjóða

Evrópusamvinnan snýst ekki um peninga, en framfarir í víðum skilningi. Frið, lýðræði og mannréttindi. Ekkert af þessu er sjálfsagt. Eins og nýleg saga ætti að kenna okkur. Þess vegna þurfum við að klára samningaviðræður við nágranna okkar í Evrópu.

Auglýsing

Sum­arið 2009 ákvað meiri­hluti Alþingis að sækja um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu og setti þar með stærsta hags­muna­mál lýð­veld­is­ins í far­veg. Við­ræður gengu vel. Þegar leið á kjör­tíma­bil vinstri­st­jórn­ar­innar og sá til lands í við­ræð­unum jókst hins­vegar til muna sú ramma and­staða við ferlið sem var til staðar innan Vinstri grænna. 

Stjórnin haltr­aði loka­metra kjör­tíma­bils­ins sem minni­hluta­stjórn. Þá stöðu nýtti for­ysta VG sér í byrjun árs 2013 og þving­aði sam­starfs­flokk­inn til þess að setja umsókn­ar­ferlið á ís. Bak­land umsókn­ar­innar brast og í níu ár hefur umsóknin beðið lúkn­ingar í formi þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um end­an­legan samn­ing.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn eða Mið­flokk­ur­inn (eða hvað þau nú hétu) þótt­ust hafa dregið umsókn­ina til baka með bréfi. Að því var hlegið um ger­valla Evr­ópu. Umsóknin um aðild er góð og gild, og samn­ings­drögin bíða þess að verða tekin upp aft­ur.

Færa má góð rök fyrir því að heppi­legra hefði verið að leggja það beint fyrir þjóð­ina hvort við­ræður skyldu yfir­leitt hafn­ar. Tryggja þannig lýð­ræð­is­legt umboð fyrir þeirri stóru ákvörðun og koma í veg fyrir að íhalds­öflin til hægri og vinstri gætu frestað því að ljúka við­ræð­unum líkt og raun ber vitni um. Því verður vita­skuld ekki breytt núna, en mik­il­vægt að taka mið af því þegar ákvörðun er tekin um fram­hald­ið.

Auka­að­ildin að Evr­ópu­sam­band­inu í formi EES-­samn­ings­ins hefur komið land­inu betur en allir aðrir samn­ingar sem Íslend­ingar hafa gert, en ágall­arnir eru aug­ljós­ir: Skortur á lýð­ræð­is­legri aðkomu ákvörð­unum sam­bands­ins, og um leið mögu­leg upp­taka evru og aðild að pen­inga­stefn­unni.

Auglýsing
Á meðan sjálf­stæð og full­valda ríki Evr­ópu­sam­bands­ins funda og semja um sín mál sitja full­trúar Íslands frammi á gangi. Okkur er síðan kynnt nið­ur­stað­an.

Við erum að óbreyttu ekki evr­ópsk þjóð meðal þjóða.

Þeir sem vilja hugsa praktískt mættu hug­leiða tvennt: Sam­fé­lag fræða og vís­inda varð sjálf­krafa af millj­örðum þegar aðild­ar­við­ræðum var slit­ið. Þar er alla jafna verið að bít­ast um millj­ónir á hverju ári, og fátt skiptir okkur þó meira máli en rann­sóknir og nýsköp­un.

Og svo hitt, sem er sumum okkar hinna nær­tækt: Byggða­stefna Evr­ópu­sam­bands­ins er sú fram­sækn­asta sem um get­ur. Á Íslandi hefur aldrei verið mótuð byggða­stefna, alveg sama hvað Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn eða þessi hinn þarna segja. Sú meinta stefna hefur alltaf byggst á þessu:

„Kjóstu mig. Þá byggi ég frysti­hús. Eða brú. Eða mal­bika nokkra kíló­metra.“

Hin svo­kall­aða byggða­stefna á Íslandi hefur alltaf verið í greipum Reykja­vík­ur­valds­ins, og stjórn­mála­manna sem hafa sótt völd til henn­ar.

Í Evr­ópu hefur fólk fyrir löngu lært að almennar reglur eru best­ar. Það þjónar hags­munum okkar allra að bæta sam­göngur og netteng­ing­ar, og alveg sér­stak­lega í hinum dreifðu byggð­um. Í Evr­ópu á fólk slíkar fram­farir ekki undir því hvaðan sam­göngu­ráð­herr­ann er. Almennar reglur gilda.

Senni­lega væri ekk­ert hag­kvæmara lands­byggð­unum – og land­inu í skiln­ingi nátt­úr­unnar – en að ganga í Evr­ópu­sam­band­ið. For­dæmin eru fjöl­mörg, stuðn­ingur við land­bún­að, skyn­sam­lega land­nýt­ingu, umhverf­is­vernd og sjálf­bærni.

En til þess arna þarf samt að ná samn­ing­um. Íhalds­öflin vilja það ekki. Óbreytt ástand hentar þeim. Þau vilja að lág­launa­fólk semji um kjör í ónýtum krón­um, en stór­fyr­ir­tækin geri upp í evrum og doll­ur­um. Þetta gildir ekki síður um VG en Sjálf­stæð­is­flokk­inn.

En Evr­ópu­sam­vinnan snýst þó ekki um þetta í stóru mynd­inni.

Til Evr­ópu­sam­vinn­unnar var stofnað fyrir lið­lega sjö ára­tugum til þess að tryggja frið og hag­sæld í álf­unni sem staðið hafði í ljósum logum stríðs­á­taka fyrri og síð­ari heims­styrj­alda – og löngu fyrr vita­skuld.

Nú þegar blikur eru á lofti með villi­manns­legri inn­rás Rússa í Úkra­ínu minnir sagan á sig og um leið mik­il­vægi þess að taka ítrasta þátt í sam­starfi vest­rænna þjóða. NATO og Evr­ópu­sam­band­inu.

Hún snýst ekki um pen­inga, en fram­farir í víðum skiln­ingi. Frið, lýð­ræði og mann­rétt­indi.

Ekk­ert af þessu er sjálf­sagt. Eins og nýleg saga ætti að kenna okk­ur.

Þess vegna þurfum við að klára samn­inga­við­ræður við nágranna okkar í Evr­ópu.

Fyrir því liggja miklu fleiri og aðrar ástæður en hafa verið raktar hér, en ef ein­hvern tím­ann var ástæða til að verða þjóð meðal þjóða, þá er það núna.

Höf­undur er fyrr­ver­andi ráð­herra og þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar