Gullborinn 100 ára

Stefán Pálsson segir þess skammt að bíða að merkar tækniminjar fái löngu tímabæra andlitslyftingu og vonandi þann sess sem þær eigi skilið.

Auglýsing

Á jaðri sýn­ing­ar­svæðis Árbæj­ar­safns stendur gripur sem óhætt er að telja einn þann veiga­mesta í gjör­vallri tækni­sögu Íslands. Þótt saga hans sé merki­leg lætur hann ekki mikið yfir sér og hætt er við að menn­irnir sem réð­ust í það fyr­ir­tæki að kaupa hann og flytja til lands­ins fyrir réttri öld hafi fremur tengt hann við fjár­tjón og brostnar vonir en fram­farir og tækninýj­ung­ar. Hér er að sjálf­sögðu rætt um sjálfan gull­bor­inn sem kom til Íslands á vor­dögum 1922.

Kaupin á bornum áttu sér þó mun lengri aðdrag­anda. Árið 1904 lét bæj­ar­stjórn Reykja­víkur hefja bor­anir eftir neyslu­vatni í Vatns­mýr­inni. Ör fjölgun bæj­ar­búa um alda­mótin og auknar hrein­læt­is­kröfur gerðu það að verkum að gömlu vatns­bólin innan bæj­ar­markanna voru orðin ófull­nægj­andi. Vonir um miklar vatns­lindir í næsta nágrenni bæj­ar­ins brugð­ust og fljót­lega var ákveðið að sækja vatn alla leið í Gvend­ar­brunna, en áður en til þess kom áttu bor­an­irnar í mýr­inni eftir að hafa óvæntar afleið­ing­ar.

Klondike aust­urs­ins

Vorið 1905 veitti danski bor­meist­ar­inn sem hafði umsjón með verk­inu því athygli að gyllt málm­svarf kom upp úr bor­hol­unni. Fregnir þessar vöktu þegar mikla athygli. Reyk­vík­ingum voru í fersku minni sögur af gullæð­inu í Klondike í Alaska nokkrum árum fyrr. Hvers vegna æti sú saga ekki end­ur­tekið sig í Reykja­vík? Fáeinir Vest­ur­-Ís­lend­ingar höfðu tekið þátt í því ævin­týri og einn þeirra var meira að segja staddur í bæn­um. Honum voru sýndar málmagn­irnar og felldi þann dóm að lík­lega væri hér gull að finna.

Auglýsing
Eins og hendi væri veifað braust út lítið gullæði í Reykja­vík. Sagt er að lóðir sem verið höfðu óselj­an­legar í mörg ár hafi skipt um eig­endur fyrir marg­falt upp­runa­legt verð og kaup­menn bæj­ar­ins tóku að búa sig undir að þjón­usta gull­leit­ara í stórum stíl. Stofnað var félag um gull­leit­ina með aðild bæj­ar­sjóðs og haf­ist handa við til­rauna­bor­an­ir. Nið­ur­stöður þeirra urðu þó ekki sér­lega afger­andi. Stóru gullæð­arnar létu bíða eftir sér og mesta gróða­vonin tók fljót­lega að sljákka. Vanga­veltur fóru að heyr­ast um að hrekkjalómar hefðu komið orðróm­inum af stað og vildu sumir skella skuld­inni á ves­al­ings Vest­ur­-Ís­lend­ing­inn, sem sagður var hafa komið gylltu ögn­unum fyr­ir. Í dag er þó talið lík­leg­ast að málm­leif­arnar hafi komið úr lát­úns­hylkjum sem notuð voru við spreng­ingar í tengslum við bor­an­irn­ar.

Von sem lifði

Þótt minni og minni vís­bend­ingar væru um gull­námur í bæj­ar­land­inu, reynd­ist erfitt að kveða niður draumana um auð­æfi og eðal­málma. Efna­hag­skreppa sem skall á Evr­ópu árið 1908 varð til þess að gull­leitin var lögð á hill­una. Nokkrum miss­erum síðar brast á heims­styrj­öld og í kjöl­far hennar komu miklar efna­hags­legar þreng­ingar á Íslandi. Við þær aðstæður var frá­leitt að sinna gælu­verk­efnum á borð við langsóttar gull­bor­an­ir, en í hugum margra lifði áfram hinni nag­andi efi: „hvað ef Reyk­vík­ingar sætu ofaná gull­námu?“

Árið 1919 eign­uð­ust Íslend­ingar sinn fyrsta námu­verk­fræð­ing. Helgi Her­mann Eiríks­son, sem síðar varð kunnur sem skóla­stjóri Iðn­skól­ans og banka­stjóri í Reykja­vík, hafði haldið til náms í Kaup­manna­höfn og Glas­gow þar sem hann sér­hæði sig í vinnslu verð­mætra jarð­efna. Hug­sjón hans var að Ísland yrði ekki eft­ir­bátur ann­arra landa þegar kæmi að náma­grefti. Í því skyni kom hann að rann­sóknum á silf­ur­bergi við Reyð­ar­fjörð og á kola­lögum víða um land.

Gróð­anum ráð­stafað

Ekki er að efa að koma Helga til lands­ins hafi átti sinn þátt í því að hópur athafna­manna stofn­aði hluta­fé­lagið Málm­leit um mitt ár 1921. Félagið gerði flókna samn­inga við bæj­ar­stjórn Reykja­víkur um leyfi til rann­sókna víðs vegar í Vatns­mýr­inni og voru ýmis ákvæði sett um for­kaups­rétt bæj­ar­ins að drjúgum hluta í félag­inu ef til gull­vinnslu kæmi, sem og um greiðslur í bæj­ar­sjóð ef stór­hagn­aður yrði af verk­efn­inu. Að samn­ingum loknum varð fyrsta verk félags­ins að panta öfl­ugan þýskan bor til lands­ins: gull­bor­inn.

Það tók ekki langan tíma fyrir hið nýstofn­aða gull­leit­ar­fyr­ir­tæki að leita af sér allan grun í Vatns­mýr­inni. Hluta­féð varð fljótt á þrotum og starf­sem­inni því sjálf­hætt. Bor­inn fíni lá verk­efna­laus úti í veg­ar­kanti, þar sem hann tók að grotna niður sem óþægi­legur minn­is­varði um mis­heppnað ævin­týri.

Og þó! Á upp­hafs­árum tutt­ug­ustu aldar fóru Íslend­ingar í vax­andi mæli að velta fyrir sér nýt­ing­ar­mögu­leikum jarð­hita. Á nokkrum stöðum á land­inu mátti finna sund­laugar sem nýttu heitt vatn og stöku hug­vits­maður hafði freistað þess að kynda hús sín með heitu vatni eða jarð­gufu. Erlend verk­fræði­rit fluttu fregnir af bæjum og borgum vestan hafs og austan þar sem heitar upp­sprettur voru nýttar ýmist til raf­orku­fram­leiðslu eða hús­hit­un­ar. For­vitni lands­manna var vak­in.

Nýtt hlut­verk

Árið 1928, fjórum árum eftir að gullæðið í Vatns­mýr­inni fór end­an­lega út um þúf­ur, hóf Raf­magns­veita Reykja­víkur bor­anir í Þvotta­laug­un­um. Í fyrstu var ætl­unin að finna gufu sem nýta mætti til að knýja túrbínur en fljót­lega þótti ein­sýnt að skyn­sam­legra væri að dæla upp heitu vatni sem nýta mætti beint til kynd­ingar í Reykja­vík og fyrir fyr­ir­hug­aða Sund­höll í bæn­um. Lauga­veitan svo­kall­aða var tekin í notkun árið 1930 og þótt hún væri smá í sniðum leiddi hún þegar í ljós kosti þess að hita Reykja­vík alla upp með þessum hætti.

Það var vita­skuld gamli gull­bor­inn sem nýttur var við bor­an­irnar í Þvotta­laug­un­um. Hann fékkst ódýrt frá eig­endum Málm­leitar hf. Afar ólík­legt má telja að stjórn­endur Raf­magns­veit­unnar hefðu ráð­ist í að kaupa nýjan og fok­dýran bor til lands­ins um þetta leyti, enda hafði fyr­ir­tækið í næg önnur horn að líta. Því má færa rök fyrir því að mis­heppnuð gull­leit í Vatns­mýri hafi flýtt fyrir hita­veitu­væð­ingu Reykja­víkur og þar með lands­ins alls, jafn­vel um ára­tugi!

Gull­bor­inn sjálfur átti svo eftir að þjóna Reyk­vík­ingum um langt skeið. Hann kom við sögu heita­vatns­bor­ana að Reykjum í Mos­fells­sveit á fimmta ára­tugnum og síðar í Laug­ar­nesi á þeim sjötta. Síð­ast var bor­inn not­aður í Gufu­nesi á árinu 1965. Að því verki loknu var hann lát­inn standa þar og veðr­ast um margra ára skeið meðan þess var beðið að Árbæj­ar­safn hefði efni á að flytja hann til bæj­ar­ins. Frá árinu 1978 hefur Gull­bor­inn verið sýni­legur safn­gestum þar, en þess er þó skammt að bíða að hann flytji enn búferlum því ákveðið hefur verið að koma bornum fyrir á nýju sýn­ing­ar­svæði Orku nátt­úr­unnar í Elliða­ár­dal. Í tengslum við þá flutn­inga munu þessar merku tækni­m­injar fá löngu tíma­bæra and­lits­lyft­ingu og von­andi þann sess sem þær eiga skil­ið.

Höf­undur er sagn­fræð­ingur og fram­bjóð­andi Vinstri grænna í kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og formaður Sósíaldemókrataflokksins.
Kosið til þings í Danmörku 1. nóvember – Frederiksen vill mynda breiða ríkisstjórn
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti á blaðamannafundi í morgun að þingkosningar yrðu haldnar í landinu 1. nóvember, eða eftir tæpar fjórar vikur.
Kjarninn 5. október 2022
Heiðrún Jónsdóttir.
Heiðrún ráðin framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja
Katrín Júlíusdóttir hætti skyndilega sem framkvæmdastjóri SFF um síðustu mánaðamót. Nú hefur nýr framkvæmdastjóri verið ráðinn og hún hefur þegar hafið störf.
Kjarninn 5. október 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 30. þáttur: „Hnattræni þróunariðnaðurinn er mjög yfirgrípandi hugtak yfir mjög fjölbreytilegan geira“
Kjarninn 5. október 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður peningastefnunefndar.
Stýrivextir hækka í níunda skiptið í röð – Nú upp í 5,75 prósent
Stýrivextir hafa verið hækkaðir upp í 5,75 prósent. Greiðslubyrði margra heimila mun fyrir vikið þyngjast. Ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum munu skipta miklu um þróun vaxta á næstu misserum, að sögn peningastefnunefndar.
Kjarninn 5. október 2022
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, formenn ríkissjórnarflokkanna, sendu frá sér yfirlýsingu í apríl þar sem segir að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkissin í Íslandsbanka að sinni. Sú yfirlýsing stendur enn.
Standa enn við að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum í Íslandsbanka
Fjármálaráðherra sagði mikilvægt að halda áfram að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka við kynningu fjárlagafrumvarpsins. Í yfirlýsingu stjórnarflokkanna frá því í vor segir að ekki verði ráðist í sölu á frekari hlutum bankans að sinni. Hún gildir enn.
Kjarninn 5. október 2022
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Örn Bárður Jónsson
Um skjálífi og skjána
Kjarninn 4. október 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar