Hvaða bílar og eldsneyti eru best?

Sigrún Guðmundsdóttir, umhverfis- og auðlindafræðingur, segir að heimilisbíllinn sé að syngja sitt síðasta.

Auglýsing

Nú er komið að því, heim­il­is­bíll­inn fer að syngja sitt síð­asta. Ekki kemur til greina að kaupa bens­ín-, eða dísil­bíl og buddan leyfir ekki raf­magns­bíl. Met­an­bílar hafa reynst vel og ætl­unin er að kaupa einn slík­an. Eft­ir­grennslan hefur leitt í ljós að lítið sem ekk­ert fram­boð er neyslu­grönnum met­an­bíl­um, svo nú er snið­ugt að leita á stærra mark­aðs­svæði, meg­in­landi Evr­ópu. Kannski hafa aðrir svipað í deigl­unni, eða ekki í svo fjar­lægri fram­tíð og upp­lýs­ing­arnar hér að neðan gætu komið sér vel.

Hvaða gæði – hvaða þarf­ir?

Þarf­irnar breyt­ast í tím­ans rás (og ver­öldin lík­a). Þegar mesti ung­æð­is­hátt­ur­inn var runnin af mér, börnin fædd og brjálað að gera, var eina sem skipti máli að kom­ast milli a og b. Eftir að ég fór almenni­lega að tengja eigið líf við umhverf­is­á­hrif, fékk ég mik­inn áhuga á raf­bíl­um. Örsmár raf­bíll sem ég sá í Freiburg í Þýska­landi varð drauma­bíll­inn árið 1992. Árið 2005 náði ég loks­ins að kaupa ásætt­an­legan bíl (þ.e. m.t.t. umhverf­is), keypti met­an/bens­ín­bíl af SORPU (Eini bíll­inn í boð­i). Hann var þó óþarf­lega stór. Næsta og núver­andi bíl keyptum við hjónin í Þýska­landi, enda miklu betra úrval þar. Nú þarf að end­ur­nýja. Meira að segja meðan dæt­urnar tvær voru litl­ar, var alveg nóg að vera á smá­bíl. Þessir litlu bílar okkar voru kraft­litlir, en það var akkúrat ekk­ert vesen og auð­vitað er betra m.t.t. umhverfis að vera á litlum bíl. Það er svo­lítið maus að kaupa bíl erlend­is, en ekk­ert svaka­legt, og viti menn, á vegum Evr­ópu­sam­bands­ins er til leið­ar­vísir um þetta .hér, -mæli með hon­um.

Hann kom að góðu gagni í síð­asta inn­flutn­ingi. Þá er ekki síðra að Neyt­enda­sam­tökin eru hluti ECC Neyt­enda­vernd­ar­nets­ins, þannig að vænt­an­lega er hægt að tala um vanda­mál, ef upp koma við NS á íslensku.

Umhverf­is­hliðin

Grænir (sænskir) mobilistar (grona­mobilist­er.­se) telja að ekki sé væn­legt að skipta yfir í aðeins einn orku­mið­il. Nauð­syn­legt sé að nota ekki ein­göngu raf­magn, heldur einnig lífgas, vetni og plöntu­ol­íu­af­leið­ur. Met­an­bílar (breyttur bens­ín­bíll/tví­orku­bíll) hafa reynst okkur mjög vel, ekk­ert öðru­vísi en bens­ín­bíll , nema að met­ant­ank­ur­inn er lít­ill, þannig að oftar þarf að fylla á. Fann fyrir svolitlu óör­yggi fyrst að dæla, fannst gasið eitt­hvað ótraust, en skv. fræð­unum og reynslu er metanið ekki síðra en bens­ín­ið. 

Metanið (lífgas) stendur langt framar bens­íni og dísli með til­liti til - ja „vist­hæfni“ (það er skárra en að tala um vist­vænt og dap­ur­legt að tala ávallt um „skárri en“). Ekki er verra að metan er alltaf ódýr­ara en bensín (síðan 2005 a.m.k.) og verðið til­tölu­lega stöðugt. Normal­rúmmet­er­inn (Nm3) kostar 156kr (og er á við 1.1L af bens­ín­i). Um þessar mundir eru gerðar kröfur um að álögur á jarð­efna­elds­neyti verði lækk­að­ar, þar sem verðið er orðið svo hátt, yfir 300 kr. lítr­inn, en nær væri að nota líf­gas í meiri mæli á bíla. 

Auglýsing
Flestar teg­undir met­an­bíla eru jafn­framt bens­índrifn­ar, starta á bens­íni, nema vélin sé hituð í 50°C með hreyfil­hitara, þá fer bíll­inn beint yfir á met­an. (var ég að lesa hjá Grænu mobilist­un­um). Ef met­ankútur bíls­ins tæm­ist fer bíll­inn sjálf­krafa yfir á bens­ín. Þetta er sér­stak­lega mik­il­vægt þegar farið er út fyrir höf­uð­borg­ar­svæðið því eina met­an­stöðin utan þess er á Akur­eyr­i. 

Á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eru 4 met­an­stöðvar allar í Reykja­vík, þó að úrgang­ur­inn sem metanið kemur úr, sé af öllu höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Það er einmitt góð til­hugsun og öflug lofts­lags­að­gerð að nota orku úrgangs okk­ar, sem ann­ars verður sér­lega slæm gróð­ur­húsa­loft­teg­und eða, ef ekki finn­ast not fyrir hana, brennd og þar með sóað. Metan­elds­neytið er ekki algott, en það er því miður eng­inn orku­gjafi sem er langt framar öðr­um. Grænu mobilist­arnir rök­styðja þetta ágæt­lega hér.

Hægt er að breyta bens­ín­bíl í met­an/bens­ín­bíl og ósk­andi að það verði greið­fær leið bráð­lega, sér­stak­lega fyrir tekju­lága (meira um rétt­lát umskipti hér).

Umhverf­is­hliðin

Metanið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er svans­merkt og ekki eru fyr­ir­hug­aðar breyt­ingar þar á segir Gunnar Dofri Ólafs­son tals­maður SORPU. Svans­merkið er góður vitn­is­burður um vist­hæfni. Það inni­ber jafn­framt að varan virkar, sem­sagt auk umhverf­iskrafna er gerð krafa um virkni. Þannig þarf þvottur þveg­inn með Svans­merktu þvotta­efni að vera ásætt­an­lega laus við bletti og óhrein­indi og Svans­merkt metan þarf að vera eins orku­ríkt og ómerkt metan­elds­neyti. Ef ég man rétt er miðað við að Svans­merkt vara sé ávallt meðal 30% vist­hæf­ustu vara við­kom­andi vöru­flokks á mark­aði, í þessu til­viki, vöru­flokknum elds­neyti. Nor­ræna umhverf­is­merkið hefur löngu sannað gildi sitt. Að baki því er öfl­ugt nor­rænt sam­starf, mikil sér­þekk­ing og það nýtur trausts hjá almenn­ingi og í atvinnu­líf­inu. Eitt enn verður að nefna. Þegar mögu­legt er að auka vist­hæfni vöru- eða þjón­ustu­flokks eru kröf­urnar til að fá Svans­merkið aukn­ar. Það er því bæði fylgst með vöru­þróun og vist­hæfni kerf­is­bund­ið. 

Gagn­leg­ar/ít­ar- upp­lýs­ingar

Gagn­legar upp­lýs­ingar um bíla ,orku, kostnað og sum umhverf­is­á­hrif má finna á Orku­setri, hér: er t.d. hægt að bera saman orku­eyðslu og kostn­aði raf- og bens­ín­bíls og hér fyrir met­an­bíla: , þarna eru líka upp­lýs­ingar um hvaða met­an­bílar fást á Íslandi. Upp­lýs­ingar um raf­bíla eru líka hér

Þeir sem tala þýsku, sér­stak­lega þeir sem hafa mik­inn áhuga á flottum tækni­trölla­bílum hafa áreið­an­lega gagn af ADACvefn­um, hér um jarð­gas­bíla (sem taka líf­met­an).

Um koldí­oxíð­hlut­leysi líf­met­ans, hverf­andi myndun fín­ryks og köfn­un­ar­efn­is­sam­banda við bruna þess o.fl. hér, og ítar­leg skýrsla.

Sér­lega fróð­leg er skýrsla Börjes­son og félaga um nýt­ingu met­ans á bíla.

Höf­undur er um­hverf­is- og auð­linda­fræð­ing­­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar