Hvaða bílar og eldsneyti eru best?

Sigrún Guðmundsdóttir, umhverfis- og auðlindafræðingur, segir að heimilisbíllinn sé að syngja sitt síðasta.

Auglýsing

Nú er komið að því, heim­il­is­bíll­inn fer að syngja sitt síð­asta. Ekki kemur til greina að kaupa bens­ín-, eða dísil­bíl og buddan leyfir ekki raf­magns­bíl. Met­an­bílar hafa reynst vel og ætl­unin er að kaupa einn slík­an. Eft­ir­grennslan hefur leitt í ljós að lítið sem ekk­ert fram­boð er neyslu­grönnum met­an­bíl­um, svo nú er snið­ugt að leita á stærra mark­aðs­svæði, meg­in­landi Evr­ópu. Kannski hafa aðrir svipað í deigl­unni, eða ekki í svo fjar­lægri fram­tíð og upp­lýs­ing­arnar hér að neðan gætu komið sér vel.

Hvaða gæði – hvaða þarf­ir?

Þarf­irnar breyt­ast í tím­ans rás (og ver­öldin lík­a). Þegar mesti ung­æð­is­hátt­ur­inn var runnin af mér, börnin fædd og brjálað að gera, var eina sem skipti máli að kom­ast milli a og b. Eftir að ég fór almenni­lega að tengja eigið líf við umhverf­is­á­hrif, fékk ég mik­inn áhuga á raf­bíl­um. Örsmár raf­bíll sem ég sá í Freiburg í Þýska­landi varð drauma­bíll­inn árið 1992. Árið 2005 náði ég loks­ins að kaupa ásætt­an­legan bíl (þ.e. m.t.t. umhverf­is), keypti met­an/bens­ín­bíl af SORPU (Eini bíll­inn í boð­i). Hann var þó óþarf­lega stór. Næsta og núver­andi bíl keyptum við hjónin í Þýska­landi, enda miklu betra úrval þar. Nú þarf að end­ur­nýja. Meira að segja meðan dæt­urnar tvær voru litl­ar, var alveg nóg að vera á smá­bíl. Þessir litlu bílar okkar voru kraft­litlir, en það var akkúrat ekk­ert vesen og auð­vitað er betra m.t.t. umhverfis að vera á litlum bíl. Það er svo­lítið maus að kaupa bíl erlend­is, en ekk­ert svaka­legt, og viti menn, á vegum Evr­ópu­sam­bands­ins er til leið­ar­vísir um þetta .hér, -mæli með hon­um.

Hann kom að góðu gagni í síð­asta inn­flutn­ingi. Þá er ekki síðra að Neyt­enda­sam­tökin eru hluti ECC Neyt­enda­vernd­ar­nets­ins, þannig að vænt­an­lega er hægt að tala um vanda­mál, ef upp koma við NS á íslensku.

Umhverf­is­hliðin

Grænir (sænskir) mobilistar (grona­mobilist­er.­se) telja að ekki sé væn­legt að skipta yfir í aðeins einn orku­mið­il. Nauð­syn­legt sé að nota ekki ein­göngu raf­magn, heldur einnig lífgas, vetni og plöntu­ol­íu­af­leið­ur. Met­an­bílar (breyttur bens­ín­bíll/tví­orku­bíll) hafa reynst okkur mjög vel, ekk­ert öðru­vísi en bens­ín­bíll , nema að met­ant­ank­ur­inn er lít­ill, þannig að oftar þarf að fylla á. Fann fyrir svolitlu óör­yggi fyrst að dæla, fannst gasið eitt­hvað ótraust, en skv. fræð­unum og reynslu er metanið ekki síðra en bens­ín­ið. 

Metanið (lífgas) stendur langt framar bens­íni og dísli með til­liti til - ja „vist­hæfni“ (það er skárra en að tala um vist­vænt og dap­ur­legt að tala ávallt um „skárri en“). Ekki er verra að metan er alltaf ódýr­ara en bensín (síðan 2005 a.m.k.) og verðið til­tölu­lega stöðugt. Normal­rúmmet­er­inn (Nm3) kostar 156kr (og er á við 1.1L af bens­ín­i). Um þessar mundir eru gerðar kröfur um að álögur á jarð­efna­elds­neyti verði lækk­að­ar, þar sem verðið er orðið svo hátt, yfir 300 kr. lítr­inn, en nær væri að nota líf­gas í meiri mæli á bíla. 

Auglýsing
Flestar teg­undir met­an­bíla eru jafn­framt bens­índrifn­ar, starta á bens­íni, nema vélin sé hituð í 50°C með hreyfil­hitara, þá fer bíll­inn beint yfir á met­an. (var ég að lesa hjá Grænu mobilist­un­um). Ef met­ankútur bíls­ins tæm­ist fer bíll­inn sjálf­krafa yfir á bens­ín. Þetta er sér­stak­lega mik­il­vægt þegar farið er út fyrir höf­uð­borg­ar­svæðið því eina met­an­stöðin utan þess er á Akur­eyr­i. 

Á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eru 4 met­an­stöðvar allar í Reykja­vík, þó að úrgang­ur­inn sem metanið kemur úr, sé af öllu höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Það er einmitt góð til­hugsun og öflug lofts­lags­að­gerð að nota orku úrgangs okk­ar, sem ann­ars verður sér­lega slæm gróð­ur­húsa­loft­teg­und eða, ef ekki finn­ast not fyrir hana, brennd og þar með sóað. Metan­elds­neytið er ekki algott, en það er því miður eng­inn orku­gjafi sem er langt framar öðr­um. Grænu mobilist­arnir rök­styðja þetta ágæt­lega hér.

Hægt er að breyta bens­ín­bíl í met­an/bens­ín­bíl og ósk­andi að það verði greið­fær leið bráð­lega, sér­stak­lega fyrir tekju­lága (meira um rétt­lát umskipti hér).

Umhverf­is­hliðin

Metanið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er svans­merkt og ekki eru fyr­ir­hug­aðar breyt­ingar þar á segir Gunnar Dofri Ólafs­son tals­maður SORPU. Svans­merkið er góður vitn­is­burður um vist­hæfni. Það inni­ber jafn­framt að varan virkar, sem­sagt auk umhverf­iskrafna er gerð krafa um virkni. Þannig þarf þvottur þveg­inn með Svans­merktu þvotta­efni að vera ásætt­an­lega laus við bletti og óhrein­indi og Svans­merkt metan þarf að vera eins orku­ríkt og ómerkt metan­elds­neyti. Ef ég man rétt er miðað við að Svans­merkt vara sé ávallt meðal 30% vist­hæf­ustu vara við­kom­andi vöru­flokks á mark­aði, í þessu til­viki, vöru­flokknum elds­neyti. Nor­ræna umhverf­is­merkið hefur löngu sannað gildi sitt. Að baki því er öfl­ugt nor­rænt sam­starf, mikil sér­þekk­ing og það nýtur trausts hjá almenn­ingi og í atvinnu­líf­inu. Eitt enn verður að nefna. Þegar mögu­legt er að auka vist­hæfni vöru- eða þjón­ustu­flokks eru kröf­urnar til að fá Svans­merkið aukn­ar. Það er því bæði fylgst með vöru­þróun og vist­hæfni kerf­is­bund­ið. 

Gagn­leg­ar/ít­ar- upp­lýs­ingar

Gagn­legar upp­lýs­ingar um bíla ,orku, kostnað og sum umhverf­is­á­hrif má finna á Orku­setri, hér: er t.d. hægt að bera saman orku­eyðslu og kostn­aði raf- og bens­ín­bíls og hér fyrir met­an­bíla: , þarna eru líka upp­lýs­ingar um hvaða met­an­bílar fást á Íslandi. Upp­lýs­ingar um raf­bíla eru líka hér

Þeir sem tala þýsku, sér­stak­lega þeir sem hafa mik­inn áhuga á flottum tækni­trölla­bílum hafa áreið­an­lega gagn af ADACvefn­um, hér um jarð­gas­bíla (sem taka líf­met­an).

Um koldí­oxíð­hlut­leysi líf­met­ans, hverf­andi myndun fín­ryks og köfn­un­ar­efn­is­sam­banda við bruna þess o.fl. hér, og ítar­leg skýrsla.

Sér­lega fróð­leg er skýrsla Börjes­son og félaga um nýt­ingu met­ans á bíla.

Höf­undur er um­hverf­is- og auð­linda­fræð­ing­­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar