Magnaða metangas, loftslagið og við

Sigrún Guðmundsdóttir, umhverfis- og auðlindafræðingur, segir að ný áhersla á heftingu metanlosunar sem samþykkt var á COP 26 geti hægt verulega á hlýnun loftslags.

Auglýsing

Hvaða áhrif ætli COP 26 hafi á lofts­lags­mál­in? Fréttir af ráð­stefn­unni gefa til kynna að rík­is­stjórnir heims­ins virð­ist seint ætla að gera nóg til þess að stemma stigu við hlýnun jarð­ar. Lofts­lags­vand­inn er ógn­væn­legur - sumir halda því ­jafn­vel fram að nú sé síð­asti séns að afstýra lofts­lags­ham­för­u­m. 

Eitt af því sem gefur von, er ný áhersla á heft­ingu met­an­los­un­ar, því þannig má hægja á hlýnun lofts­lags veru­lega. Þessa áherslu­breyt­ingu má meðal ann­ars merkja á Biden Banda­ríkja­for­seta.

Metan (CH4) er tug­falt öfl­ugri gróð­ur­húsa­loft­teg­und en koldí­oxíð (CO2) og í raun skrítið að það hafi ekki verið hugað betur að heft­ingu los­unar þess en raun ber vitni. Skv. nýlegri ­skýrslu UNEP má einmitt nokkuð auð­veld­lega hægja á hlýnun veru­lega innan 20 – 25 ára, -með því einu að hefta met­an­losun af manna­völdum um tæp­lega helm­ing.

Upp­lýs­inga­óreiða og offram­boð 

Upp­lýs­ingar og gegn­sæi eru mik­il­vægir þættir nútíma­sam­fé­lags en of mikið af mis­vísandi upp­lýs­ingum virkar lam­andi á lýð­ræð­is­sam­fé­lög. Og upp­lýs­ing­ar, hvað þá mót­sagna­kennd­ar, marg­slungnar og flóknar er erfitt að melta hvað þá skilja, vita hvað er rétt eða rangt.

Auglýsing
Offramboð af flestu í mark­aðs­drifnu sam­fé­lagi bætir hér ekki úr skák. Það er erfitt að vita hvaða (gylli)­boð stand­ast vænt­ingar og upp­fylla kröfur um gæði, lágt kolefn­is­spor, gott verð osfrv. Og verð vöru er breyti­legt - svo erfitt er að móta stað­gott verð­mæta­mat. Þessi upp­lýs­inga­óreiða og offram­boð flæk­ist fyrir sam­visku­sömum borg­urum sem vilja leggja sitt af mörkum í bar­átt­unni við lofts­lags­vána.

Mark­mið þess­arar greinar er að vísa á mögu­leika til að hefta met­an­losun á Íslandi, ekki síst fyrir sam­visku­samt lofts­lagskvíðið mann­fólk. 

Lífs­nauð­syn mann­kyns: Nátt­úran

Líf­kerf­in, hvað þá sam­spil þeirra í milli og við hinn líf­vana hluta heims­ins eru gríð­ar­flók­in. ­Þjóð­fé­lög nútím­ans gera hins vegar ríka kröfu um sann­anir fyrir til­vist lofts­lags­vand­ans, og loks er svo kom­ið að þús­und­ir­ ­vís­inda­fólks og rann­sókna hafa sýnt fram á til­vist vand­ans. Það er erfitt að skilja þetta allt sam­an, bara á færi sér­fræð­inga í raun­inni. Í við­bót eru lausn­ar­kerf­in, Kyoto, Par­ís, COP, ETS osfr­v...

Þó við eigum í erf­ið­leikum með að skilja nátt­úr­una grund­vall­ast hún á af­drátt­ar­lausum ófrá­víkj­an­legum grunni sem við köllum nátt­úru­lög­mál. Þau eru stað­reyndir (sem á alls ekki við um mark­aðslög­mál­in) og lífs­nauð­syn að hrófla ekki við þeim . Líf­kerfin og við sem teg­und byggjum á þeim. 

Einfölduð kolefnishringrás. Hlutfall kolefnis(C) í lofti þarf að vera stöðugt

Hvað áhrærir lofts­lags­vand­ann er best að skoða hringrás­ar­lög­mál­ið, kolefn­is­hringrás­ina nánar til­tek­ið. Þ.e. kolefni flyst milli lofts, sjávar og lands. Fyrir iðn­bylt­ingu vor­u kolefn­is­hlut­föll í hólf­unum þremur stöðug á heild­ina litið og líf­kerfin eftir því. Hægt og bít­andi var og er enn kolefn­i ­aukið í lofti sem leiddi af sér keðju­verkun sem ekki sér fyrir end­ann á. Aukið kolefni í lofti veldur hitn­un, sem veldur álagi á líf­kerfi, súrnun sjávar osfrv. Það er í raun nóg að vita þetta og traust leið­ar­ljós að taka ávallt mið af nátt­úru­lög­mál­unum - við almenn­ingur þurfum ekki að meta og skilja allar nið­ur­stöður allra ­rann­sókn­anna eða umræð­una um þær. 

Rétt­lát umskipti

Fyrr á árinu kynntu BSRB, ASÍ og BHM nýja skýrslu: Rétt­lát umskipti, sem félögin stóðu að í sam­floti við syst­ur­fé­lög á Norð­ur­löndum og Þýska­landi. Í skýrsl­unni er kallað eftir rétt­lát­ari skipt­ingu byrða vegna lofts­lags­vand­ans. 

Í skýrsl­unni segir m.a.: „Rétt­lát umskipti í átt að kolefn­is­hlut­lausri fram­tíð er brýn­asta umhverf­is-, sam­fé­lags- og efna­hags­mál sam­tím­ans“ og „ Stjórn­völd þurfa að vera skipu­lögð og fum­laus í aðgerðum og forð­ast að láta mark­að­inn ráða ferð­inni því mark­að­ur­inn er blindur á félags­legar afleið­ingar og hann dýpkar ójöfn­uð­inn sem þegar er til stað­ar­”. 

Ójöfn­uð­ur­inn er aug­ljós þegar raf­bíla­væð­ingin er skoð­uð. Raf­bílar eru vissu­lega mik­il­vægur liður í orku­skipt­unum en því miður ekki á færi allra að kaupa þá. Þrátt fyrir nið­ur­fell­ingu vöru­gjalda og virð­is­auka­skatts af raf­bílum hafa ekki allir efni á þeim. ­Tekju­lágir eiga iðu­lega eldri bíla sem ganga fyrir bens­íni og dísil og greiða þá gjöld sem sett eru á slíka bíla og á jarð­efna­elds­neyt­ið. Sömu álögur þurfa raf­bíla­eig­endur ekki að greiða. Rétt­lát­ara væri að gefa tekju­lágum færi á lofts­lags­hlut­laus­ari kostum á við­ráð­an­legum kjör­um. Und­ir­rituð telur met­an­bíla og aukna vinnslu met­ans vera skyn­sam­legan kost fyrir stjórn­völd að skoða.

Met­an­far­ar­skjótar á umskipta­tím­anum

Á Íslandi er fram­boð á nýjum og not­uðum met­an­bílum frekar lítið og því væri snið­ugt að koma á fót vönd­uðum breyt­ing­ar­verk­stæð­um, þar sem bens­ín­bílum er breytt í met­an/bens­ín­bíla. ­Ríkið myndi síðan nið­ur­greiða breyt­ing­una fyrir tekju­lága og tryggja gæði þjón­ust­unnar því stíft eft­ir­lit er nauð­syn­legt. Þar að auki þyrfti að tryggja met­an­fram­boð til lengri tíma, og halda verð­inu stöð­ugu.

Metanga­s(CH4) er úrgangs­efni ákveð­inna nið­ur­brotsör­ver­a ­sem lifa í súr­efn­is­snauðu umhverfi, en svo heppi­lega vill til fyrir okk­ur, að það er álíka orku­ríkt og bens­ín. Mann­gerð met­an­losun hér­lendis á sér helst stað í land­bún­aði og í vinnslu og með­höndlun úrgangs. Metan er líka álit­legur hluti jarð­gass og lekar úr vinnslu losna út í and­rúms­loft. Eins er algengt að gasleiðslur leki met­an­i. 

Bless­aður úrgang­ur­inn

Þegar matar - og garð­úr­gangur (lífúr­gang­ur) ­lendir í urðun mynd­ast hauggas, m.a. metan sem losn­ar út í and­rúms­loft. Hauggasi er safnað á stærri urð­un­ar­stöð­um, það brennt eða ef kaup­endur fást er metangasið selt (Reykja­vík og Akur­eyr­i). Urðun er hins vegar afleit úr­gangs­með­höndlun m.a. af því að alltaf sleppur álit­legur hluti gass­ins út í and­rúms­loftið þrátt fyrir söfn­un. Af þessum sökum hefur Evr­ópu­sam­bandið tak­markað urðun lífúr­gangs með lög­gjöf. Svíar bönn­uðu meira að segja urðun lífúr­gangs strax 2005. 

Gas- og jarð­gerð 

Með sam­ræmdri gas- og jarð­gerð (SORPA er með einu stöð­ina á Íslandi) næst mjög góð nýt­ing lífúr­gangs. Því nið­ur­brots­ferli er stýrt og öllu metangasi er safn­að, það brennt eða selt sem elds­neyti. Nið­ur­brotsör­ver­urnar (met­an­mynd­andi) og stöðugt umhverfi fyrir þær, er lyk­il­þáttur í gas­gerð. Hvað jarð­gerð áhrærir er nauð­syn­legt að sér­flokka lífúr­gang til að moltan verði gagn­leg í rækt­un. Þetta er löngu þekkt. Sér­flokk­un lífúr­gangs hefur loks­ins verið inn­leidd í íslenska lög­gjöf, þökk sé Evr­ópu­sam­band­inu. Nánar til­tekið er þessi krafa í Hringrás­ar­hag­kerfi­s­pakk­anum sem gefur ansi góðan ramma um með­höndlun úrgangs og fleira. Von­andi næst að koma sér­söfnun á lagg­irnar hvar­vetna á Íslandi árið 2023.

Auglýsing
Jarðgerð ein og sér er líka góð aðferð því þá mynd­ast lítið sem ekk­ert ­metan og orku­inni­hald úrgangs­ins (varmi) flýtir nið­ur­broti hans. Ef þú getur jarð­gert (bokashi ofl. gengur lík­a) er það frá­bært, þá ertu komin í tæri við nátt­úru­hringrás­irn­ar, jafn­vel í læri; um fæðu­keðj­una, nær­ing­ar­efna­hringrás­ir, nið­ur­brot og upp­vöxt að vori… - gott stöff fyrir alla fjöl­skyld­una!

Með­ferð lífúr­gangs getur sem­sagt stuðlað að lofts­lags­vernd, eða öfugt, mögnun hlýn­un­ar.

Að lok­um: Tals­vert hefur verið talað um metan losun úr land­bún­aði. Á stundum hefur umræðan verið mjög pol­ariseruð þar sem bænd­ur, naut­gripir og sauð­kindin eru gerð að blóra­böggli. Von­andi auðn­ast hlut­að­eig­andi að taka höndum saman og leysa verk­efnið far­sæl­lega. Hvað varðar lífúr­gang mætti koma upp svip­uðu kerfi og í Þýska­landi, þar sem þús­undir bænda stunda gas- og áburð­ar­fram­leiðslu, eftir að þýsk stjórn­völd stýrðu þeim í þá átt. 

Vinnum saman í því sem er ger­legt og skyn­sam­legt, það slær á lofts­lagskvíð­ann.

Höf­undur er um­hverf­is- og auð­linda­fræð­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar