Rafmagnsverð hefur tvöfaldast í Noregi

Orkuskorturinn í Evrópu og lítil úrkoma hefur bitnað þungt á norskum heimilum, sem borga nú tvöfalt meira fyrir rafmagn en þau hafa venjulega gert á þessum árstíma. Stjórnvöld hafa brugðist við verðhækkununum með stórfelldum niðurgreiðslum.

Trygve Slagsvold Vedum, fjármálaráðherra Noregs.
Trygve Slagsvold Vedum, fjármálaráðherra Noregs.
Auglýsing

Norsk heim­ili borg­uðu tvö­falt meira fyrir raf­magns­notkun á þriðja árs­fjórð­ungi en þau hafa gert á sama tíma­bili síð­ustu fimm ár. Á sama tíma hefur hið opin­bera hagn­ast á meiri útflutn­ings­verð­mætum olíu og jarð­gass, en rík­is­stjórn Nor­egs hyggst ætla að nið­ur­greiða orku­kostnað til heim­ila þar í landi um allt að helm­ing í vet­ur.

Hátt verð út vet­ur­inn

Sam­kvæmt nýbirtum tölum frá norsku hag­stof­unni (SSB) nam með­al­verðið á raf­orku rúm­lega 76 norskum aur­um, eða um 11,5 íslenskum krón­um, á hverja kílóvatt­stund. Til sam­an­burðar nemur raf­orku­verðið hér­lendis um 5 til 7 krónum á kílóvatt­stund, sam­kvæmt reikni­vél Orku­set­urs.

Verð­hækk­an­irnar eru lang­mestar í suð­ur­hluta lands­ins, en sam­kvæmt nýlegri frétt norska rík­is­út­varps­ins (NRK) var raf­orku­verð í Suð­ur­-Nor­egi allt að 13-falt dýr­ara en í Norð­ur­-Nor­egi á tíma­bili í síð­asta mán­uði. Búast má við að verðið muni hald­ast hátt út þennan vetur og ekki lækka fyrr en í apríl á næsta ári, segir yfir­maður grein­inga hjá norska fyr­ir­tæk­inu Volue Insight í sam­tali við NRK.

Auglýsing

Orku­skortur og þurrt sumar

Orku­mála­ráðu­neyti Nor­egs segir ástæð­una fyrir verð­hækk­un­unum vera tví­þætt­ar. Ann­ars vegar fylgi það orku­verð í öðrum Evr­ópu­lönd­um, sem hefur hækkað tölu­vert á síð­ustu mán­uðum vegna minnk­andi orku­birgða, sér­stak­lega í formi kola og jarð­gass.

Hins vegar hafi lítil úrkoma í Nor­egi í sumar leitt til þess að minna vatn sé í uppi­stöðu­lón­unum þar í landi heldur en venju­legt er á þessum árs­tíma. Þetta gildi sér­stak­lega fyrir Vest­ur­-Nor­eg, þar sem haustið hefur verið óvenju þurrt.

Bjóða nið­ur­greiðslur og bætur

Norska rík­is­stjórnin hefur boðað miklar nið­ur­greiðslur á orku­verði til heim­ila þar í landi, en í síð­ustu viku til­kynnti Trygve Slags­vold Ved­um, fjár­mála­ráð­herra lands­ins, að raf­orkan yrði nið­ur­greidd um tæpan helm­ing frá jan­úar til mars á næsta ári.

Á hinum vetr­ar­mán­uð­unum sagði Vedum að nið­ur­greiðslan myndi nema um níu pró­sent­um. Alls munu greiðsl­urnar nema 2,9 millj­örðum norskra króna, eða um 44 millj­örðum íslenskra króna, í fjár­lögum næsta árs.

Einnig hafa rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir tveir, Verka­manna­flokk­ur­inn og norski Mið­flokk­ur­inn, lagt fram frum­varp á norska Stór­þing­inu um auknar bóta­greiðslur til lág­tekju­heim­ila sem búa á þeim lands­svæðum þar sem orku­verðið hefur hækkað hvað mest. Sam­kvæmt miðl­inum E24 myndi þetta þýða að allt að 66 þús­und heim­ili í Suð­ur- og Vest­ur­-Nor­egi gætu fengið allt að þrjú þús­und norskar krón­ur, eða um 45 þús­und íslenskar krón­ur, auka­lega í bæt­ur.

Útflutn­ingur á olíu og jarð­gasi stór­eykst

Á sama tíma og norsk heim­ili borga meira fyrir raf­ork­una sína hefur norska ríkið hagn­ast tölu­vert á auknum orku­út­flutn­ingi til ann­arra Evr­ópu­landa. Sam­kvæmt nýrri frétt frá E24var útflutn­ings­verð­mæti jarð­gass í síð­asta mán­uði fimm­falt meira en það var á sama tíma í fyrra. Sömu­leiðis hefur olíu­út­flutn­ingur aukist, en útflutn­ings­verð­mæti þess var 70 pró­sent meira í októ­ber en það var fyrir rúmu ári síð­an.

Norska ríkið á tvo þriðju af öllu hlutafé olíu- og gas­fram­leið­and­ans Equin­or, sem skil­aði um 10 millj­örðum Banda­ríkja­dala í hagn­aði á síð­asta árs­fjórð­ungi. Það jafn­gildir 152 millj­örðum íslenskra króna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Skrítið ef „enginn staður á Íslandi kæmi til greina fyrir vindorku“
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir að tvöfalda þurfi orkuframleiðslu á Íslandi „hið minnsta“ til að ná fram orkuskiptum. Íslendingar séu langt á eftir öðrum þegar komið að vindorkunni.
Kjarninn 2. desember 2022
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar.
Samfylkingin mælist með yfir 20 prósent fylgi og hefur ekki mælst stærri í áratug
Fylgi Samfylkingarinnar hefur rúmlega tvöfaldast frá því að kosið var síðasta fyrir rúmu ári síðan. Flokkurinn mælist nú með 21,1 prósent fylgi hjá Gallup. Framsókn hefur ekki mælst minni á kjörtímabilinu og Vinstri græn eru í miklum öldudal.
Kjarninn 1. desember 2022
Esjan á vetrardegi. Félagið Esjuferja ehf. vill reisa kláf upp á fjallið.
Hugmyndir um kláf upp á Esjuna verða teknar til skoðunar á ný
Félagið Esjuferja hefur óskað eftir því við borgina að fá lóðir leigðar undir farþegakláf upp á Esjubrún. Borgarráð samþykkti í dag að leggja mat á raunhæfni hugmyndanna, sem eru ekki nýjar af nálinni.
Kjarninn 1. desember 2022
Jón Ólafur Ísberg
Nýr þjóðhátíðardagur
Kjarninn 1. desember 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - „Það er enginn að fara hakka mig”
Kjarninn 1. desember 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Sýndu þakklæti í verki 感恩图报
Kjarninn 1. desember 2022
Kísilverksmiðjan í Helguvík verður líklega flutt, eða fundið nýtt hlutverk, samkvæmt tilkynningu Arion banka.
„Allt útlit fyrir“ að kísilverið í Helguvík verði ekki gangsett á ný
Arion banki og PCC hafa slitið viðræðum um möguleg kaup PCC á kísilverksmiðjunni í Helguvík. Einnig hefur Arion sagt upp raforkusamningi við Landsvirkjun, þar sem framleiðsla kísils var forsenda samningsins.
Kjarninn 1. desember 2022
Dagur B. Eggertsson er sem stendur borgarstjóri í Reykjavík. Einar Þorsteinsson mun taka við því embætti síðar á kjörtímabilinu.
Sá hluti Reykjavíkurborgar sem rekinn er fyrir skattfé tapaði 11,1 milljarði á níu mánuðum
Vaxtakostnaður samstæðu Reykjavíkurborgar var 12,1 milljarði króna hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir á fyrstu níu mánuðum ársins. Samstæðan skilar hagnaði, en einungis vegna þess að matsvirði félagslegs húsnæðis hækkaði um 20,5 milljarða króna.
Kjarninn 1. desember 2022
Meira úr sama flokkiErlent