Rafmagnsverð hefur tvöfaldast í Noregi

Orkuskorturinn í Evrópu og lítil úrkoma hefur bitnað þungt á norskum heimilum, sem borga nú tvöfalt meira fyrir rafmagn en þau hafa venjulega gert á þessum árstíma. Stjórnvöld hafa brugðist við verðhækkununum með stórfelldum niðurgreiðslum.

Trygve Slagsvold Vedum, fjármálaráðherra Noregs.
Trygve Slagsvold Vedum, fjármálaráðherra Noregs.
Auglýsing

Norsk heim­ili borg­uðu tvö­falt meira fyrir raf­magns­notkun á þriðja árs­fjórð­ungi en þau hafa gert á sama tíma­bili síð­ustu fimm ár. Á sama tíma hefur hið opin­bera hagn­ast á meiri útflutn­ings­verð­mætum olíu og jarð­gass, en rík­is­stjórn Nor­egs hyggst ætla að nið­ur­greiða orku­kostnað til heim­ila þar í landi um allt að helm­ing í vet­ur.

Hátt verð út vet­ur­inn

Sam­kvæmt nýbirtum tölum frá norsku hag­stof­unni (SSB) nam með­al­verðið á raf­orku rúm­lega 76 norskum aur­um, eða um 11,5 íslenskum krón­um, á hverja kílóvatt­stund. Til sam­an­burðar nemur raf­orku­verðið hér­lendis um 5 til 7 krónum á kílóvatt­stund, sam­kvæmt reikni­vél Orku­set­urs.

Verð­hækk­an­irnar eru lang­mestar í suð­ur­hluta lands­ins, en sam­kvæmt nýlegri frétt norska rík­is­út­varps­ins (NRK) var raf­orku­verð í Suð­ur­-Nor­egi allt að 13-falt dýr­ara en í Norð­ur­-Nor­egi á tíma­bili í síð­asta mán­uði. Búast má við að verðið muni hald­ast hátt út þennan vetur og ekki lækka fyrr en í apríl á næsta ári, segir yfir­maður grein­inga hjá norska fyr­ir­tæk­inu Volue Insight í sam­tali við NRK.

Auglýsing

Orku­skortur og þurrt sumar

Orku­mála­ráðu­neyti Nor­egs segir ástæð­una fyrir verð­hækk­un­unum vera tví­þætt­ar. Ann­ars vegar fylgi það orku­verð í öðrum Evr­ópu­lönd­um, sem hefur hækkað tölu­vert á síð­ustu mán­uðum vegna minnk­andi orku­birgða, sér­stak­lega í formi kola og jarð­gass.

Hins vegar hafi lítil úrkoma í Nor­egi í sumar leitt til þess að minna vatn sé í uppi­stöðu­lón­unum þar í landi heldur en venju­legt er á þessum árs­tíma. Þetta gildi sér­stak­lega fyrir Vest­ur­-Nor­eg, þar sem haustið hefur verið óvenju þurrt.

Bjóða nið­ur­greiðslur og bætur

Norska rík­is­stjórnin hefur boðað miklar nið­ur­greiðslur á orku­verði til heim­ila þar í landi, en í síð­ustu viku til­kynnti Trygve Slags­vold Ved­um, fjár­mála­ráð­herra lands­ins, að raf­orkan yrði nið­ur­greidd um tæpan helm­ing frá jan­úar til mars á næsta ári.

Á hinum vetr­ar­mán­uð­unum sagði Vedum að nið­ur­greiðslan myndi nema um níu pró­sent­um. Alls munu greiðsl­urnar nema 2,9 millj­örðum norskra króna, eða um 44 millj­örðum íslenskra króna, í fjár­lögum næsta árs.

Einnig hafa rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir tveir, Verka­manna­flokk­ur­inn og norski Mið­flokk­ur­inn, lagt fram frum­varp á norska Stór­þing­inu um auknar bóta­greiðslur til lág­tekju­heim­ila sem búa á þeim lands­svæðum þar sem orku­verðið hefur hækkað hvað mest. Sam­kvæmt miðl­inum E24 myndi þetta þýða að allt að 66 þús­und heim­ili í Suð­ur- og Vest­ur­-Nor­egi gætu fengið allt að þrjú þús­und norskar krón­ur, eða um 45 þús­und íslenskar krón­ur, auka­lega í bæt­ur.

Útflutn­ingur á olíu og jarð­gasi stór­eykst

Á sama tíma og norsk heim­ili borga meira fyrir raf­ork­una sína hefur norska ríkið hagn­ast tölu­vert á auknum orku­út­flutn­ingi til ann­arra Evr­ópu­landa. Sam­kvæmt nýrri frétt frá E24var útflutn­ings­verð­mæti jarð­gass í síð­asta mán­uði fimm­falt meira en það var á sama tíma í fyrra. Sömu­leiðis hefur olíu­út­flutn­ingur aukist, en útflutn­ings­verð­mæti þess var 70 pró­sent meira í októ­ber en það var fyrir rúmu ári síð­an.

Norska ríkið á tvo þriðju af öllu hlutafé olíu- og gas­fram­leið­and­ans Equin­or, sem skil­aði um 10 millj­örðum Banda­ríkja­dala í hagn­aði á síð­asta árs­fjórð­ungi. Það jafn­gildir 152 millj­örðum íslenskra króna.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiErlent