Í grunninn er þetta ekki flókið heldur fáránlega einfalt

Þórunn Wolfram Pétursdóttir segir að Íslendingar virðist ekki vera með mikilvægi íslenskra vistkerfa á hreinu – einkum þegar kemur að loftslags- og náttúruvernd. Því þurfi að breyta.

Auglýsing

Við mann­fólkið höfum raskað kolefn­is­hringrás jarðar með því að seil­ast djúpt í iður hennar og brenna líf­rænt kolefn­i/jarð­efna­elds­neyti sem mamma jörð var fyrir löngu búin að taka úr umferð. Við losum þannig mun meiri koltví­sýr­ing út í and­rúms­loftið en vist­kerfi jarðar í hafi og á landi hafa tök á að binda á ný. Við bæt­ist svo gríð­ar­leg rösk­un/eyð­ing jarð­vegs og gróð­urs sem hefur stór­lega skert getu vist­kerfa á landi til að varð­veita og binda kolefni. Í grunn­inn er þetta nú ekki flókn­ara en svo, þó það sé æði marg­þætt verk­efni að ná kolefn­is­jafn­væg­inu á ný.

Ísland er eitt af vist­fræði­lega verst förnu löndum Evr­ópu

Meira en helm­ingur íslenskra vist­kerfa er í hnign­uðu ástandi af okkar völd­um, bæði þurr­lendi og vot­lendi. Við erum bara svo vön ásýnd Íslands svona að við höldum flest að þetta sé í besta lagi. En, svo er ekki. Núver­andi ástand lands­ins okkar er markað ósjálf­bærri land­nýt­ingu fyrri alda vegna þess að við skildum ekki vist­fræði­leg tak­mörk þess. Það villti fyrir okkur hvað landið var frjósamt. Sáum ekki fyrir rof­gjarnan jarð­veg, sam­spil norð­lægrar hnatt­stöðu og veð­ur­fars og ýmsa nátt­úru­vá. Rann­sóknir sýna að jarð­vegs­yf­ir­borð var stöðugt fyrir land­nám, það var fyrst og fremst land­nýt­ingin sem raskaði jafn­vægi í hringrásum vist­kerf­anna og veikti gróð­ur­þekju þeirra svo vatn og vindur áttu greiða leið að jarð­veg­inum – þá varð fjand­inn laus!

Núver­andi staða er sú að fram­ræsla vot­lendis hefur skert og sundrað búsvæðum dýra og plantna og leitt til stór­felldrar los­unar á gróð­ur­húsa­loft­teg­und­um. Birki­skóg­lendi og víði­kjarri hefur verið eytt með nei­kvæðum afleið­ingum fyrir þær líf­verur sem þar búa og jafn­framt hefur geta vist­kerfa til að stand­ast áföll, eins og ösku­fall og sand­fok, skerst og hætta á eyð­ingu gróð­urs og jarð­vegs auk­ist. Ósjálf­bær land­nýt­ing hefur líka leitt til hnign­unar og eyð­ingar mólendis og dreif­ing fram­andi ágengra líf­vera er sums­staðar ógn við nátt­úru­leg vist­kerfi.

Auglýsing

Skóg­rækt er land­bún­að­ur, end­ur­heimt birki­skóga er nátt­úru­vernd

Það er ekki öllum ljóst að vernd og end­ur­heimt vist­kerfa er ein umfangs­mesta nátt­úru­vernd­ar- og lofts­lags­að­gerð sem Ísland getur ráð­ist í. Það kemur samt mjög skýrt fram í 1 gr. laga 60/2013 um nátt­úru­vernd. Þar seg­ir:

Mark­mið laga þess­ara er að vernda til fram­tíðar fjöl­breytni íslenskrar nátt­úru, þar á meðal líf­fræði­lega og jarð­fræði­lega fjöl­breytni og fjöl­breytni lands­lags. Þau eiga að tryggja eftir föngum þróun íslenskrar nátt­úru á eigin for­sendum og verndun þess sem þar er sér­stætt eða sögu­legt og einnig stuðla að end­ur­heimt raskaðra vist­kerfa og auknu þoli íslenskra vist­kerfa gegn nátt­úru­ham­förum og hnatt­rænum umhverf­is­breyt­ing­um.“

Þetta þýðir á manna­máli að skóg­rækt með inn­fluttum teg­und­um, eins og stafa­f­uru, greni, lerki eða ösp, fellur ekki undir þessa skil­grein­ingu og er því ekki nátt­úru­vernd­ar­að­gerð. Enda er skóg­rækt land­bún­að­ur. Atvinnu­grein rétt eins og fisk­eldi og á að vera skipu­lögð og með­höndluð í takt við það. Ekk­ert kjaftæði.

Hvað er end­ur­heimt vist­kerfa?

End­ur­heimt vist­kerfa felur í sér að vinna með nátt­úr­unni og styrkja og efla hennar ferla svo hún geti náð kröftum á ný. Þannig dregur líka úr losun frá landi og kolefn­is­forði í jarð­vegi og gróðri bygg­ist aftur upp. Með end­ur­heimt vist­kerfa eflum við líka getu og við­náms­þrótt nátt­úr­unnar til að stand­ast alls konar álag, svo sem af völdum ösku­falls, flóða og ann­arrar nátt­úru­vár. End­ur­heimt fram­ræsts vot­lendis snýst fyrst og fremst um að hækka vatn­stöðu á ný og end­ur­heimta líf­ríki vot­lend­is­ins (s.s. plöntur og fugla) sam­hliða því að stöðv­a/­draga úr los­un. End­ur­heimt þurr­lendis­vist­kerfa felur í sér að hjálpa nátt­úr­unni að hjálpa sér sjálf með eins litlum inn­gripum og hægt er. Við þurfum að miða öll inn­grip við að þau séu sem væg­ust en skili sem mestum árangri til langs tíma. Reyndar þurfa inn­gripin stundum að vera stór­tæk í byrjun en loka­mark­miðið er alltaf það sama – sjálf­bær, virk og fjöl­breytt vist­kerfi. Dæmi um vernd­ar- og end­ur­heimt­ar­verk­efni eru aukin útbreiðsla birki­skóg­lendis í Þórs­mörk, og víð­ar, verndun birki­torfa, svo sem í Áslákstungum í Þjórs­ár­dal, stöðvun sand­foks inn í Dimmu­borgir í Mývatns­sveit sem og fjöl­mörg önnur verk­efni sem hafa verið unnin af bænd­um, land­not­endum og fleiri aðilum um allt land síð­ustu ára­tug­ina.

Ára­tugur end­ur­heimtar vist­kerfa

Sam­ein­uðu þjóð­irnar hafa lýst ára­tug­inn 2021-2030 ára­tug end­ur­heimtar vist­kerfa. Það er ákall um heims­á­tak í verndun og end­ur­heimt vist­kerfa í þágu fólks og nátt­úru. Ein­hverra hluta vegna virð­umst við Íslend­ingar ekki vera með ástand og mik­il­vægi íslenskra vist­kerfa alveg á hreinu, einkum þegar kemur að lofts­lags- og nátt­úru­vernd. Því þarf að breyta. Íslensk stjórn­völd, fyr­ir­tæki og ein­stak­lingar þurfa að bregð­ast kröft­ugar við ákalli Sam­ein­uðu þjóð­anna og setja stór­aukin þunga í lofts­lags­að­gerðir sem stuðla að nátt­úru­vernd sam­hliða sam­drætti í losun og/eða auk­inni kolefn­is­bind­ingu.

Höf­undur er PhD í umhverf­is­fræðum og sviðs­stjóri hjá Land­græðsl­unni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar