Auglýsing

Stór­tíð­indi birt­ust í nýjum Þjóð­ar­púlsi Gallup á mið­viku­dag. Þar kom fram að 47 pró­sent lands­manna styðji aðild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu en að ein­ungis 33 pró­sent eru henni mót­falln­ir. Fimmt­ungur hafði ekki mótað sér skýra afstöðu.

Ástæða þess að þetta eru stór­tíð­indi er sú að það hefur ekki mælst meiri­hluti fyrir aðild að Evr­ópu­sam­band­inu hér­lendis frá árinu 2009. Ekki nóg með það heldur hefur það hlut­fall sem mælst hefur hlynnt inn­göngu Íslands í sam­bandið ekki mælst meira en rúm­lega 37 pró­sent í mán­að­ar­legum könn­unum sem MMR fram­kvæmdi frá 2011 og út síð­asta ár. Í síð­ustu könnun fyr­ir­tæk­is­ins, sem var gerð í des­em­ber í fyrra, mæld­ist stuðn­ing­ur­inn 30,4 pró­sent en 44,1 pró­sent voru á mót­i. 

Á þessu ári einu saman hefur því stuðn­ingur lands­manna við inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið því auk­ist um meira en helm­ing, á meðan að stað­fest and­staða við hana hefur dreg­ist saman um þriðj­ung.

Sýni­leg­asta ástæðan fyrir þessum aukna stuðn­ingi eru ytri aðstæð­ur, sér­stak­lega inn­rás Rússa í sjálf­stæða og full­valda Úkra­ínu. Við­búið er að vest­rænt og her­laust lýð­ræð­is­ríki eins og Ísland horfi til þess að auka alþjóð­legt sam­starf við vina­þjóðir þegar slíkur veru­leiki teikn­ast upp. Evr­ópu­sam­bandið er enda frið­ar­banda­lag, stofnað og stækkað til að tvinna saman hags­muni landa sem höfðu verið meira og minna í stríði í árhund­ruð og tryggja stöð­ug­leika og lífs­kjara­sókn í álf­unn­i. 

Brex­it-­veg­ferðin hefur líka sýnt að grasið er sann­ar­lega ekki alltaf grænna hjá þeim sem kjósa að standa ein­ir. ­Stjórn­mál lands­ins hafa verið und­ir­lögð af úrlausn máls­ins árum saman og önnur brýn mál­efni fyrir vikið á hak­an­um. Efna­hags­legar afleið­ingar útgöngu Breta úr sam­band­inu hafa svo verið hörmu­leg­ar. Ný grein­ing sýnir að við­skipti með vörur og þjón­ustu hafa dreg­ist saman um 14,9 pró­sent vegna Brex­it. Og að útflutn­ingur Breta hafi dreg­ist meira saman en inn­flutn­ingur þeirra á vörum ann­arra ríkja. 

Orku­full­veldi áfram í okkar höndum

Ein­hverjir hafa ályktað sem svo að miklar hækk­anir á orku­verði innan Evr­ópu síð­ustu miss­eri hefðu átt að gera Íslend­inga frá­hverfari aðild en ella. Fyrir þá er nið­ur­staða Þjóð­ar­púls Gallup mikið áfall, enda hefur sá hópur reynt að klæða orku­mál í ein­hvers­konar full­veld­is­bar­áttu­bún­ing á síð­ustu árum.

Sú nálgun krist­all­að­ist í súr­r­eal­ískri umræðu og átökum um hinn svo­kall­aða þriðja orku­pakka Evr­ópu­sam­bands­ins á árinu 2019. Alþingi Íslands var tekið í gísl­ingu og valdir fjöl­miðlar höm­uð­ust á þjóð­inni með inni­stæðu­lausum hræðslu­á­róðri. Á þeim tíma sem er lið­inn frá því að málið var loks afgreitt á Alþingi hefur ekk­ert af því hræði­lega sem boðað var ræst. For­ræði á auð­lind­um, virkj­unum og orku­fyr­ir­tækjum er enn að öllu leyti eins enda sner­ist inn­leið­ingin fyrst og fremst um aukna neyt­enda­vernd og virk­ari sam­keppni. Orku­verð til heim­ila og fyr­ir­tækja er áfram sem áður lágt hér í öllum sam­an­burði og hefur ekki hækkað í neinum takti við það sem gerst hefur á meg­in­landi Evr­ópu. 

Auglýsing
Ísland er enda eyja með lokað raf­orku­kerfi. Engin sæstrengur tengir Ísland við raf­­orku­­markað Evr­­ópu og því er ómög­u­­legt sem stendur að selja þá orku sem er fram­­leidd hér, og er að upp­i­­­stöðu í eigu opin­berra aðila eða almenn­ings í gegnum líf­eyr­is­­sjóði, út fyrir land­­stein­ana. Engin krafa verður gerð um slíka teng­ingu í aðild­ar­við­ræðum við Evr­ópu­sam­band­ið. Ákvörðun um lagn­ingu sæstrengs verður aldrei tekin af öðrum en lýð­ræð­is­lega kjörnum íslenskum stjórn­­völd­um utan aðild­ar­við­ræð­anna.

Útgerð­ar­menn farnir að tala fyrir tolla­leysi

Þetta vitum við vegna þess að Ísland hefur auð­vitað áður sótt um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu. Það var gert árið 2009, í kjöl­far banka­hruns­ins og þess að fyrsta tveggja flokka vinstri­st­jórn lýð­veld­is­sög­unn­ar, undir for­sæti Jóhönnu Sig­urð­ar­dótt­ur, tók við völd­um. Þá var ekki gerð nein krafa um teng­ingu við evr­ópskan orku­markað og hún yrði ekki heldur gerð nú.

Und­an­þágu­kröfur okkar þá snéru að uppi­stöðu að því að tryggja sér­lausnir fyrir sjáv­ar­út­veg. Ótt­anum við að ein­hverjir aðrir en íslenskir kvóta­kóng­ar, sem greiða sér árlega meira í arð en í skatta og gjöld, fengu að veiða fisk var haldið að þjóð­inni og lýst sem martraða­kenndri stöðu sem hvert íslenskt manns­barn ætti að missa svefn yfir.

Í dag blasir við að íslensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki eru stór­leik­endur í evr­ópskum sjáv­ar­út­vegi og ekk­ert bendir til ann­ars en að þau myndu styrkja þá stöðu frekar en hitt við inn­göngu. Enda er for­ysta grein­ar­innar farin að kalla eftir því að íslensk stjórn­völd beiti sér fyrir tollaí­viln­unum inn á Evr­ópu­sam­band­ið. Það gerði Gunn­þór Ingva­son, for­stjóri Síld­ar­vinnsl­unn­ar, á upp­gjörs­fundi á fimmtu­dag. „Það er mikil neysla á mak­ríl og síld á þeim mörk­uðum en við búum við tolla sem skerða okkar sam­keppn­is­hæfni þar,“ sagði Gunn­þór og kall­aði eftir því að barist yrði fyrir því að þeir yrðu felldir nið­ur.

Stærsti eig­andi Síld­ar­vinnsl­unnar er Sam­herji, stærsta sjáv­ar­út­veg­sam­stæða lands­ins. Stjórn­ar­for­maður hennar er Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri og einn helsti eig­andi Sam­herja. Gunn­þór myndi aldrei tala með þeim hætti sem hann gerði án þess að það hugn­að­ist Þor­steini Má.

Þeir tollar sem Gunn­þór kallar eftir að losna við myndu hverfa ef gengið yrði í Evr­ópu­sam­band­ið.  

Sveigj­an­leik­inn skilar okkur engu

Stóra málið fyrir venju­lega Íslend­inga og stærstan hluta atvinnu­lífs­ins eru þó gjald­miðla­mál. Krónan rýrir lífs­gæði og tæki­færi þeirra umfram það sem þau gætu ver­ið.

Elskendur krónu halda því fram að sjálf­stæður gjald­mið­ill veiti okkur mik­inn og æski­legan sveigj­an­leika. Að hægt sé að taka út hag­sveiflur með öðrum hætti en atvinnu­leysi. Á manna­máli þýðir það að þegar við höfum gert efna­hags­leg mis­tök er hægt að láta krón­una veikj­ast og láta venju­legt launa­fólk og fyr­ir­tæki sem gera alfarið upp í krónum bera þann kostn­að. 

Auglýsing
Þannig er raun­veru­leik­inn hins vegar ekki. Síð­ast­liðin ár höfum við rekið fyr­ir­komu­lag sem má kalla króna á hækj­um. Krónan flýtur ekki frjáls og fær ekki á lúta lög­­­málum frjálsra gjald­eyr­is­við­­skipta, heldur er studd með þjóð­­ar­var­úð­­ar­tækj­um. Lengi vel voru það fjár­magns­höft en á síð­ustu árum þau að Seðla­bank­inn beitir tæp­lega 900 millj­arða króna gjald­eyr­is­vara­forða til að draga úr sveiflum í gengi.

Þetta fyr­ir­komu­lag hefur hvorki nýst til að verja okkur fyrir atvinnu­leysi né verð­bólgu sem leiðum til að taka út efna­hags­lega aðlög­un. Atvinnu­leysi var þegar komið í hærra hlut­fall fyrir kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn en það hafði verið síðan 2012 og reis hæst upp í 12,8 pró­sent á meðan að á far­aldr­inum stóð. Nú er það 5,2 pró­sent sem er hærra en það var áður en far­ald­ur­inn skall á. Á sama tíma er verð­bólgan 6,2 pró­sent og hefur ekki verið meiri í ára­tug. Hún mun án nokk­urs vafa aukast enn frek­ar. 

Þess utan má benda á að í far­aldr­inum var blásin upp mun stærri hluta­bréfa­bóla hér­lendis en ann­ars­staðar vegna sér­tækra aðgerða Seðla­banka Íslands, sem nýtt­ist aðal­lega fjár­magns­eig­endum til að verða enn rík­ari. Á baki hennar á að greiða út hátt í 300 millj­arða króna í arð og end­ur­kaup á bréfum vegna síð­ustu tveggja ára úr, að mestu, þjón­ustu­fyr­ir­tækj­unum sem mynda Kaup­höll Íslands. Erfitt er að sjá hvaða hag venju­legt launa­fólk eða þorri atvinnu­lífs á Íslandi hefur af þeirri veg­ferð.

Sam­an­dregið er ávinn­ing­ur­inn af því að vera með örgjald­miðil eng­inn fyrir flesta Íslend­inga. Hann gagn­ast helst stroku­sam­fé­lagi hags­muna­afla og hluta fjár­magns­eig­enda sem hefur umfram aðgengi að tæki­­færum, upp­­lýs­ingum og pen­ingum ann­­arra til að hagn­ast á gjald­eyr­is­braski með til­færslu á pen­ingum inn og út úr land­inu á réttum tíma­punkt­um.

Þess utan er hægt að meta beina kostn­að­inn af krón­unni á hund­ruð millj­arða króna á ári, aðal­lega vegna þess að háu vext­irnir sem hún útheimtir gera allt fjár­magn dýr­ara en ann­ars­staðar fyrir rík­is­sjóð, sveit­ar­fé­lög, heim­ili og fyr­ir­tæki.

Lítil erlend fjár­fest­ing vegna krónu

Vart er hægt að halda því fram að atvinnu­lífið njóti góðs að því að vera utan Evr­ópu­sam­bands­ins og því að halda í krón­una. Öll stærstu fyr­ir­tæki lands­ins hafa fyrir löngu yfir­gefið hana og gera upp í öðrum myntum til að fá betri kjör og meiri stöð­ug­leika. Það á við um sjáv­ar­út­veg, stærsta flug­fé­lag­ið, skipa­fé­lög og þau íslensku hug­vits­fyr­ir­tæki sem náð hafa mestum árangri á alþjóða­vísu.

Erlendir lang­tíma­fjár­festar setja krón­una það mikið fyrir sig að þeir fjár­festa lítið sem ekk­ert hér­lend­is, utan þeirra sem eru nú að kaupa upp þjóð­hags­lega mik­il­væga inn­viði í fjar­skiptum og þeirra sem fengu að kaupa græna orku fyrir stór­iðj­una sína á spott­prís til margar ára­tuga.

Flestir erlendu fjár­fest­arnir sem koma hingað eru spá­kaup­menn, sem veðja á ákveðna þróun til skamms tíma. Þeir voru margir hverjir fastir í höftum sem voru loks afnumin 2019. Í lok árs 2020 og í byrjun árs 2021 pökk­uðu nokkrir slík­ir, sem höfðu hagn­ast á eft­ir­hreytum banka­hruns­ins, saman og fóru með 115 millj­arða króna úr landi. Veð­máli þeirra var lok­ið. Eigna­staða erlendra aðila hér­lendis var í fyrra­haust sú lægsta sem mælst hafði í átta ár. Í síð­asta birta fjár­mála­stöð­ug­leik­a­ríki Seðla­banka Íslands sagði ein­fald­lega: „Hrein nýfjár­fest­ing fyrir erlent fjár­magn hefur verið meira og minna nei­kvæð síðan á fyrri hluta árs 2020 en verið nálægt núlli sl. tvo mán­uð­i.“

Ef íslensk fjár­fest­ing væri ein­fald­lega evr­ópsk fjár­fest­ing án geng­is­á­hættu væri aðdrátt­ar­afl fjár­fest­inga allt annað og betra.

Atvinnu­líf­inu skortir þjón­ustu

Þá verður seint sagt að íslenskt fjár­mála­kerfi sé að styðja atvinnu­lífið með boð­legum hætti. Útlán til fyr­ir­tækja lands­ins hafa, svo vægt sé til orða tek­ið, staðið á sér á und­an­förnum árum. Í nýj­ustu Pen­inga­málum Seðla­banka Íslands sagði að sam­dráttur væri í útlánum til „fyr­ir­tækja í nær öllum atvinnu­grein­um“. Stóru við­­skipta­­bank­­arnir eru ein­fald­­lega ekki að miðla fjár­­­magni út til fyr­ir­tækj­anna í land­inu. Það er yfir­­lýst stefna þeirra að ein­hverju leyt­i. ­At­hygli einka­banka er fyrst og fremst á því að vinda sig niður og skila pen­ingum til fjár­magns­eig­enda.

Auglýsing
Krónan er þar stórt vanda­mál. Í könnun sem gerð var sum­arið 2019, og var unnin upp úr svörum 735 fyr­ir­tækja sem sótt höfðu um styrk til Tækn­i­­­þró­un­­­ar­­­sjóðs á síð­­­ustu þremur árum fyrir þann tíma, kom fram að 73,5 pró­­­sent aðspurðra töldu að sér­­­ís­­­lenskur gjald­mið­ill hefði nei­­­kvæð áhrif á rekstur nýsköp­un­­­ar­­­fyr­ir­tækja. Rúm­­­lega helm­ing­ur aðspurðra, eða 61 pró­­­sent, töldu að banka­­­þjón­usta á Íslandi hent­aði illa eða mjög illa fyrir nýsköp­un­­­ar­­­fyr­ir­tæki.

Upp­taka evru, aðgengi að evr­ópsku styrkja­kerfi og inn­koma erlendra banka á íslenska mark­að­inn myndi gjör­breyta þess­ari stöð­u. Og laða að erlenda fjár­festa.

Þá er óræddur sá ávinn­ingur neyt­enda sem myndi hljót­ast af því að fá virka sam­keppni um dag­lega nauð­syn­legar vörur og þjón­ustu með inn­komu erlendra aðila á upp­skipta fákeppn­is­mark­aði. Hann yrði gríð­ar­legur í fjöl­breytni, gæðum og verði.

Hvað stendur í vegi?

Ísland er þegar með nokk­urs konar auka­að­ild að því í gegnum samn­ing­inn um Evr­ópska efna­hags­svæðið (EES) sem tók gildi fyrir rúmum 28 árum, án áhrifa á ákvörð­un­ar­töku. Hann tryggir Íslandi aðgengi fyrir vörur sínar og þjón­ustu að 450 milljón manna innri mark­aði Evr­ópu án flestra hind­r­ana gegn því að við aðlögum reglu­verk og lagaum­hverfi að gang­verki þess mark­að­ar. 

Með þeim aðlög­un­ar­kröfum höfum við fengið stjórn­sýslu­lög, upp­­lýs­inga­lög, mann­rétt­indi, neyt­enda­vernd, neyt­enda­úr­bætur og alveg ótrú­­leg við­­skipta­tæki­­færi. Mesta hag­vaxt­ar­skeið Íslands­sög­unnar byggir á þessu aðgengi sem EES-­samn­ing­ur­inn tryggir okk­ur. Og full Evr­ópu­sam­bands­að­ild er rök­rétt fram­hald af hon­um. 

Þegar allt ofan­greint er talið saman þá blasir við að spyrja: Af hverju erum við ekki löngu gengin í Evr­ópu­sam­band­ið?

Stutta svarið er vond ákvörðun í for­tíð­inni, sér­hags­munir og gam­al­dags valdapóli­tík.

Ferli sem skorti stuðn­ing og trú­verð­ug­leika

Vonda ákvörð­unin var sú að sækja um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu árið 2009. Hún eyði­lagði meira fyrir mög­u­­leikum Íslands á að ganga í Evr­­ópu­­sam­­bandið en nokkuð ann­að. 

Vanda­mál Íslands á þessum tíma­punkti voru víð­tæk, og landið stóð veikt. Það átti ekki að vera for­gangs­at­riði að ganga í Evr­ópu­sam­bandið á þeim tíma, heldur eyða öllum kröftum í að takast á við önnur fyr­ir­liggj­andi vanda­mál. Ríki eru í bestu samn­ings­stöð­unni þegar staða þeirra er sterk, ekki þegar þau eru á barmi gjald­þrots. 

Auglýsing
Við bætt­ist að annar stjórn­­­ar­­flokk­­ur­inn – Vinstri græn – var andsnúin aðild, að ekki var meiri­hluti fyrir aðild innan þings og að skoð­ana­kann­­anir sýndu að slíkur meiri­hluti var heldur ekki til staðar hjá þjóð­inni.

Ákvörðun um að fara ekki í tvö­falda þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu, fyrst um hvort sækja ætti um og svo um hvort sam­þykkja ætti fyr­ir­liggj­andi samn­ing, var líka afleit. Slík leið hefði gefið ferl­inu trú­verð­ug­leika sem erfitt hefði fyrir sér­hags­muna­öflin að berja nið­ur. 

Hags­mun­irnir sem verið er að verja

Ljóst má vera að sér­hags­muna­öflin sem ráða flestu á Íslandi beittu sér hart gegn aðild. Það birt­ist meðal ann­ars í kaupum útgerða og Evr­ópu­sam­bandsand­stæð­inga á Morg­un­blað­inu árið 2009, sem var svo beitt mis­kunn­ar­laust með miklum árangri til að grafa undan ferl­inu og verja hags­muni útgerð­ar­fyr­ir­tækja. Blaðið hafði þá mik­inn slag­kraft enda á þeim tíma lesið af um 40 pró­sent lands­manna. Því afli var beitt mis­kunn­ar­laust. Sá slag­kraftur er nú horf­inn, lest­ur­inn kom­inn niður í 18,6 pró­sent og blaðið aðal­lega vett­vangur fyrir inni­halds­laus sífellt fyr­ir­sjá­an­legri gíf­ur­yrði hræddra karla í til­vist­ar­kreppu.

Fyrir kosn­ing­arnar 2013 lof­aði Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, því að þjóð­­ar­at­­kvæða­greiðsla yrði um aðild­­ar­við­ræð­­urnar áður en þeim yrði hætt. Það gerði hann til að friða stóran hóp Evr­­ópu­­sinna innan síns flokks. Þegar á hólm­inn kom sveik Bjarni það lof­orð með þeim rökum að það hefði verið „póli­­tískur ómög­u­­leiki“ að halda slíka þjóð­­ar­at­­kvæða­greiðslu þar sem ráða­­menn beggja stjórn­­­ar­­flokk­anna, Sjálf­­stæð­is­­flokks og Fram­­sókn­­ar, væru á móti aðild. Það varð til þess að lyk­il­­menn úr ranni Evr­­ópu­­sinna yfir­­­gáfu Sjálf­­stæð­is­­flokk­inn. Og stofn­uðu Við­reisn.

Á hinu gráa svæði milli stjórn­mála og atvinnu­lífs á Íslandi hefur verið þög­ult sam­komu­lag um að verja fákeppni, völd og ein­ok­un. Hagur neyt­enda og sam­keppn­is­sjón­ar­mið eru þeim sem þar þríf­ast ekki ofar­lega í huga. Á flestum mörk­uðum starfa þrjú eða fjögur stór fyr­ir­tæki sem er stýrt af „rétta“ fólk­inu og eiga í flestum til­fellum í sam­keppni sem er að uppi­stöðu til mála­mynda. Þannig er hægt að tryggja ítök á sam­fé­lag­inu og stýra því hvar arð­ur­inn af rekstri kerf­anna lend­ir. 

Vandi líf­eyr­is­sjóða

Þá var líf­eyr­is­sjóða­kerf­inu beitt á síð­ustu árum til að tryggja ítök einka­að­ila í þjóð­hags­lega mik­il­vægum fyr­ir­tækjum sem þeir eiga ekki nema að litlum hluta. Sjóð­irnir voru látnir end­ur­fjár­magna íslenskt við­skipta­líf eftir banka­hrunið og borga fyrir end­ur­reisn hluta­bréfa­mark­að­ar. Ströng fjár­magns­höft gerðu það að verkum að þeir gátu ekki ann­að. Það var fátt annað sem þeir gátu keypt fyrir sívax­andi sjóði sína, pen­inga launa­fólks. Fyrir vikið eiga þeir meira og minna um helm­ing af öllum hluta­bréfum í skráðum fyr­ir­tækj­um, án þess að ráða neinu um hvernig þau eru rek­in.

Þegar þeim var loks hleypt úr höftum voru líf­eyr­is­sjóð­irnir fljótir að reka sig lang­leið­ina upp í lög­bundið þak á slíkum fjár­fest­ing­um, sem er helm­ingur eigna þeirra. Sumir eru komnir upp í 43-45 pró­sent og þora ekki að fara hærra vegna þess að litlar sveiflur á gengi krónu gæti gert þá að lög­brjót­um. Stjórn­endur sjóð­anna hafa kallað eftir því að þetta þak verði afnumið en það stendur ekki til. Að hluta til vegna þess að líf­eyr­is­sjóð­irnir eiga 6.550 millj­arða króna og hröð útför þeirra úr krónu­hag­kerf­inu myndi óhjá­kvæmi­lega veikja örgjald­mið­il­inn gríð­ar­lega.

Í nýjum drögum að frum­varpi sem fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyti Bjarna Bene­dikts­sonar hefur kynnt til leiks á að hækka þakið í 65 pró­sent á 15 árum, frá 2024. Það myndi gull­tryggja áfram­hald­andi ítök litlu einka­fjár­fest­anna í bak­poka líf­eyr­is­sjóð­anna yfir íslensku atvinnu­lífi út þann tíma. Þeir myndu áfram þurfa að eiga stóran hlut í skráðum félögum hér­lend­is, en áfram engu ráða um hvernig þau eru rek­in, hvernig laun stjórn­endur þeirra greiða sér eða hvernig bónus­kerfi eru sett upp.

Upp­taka evru með inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið myndi leysa þennan vanda líf­eyr­is­sjóð­anna sam­stund­is. Hann yrði ein­fald­lega ekki lengur til stað­ar.

Pólitiskur ómögu­leiki er ekki lengur til staðar

Helsta póli­tíska afrek varð­manna gamla Íslands, sem fyrst og síð­ast berj­ast gegn kerf­is­breyt­ingum og því að við­halda eigin ítök­um, var þó að láta þá sem raun­veru­lega trúa á umbæt­ur, breyt­ing­ar, frjáls­lyndi og alþjóða­sam­starf nán­ast skamm­ast sín fyrir að ræða hluti eins og Evr­ópu­sam­bands­að­ild opin­ber­lega. Evr­ópu­sam­bands­að­ild sem póli­tískt umfjöll­un­ar­efni hefur virkað eins og boð­flenna í sam­kvæmi sem er stýrt og skipu­lagt af þeim sem ráða. Það sást til að mynda í síð­ustu kosn­ingum þegar Við­reisn bauð upp á illa ígrund­aða til­lögu um tví­hliða samn­ing við Seðla­banka Evr­ópu um að tengja krónu við evru, sem engin for­dæmi eru fyrir né eng­inn sýni­legur áhugi á hjá mót­að­il­an­um.

­Fyrir vikið hafa umbóta­sinn­aðir flokkar tapað sjálf­inu og litið út fyrir að hafa ekki boð­lega efna­hags­lega stefnu. Verið bein­línis ráð­villtir og fest í narra­tívi and­stæð­inga. Verið of upp­teknir af því að ríf­ast á sam­fé­lags­miðlum en sinnt því minna að boða skýra val­kosti við stöðnun af sjálfs­trausti og dýpt.

Það hefur leitt til þeirrar nið­ur­læg­ingu að tapa ítrek­að, og illa, fyrir flokkum sem hafa lítið annað fram að færa annað en sniðug slag­orð og kyrr­stöðu.

Nú liggur fyr­ir, sam­kvæmt könnun Gallup, að í fyrsta sinn í mörg ár er til staðar mun meiri vilji hjá almenn­ingi til að ganga í Evr­ópu­sam­bandið en and­staða. Þeir flokkar sem hana styðja eiga nálg­ast þá stöðu með kass­ann úti, móta sér skýra stefnu um hvenær setja eigi málið form­lega á dag­skrá og gera það að lyk­il­at­riði í íslenskri stjórn­mála­um­ræðu. Ytri aðstæð­ur, stríðs­rekstur í Evr­ópu, kalla á það. En það gera líka ískaldir hags­munir íslenskrar alþýðu sem er búin að fá sig fullsadda af enda­lausri und­ir­gefni íhalds­flokk­anna sem stýra land­inu við fjár­magns­eig­endur á sinn kostn­að.

Póli­tíski ómögu­leik­inn er ekki lengur til stað­ar. Í stað hans er kom­inn mögu­leiki til að taka frek­ari þátt í alþjóða­sam­starfi til að tryggja frið, tæki­færi og frek­ari lífs­kjara­sókn og sam­liða brjóta upp úr sér gengin valda­kerfi sem þjóna hinum fáu frekar en fjöld­an­um.

Nýtum þann mögu­leika.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari