Stefnt að því að rýmka heimildir lífeyrissjóða til að fjárfesta erlendis upp í 65 prósent

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur birt drög að frumvarpi sem hækkar þakið á heimild lífeyrissjóða til að fjárfesta erlendis um eitt prósentustig á ári frá árinu 2024 til 2038.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

Drög að frum­varpi sem rýmkar veru­lega heim­ildir líf­eyr­is­sjóða til að fjár­festa erlendis hefur verið birt í sam­ráðs­gátt stjórn­valda. Þar er lagt til að heim­ild líf­eyr­is­sjóða til að fjár­festa í erlendum gjald­miðlum verði færð úr 50 í 65 pró­sent í fimmtán jafn stórum skrefum frá árinu 2024 til 2038. 

Í lok jan­úar síð­ast­lið­ins átti íslenska líf­eyr­is­sjóða­kerfið erlendar eignir sem metnar voru á 2.244 millj­arða króna. Þær voru 34,3 pró­sent allra eigna sjóð­anna og hafa tvö­fald­ast í krónum talið á rúmum þremur árum.

Líf­eyr­is­sjóðir lands­ins hafa þrýst mjög á að heim­ild­irnar verði hækk­aðar þar sem margir sjóðir eru komnir ansi nálægt hámarks­hlut­fall­inu nú þeg­ar. Við­búnar sveiflur á gengi íslensku krón­unnar gera það að verkum að sjóðir geta tæp­lega farið mikið yfir 45 pró­sent hverju sinn­i. 

Auglýsing
Í erindi sem Agni Ásgeirs­son, for­maður áhættu­nefndar Lands­sam­taka líf­eyr­is­sjóða, hélt á stefnu­mót­un­ar­fundi sam­tak­anna 6. sept­em­ber í fyrra kom fram að hlut­fall erlendra fjár­fest­inga flestra íslenskra líf­eyr­is­sjóða væri komið yfir 35 pró­sent og mest í 43 pró­sent. Sumir sjóðir gætu því lítið hreyft sig sem stendur utan land­stein­ana.

Í erindi Agna var því velt upp hvort það ætti yfir­höfuð að hafa til­tekið hámark á erlendum eignum íslenskra líf­eyr­is­sjóða. Í mörgum grann­ríkjum sé ekki kveðið á um neitt hámark á erlendum eignum líf­eyr­is­sjóða, til dæmis í Dan­mörku, Nor­egi, Belg­íu, Írlandi og Hollandi.

Komið í veg fyrir að geng­is­þróun þrýsti sjóðum í að selja

Í frum­varps­drög­unum sem birt voru í sam­ráðs­gátt­inni í dag er einnig lagt til að líf­eyr­is­sjóðir þurfi að lág­marki að eiga eignir í sama gjald­miðli og væntar líf­eyr­is­greiðslur þeirra til næstu þriggja ára. 

Auk þess er þar að finna til­lögu um að hámark gjald­eyr­is­á­hættu verði ein­göngu bind­andi á við­skipta­degi fjár­fest­ing­ar. Það hefur í för með sér að ef geng­is­þróun eða verð­þróun á mörk­uðum leiðir til þess að erlendar eignir líf­eyr­is­sjóða fara umfram hámarkið verður sjóðum ekki gert að selja eignir til þess að kom­ast niður fyrir hámarkið líkt og nú er. Það hefur í för með sér að ef geng­is­þróun eða verð­þróun á mörk­uðum leiðir til þess að erlendar eignir líf­eyr­is­sjóða fara umfram hámarkið verður sjóðum ekki gert að selja eignir til þess að kom­ast niður fyrir hámarkið líkt og nú er.

Í frum­varp­inu er líka að finna til­lögu sem varðar afleiðu­við­skipti líf­eyr­is­sjóða sem eiga að auka mögu­leika þeirra til að nýta afleiður til gjald­eyr­is­varna. 

Að lokum er þar lögð til sú meg­in­regla að líf­eyr­is­sjóðir birti sjóð­fé­lögum yfir­lit og upp­lýs­ingar með raf­rænum hætti á vef­svæði sem krefst raf­rænnar auð­kenn­ingar sjóð­fé­laga. Sjóð­fé­lagar geti þó áfram óskað eftir því að fá send gögn og upp­lýs­ingar þeim að kostn­að­ar­lausu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent