Um nauðsyn þess að gera róttækar breytingar á núverandi hagkerfi

Guðrún Schmidt segir að við megum ekki láta hagkerfið stjórna okkur heldur verðum við að stjórna því. Hagkerfið eigi að þjóna hagsmunum okkar en ekki við hagsmunum þess.

Auglýsing

Núver­andi óheft mark­aðs­hag­kerfi styður ekki við sjálf­bæra þróun. Það tekur m.a. ekki með í reikn­ing­inn þá stað­reynd að nátt­úru­legar auð­lindir jarð­ar­innar eru tak­mark­aðar og að við verðum að lifa sam­kvæmt því. Einnig hefur ójöfn­uður og órétt­læti aukist, bæði innan og milli ríkja.

Margir virð­ast álíta að við eigum enga aðra mögu­leika en núver­andi hag­kerfi. Aðal­lega er talað um að gera breyt­ingar innan núver­andi kerfis og heyr­ast í því sam­hengi orð eins og grænn hag­vöxtur og grænar fjár­fest­ing­ar. En mik­il­vægt er að ræða fyrir alvöru það sem þarf að ræða – hvaða breyt­ingar þurfa að eiga sér stað svo hag­kerfið styðji raun­veru­lega við sjálf­bæra þró­un, þ.m.t. við rétt­læti, nátt­úru­vernd og frá verstu sviðs­myndum lofts­lags­ham­fara?

Gildi sam­fé­laga

Gildi og jafn­framt for­sendur sjálf­bærrar þró­unar eru m.a. nægju­semi, sam­fé­lags­hyggja, sam­vinna, lang­tíma­sjón­ar­mið og rétt­læti. Sjálf­bær þróun virðir þol­mörk nátt­úr­unnar og gengur út frá þeirri stað­reynd að nátt­úru­legar auð­lindir eru tak­mark­aðar og mynda lokuð kerfi sem sam­fé­lag og hag­kerfi eru hluti af. Sjálf­bær þróun byggir á jafn­vægi en ekki á hag­vexti og stuðlar að góðu lífi fyrir alla en ekki á hámörkun hagn­aðs fyrir fáa. Eitt af aðal­ein­kennum sjálf­bærrar þró­unar eru rétt­læti innan og milli kyn­slóða.

Auglýsing

Núver­andi óheft mark­aðs­hag­kerfi byggir á gagn­stæðum gild­um. Það þarf á óheftri neyslu­hyggju að halda til þess að knýja áfram hag­vöxt. Kerfið þarf á sam­keppni, efn­is- og ein­stak­lings­hyggju að halda til þess að kynda undir hagn­að­ar­mögu­leik­um. Kerfið byggir á skamm­tíma­sjón­ar­miðum því aug­ljóst er að kerfið getur ekki gengið upp til langs tíma þar sem óend­an­legur vöxtur sem byggir á tak­mörk­uðum auð­lindum jarðar er ómögu­leg­ur. Öll þessi gildi núver­andi hag­kerfis hafa litað sam­fé­lögin okkar og ein­stak­linga, oft meira en við gerum okkur grein fyr­ir.

Hvernig á núver­andi hag­kerfi að stuðla að sjálf­bærri þróun ef hag­kerfið byggir á gildum sem eru í mót­sögn við sjálf­bæra þró­un? Við verðum að koma á nýju og öðru­vísi hag­kerfi sem fyrst sem hefur sömu gildi að leið­ar­ljósi og sjálf­bær þró­un.

Hugs­ana­skekkja

Í dag ein­kenn­ast við­horf til nátt­úr­unnar oft­ast af því hvernig hægt sé að hámarka nýt­ingu og fá sem mest út úr henni með sem minnstum til­kostn­aði. Mark­miðið er skamm­tíma­gróði.

Hingað til eru oft­ast bein tengsl á milli auk­ins hag­vaxtar og auk­innar los­unar gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Hvernig hljómar það að horfa á hag­vöxt út frá þeirri for­sendu? Væri ekki kald­hæðn­is­legt að segja að stefnt væri að árlegri aukn­ingu á losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda, t.d. um a.m.k. 3%?

Margir hafa haldið því fram að tækni­þró­unin bjargi okkur og muni koma okkur á braut sjálf­bærrar þró­un­ar. En tækni­þróun ein og sér getur lítið gert ef gildi núver­andi ríkj­andi hag­kerfis verða áfram þau sömu. Með tækni­þróun má að vísu minnka notkun hrá­efna, vinnu­afls og fjár­muna sem fer í fram­leiðslu vara og einnig minnka meng­un. Tækni­þróun er því hluti af lausn­inni en ekki aðal­at­riði. Vegna virkni núver­andi hag­kerfis og hung­urs manna í að eiga sífellt meira, hefur þessi ávinn­ingur verið „étin upp“ fram að þessu. Þetta kall­ast „aft­ur­kasts­á­hrif“ eða á ensku „Rebound-Effect“. Þannig þurfa bílar í dag minni orku á hverja stærð­ar­ein­ingu og á hvern ekinn km. Á móti kemur að bíl­arnir eru oft stærri og þyngri en áður, auk þess sem að hver fjöl­skylda á fleiri bíla og keyrir meira. Sama gildir um heim­il­is­tæki. Þau þurfa minna raf­magn en fyrir nokkrum ára­tug­um, en á móti kemur að við eigum miklu fleiri tæki og oft eru tækin ekki eins lang­líf og áður. Til þess að geta nýtt tækni­fram­farir til góðs fyrir umhverfið og sam­fé­lög má hag­vöxtur ekki vera meg­in­mark­mið­ið.

Vel­ferð okkar í vest­rænum heimi byggir að hluta til á því að við höfum í gegnum hnatt­væð­ingu getað úthýst bæði ofnýt­ingu auð­linda og mengun til ann­arra landa. Ójöfn­uður í heimunum hefur auk­ist mikið og vel­ferðin sem hefur skap­ast hefur aðal­lega nýst ríkum minni­hluta heims­byggð­ar­innar á kostnað ann­arra og nátt­úr­unn­ar. Þessi vel­ferð og neysla er s.s. að hluta til stolin frá fátækum meiri­hluta og frá fram­tíð­ar­kyn­slóð­um.

Ný hugsun og nýjar skil­grein­ingar

Við þurfum að end­ur­hugsa hvernig hið góða eft­ir­sókn­ar­verða líf á að vera og hvernig við öðl­umst það. Ríkj­andi gildi nútím­ans byggja á þeirri hug­mynd­ar­fræði að vel­ferð og ham­ingja sé afleið­ing og/eða háð auknum kaup­mætti, auk­inni neyslu og val­frelsi. Þar er verið að rugla sam­an, ann­ars vegar skamm­tíma­á­nægju sem fæst m.a. í gegnum neyslu og hins veg­ar, raun­veru­legri ham­ingju sem hefur dýpri rætur og byggir ekki síst á góðum og inni­legum tengslum við aðra þegar grunn­þörfum um fæðu, skjól, menntun og heil­brigði hefur verið náð. Einnig er kom­inn tími til að end­ur­skil­greina hvað við teljum til fram­fara manna. Í núver­andi hag­kerfi eru hag­vöxt­ur, tækni­fram­farir og auk­inn kaup­máttur oft bein­tengdir við almennar fram­farir sam­fé­laga. Hvernig væri að hafa t.d. minni kolefn­islos­un, minni fátækt, meiri jöfn­uð, aukið jafn­rétti, virð­ingu mann­rétt­inda, vernd og end­ur­heimt vist­kerfa og aukna ham­ingju sem fram­tíð­ar­mæli­kvarða á fram­farir mann­kyns?

Það er mik­il­vægt að breyta núver­andi línu­legu hag­kerfi yfir í hringrás­ar­hag­kerfi. En það eitt og sér mun hvorki duga til þess að minnka ofneyslu né stuðla að auknum jöfn­uði og rétt­læti. Ýmsar aðrar útfærslur á hag­kerfi eru í alþjóð­legri umræðu sem ganga lengra en hringrás­ar­hag­kerfið eins og Kleinu­hringja­hag­kerfið, Sæld­ar­hag­kerfið, sós­íal­ískt mark­aðs­hag­kerfi, „degrowt­h“/­nið­ur­vaxt­ar­hag­kerfi o.fl. Sér­fræð­ingar víðs vegar um heim­inn eru búnir að hanna ný og öðru­vísi hag­kerfi sem byggja m.a. á öðrum mæli­kvörðum á vel­gengni þjóðar en hag­vöxt og geta gjör­breytt því hvernig við umgöng­umst nátt­úr­una og hvert ann­að.

Auk þess að hætta notkun á jarð­efna­elds­neyti snú­ast alvöru lofts­lags­að­gerðir um að breyta hag­kerf­inu, breyta fram­leiðslu­háttum með umhverfið og rétt­læti að leið­ar­ljósi, vernda og end­ur­heimta nátt­úru, minnka fram­leiðslu og neyslu, hætta sóun, breyta lífs­stíl og rækta lífs­gildi sem stuðla að sjálf­bærri þró­un.

Við megum ekki láta hag­kerfið stjórna okkur heldur verðum við að stjórna því. Hag­kerfið á að þjóna hags­munum okkar en ekki við hags­munum þess. Til að geta unnið okkur frá lofts­lags­ham­förum og auknu mis­rétti þurfum við rótækar breyt­ingar á ríkj­andi mark­aðs­haf­kerfi nútím­ans, hanna og taka upp nýtt hag­kerfi byggt á grunn­gildum sjálf­bærrar þró­un­ar. Þannig getum við skapað okkur heim sem á fram­tíð­ina fyrir sér.

Höf­undur er sér­fræð­ingur hjá Land­vernd.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar