Hvað gerir Rauði krossinn vegna átakanna í Úkraínu og hvernig getur þú lagt þolendum átaka lið?

Sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins á Íslandi skrifar um starf samtakanna í Úkraínu og nágrannaríkjunum og hvernig hægt er að leggja hjálparstarfinu sem nú á sér stað lið.

Auglýsing

Þörf fyrir mann­úð­ar­að­stoð í Úkra­ínu er meiri að umfangi heldur en við höfum séð í Evr­ópu í ára­tugi og á ástandið því miður lík­lega eftir að versna mikið áður en það batnar og upp­bygg­ing getur haf­ist. Sér­staða Rauða kross­ins sem hlut­lauss og óhlut­drægs aðila og vernd­ara Gen­far­samn­ing­anna veita hreyf­ing­unni ein­stakt aðgengi sem fáir ef nokkur annar hefur á átaka­væð­um. Þess vegna skiptir starf Rauða kross­ins í Úkra­ínu og nágranna­ríkjum þess miklu máli.

Fjöldi sjálf­boða­liða Rauða kross­ins ber hjálp­ar­starfið uppi í Úkra­ínu

Þegar átökin hófust hafði Rauði kross­inn í Úkra­ínu um þrjú þús­und sjálf­boða­liða á sínum snær­um. Á síð­ustu vikum hafa mörg þús­und sjálf­boða­liðar bæst við og nú eru um sex þús­und sjálf­boða­liðar á vegum Rauða kross­ins að sinna lífs­bjarg­andi mann­úð­ar­að­stoð fyrir sam­borg­ara sína með dyggum stuðn­ingi Alþjóða Rauða kross­ins. Það eru fá starf­andi mann­úð­ar­sam­tök í land­inu en von­andi munu aðstæður batna fljótt svo fleiri geti annað hvort hafið starf­semi eða aukið umfang sitt því engin ein sam­tök geta gert allt. En á meðan ástandið er eins og það er skiptir stuðn­ingur við mann­úð­ar­starf Rauða kross­ins sköpum og hver króna skiptir máli.

Eins og fram hefur komið í fréttum hefur Alþjóða­ráð Rauða kross­ins reynt að greiða fyrir öruggum brott­flutn­ingi almennra borg­ara með við­ræðum við deilu­að­ila. Slíkt er hægt í krafti hlut­leysis Rauða kross­ins. En Rauði kross­inn hefur fleiri hlut­verk og reynir m.a. að tryggja virkni nauð­syn­legra inn­viða í land­inu á tímum vopn­aðra átaka, svo sem með stuðn­ingi við sjúkra­hús og heilsu­gæslur í land­inu og að halda vatns­veitum gang­andi. Rauði kross­inn sinnir dreif­ingu mat­væla, vatns og aðhlynn­ingu við fólk sem heldur sig m.a. í neð­an­jarð­ar­byrgjum af ótta við loft­árás­ir. Mik­ill mat­ar­skortur er á ákveðnum svæðum innan Úkra­ínu og skortur fyr­ir­séður ann­ars stað­ar. Verst er ástandið í umsetnum borgum á borð við Mariu­pol þar sem mat­væli og vatn bráð­vant­ar. Rauði kross­inn gerir sitt besta að greiða fyrir öruggum flutn­ingi fólks þaðan og koma þangað vist­um.

Auglýsing

Hjálp­ar­starfið reynir á þan­þol Rauða kross­ins

Álag á sjálf­boða­liða Rauða kross­ins í Úkra­ínu sem koma sam­borg­urum sínum til hjálpar er gríð­ar­legt. Þeir eru líka þolendur en stíga upp og sinna mjög óeig­in­gjörnu, krefj­andi og erf­iðu hjálp­ar­starfi. Þeim til stuðn­ings er öflug hreyf­ing Rauða kross­ins og Rauða hálf­mán­ans sem stendur saman sem ein heild. En okkur vantar meiri stuðn­ing - okkur vantar þinn stuðn­ing.

Vænt­ingar til mann­úð­ar­starfs Rauða kross­ins eru miklar í þessum átökum sem og öðrum og við sem hreyf­ing munum standa undir þeim vænt­ing­um. Á Íslandi sem og í nágranna­löndum Úkra­ínu standa Rauða kross félögin vakt­ina og taka á móti fjöl­mennum hópi flótta­fólks frá Úkra­ínu. Í því verk­efni getum við öll lagst á árarnar við að gera kom­una hingað til lands bæri­legri. Hlúð í sam­ein­ingu að fólk­inu sem hefur eins og annað flótta­fólk gengið í gegnum miklar hremm­ingar og þarf á stuðn­ingi okkar allra að halda.

Hægt er að styðja við mann­úð­ar­starf okkar í Úkra­ínu með því að senda sms-ið HJALP í 1900 eða í gegnum raudikross­inn.is

Höf­undur er sviðs­stjóri hjálp­ar- og mann­úð­ar­sviðs Rauða kross­ins á Íslandi

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar