Meintur orkuskortur og áhrif alþjóðamarkaða

Guðmundur Hörður Guðmundsson segir að Landsvirkjun og virkjanaiðnaðurinn breiði út ótta um orkuskort í áróðursskyni en hann telur að sá ótti eigi ekkert erindi í umræðu sem þurfi að vera bæði upplýst og yfirveguð og fjalla um samfélagslegar skyldur.

Auglýsing

Umræða um mein­tan raf­orku­skort hjá raf­orku­rík­ustu þjóð heims hefur verið hávær frá því á haust­mán­uð­um. Hún hefur verið rekin áfram af for­stjóra Lands­virkj­unar sem byrj­aði að lýsa því yfir 30. sept­em­ber að fyr­ir­tækið þyrfti að reisa fleiri virkj­anir þar sem raf­orku­kerfið „væri nálægt því að vera full­nýtt og að mestu bundið í lang­tíma­samn­ingum við núver­andi við­skipta­vin­i“.

Í til­kynn­ingu Lands­virkj­unar 19. nóv­em­ber var því síðan lýst að við­skipta­vinir fyr­ir­tæk­is­ins hefðu jafnt og þétt aukið raf­orku­notkun sína og keyrðu flestir „á fullum afköst­u­m“. Raf­orku­kerfið væri því þá þegar orðið nær „full­nýtt“. Þegar við þetta bætt­ist svo lélegt vatnsár þá átti ekki að koma neinum á óvart að Lands­virkjun ætti ekki til umframorku á afslátt­ar­kjörum þegar útgerð­ar­menn vildu fara að bræða loðnu í byrjun des­em­ber. Enda eru loðnu­bræðslur líka mjög lélegur við­skipta­vinur raf­orku­fram­leið­anda eins og Lands­virkj­un­ar, þar sem þær kaupa raf­orku á miklum afslætti og ein­ungis til mjög skamms tíma í senn.

Það er því glóru­laus fjár­fest­ing að virkja vatns­fall sér­stak­lega fyrir loðnu­bræðslu og það gerir eng­inn án ríku­legs stuðn­ings úr almanna­sjóðum eða þá að lofts­lags­rökin rétt­læti það að Lands­virkjun verði bein­línis skylduð af stjórn­völdum til að selja útgerð­inni umbeðna raf­orku á veg­legum afslætti.

Auglýsing

Næsta upp­hlaup í raf­orku­um­ræð­unni leiddi síðan for­stjóri Lands­nets, sem vandar nú ekki alltaf til verka. Til marks um það má nefna að þetta opin­bera fyr­ir­tæki hefur verið gert aft­ur­reka með hækk­anir á verð­skrám, orðið upp­víst að mik­il­vægum stað­reynda­villum í áætl­un­um, reynt að leyna gögnum fyrir almenn­ingi og „týnt“ 28 millj­arða króna kostn­að­ar­á­ætl­un.

Núna flutti for­stjór­inn þjóð­inni hræðslu­á­róður um að raf­orku­skortur á Íslandi gæti orðið við­var­andi og hvatti almenn­ing til að spara raf­magn! Ummælin tengd­ust fréttum af því að stefnt hefði í lokun lít­illar sund­laugar á Vest­fjörð­um, allt þar til að við­kom­andi bæj­ar­ráð ákvað að stóla ekki lengur á umframorku á afslátt­ar­kjörum og kaupa for­gangsorku fullu verði. Vand­inn var því ekki orku­skort­ur, heldur ákvæði í orku­kaupa­samn­ing­um. Sú spurn­ing stendur því nú upp á stjórn­mála­menn hvort skylda eigi Lands­virkjun til að skaffa orku til hita­veitu á köldum svæðum á kjörum sem stand­ast sam­an­burð við önnur land­svæði. Þeir hafa hins vegar verið á annarri veg­ferð á und­an­förnum árum með mark­aðsvæð­ingu raf­orku­kerf­is­ins sem fær­ist sífellt fjær hug­myndum um sam­fé­lags­lega þjón­ustu og ábyrgð.

Um miðjan febr­úar kynnti Lands­virkjun glæsi­legan árs­reikn­ing síð­asta árs og þar kemur m.a. fram að rekstr­ar­tekjur juk­ust um rúm 23% frá fyrra ári og hafa aldrei verið meiri í sögu fyr­ir­tæk­is­ins. Enda er Lands­virkjun nú í drauma­stöðu orku­sal­ans, þar sem heims­mark­aðs­verð á áli er í hæstu hæðum á sama tíma og stór­iðju­ver víða um heim neyð­ist til að draga úr fram­leiðslu vegna gríð­ar­legrar verð­hækk­unar raf­orku. Alþjóð­lega orku­kreppan bitnar ekki eins á íslenskri stór­iðju og hún getur því nýtt hátt álverð til að auka fram­leiðslu sína og kaupir þar af leið­andi alla þá orku sem Lands­virkjun hefur á boðstóln­um. Íslensku álfyr­ir­tækin eru í svo góðri stöðu um þessar mundir að þau stefna að stækk­un­um, eins og full­yrt er í nýrri skýrslu umhverf­is­ráðu­neyt­is­ins um orku­mark­að­inn.

For­stjóri Lands­virkj­unar virð­ist svo áfram um að verða við óskum stór­iðj­unnar um aukna raf­orku að fyr­ir­tækið hefur opin­ber­lega lýst því yfir að það sæk­ist eftir að gjör­nýta Þjórsá niður í Urriða­foss, auk þess sem það sæk­ist nú eftir að færa Skjálf­anda­fljót og Jök­ul­árnar í Skaga­firði úr vernd­ar­flokki Ramma­á­ætl­un­ar. For­stjór­inn klæðir kröf­una vissu­lega í grænan bún­ing óraun­hæfra orku­skipta, m.a. milli­landa­flugs og útflutn­ing raf­elds­neyt­is, en það er öllum aug­ljóst að áróð­ur­strommur Lands­virkj­unar eru nú barðar svo hátt og ört vegna stöð­unnar á hrá­vöru­mörk­uðum og orku­kreppu sem nú skekur erlenda stór­iðju.

Það eru vissu­lega margar mik­il­vægar spurn­ingar tengdar orku­málum sem stjórn­mála­menn standa frammi fyrir um þessar mund­ir, en hvort hér stefni í orku­skort er ekki ein þeirra. Það er ótti sem Lands­virkjun og virkj­ana­iðn­að­ur­inn breiðir nú út í áróð­urs­skyni en á ekk­ert erindi í umræðu sem þarf að vera bæði upp­lýst og yfir­veguð og fjalla um sam­fé­lags­legar skyldur Lands­virkj­unar og kosti og galla sam­keppn­i­svæð­ingar raf­orku­mark­að­ar­ins. Nátt­úru­vernd­ar­hreyf­ingin leggur sitt af mörkum í þeirri umræðu, þ.á.m. með Nátt­úru­vernd­ar­þingi 19. mars næst­kom­andi. Áhuga­samir eru hvattir til að mæta þangað og leggja sitt lóð á vog­ar­skál­ina.

Höf­undur er áhuga­maður um nátt­úru­vernd.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar