Er í lagi með Evrópusambandið?

Jón Ragnar Björnsson segir atburðina í Úkraínu hafa sýnt okkur svart á hvítu að sumir víli ekki fyrir sér að fara í stríð við frjálst og fullvalda ríki.

Auglýsing

Ég er ein­dreg­inn Evr­ópu­sam­bands­sinni og geri mér jafn­framt grein fyrir að ESB er ekki full­komið fyr­ir­bæri, frekar en önnur mann­anna verk.

Við erum frjáls og full­valda örþjóð. Við höfum því val um hvar við viljum vera í sam­fé­lagi þjóð­anna.

Viljum við standa ein, hlut­laus og óvarin í miðju Atl­ants­hafi, eða viljum við tengj­ast ein­hverjum blokkum í heim­in­um?

Megin blokk­irnar eru fimm: Kína, Rúss­land, Banda­rík­in, Evr­ópu­sam­bandið og Atl­ants­hafs­banda­lag­ið. Við höfum sem sagt úr sex mögu­leikum að velja:  

  1. Ein og „hlut­laus“? Reynslan hefur sýnt að það virkar ekki, en býður hætt­unni heim.
  2. Banda­lag við Kína? Hver er til í það?
  3. Banda­lag við Rúss­land? Svari hver fyrir sig!
  4. Banda­lag við USA? Þó nokkrar líkur eru á að Trump verði næsti for­set­i. 
  5. Við erum full­gildir félagar í Nato, þar sem saman koma mörg Evr­ópu­lönd og Banda­rík­in. Hvað ger­ist með Nato ef Trump verður næsti for­set­i?  
  6. Banda­lag við ESB? Skásti kost­ur­inn við þessar aðstæður er að ganga í Evr­ópu­sam­bandið við fyrsta tæki­færi. Banda­lagið er að þétta raðir sínar vegna utan­að­kom­andi ógnar og ofrík­is. Það var stofnað sem frið­ar­banda­lag, rétt eins og Nato.

Auglýsing
Atburðir und­an­farna daga hafa sýnt okkur svart á hvítu að sumir víla ekki fyrir sér að fara í stríð við frjálst og full­valda ríki. Hver verður næst? 

Nato er gott svo langt sem það nær. Vitað er að banda­lagið er ekki í neinu upp­á­haldi hjá Trump, lík­legum for­seta­fram­bjóð­anda í USA. Þá stendur eftir sam­taka og þétt banda­lag evr­ópskra þjóða - ESB.

Höf­undur er fæddur í lok ann­arrar heims­styrj­aldar og hefur brenn­andi áhuga á að fram­tíð afkom­enda sinna og allra ann­arra verði sem örugg­ust á þess­ari jörð.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands efur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar