EPA 8929971
EPA

Útlendingastofnun afgreiðir mál Venesúelabúa hægar en áður og rýnir í stöðu mála

Útlendingastofnun er búin að hægja á afgreiðslum umsókna um alþjóðlega vernd frá ríkisborgurum Venesúela og skoðar nú aðstæður í landinu nánar. Nýlegt pólitískt samkomulag í Venesúela gæti haft einhver áhrif á það hvernig stofnunin metur stöðuna. Á fyrstu 10 mánuðum ársins sóttu 764 einstaklingar frá Venesúela um vernd á Íslandi og ljóst er að stjórnvöld vilja minnka þann fjölda sem sækir um og fær hæli á Íslandi á grundvelli aðstæðna í Suður-Ameríkuríkinu.

Útlend­inga­stofnun hefur hægt á afgreiðslu umsókna rík­is­borg­ara Venes­ú­ela um alþjóð­lega vernd á Íslandi síð­ustu vik­ur, og vinnur nú að því að „rýna heim­ildir og afla frek­ari upp­lýs­inga varð­andi ástandið í land­in­u“. Afgreiðsla umsókna frá Venes­ú­ela­búum er þó ekki alveg á ís, áfram eru tekin við­töl við umsækj­endur og síð­asta veit­ing dval­ar­leyfis til handa umsækj­anda um vernd frá Venes­ú­ela var afgreidd í síð­ustu viku.

Þetta kemur fram í svörum sem Kjarn­inn fékk frá Útlend­inga­stofnun við fyr­ir­spurn varð­andi það hvort ein­hverjar breyt­ingar hefðu verið gerðar á verk­lagi stofn­un­ar­innar varð­andi umsóknir fólks frá Venes­ú­ela að und­an­förnu, en mið­ill­inn hafði heyrt af því að svo væri. Umsókn­irnar „hafa ekki verið afgreiddar jafn hratt síð­ustu vikur eins og vik­urnar þar á und­an,“ segir stofn­un­in.

Hund­ruð ein­stak­linga frá Venes­ú­ela hafa fengið vernd hér­lendis á und­an­förnum mán­uðum í kjöl­far þess að kæru­nefnd útlend­inga­mála komst að þeirri nið­ur­stöðu í sumar að ekki hefði verið sýnt fram á að ástandið í Venes­ú­ela hefði lag­­­ast frá því að íslenskt stjórn­­völd tóku ákvörðun um að veita rík­­is­­borg­­urum Venes­ú­ela við­­bót­­ar­vernd hér­­­lendis á grund­velli stöð­unnar í heima­­ríki þeirra.

Sam­kvæmt Útlend­inga­stofnun hefur dóms­mála­ráðu­neytið ekki veitt stofn­un­inni nein til­mæli um að afgreiða umsókn­irnar hægar og skoða ástandið í Venes­ú­ela nán­ar. „Það hvílir rann­sókn­ar­skylda á Útlend­inga­stofnun við afgreiðslu umsókna um vernd. Í henni felst að ákvarð­anir byggi á nýj­ustu mögu­legu upp­lýs­ingum og heim­ild­um. Í augna­blik­inu er stofn­unin að rýna heim­ildir og afla frek­ari upp­lýs­inga varð­andi ástandið í land­inu. Stofn­unin hefur ekki fengið til­mæli frá dóms­mála­ráðu­neyt­in­u,“ segir í svari stofn­un­ar­innar til Kjarn­ans.

Póli­tískt sam­komu­lag í land­inu gæti haft áhrif

Undir lok nóv­em­ber­mán­aðar komust stjórn og stjórn­ar­and­staða í Venes­ú­ela að sam­komu­lagi, í samn­inga­við­ræðum sem staðið höfðu yfir í Mexík­ó­borg, með milli­göngu norskra sátta­semj­ara.. Það felur í sér að sam­eig­in­leg bón verði lögð fram um að millj­arðar banda­ríkja­dala af eignum rík­is­ins erlend­is, sem hafa verið frystar í refsi­að­gerðum sem beint hefur verið að stjórn­völdum lands­ins á und­an­förnum árum, verði á ný aðgengi­legar stjórn­völd­um.

Nicolas Maduro forseti Venesúela á blaðamannafundi á dögunum.
EPA

Sjóður á vegum Sam­ein­uðu þjóð­anna á að hafa umsjón með því að útdeila fénu í sam­fé­lags­leg verk­efni; heilsu­gæslu, menntun og mat­ar­að­stoð. Á sama tíma er útlit fyrir að auk­inn gangur kom­ist senn í olíu­fram­leiðslu í rík­inu, en eftir und­ir­ritun samn­ings­ins gaf Banda­ríkja­stjórn það út að olíu­fé­lag­inu Chevron yrði heim­ilt að hefja olíu­vinnslu í Venes­ú­ela að nýju næstu sex mán­uði og flytja olíu til Banda­ríkj­anna að auki.

Í svari frá Útlend­inga­stofnun segir að sam­komu­lagið sé „ekki eitt og sér til­efni þess að nú er verið að afla frek­ari upp­lýs­inga um ástandið í Venes­ú­ela“. „Það þarf að gera það reglu­lega varð­andi öll lönd, því ástand breyt­ist með tím­an­um, ýmist til hins verra eða til hins betra. Sam­komu­lagið er þó vissu­lega eitt af því sem verður skoðað enda getur það haft áhrif á ástand­ið,“ segir í svari stofn­un­ar­inn­ar.

Langstærsti hópur umsækj­enda um vernd á Íslandi fyrir utan Úkra­ínu­menn

Póli­tískt og efna­hags­legt krísu­á­stand hefur verið í Venes­ú­ela und­an­farin ár og talið er að yfir 6 millj­ónir íbúa lands­ins hafi ákveðið að yfir­gefa landið á innan við ára­tug af þeim sök­um. Eftir umdeildar for­seta­kosn­ingar árið 2018 sem tryggðu Nicolas Maduro áfram­hald­andi völd skán­aði staðan lítt og refsi­að­gerðir ann­arra ríkja hafa ekki bætt úr skák.

Ísland og yfir 50 önnur ríki, með Banda­ríkin í broddi fylk­ing­ar, við­ur­kenndu ekki úrslit for­seta­kjörs­ins í land­inu og lýstu því yfir að þau styddu stjórn­ar­and­stöðu­leið­tog­ann Juan Guaídó, sem hafði lýst sjálfan sig rétt­kjör­inn for­seta lands­ins.

Á svip­uðum tíma ákváðu íslensk stjórn­völd að byrja að veita umsækj­endum um alþjóð­­lega vernd frá Venes­ú­ela við­­bót­­ar­vernd hér á landi, með vísan til almennra aðstæðna í rík­­inu en óháð ein­stak­l­ings­bundnum aðstæðum hvers umsækj­anda.

Engar umsóknir um vernd höfðu borist frá rík­is­borg­urum Venes­ú­ela á árunum 2015-2017 en árið 2018 voru þær 14 tals­ins, árið 2019 voru þær 180, árið 2020 104 og árið 2021 voru þær 361 tals­ins. Á fyrstu tíu mán­uðum þessa árs sóttu svo 764 ein­stak­lingar frá Venes­ú­ela um vernd á Íslandi og eru rík­is­borg­arar Venes­ú­ela, að Úkra­ínu­mönnum frá­töld­um, stærsti hópur umsækj­enda um alþjóð­lega vernd á Íslandi.

Undir lok síð­­asta árs til­­kynnti Útlend­inga­­stofnun að breyta ætti fram­­kvæmd­inni hvað þennan hóp varð­aði og hefja að leggja ein­stak­l­ings­bundið mat á umsóknir fólks­ins um vernd á Íslandi. Í kjöl­farið var mörg­hund­ruð manns frá Venes­ú­ela synjað um vernd á Íslandi með ákvörð­unum Útlend­inga­­stofn­un­­ar, en í sumar komst kæru­­nefnd útlend­inga­­mála að ekki hefði verið sýnt fram á að ástandið í Venes­ú­ela hefði lag­­­ast frá því að íslenskt stjórn­­völd tóku ákvörðun um að veita rík­­is­­borg­­urum Venes­ú­ela við­­bót­­ar­vernd hér­­­lendis á grund­velli stöð­unnar í heima­­ríki þeirra.

Fram kom í úrskurð­inum að ástandið í land­inu hefði raunar farið versn­andi „og að umfang og alvar­­­leiki glæpa gegn mann­kyni hafi auk­ist.“ Bætt ástand í Venes­ú­ela gæti því ekki verið rök­­­stuðn­­­ingur fyrir því að synja umsækj­endum um við­­­bót­­­ar­vernd hér á land­i.

Stjórn­völd vilja hætta að veita öllum frá Venes­ú­ela vernd

Nokkuð ljóst er að vilji stjórn­valda er sá að færri ein­stak­lingum frá Venes­ú­ela verði veitt vernd á Íslandi. Jón Gunn­ars­son dóms­mála­ráð­herra sagði á þingi nýleg að unnið væri að því að breyta þeim við­miðum sem væru til staðar um veit­ingu verndar til íbúa Venes­ú­ela. Orð­rétt sagði ráð­herra að Ísland væri „að glíma við óvenju­hátt hlut­­fall fólks frá Venes­ú­ela á grund­velli nið­­ur­­stöðu kæru­­nefndar útlend­inga­­mála“ og að verið væri að „bregð­­ast við því með að reyna að breyta okkar við­mið­unum um það á hvaða grund­velli við veitum þeim vernd“.

Kjarn­inn sendi fyr­ir­spurn á dóms­mála­ráðu­neytið vegna þess­ara orða og spurði hvort ráðu­neytið teldi mögu­legt að breyta fram­kvæmd­inni í vernd­ar­málum Venes­ú­ela­búa á annan hátt en með laga­breyt­ing­um. Ráðu­neytið sagði svo vera, ýmist væri hægt að gera það með reglu­gerð­ar­breyt­ingum eða til­mælum til Útlend­inga­stofn­un­ar.

Útlend­inga­stofnun seg­ist þó ekki vera, sem áður seg­ir, að hægja á afgreiðslu umsókna frá rík­is­borg­urum Venes­ú­ela á grund­velli til­mæla ráðu­neyt­is­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar