Flóttamenn frá Venesúela fá vernd í hrönnum eftir úrskurð kærunefndar útlendingamála

Á þeim rúma mánuði sem er liðinn frá því að kærunefnd útlendingamála felldi úr gildi niðurstöðu Útlendingastofnunar í máli einstaklings frá Venesúela hefur um 100 manns frá Venesúela verið veitt viðbótarvernd. Rúmlega 300 mál bíða enn afgreiðslu.

Útlendingastofnun tilkynnti um breytt verklag varðandi afgreiðslu umsókna einstaklinga frá Venesúela um vernd hér á landi undir lok árs 2021. Þær breytingar virðast hafa verið heldur haldlitlar.
Útlendingastofnun tilkynnti um breytt verklag varðandi afgreiðslu umsókna einstaklinga frá Venesúela um vernd hér á landi undir lok árs 2021. Þær breytingar virðast hafa verið heldur haldlitlar.
Auglýsing

Kæru­nefnd útlend­inga­mála kvað upp úrskurð í máli ein­stak­lings frá Venes­ú­ela þann 18. júlí og felldi með honum úr gildi fyrri ákvörðun Útlend­inga­stofn­un­ar, um að synja kær­anda um alþjóð­lega vernd og dval­ar­leyfi á Íslandi.

Síðan úrskurð­ur­inn var kveð­inn upp hafa um 100 manns frá Venes­ú­ela fengið við­bót­ar­vernd á Íslandi, sam­kvæmt upp­lýs­ingum sem Kjarn­inn hefur frá Útlend­inga­stofn­un. Engri umsókn ein­stak­lings frá Venes­ú­ela hefur á sama tíma verið synj­að, sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá stofn­un­inni.

Rúm­lega 300 umsóknir bíða enn

Til við­bótar er Útlend­inga­stofnun nú með til með­ferðar mál rúm­lega 300 ein­stak­linga frá Venes­ú­ela sem sækj­ast eftir vernd hér á landi og lík­legt má telj­ast að í mörgum þeirra verði nið­ur­staðan hin sama og kæru­nefnd útlend­inga­mála komst að í júlí – að ekki séu for­sendur fyrir Útlend­inga­stofnun til þess að kom­ast að annarri nið­ur­stöðu en þeirri að fólk sem flýr frá Venes­ú­ela skuli almennt fá vernd hér á landi.

Auglýsing

Útlend­inga­stofnun segir þó sjálf, í skrif­legu svari til Kjarn­ans, að ómögu­legt sé að segja til um hvernig þessi rúm­lega 300 mál komi til með að fara – hvort umsækj­end­urnir fái vernd hér á landi eða hvort stofn­unin muni synja þeim um vernd. Hvert mál sé metið á ein­stak­lings­grund­velli.

Albert Björn Lúð­vígs­son, lög­maður og tals­maður þess umsækj­anda sem hafði betur fyrir kæru­nefnd­inni, sagði þó við RÚV fyrir tæpum mán­uði síðan að það væri „al­veg skýrt“ að þeir Venes­ú­ela­búar sem hefðu sótt um vernd hér­lendis ættu rétt á henni í ljósi nið­ur­stöðu kæru­nefnd­ar­inn­ar.

Kjarn­inn hefur óskað eftir frek­ari svörum frá Útlend­inga­stofnun um það hvernig stofn­unin túlki nið­ur­stöðu kæru­nefndar útlend­inga­mála og hverjar lík­legar lyktir þeirra rúm­lega 300 mála sem eru til með­ferðar hjá stofn­un­inni verði, en þau svör hafa ekki enn borist.

Ef nið­ur­staðan er sú að úrskurður kæru­nefnd­ar­innar hafi þau áhrif að allir eða nær allir umsækj­end­urnir frá Venes­ú­ela fái alþjóð­lega vernd eða við­bót­ar­vernd er þó ljóst að sér­stakt nýtt verk­lag sem Útlend­inga­stofnun til­kynnti undir lok síð­asta árs að taka ætti gildi varð­andi afgreiðslur umsókna um alþjóð­lega vernd frá rík­is­borg­urum Venes­ú­ela, hefur lítið gildi.

Sögðu að sumir hefðu snúið aftur heim

Útlend­inga­stofnun sjálf sagði, er til­kynnt var um hið breytta verk­lag varð­andi afgreiðslur umsókna þessa hóps flótta­fólks, sem fólst í því að ekki yrði lengur sjálf­krafa veitt alþjóð­leg vernd öllum þeim sem frá Venes­ú­ela kæmu, að yfir­gæf­andi meiri­hluti þeirra sem þaðan kæmu bæru fyrir efna­hags­legar aðstæður og óör­yggi í heima­land­in­u.

Einnig sagð­ist Útlend­inga­stofnun hafa fengið upp­lýs­ingar um það að ein­hver fjöldi rík­is­borg­ara frá Venes­ú­ela hefði snúið aftur til heima­lands­ins í lengri eða skemmri tíma, eftir að hafa fengið vernd hér á landi.

„Slíkt getur verið grund­­völlur aft­­ur­köll­unar á vernd þar sem verndin er veitt á þeirri for­­sendu að öryggi flótta­­manns sé í hættu í heima­landi. Snúi hann þangað aftur gefur það í skyn að flótta­­mað­­ur­inn þurfi ekki á alþjóð­­legri vernd að halda,“ sagði í til­kynn­ingu á vef stofn­un­­ar­inn­­ar, um hið breytta verk­lag.

Þetta sagði kæru­nefnd útlend­inga­mála þó vera hald­lítið í úrskurði sínum frá því fyrr í sumar og gerði kæru­nefndin raunar sér­staka athuga­semd við þennan rök­stuðn­ing Útlend­inga­stofn­un­ar.

„Í rök­stuðn­ingnum er ekki að finna frek­ari upp­lýs­ingar um fjölda þeirra aðila sem hafi snúið til baka eða hvort að litið hafi verið til til­gangs farar þeirra aftur til heima­rík­is. Kæru­nefnd fær ekki séð að það sé for­svar­an­legt að láta aðgerðir ótil­tek­ins fjölda ein­stak­linga án frek­ari rann­sóknar hafa slík áhrif á mat stofn­un­ar­innar hvað varðar aðstæður í Venes­ú­ela og ein­stak­lings­bundnar aðstæður rík­is­borg­ara þess lands sem sækj­ast eftir alþjóð­legri vernd hér á land­i,“ sagði í úrskurð­in­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni hættir sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur
Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Bjarni Bjarnason, óskaði eftir því á fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur að láta af störfum sem forstjóri í mars á næsta ári. Þá verða tólf ár liðin síðan Bjarni tók við forstjórastöðunni.
Kjarninn 26. september 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
Orkumálastýra fer spennt til vinnu á hverjum morgni – Ekki bara dökk ský í loftslagsmálum
„Það sem mun koma okkur á leiðarenda og út úr þessu hættuástandi er heitstrenging þess að vinna saman,“ segir Halla Hrund Logadóttir, forstjóri Orkustofnunar. Koma þurfi hlutunum í verk heima fyrir en ekki síður að beita sér í þágu fátækari ríkja.
Kjarninn 26. september 2022
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Hættið þessu fikti strákar!
Kjarninn 26. september 2022
Fyrstu meðalhraðamyndavélarnar hér á landi voru settar upp í fyrra. Ávinningurinn af þeim, í formi lægri slysakostnaðar, er sagður geta verið tífaldur á við kostnaðinn við að halda úti kerfunum.
Meðalhraðaeftirlit gæti verið „arðbærasta“ umferðaröryggismálið
Drög að nýrri umferðaröryggisáætlun stjórnvalda hafa verið birt. Þar segir að innleiðing meðalhraðaeftirlits á vegum landsins gæti talist arðbærasta umferðaröryggisframkvæmdin sem völ er á og að innleiðing slíks eftirlits verði forgangsmál næstu árin.
Kjarninn 26. september 2022
Kallað var eftir auknum kaupmætti í kröfugöngu verkalýðsins 1. maí síðastliðinn.
Kaupmáttur hefur rýrnað um 4,2 prósent á þessu ári og hefur ekki verið minni síðan 2020
Í júní síðastliðnum lauk tólf ára samfelldu skeiði þar sem kaupmáttur launa jókst, sé horft til breytinga milli ára. Á síðasta ári hefur kaupmátturinn himns vegar rýrnað um 1,6 prósent og hefur ekki verið minni síðan í lok árs 2020.
Kjarninn 26. september 2022
Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Vill lengja tímabil endurhæfingarlífeyris úr þremur árum í fimm
Stjórnvöld vilja gera fólki kleift að fá greiddan endurhæfingarlífeyri í lengri tíma en nú er gert ráð fyrir í lögum. Tilgangurinn er að reyna að fækka þeim sem fara á örorku og fjölga þeim sem snúa aftur til vinnu.
Kjarninn 26. september 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Google Analytics bann og GTA6 myndbroti lekið
Kjarninn 26. september 2022
„Lukkuriddararnir“ í bakgarðinum
Þrír fyrrverandi þingmenn, fjögur erlend stórfyrirtæki, félag í eigu svokallaðs hrunverja og fólk úr sveitum Vesturlands koma við sögu í frásögn Sunnu Óskar Logadóttur af fundi þar sem vindorkufyrirtæki kynntu áform sín.
Kjarninn 26. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent