Umsækjendur um alþjóðlega vernd frá Venesúela hætta að fá skilyrðislausa vernd hér á landi

Frá og með 1. janúar næstkomandi mun Útlendingastofnun taka upp nýtt verklag þar sem lagt verður einstaklingsbundið mat á hverja umsókn sem kemur frá einstaklingum með venesúelskt ríkisfang með vísan til sjónarmiða um viðbótarvernd.

Útlendingastofnun - Kópavogi
Auglýsing

Útlend­inga­stofnun hefur til­kynnt um breytta stjórn­sýslu­fram­kvæmd við mat á þörf rík­is­borg­ara Venes­ú­ela fyrir við­bót­ar­vernd. Breyt­ingin felst í því að lagt verður ein­stak­lings­bundið mat á umsóknir rík­is­borg­ara Venes­ú­ela um vernd hér á landi og hefur það í för með sér að þeir fá ekki lengur skil­yrð­is­laust við­bót­ar­vernd á grund­velli almennra aðstæðna í heima­landi.

Stofn­unin greindi frá þessu á vef­síðu sinni í dag.

Þar kemur fram að frá og með 1. jan­úar 2022 muni Útlend­inga­stofnun taka upp breytt verk­lag en breyt­ingin felst í því að lagt verður ein­stak­lings­bundið mat á hverja umsókn sem kemur frá ein­stak­lingum með venes­ú­elskt rík­is­fang með vísan til sjón­ar­miða um við­bót­ar­vernd.

Auglýsing

Breyt­ing­arnar sam­rým­ist rétt­ar­heim­ildum „að mörgu leyti betur en fyrri fram­kvæmd“

Jafn­framt segir í til­kynn­ingu stofn­un­ar­innar að á und­an­förnum miss­erum hafi umsækj­endum um alþjóð­lega vernd frá Venes­ú­ela verið veitt við­bót­ar­vernd með vísan til almennra aðstæðna í heima­landi óháð ein­stak­lings­bundnum aðstæðum hvers umsækj­anda.

Sam­kvæmt Útlend­inga­stofnun er heim­ilt að breyta stjórn­sýslu­fram­kvæmd á til­teknu sviði að ákveðnum skil­yrðum upp­fyllt­um. „Ræðst það af þeim rétt­ar­heim­ildum sem ákvarð­anir grund­vall­ast á auk þess sem jafn­ræð­is­reglan leiðir til þess að slík breyt­ing verði að fara fram með til­teknum hætti. Með vísan til þeirra rétt­ar­heim­ilda sem gilda er litið svo á að breyt­ing­arnar sem gerðar verða á verk­lagi stofn­un­ar­innar sam­rým­ist þeim vel og að mörgu leyti betur en fyrri fram­kvæmd.“

Af jafn­ræð­is­regl­unni leiði að breyt­ingar verði að grund­vall­ast á mál­efna­legum sjón­ar­mið­um, þær verði að vera almenn­ar, taka verði til­lit til rétt­mætra vænt­inga almenn­ings og kynna þær breyt­ingar sem fyr­ir­hug­aðar eru auk þess sem gæta verði að sjón­ar­miðum um bann við aft­ur­virkni rétt­ar­reglna.

Stofn­unin segir að flótta­fólk frá Venes­ú­ela hafi farið aftur til heima­lands­ins

Í rök­stuðn­ingi fyrir breyttri fram­kvæmd kemur fram að fyrir liggi að yfir­gnæf­andi meiri­hluti umsækj­enda um alþjóð­lega vernd frá Venes­ú­ela beri fyrir sig efna­hags­legar aðstæður og óör­yggi í heima­landi. Þá hafi stofn­unin fengið upp­lýs­ingar um rík­is­borg­ara Venes­ú­ela sem hafa fengið vernd hér á landi en hafa kosið að fara aftur til heima­lands í lengri eða skemmri tíma og með því nýtt sér vernd heima­ríkis á ný.

„Slíkt getur verið grund­völlur aft­ur­köll­unar á vernd þar sem verndin er veitt á þeirri for­sendu að öryggi flótta­manns sé í hættu í heima­landi. Snúi hann þangað aftur gefur það í skyn að flótta­mað­ur­inn þurfi ekki á alþjóð­legri vernd að halda,“ segir á vef stofn­un­ar­inn­ar.

Nýtt verk­lag inn­leitt í skrefum

Útlend­inga­stofnun telur því ekki for­svar­an­legt að beita ákvæði útlend­inga­laga með þeim hætti að umsóknir allra umsækj­enda sem koma frá Venes­ú­ela falli skil­yrð­is­laust innan ramma við­bót­ar­vernd­ar, án þess að skoðað sé sér­stak­lega hvernig almennar aðstæður horfi við þeim umsækj­anda sem um ræðir í hverju til­viki fyrir sig.

„Verður þetta verk­lag inn­leitt í skrefum til sam­ræmis við þær leið­bein­ingar sem umsækj­endur hafa fengið á fyrri stigum máls og þannig komið í veg fyrir að breyttri stjórn­sýslu­fram­kvæmd verði beitt aft­ur­virkt. Breyt­ing­arnar eru einnig til sam­ræmis við fram­kvæmd í nágranna­ríkjum Íslands.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent