Blaðamenn Reuters sagðir æfir yfir samstarfi við rússneska ríkisfréttaveitu

Fréttaveituþjónusta Reuters býður viðskiptavinum sínum upp á efni frá ýmsum fréttaveitum víða um heim, þar á meðal rússnesku ríkisfréttaveitunni Tass. Blaðamenn Reuters eru sagðir með böggum hildar yfir samstarfinu.

Höfuðstöðvar Reuters-fréttaveitunnar í London.
Höfuðstöðvar Reuters-fréttaveitunnar í London.
Auglýsing

Blaða­menn hjá Reuter­s-frétta­veit­unni eru sagðir pirraðir og hrein­lega skamm­ast sín, yfir sam­starfi Reuters við rúss­nesku rík­is­frétta­veit­una Tass, sem hefur frá upp­hafi stríðs­ins í Úkra­ínu birt fregnir af þróun mála á víg­vell­inum upp úr upp­lýs­ingum rúss­neskra varn­ar­mála­yf­ir­valda.

Frá þessu er sagt í frétt Polit­ico, en sam­starf Reuters og Tass hófst árið 2020 og felur í sér að Reuters dreifir efni frá rúss­nesku frétta­veit­unni áfram til við­skipta­vina sinna. Þessi samn­ingur er sagður hafa vakið nokkra undrun innan fyr­ir­tæk­is­ins er hann var gerð­ur, en hins vegar vakti hann ekki mikla athygli út á við.

Tass er ein af fleiri en 90 frétta­veitum sem eru hluti af þjón­ustu Reuters sem heitir Reuters Conn­ect, en um er að ræða frétta­veitu­þjón­usta ætluð fjöl­miðlum um allan heim, sem greiða Reuters fyrir aðgang að því efni sem þar má finna.

Þögn stjórn­enda vekur áhyggjur

„Það var vand­ræða­legt þegar sam­starfs­samn­ing­ur­inn var und­ir­rit­aður fyrir tveimur árum,“ sagði einn frétta­maður Reuters við Polit­ico og bætti því við að nú væri sam­starfið „ein­fald­lega rangt“ og að þögnin úr efri lögum fyr­ir­tæk­is­ins um það vekti upp áhyggj­ur.

Í frétt Polit­ico vitna tveir blaða­menn hjá Reuters, sem er alls með um 2.500 blaða­menn á sínum snærum í um 200 löndum heims, til um það að sumir starfs­menn frétta­veit­unnar hafi reynt að fá svör við því af hverju Reuters haldi áfram að dreifa fréttum frá Tass í gegnum Reuters Conn­ect.

Starfs­menn­irnir eru sagðir hafa lýst yfir áhyggjum af ógagn­rýnni nálgun Tass á upp­lýs­ingar sem frétta­veitan fær frá stjórn­völdum í Rúss­landi, en margt af því efni sem Tass hefur dreift í fréttum sínum frá upp­hafi inn­rás­ar­innar þykir í meira lagi vafa­samt.

Auglýsing

Þannig hefur Tass sagt frá því að Úkra­ínu­menn hafi drepið almenna borg­ara í Don­bas-hér­uð­unum og varpað lík­unum í fjölda­grafir, að úkra­ínskar her­sveitir hafi skotið á Rússa á meðan á stað­bundnu vopna­hléi stóð og að úkra­ínskir nýnas­istar hafi stundað það að nota almenna borg­ara sem mennska skildi.

Í gær hafði Tass það til dæmis eftir rúss­neskum emb­ætt­is­manni að úkra­ínskir nýnas­istar væru með um 130 þús­und almenna borg­ara í „gísl­ingu“ í borg­inni Mariu­pol, sem hefur mátt þola sprengjuregn Rússa und­an­farnar vik­ur.

Síð­ustu vest­rænu blaða­menn­irnir sem voru við störf í borg­inni, þar til þeir voru fluttir í burtu af úkra­ínskum her­mönn­um, hafa allt aðra sögu að segja.

Efni frá þriðju aðilum merkt sem slíkt

Í svari sem Polit­ico fékk frá Reuters vegna þessa máls var áhersla lögð á að frétta­stofa Reuters starf­aði óháð öllum samn­ingum sem gerðir hafa verið í tengslum við efn­is­fram­boð Reuters Conn­ect.

„Conn­ect­-vett­vang­ur­inn leyfir not­endum – oft­ast öðrum fjöl­miðla­fyr­ir­tækjum – að sjá efni, þar á meðal vídjó, myndir og skýr­ing­ar­mynd­ir, frá mörgum stöðum í heim­in­um. Allt efni sem stafar frá þriðju aðilum er skýr­lega merkt sem slíkt og er með fyr­ir­vara um að Reuters „tryggi ekki nákvæmni efn­is­ins né styðji við nokkur við­horf eða skoð­anir sem þar koma fram.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Benjamín Þorbergsson og Sólveig Anna Jónsdóttir.
Segir óbilgirnis- og harðlínustefnu hafa verið innleidda eftir að Halldór Benjamín tók við SA
Formaður Eflingar segir atvinnurekendur hafa verið hrifna af baráttulatri verkalýðsforystu. Í Icelandair-málinu hafi ASÍ ekki bara leyst gerendur undan grófu ásettningsbroti heldur opnað á að fyrirtækið fengi umbun í formi fjárfestingar úr lífeyrissjóðum.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sveinn Runólfsson og Andrés Arnalds
Hernaður Skógræktarinnar gegn náttúru Íslands
Kjarninn 18. ágúst 2022
Alls eru nú 665 börn sem verða 12 mánaða eða eldri þann 1. september á biðlista eftir plássi á leikskólum í Reykjavík.
Kynntu sex aðgerðir til að flýta innritun barna á leikskóla
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag aðgerðaáætlun í sex liðum, sem ætluð er til þess að flýta innritun barna á leikskóla. Foreldrar ungra barna hafa sett mikinn þrýsting á borgarfulltrúa sökum þess að útgefnar áætlanir hafa ekki staðist.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og fékk fyrir það um 3,9 milljónir króna á mánuði í fyrra.
Best launuðu hagsmunaverðirnir með hátt í fjórar milljónir króna á mánuði í fyrra
Framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka sjávarútvegsfyrirtækja trónir á toppnum yfir þá hagsmunaverði sem voru með hæstu launin í fyrra. Laun stjórnenda hagsmunasamtaka eru miklu hærri en laun þeirra sem fara fyrir verkalýðsforystunni.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rigningarvatn flæðir niður stiga á neðanjarðarlestarstöð í París í gær.
Himnarnir opnuðust – Mánaðarúrkoma féll á rúmum klukkutíma
Frakkar hafa líkt og fleiri íbúar á meginlandi Evrópu glímt við fordæmalausa hita og þurrka síðustu vikur og mánuði. Nú hefur orðið stórkostleg breyting þar á.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent