Ánægja með störf Pútíns hefur aukist hratt eftir að stríðið í Úkraínu hófst

Í könnun á meðal rússnesks almennings sem framkvæmd var í mars sögðust 83 prósent aðspurðra sátt með störf Vladimírs Pútíns í embætti. Stríðsreksturinn í Úkraínu virðist mælast vel fyrir í Rússlandi, rétt eins og innlimun Krímskaga árið 2014.

Heil 83 prósent aðspurðra í könnun Levada Center í mars sögðust sátt með störf Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta.
Heil 83 prósent aðspurðra í könnun Levada Center í mars sögðust sátt með störf Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta.
Auglýsing

Þrátt fyrir að Vla­dimír Pútín for­seti Rúss­lands hafi verið for­dæmdur af vest­rænum leið­togum og fregnir ber­ist nú dag­lega af hörmu­legum voða­verkum rúss­neska inn­rás­ar­liðs­ins í Úkra­ínu hefur for­set­inn aukið vin­sældir sínar meðal almenn­ings í Rúss­landi gríð­ar­lega frá því að stríð­ið, sem ekki má kalla stríð í Rúss­landi, hófst.

Sam­kvæmt nýj­ustu mæl­ingu óháða könn­un­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Levada Center í Rúss­landi segj­ast nú, í fyrsta sinn frá árinu 2018, fleiri en 80 pró­sent Rússa ánægð með emb­ætt­is­færslur Pútíns, en Levada fram­kvæmir mán­að­ar­legar mæl­ingar á við­horfum rúss­nesks almenn­ings til starfa for­set­ans. 83 pró­sent aðspurðra sögð­ust sátt með störf for­set­ans þegar spurt var í mars­mán­uði, en ein­ungis 15 pró­sent ósátt. Um tvö pró­sent tóku svo ekki afstöðu í aðra hvora átt­ina.

Ánægja með störf Pútíns hafði dalað

Vin­sælda­stökk Pútíns nú er mjög svipað og það sem átti sér stað árið 2014, er Rússar inn­lim­uðu Krím­skaga. Við þá atburði reis ánægja með störf Pútíns úr rúmum 60 pró­sentum og upp í tæp 90 pró­sent og hélst yfir 80 pró­sentum allt fram á mitt ár 2018, en dal­aði þá niður í 60-70 pró­sent með nokkrum sveiflum á milli mán­aða.

Mynd: Af vef Levada Center

Ánægja með störf Pútíns mæld­ist minnst í upp­hafi kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins, en í apríl árið 2020 sögð­ust ein­ungis 59 pró­sent svar­enda í könnun Levada ánægð með störf for­set­ans. Síðan þá hafði ánægjan ekki farið upp fyrir 70 pró­sent, fyrr en í febr­úar 2022 – og reis síðan upp í 83 pró­sent í síð­asta mán­uði sem áður seg­ir.

Sá hópur sem lýsir yfir óánægju með for­set­ann hefur að sama skapi meira en helm­inga­st, en í des­em­ber síð­ast­liðnum sögð­ust 34 pró­sent svar­enda óánægð með frammi­stöðu Pútíns í emb­ætti. Það hlut­fall var komið niður í 27 pró­sent í febr­úar og mæld­ist svo 15 pró­sent í mars, sem áður seg­ir.

70 pró­sent sátt með störf rík­is­stjórn­ar­innar

Ánægja með störf rík­is­stjórn­ar­innar heilt yfir hefur einnig vaxið mjög frá því að stríðs­rekst­ur­inn í Úkra­ínu hófst og segj­ast nú 70 pró­sent sátt með störf rúss­nesku stjórn­ar­innar en ein­ungis 27 pró­sent ósátt. Undir lok síð­asta árs voru um það bil jafn margir sem sögð­ust sáttir og ósáttir með störf stjórn­ar­inn­ar.

Auglýsing

Þegar spurt er hvort svar­endur telji Rúss­land almennt vera að fær­ast í rétta átt eða í ógöngur hefur einnig orðið mikil við­horfs­breyt­ing. 69 pró­sent sögðu í könnun Levada í mars að Rúss­land væri á réttri leið, en ein­ungis 48 pró­sent í des­em­ber­mán­uði. Að sama skapi töldu ein­ungis 22 pró­sent að Rúss­land væri á rangri leið þegar spurt var í mars, en 44 pró­sent þegar spurt var í des­em­ber.

Við­horf til Vest­ur­landa snar­versna

Við­horf rúss­nesks almenn­ings til Vest­ur­landa hafa einnig snar­versnað frá því að stríðið í Úkra­ínu hófst. Í nóv­em­ber síð­ast­liðnum sögð­ust 45 pró­sent vera jákvæð í garð Banda­ríkj­anna en 42 pró­sent nei­kvæð. Í mars voru hins­vegar ein­ungis 17 pró­sent svar­enda jákvæð í garð Banda­ríkj­anna en 72 pró­sent nei­kvæð.

Hvað Evr­ópu­sam­bandið hafa við­horf einnig snar­versn­að, en í mæl­ingum Levada hafa fleiri Rússar verið jákvæðir en nei­kvæðir gagn­vart ESB í nær öllum mæl­ingum frá árinu 2019. Nú er öldin önnur – 67 pró­sent aðspurðra sögð­ust nei­kvæð gagn­vart Evr­ópu­sam­band­inu er spurt var í mars.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Benjamín Þorbergsson og Sólveig Anna Jónsdóttir.
Segir óbilgirnis- og harðlínustefnu hafa verið innleidda eftir að Halldór Benjamín tók við SA
Formaður Eflingar segir atvinnurekendur hafa verið hrifna af baráttulatri verkalýðsforystu. Í Icelandair-málinu hafi ASÍ ekki bara leyst gerendur undan grófu ásettningsbroti heldur opnað á að fyrirtækið fengi umbun í formi fjárfestingar úr lífeyrissjóðum.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sveinn Runólfsson og Andrés Arnalds
Hernaður Skógræktarinnar gegn náttúru Íslands
Kjarninn 18. ágúst 2022
Alls eru nú 665 börn sem verða 12 mánaða eða eldri þann 1. september á biðlista eftir plássi á leikskólum í Reykjavík.
Kynntu sex aðgerðir til að flýta innritun barna á leikskóla
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag aðgerðaáætlun í sex liðum, sem ætluð er til þess að flýta innritun barna á leikskóla. Foreldrar ungra barna hafa sett mikinn þrýsting á borgarfulltrúa sökum þess að útgefnar áætlanir hafa ekki staðist.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og fékk fyrir það um 3,9 milljónir króna á mánuði í fyrra.
Best launuðu hagsmunaverðirnir með hátt í fjórar milljónir króna á mánuði í fyrra
Framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka sjávarútvegsfyrirtækja trónir á toppnum yfir þá hagsmunaverði sem voru með hæstu launin í fyrra. Laun stjórnenda hagsmunasamtaka eru miklu hærri en laun þeirra sem fara fyrir verkalýðsforystunni.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rigningarvatn flæðir niður stiga á neðanjarðarlestarstöð í París í gær.
Himnarnir opnuðust – Mánaðarúrkoma féll á rúmum klukkutíma
Frakkar hafa líkt og fleiri íbúar á meginlandi Evrópu glímt við fordæmalausa hita og þurrka síðustu vikur og mánuði. Nú hefur orðið stórkostleg breyting þar á.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent