Vill efla menntakerfið til að koma í veg fyrir starfamissi

Mörg störf sem hurfu í heimsfaraldrinum munu ekki koma aftur vegna aukinnar sjálfvirknivæðingar. Hagfræðingur hjá Viðskiptaráði segir menntakerfið leika lykilhlutverki í að lágmarka starfsmissinn vegna tæknibreytinga framtíðar.

Elísa Arna Hilmarsdóttir, hagfræðingur hjá Viðskiptaráði.
Elísa Arna Hilmarsdóttir, hagfræðingur hjá Viðskiptaráði.
Auglýsing

Fjölga ætti háskóla­nemum í vís­inda-, tækn­i-, verk­fræði- og stærð­fræði­greinum hér á landi og efla end­ur­menntun svo að mögu­legt sé að mæta auk­inni sjálf­virkni­væð­ingu starfa og bæta sam­keppn­is­hæfni á vinnu­mark­aðnum á næstu árum. Þetta skrifar Elísa Arna Hilm­ars­dótt­ir, hag­fræð­ingur hjá Við­skipta­ráði, í nýjasta tölu­blaði Vís­bend­ingar.

Sam­kvæmt Elísu Örnu eru sterkar vís­bend­ingar um að efna­hags­þreng­ing­arnar í kjöl­far útbreiðslu far­sótt­ar­innar hafi leitt til var­an­legs brott­falls fjölda starfa um allan heim, sökum hrað­ari sjálf­virkni­væð­ing­ar. Hún segir störfin sem séu hvað mest ber­skjölduð fyrir sjálf­virkni­væð­ingu fela í sér mikla end­ur­tekn­ingu á ein­földum og fyr­ir­sjá­an­legum verk­efn­um, en meiri­hluti þeirra sé unn­inn af ungu fólki og þeim sem hafa litla mennt­un.

Auglýsing

Búist er við því að enn fleiri störf muni verða sjálf­virkni­væð­ing­unni að bráð á næstu árum, en Elísa Arna bendir á að tæpur helm­ingur allra starfa hér­lendis geti horfið vegna henn­ar.

Fjölga STEM-­mennt­uðum

„Á þessum umbrota­tím­um, í hring­iðu fjórðu iðn­bylt­ing­ar­innar og við lok heims­far­ald­urs með til­heyr­andi umróti, er nauð­syn­legt að marka skýra stefnu í atvinnu­líf­inu og hlúa að sam­keppn­is­hæfni vinnu­mark­að­ar­ins,“ bætir hún við. Þar segir hún að mennta­kerfið leiki lyk­il­hlut­verki í því að koma í veg fyrir töpuð störf með því að und­ir­búa fólk til að starfa í atvinnu­greinum sem eru ekki ber­skjald­aðar fyrir sjálf­virkni­væð­ingu.

Elísa Arna segir einnig að tölu­vert mis­ræmi sé á milli mennt­unar fólks og starfa þeirra hér­lend­is, í sam­an­burði við önnur Norð­ur­lönd og með­al­talið í Evr­ópu. Leiða megi líkur að því að þetta ósam­ræmi skýrist að hluta til vegna þess hversu fáir nem­endur eru í vís­inda-, tækn­i-, verk­fræði- og stærð­fræði­greinum (e. STEM).

Hærra hlut­fall STEM-­mennt­aðra hér­lendis gæti aukið sam­keppn­is­hæfni Íslands og tryggt vinnu­mark­að­inn fyrir þeim tækni­breyt­ingum sem er fyr­ir­séð að eigi sér stað á næstu árum. Einnig væri hægt að hlúa betur að þeim sem eiga á hættu að missa störf sín með auknum tæki­færum til sí- og end­ur­mennt­un­ar, en Elísa Arna segir þá leið hafa verið farna í Dan­mörku.

Hægt er að lesa grein Elísu Örnu í heild sinni með því að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent