Segir aðgerða þörf en dregur úr stuðningi í ýmsum málaflokkum

Nýútgefin fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir því að útgjöld hins opinbera í orku-, jafnréttis- og húsnæðismál muni dragast saman að raunvirði á næstunni. Þrátt fyrir það er fjöldi aðgerða nefndur í málaflokkunum sem hægt væri að ráðast í.

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur nóvember 2021
Auglýsing

Opin­ber fram­lög í lýð­heilsu og stjórn­sýslu vel­ferð­ar­mála munu drag­ast saman um tvo millj­arða króna á næstu árum, gangi nýút­gefin fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar eft­ir. Sömu­leiðis mun stuðn­ingur við orku­mál drag­ast saman um 400 millj­ónir króna og útgjöld til hús­næð­is­mál minnka um 1,4 millj­arða króna.

Ástæðan fyrir sam­drætt­inum í stuðn­ingi við þessa mála­flokka liggur ekki alltaf fyr­ir, en í þeim öllum er minnst á fjölda aðgerða sem ráð­ast þyrfti í á næstu árum.

Minni fram­lög í orku­skipti

Rík­is­stjórnin leggur fram ýmsar aðgerðir í orku­málum til að stuðla að orku­skiptum og tryggja orku­ör­yggi hér­lendis í nýút­gef­inni fjár­mála­stefnu. Þeirra á meðal er lagn­ing jarð­strengja um allt landið og þrí­fösun dreifi­kerfis raf­orku, en einnig segir þar að hraða megi á raf­væð­ingu bíla­flot­ans í ferða­þjón­ustu, ásamt því að auka notkun líf­elds­neytis í sjáv­ar­út­vegi og fanga kolefn­is­út­blástur frá stór­iðju og jarð­varma­virkj­un­um.

Auglýsing

Þar að auki segir í áætl­un­inni að mik­il­vægt sé að Ísland verði áfram vett­vangur fyrir öflun og miðlun alþjóð­legrar þekk­ingar á jarð­hita­nýt­ingu og miðlun hennar í formi mennt­un­ar, ráð­gjaf­ar, þró­unar og vernd­unar hug­verka. Efla þurfi orku­rann­sóknir og leggja eigi aukna áherslu á alþjóð­legt sam­starf, meðal ann­ars til að auka árangur í sölu á vörum og þekk­ingu.

Þrátt fyrir það gerir rík­is­stjórnin ekki ráð fyrir að setja meiri pen­ing í mála­flokk­inn, en sam­kvæmt áætl­un­inni mun útgjald­ara­mmi til orku­mála minnka um 400 millj­ónir króna að raun­virði á næstu fimm árum. Sam­kvæmt rík­is­stjórn­inni er sam­drátt­ur­inn vegna minni stuðn­ings við orku­skipta í fram­tíð­inni, en hann mun lækka um 100 millj­ónir króna á næsta ári og aðrar 250 millj­ónir króna á árinu 2025.

Þessar fjár­hæðir munu svo fær­ast í önnur lofts­lagstengd verk­efni, svo sem til aðgerða á sviði nátt­úru­mið­aðra lausna, land­bún­aðar og í frek­ari stuðn­ing við breyttar ferða­venj­ur.

Mik­ill sam­dráttur í jafn­rétt­is- og vel­ferð­ar­málum

Annar útgjalda­liður sem mun drag­ast saman að raun­virði á næstu árum er lýð­heilsa og stjórn­sýsla vel­ferð­ar­mála. Þaðan koma pen­ingar sem fara meðal ann­ars í for­varnir og lýð­heilsu, en einnig í jafn­rétt­is- og mann­rétt­inda­mál.

Sam­kvæmt áætl­un­inni munu fram­lög stjórn­valda í þessi mál drag­ast saman um tæpa tvo millj­arða króna á næstu fimm árum. Þó eru þar nefnd ýmis verk­efni sem ráð­ast ætti í, til dæmis aðgerðir gegn kyn­bundnu og kyn­ferð­is­legu ofbeldi, auk aðgerða til að vinna gegn kyn­bundum launa­mun.

Rík­is­stjórnin nefnir einnig að styrkja eigi áfram heilsu­efl­andi skóla og heilsu­efl­andi sam­fé­lag með því að styðja við íþrótt­ir, æsku­lýðs­starf, öldr­un­ar­starf, heilsu­efl­ingu aldr­aðra og heilsu­efl­ingu á vinnu­stöð­um.

Hins vegar nefnir rík­is­stjórnin ekki hvers vegna vænt útgjöld í mála­flokk­inn –sem nema rúmum tólf millj­örðum króna í fjár­lögum fyrir þetta ár – muni nema 10,5 millj­örðum króna á næsta ári.

Hús­næð­is­mál á hak­anum

Líkt og Kjarn­inn hefur áður fjallað um munu fram­lög stjórn­valda í hús­næð­is- og skipu­lags­mál einnig drag­ast saman á næsta ári, sam­kvæmt áætl­un­inni. Þar ber helst að nefna nið­ur­fell­ingu á stofn­fram­lögum sem hafa verið veitt til kaupa eða bygg­inga almennra leigu­í­búða á síð­ustu tveimur árum að and­virði tveggja millj­arða króna. Þó verða fram­lög til hús­næð­is­bóta aukin um hálfan millj­arð, þar sem rík­is­stjórnin býst við fjölgun leigj­enda.

Stofn­fram­lög­in, sem eiga að hvetja til auk­ins fram­boðs á íbúðum fyrir lág­tekju­hópa, eru minnkuð á sama tíma og rík­is­stjórnin segir að skortur sé á fram­boði á hús­næð­is­mark­aði. Alls munu útgjöld hins opin­bera í mála­flokk­inn drag­ast saman um 1,4 millj­arða króna, úr 16,3 millj­örðum niður í 14,9 millj­arða króna.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands efur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent