Landsnet Stálmöstur Mynd: Landsnet
Landsnet

„Þetta mun nánast eyðileggja jörðina“

Landeigendur og ábúendur á fjórða tug bæja á því svæði sem Landsnet vill leggja Blöndulínu 3 eru ósáttir og hafna því margir alfarið að línan fari um þeirra land. Þeir gagnrýna að hana eigi að leggja í lofti um ósnortið eða lítt snortið land, í allt of mikilli nálægð við fjölda bæja og um hlíðar Mælifellshnjúks – eins helsta kennileitis svæðisins.

Hún er engin smá­smíði, umhverf­is­mats­skýrsla Lands­nets um áform­aða lagn­ingu Blöndulínu 3 frá Blöndu­stöð til Akur­eyr­ar. Með við­aukum telur hún tæpar 1.800 blað­síð­ur, síður sem ein­stak­ling­ar, stofn­anir og félaga­sam­tök höfðu einn mánuð og þrjár vikur til að lesa, greina og skrifa umsögn við. Sumir eru á launum við það, það á við um lög­bundna umsagn­ar­að­ila s.s. stofn­an­ir, en aðrir hafa þurft að eyða frí­tíma sínum til verks­ins og það yfir páska og upp­haf sauð­burð­ar.

Umsagn­irnar sem skilað hefur verið til Skipu­lags­stofn­unar telja svo nú þegar 347 blað­síður og enn á eftir að bæt­ast við. Auk stofn­ana og félaga­sam­taka lögð­ust þrátt fyrir allt tugir land­eig­enda og ábú­enda á áhrifa­svæði raf­lín­unn­ar, sem sam­kvæmt aðal­val­kosti Lands­nets myndi liggja um 102 kíló­metra leið í lofti, yfir skýrsl­una ítar­legu og skil­uðu umsögn­um.

Þeir benda sumir hverjir á að vart sé á almenn­ing leggj­andi að rýna í allar þessar upp­lýs­ing­ar, sem oft eru flókn­ar, á svo stuttum tíma. „Hér er fólki drekkt í orðum á hund­ruðum blað­síðna og til­gang­ur­inn virð­ist aug­ljós,“ segja til dæmis ábú­endur á jörð einni í Hörg­ár­dal í umsögn sinni.

En þeir og fleiri létu sig engu að síður hafa það. Og ástæðan er aug­ljós: Hvar og hvernig Blöndulína 3 ligg­ur, háspennu­línan sem deilt hefur verið um í tvo ára­tugi, er þeim hjart­ans mál. Hvar hinum 342 stálmöstrum, allt að 32 metrum á hæð, verður komið fyr­ir. Hvar línu­veg­irnir löngu munu liggja. Efn­is­námurnar verða stað­sett­ar. Tengi­virk­in.

Það vilja nefni­lega fæstir hafa Blöndulínu 3 fyrir aug­unum alla daga. Hana vilja flestir fá sem mest nið­ur­grafna svo hún spilli ekki útsýni og ásýnd. Fólk ótt­ast áhrif á lífs­við­ur­væri sitt, fram­tíð­ar­á­form og jafn­vel heilsu.

Áður en lengra er haldið – örstutt upp­rifjun um Blöndulínu 3:

Blöndulína 3 á að flytja raf­magn milli Blöndu­stöðvar og Akur­eyr­ar. Þessi teng­ing er þegar fyrir hendi í gegnum Blöndulínu 2 (Blöndu­stöð-Varma­hlíð) og Rang­ár­valla­línu 1 (Varma­hlíð-Ak­ur­eyri) en sú síð­ar­nefnda var reist áður en Blöndu­virkjun tók til starfa og svarar ekki kröfum um flutn­ings­getu dags­ins í dag og til fram­tíð­ar. Lands­net hefur hafið upp­færslu á meg­in­flutn­ings­kerfi raf­orku til að styrkja teng­ingar milli vinnslu­svæða norð­an­lands og sunnan og Blöndulína 3 yrði hluti af þess­ari „nýju kyn­slóð“ byggða­lín­unnar eins og það er orðað í áætl­unum Lands­nets. Mark­miðið er að geta afhent raf­magn þar sem þörfin er mest hverju sinni óháð því hvar það er unn­ið.

Aðalvalkostur Landsnets fyrir Blöndulínu 3. Ný Blöndulína 3 yrði lögð sem loftlína um fimm sveitarfélög. Rangárvallalína 1 á milli Varmahlíðar og Akureyrar verður fjarlægð.
Landsnet

Blöndulína 3 er meira mann­virki á flestan máta en hin hálfrar aldar gamla Rang­ár­valla­lína. Hún mun m.a. ein­kenn­ast af háum og miklum stálmöstrum og nýjum línu­veg­um. Hún myndi þar að auki ekki fara alfarið sömu leið og Rang­ár­valla­línan heldur um nýjar slóðir að stórum hluta og sem fyrr segir í lofti sem er alls ekki það sem margir hags­muna­að­il­ar, t.d. land­eig­endur og sveit­ar­fé­lög, áttu von á.

Þannig að gagn­rýnin nú, í annað sinn sem fram­kvæmdin er tekin til umhverf­is­mats, snýr fyrst og fremst að sömu þáttum og áður: Línu­leið­inni og jarð­strengj­um. Eða skorti á þeim rétt­ara sagt.

Færri jarðir en engin sátt

Þessi hnífur sem staðið hefur í kúnni í blóm­leg­ustu land­bún­að­ar­hér­uðum lands­ins í ára­fjöld, virð­ist því lítið hafa hagg­ast. Og ef Lands­net hélt að sátt myndi nást með því að fara með lín­una stystu leið frá Blöndu­stöð til Skaga­fjarð­ar, um Kiða­skarð í stað Vatns­skarðs og Hér­aðs­vötn, skjátl­að­ist því. Land­ar­eign­irnar eru vissu­lega færri á Kiða­skarðs­leið­inni en and­staðan er hins vegar ekk­ert minni ef marka má bróð­ur­hluta þeirra athuga­semda sem land­eig­endur og ábú­endur á fjórða tug jarða gera við umhverf­is­mats­skýrsl­una og Kjarn­inn hefur fengið afhent­ar.

Sjö­tíu jarðir og um 300 land­eig­endur

Aðal­val­kostur Lands­nets er þessi: Loft­lína frá Blöndu­stöð um Kiða­skarð og niður í Mæli­fells­dal í Skaga­firði. Þaðan austur yfir Eggjar og Hér­aðs­vötn rétt sunnan við ármót Norð­urár og inn í mynni Norð­ur­ár­dals sunnan Norð­ur­ár. Þaðan að mestu sam­hliða núver­andi Rang­ár­valla­línu 1 sem tekin verður nið­ur, um Norð­ur­ár­dal, Öxna­dals­heiði, Öxna­dal, Mold­haugna­háls, Kræk­linga­hlíð og í tengi­virki að Rang­ár­völlum á Akur­eyri.

Yrði þessi leið fyrir val­inu myndi hún liggja um tæp­lega 70 jarð­ir, lang­flestar í einka­eigu. Eig­endur þeirra eru um 300 tals­ins.

Valkostir sem skoðaðir voru um Skagafjörð, á svæði B eins og Landsnet kallar það. Á kortinu sést hvaða bæir eru við hvern valkost.
Landsnet

„Við land­eig­endur að Lauga­mel höfnum alfarið áformum Lands­nets um lagn­ingu loft­línu um lönd okk­ar.“

„Við land­eig­endur í Litla­dal höfnum alfarið áformum Lands­nets um lagn­ingu loft­línu um lönd okk­ar.“

Við land­eig­endur á Starra­stöðum höfnum alfarið áformum Lands­nets um lagn­ingu loft­línu um lönd okk­ar.“

„Við land­eig­endur á Brúna­stöðum 3 höfnum alfarið áformum Lands­nets um lagn­ingu loft­línu um land okk­ar.“

Við land­eig­endur á Litla-Horni höfnum alfarið áformum Lands­nets um lagn­ingu loft­línu um lönd okk­ar.“

„Und­ir­rituð land­eig­andi á Hvít­eyrum hafnar alfarið áformum Lands­nets um lagn­ingu loft­línu um land mitt. Bygg­ingu tengi­virkis á land­ar­eign minni á Hvít­eyrum eða í óskiptu landi Hvít­eyra og Mæli­fells á Mæli­fells­dal, í lítt snortnu nátt­úru­legu umhverfi utan alfara­leið­ar, er alfarið hafn­að.“

Þetta eru aðeins nokkur dæmi úr umsögnum land­eig­enda á áform­aðri línu­leið um Skaga­fjörð. Í þeim eru t.d. gerðar athuga­semdir við að loft­lína sé áformuð í mik­illi nálægð við tíu bæi. Eig­endur og ábú­endur segj­ast ítrekað hafa komið þeirri afstöðu sinni á fram­færi að loft­lína verði ekki lögð í þeirra landi og um svæð­ið, ekki síst um hlíðar Mæli­fells­hnjúks og yfir Eggjar, sem sé „með öllu ólíð­andi vegna mik­illa umhverf­is­á­hrifa á ásýnd og lands­lag“.

Blöndulína á samkvæmt aðalvalkosti Landsnets að liggja um hlíðar Mælifellshnjúks.
Wikipedia

Margar umsagn­anna er lúta að jörðum í Skaga­firði eru sam­bæri­leg­ar, prýddar mynd­um, kortum og annarri graf­ík, til áherslu­auka. Af útsýni frá bæj­um. Af og að Mæli­fells­hnjúknum sem er eitt þekktasta kenni­leiti Skaga­fjarðar og fjöl­mörg fyr­ir­tæki í hér­að­inu byggja mark­aðs­setn­ingu sína á. Myndi röskun á honum og nán­asta umhverfi hans spilla fyrir þeirra ímynd, segir í umsögn­un­um. „Loft­lína og tengi­virki verður smán­ar­blettur í hlíðum Mæli­fells­hnjúks og áhrif á lands­lag og ásýnd þar eru veru­lega van­met­in.“

Jörðin Mæli­fell í Skaga­firði er fornt höf­uð­ból og prests­setur og þar hefur kirkja staðið nán­ast frá upp­hafi kristni í land­inu. „Komi línan á fyr­ir­hug­uðum stað, mun hún valda mik­illi sjón­mengun og skera í augu þá horft er til fjalls­ins,“ skrifar séra Ólafur Hall­gríms­son, ábú­andi á Mæli­felli.

Þjóð­kirkjan (Bisk­ups­stofa) á Mæli­fell og tekur undir með Ólafi presti í sinni umsögn. Hún er ekki alls kostar sam­mála Lands­neti um að áhrif þess að leggja lín­una „þvert yfir land Mæli­fells og þannig þvert á sjálfan Mæli­fells­hnjúk“ séu aðeins nokkuð nei­kvæð. Mæli­fells­hnjúkur sé „ein­kenn­is­fjall“ svæð­is­ins, gnæfi yfir öll nær­liggj­andi fjöll og vin­sæll áfanga­staður göngu­fólks. „Áhrif línu þvert undir fjall­inu á ásýnd þess hljóta að telj­ast veru­lega nei­kvæð enda varla hægt að ímynda sér verri áhrif á ásýnd þess.“

Starrastaðir: Á neðri mynd má sjá ásýnd eins og hún gæti orðið með lagningu Blöndulínu 3 um jörðina.
Landsnet

Margir benda svo á að Kiða­skarðs­leið fari um svæði sem sé að „stórum hluta ósnortið eða lítt snort­ið“ og fari auk þess „mjög nálægt mörgum býlum sem hyggja á frek­ari upp­bygg­ingu á jörðum sín­um“.

Blöndulína 3 mun sam­kvæmt aðal­val­kosti Lands­nets liggja um fimm sveit­ar­fé­lög. Sveit­ar­stjórn Sveit­ar­fé­lags­ins Skaga­fjarðar seg­ist í sinni umsögn hafa lagst í kostn­að­ar­sama og umfangs­mikla rýni til að ná sáttum um línu­leið­ina. Og að í aðal­skipu­lagi, sem sam­þykkt var nýver­ið, hafi Hér­aðs­vatna­leiðin svokölluð orðið ofan á með jarð­strengskafla í takti við fyr­ir­liggj­andi upp­lýs­ingar Lands­nets um mögu­leika til slíks.

Hví Kiða­skarð?

Margir land­eig­endur í Skaga­firði gera í umsögnum sínum „al­var­legar athuga­semd­ir“ við að Lands­net fari gegn þessu nýsam­þykkta skipu­lagi. Hér­aðs­vatna­leiðin sé innan svo­kall­aðs mann­virkja­beltis og þar sé þegar að finna Blöndulínu 2, Rang­ár­valla­línu 1 og Þjóð­veg 1.

Þeir velta fyrir sér af hverju Kiða­skarðs­leiðin hafi orðið fyrir val­inu en sjálft segir Lands­net að hún hafi ítrekað komið fram í umræðu um Blöndulínu 3 síð­ustu ár. Þar sem umhverf­is­á­hrif beggja leið­anna séu áþekk þá „hvarflar það að þeim sem lesa rök­stuðn­ing­inn að aðrar ástæður séu fyrir því að val­kost­ur­inn Kiða­skarð er val­inn,“ segir m.a. í umsögnum hóps land­eig­enda. Fyrir liggi að fjöldi bújarða á Hér­aðs­vatna­leið sé meiri og á Kiða­skarðs­leið séu því færri beinir hags­muna­að­il­ar. „Óskað er eftir upp­lýs­ingum um hvort fjöldi bújarða á mögu­legum línu­leiðum hafi áhrif á ákvörðun um val­inn kost.“

Valkostir frá Blöndustöð til Skagafjarðar: Vatnsskarð eða Kiðaskarð.
Landsnet

Margir land­eig­endur hafa hafið eða stefna á upp­bygg­ingu á jörðum sínum sem þeir segja að muni spill­ast ef Blöndulína 3 fari um lönd þeirra. Eig­endur Brúna­staða 3 segja t.d. að áformin setji fyr­ir­hug­aða bygg­ingu íbúð­ar­húss „í algjört upp­nám“, bygg­ingu sem þeir hafa und­ir­búið „í góðri trú“ um að aðal­skipu­lag sveit­ar­fé­lags­ins stæð­ist. „Lagn­ing lín­unnar i gegnum land okkar hefði gríð­ar­leg áhrif á nán­asta umhverfi húss­ins.“

Eig­endur Starra­staða og Starra­staða 2 segja í sinni umsögn að línan myndi liggja eftir landi þeirra endi­löngu og því „gjör­breyta allri ásýnd og notum okkar á land­in­u“. Línan yrði „mjög nálægt okkur úr öllum átt­um“ og „þetta mun nán­ast eyði­leggja jörð­ina og tak­marka veru­lega fram­tíð­ar­upp­bygg­ing­u.“

Eig­endur Hvamm­kots mót­mæla línu­leið­inni, sem myndi hafa mikil áhrif á útsýni frá bæn­um, harð­lega. Þeir benda á að ferða­menn í „hund­raða tali“ upp­lifi árlega hið „stór­kost­lega, óspillta útsýni á Mæli­fells­hnjúk“ sem sé for­senda frek­ari upp­bygg­ingar ferða­þjón­ustu á svæð­inu. Nágrann­arnir á Lýt­ings­stöðum taka í sama streng og segja ferða­menn koma langt að til að „upp­lifa útreið­ar­túra á íslenska hest­inum í óspilltri skag­fir­skri nátt­úru. Möstur sem Lands­net áætlar að reisa verða mjög vel sýni­leg frá aðal reið­leiðum og spilla veru­lega upp­lifun­inni sem ferða­þjón­ustan á Lýt­ings­stöðum vill bjóða upp á“.

342 stálmöstur munu halda raflínunni frá Blöndustöð til Akureyrar uppi samkvæmt aðalvalkosti Landsnets.
Landsnet

Ekki lengur „frá­bært útsýni til allra átta“

Land­eig­andi Háu­brekku er á sömu nótum í sinni umsögn og bendir á að bær­inn hafi verið mark­aðs­settur sér­stak­lega sem „slow tra­vel“-g­isti­staður þar sem fólk geti dvalið í næði í nálægð við ósnortna nátt­úru og göngu­leiðir fjarri mann­gerðu umhverfi. „Áformuð loft­lína myndi blasa við af hlaði bæj­ar­ins og í það mik­illi nálægð að hljóð­meng­unar gæti orðið vart. Því væri úti um að hægt væri að marka staðnum sér­stöðu í harðri sam­keppni í ferða­þjón­ust­unni út frá slag­orð­inu „frá­bært útsýni til allra átta“.“

Land­eig­endur Lækj­ar­gerðis benda á að línan eigi að liggja um 500 metra frá íbúð­ar­hús­inu og koma þvert yfir þeirra aðal úti­vist­ar­svæði. „Við munum þurfa að búa við hvin­inn frá línum í hvert skipti þegar við fáum suð­vestan rok,“ benda þeir á. „Þegar við ákváðum að byggja árið 2012 þá var okkar fram­tíð­ar­sýn að vera mögu­lega með ferða­þjón­ustu í ein­hverri mynd og fal­lega skóg­rækt í svæð­inu þar sem fyr­ir­huguð lína á að koma þvert yfir. Nú finnst okkur verið að setja okkar fram­tíð­ar­sýn í upp­nám og ef við hefðum vitað fyrir að risa­stór raf­magns­möstur og lína væri fyr­ir­huguð þarna þá hefðum við aldrei byggt okkur heim­ili á þessum stað.“

Ekki allir á móti Kiða­skarðs­leið

Land­eig­endur Vind­heima I og II aðhyll­ast Kiða­skarðs­leið­ina ólíkt flestum sem gefa umsögn við umhverf­is­mats­skýrsl­una. Þeir eiga það sam­eig­in­legt með öðrum sem styðja leið­ar­val Lands­nets að línan mun ekki, verði aðal­val­kost­ur­inn ofan á, liggja í lofti um eða í nágrenni þeirra landa líkt og aðrir kostir gera ráð fyr­ir.

Eig­endur Vind­heima benda hins vegar á að jarð­strengs­lögn um Skaga­fjörð hafi átt að sætta sjón­ar­mið og því valdi afstaða og skýr­ingar Lands­nets um að setja lín­una alfarið í loft von­brigðum og ætti að end­ur­skoða.

Lög­maður skrifar umsögn fyrir hönd eig­anda Hér­aðs­dals I, Stapa, Laug­arsels og nokk­urra land­spildna úr Hér­aðs­dal II í Skaga­firði, bæja sem einnig eru utan þeirra leiðar sem Lands­net kýs nú helst. „Um­bjóð­andi minn telur að Lands­net hafi nú loks kom­ist að ásætt­an­legri nið­ur­stöðu um aðal­val­kost fyrir línu­lögn­ina.“

Færri möstur í Skaga­firði

Á fyrri stigum hafi land­eig­and­inn ítrekað bent á að línu­lögn „um lönd hans í Dals­pláss­inu hafi verið óhag­kvæmust af öllum val­kost­u­m“. Hann gagn­rýnir helst að Lands­net kveði ekki nægi­lega fast að orði hvað varðar val á Kiða­skarðs­leið og að koma þurfi fram „með áber­andi hætti“ að með þeirri leið sé horfið frá því að leggja lín­una um „sögu­fræg héruð Skaga­fjarðar og þar með valda ferða­þjón­ust­unni skaða auk þess sem skóg­rækt í hér­að­inu mun ekki bera skaða af“.

Norðurárdalur. Til vinstri í hlíðinni má sjá núverandi Rangárvallalínu 1 og til hægri um dalinn mögulega legu Blöndulínu 3.  Mynd: Landsnet

Land­eig­endur Daufár lýsa ánægju sinni með að Vatn­s­karðs­s­leið og Hér­aðs­vatna­leið „hafi EKKI verið valin sem aðal­val­kost­ur“ enda sé hún lengri og færi í gegnum fleiri land­eign­ir. „Frá sýslu­mörkum Húna­vatns­sýslu og Skaga­fjarð­ar­sýslu að Hér­aðs­vötnum á móts við Flat­ar­tungu kæmu 82 möstur í gegnum 39 land­ar­eignir ef Hér­aðs­fjarð­ar­leið yrði far­in,“ benda þeir á. „88 möstur í gegnum 37 jarðir ef B4 leið yrði far­in,“ en það er sá val­kostur sem færi um Daufá. „En ef Kiða­skarðs­leið er farin þá koma 54 möstur í gegnum 10 land­eignir og jarð­strengur í gegnum 20 jarð­ir.“

Vilja hliðra línu um Öxna­dal

En það eru ekki aðeins land­eig­endur í Skaga­firði sem eru á áhrifa­svæði Blöndulínu 3 og hafa á henni skoð­an­ir. Þá er einnig að finna í Öxna­dal og Hörg­ár­dal. Þar snýst gagn­rýnin m.a. um að þrátt fyrir að línan eigi að fara um svip­aðar slóðir og Rang­ár­valla­lína 1 er hún víða færð til með þeim hætti að eig­endur telja hana jafn­vel gera land sitt „ónot­hæft“ og krefj­ast þess að henni verði „hliðr­að“.

Eig­endur Garðs­horns í Hörg­ár­dal gera til dæmis athuga­semd við að línan eigi að liggja í um 200 metra fjar­lægð frá bænum og að þaðan myndu sjást 19-24 möstur henn­ar. Þetta myndi hafa veru­leg áhrif á ásýnd lands­lag jarð­ar­inn­ar, „þar sem fyrir er fögur fjalla­sýn, grös­ugt vall­lendi og grónar hlíð­ar, beit fyrir skepn­ur, skóg­rækt, reið- og göngu­leið­ir“.

Votlendi nýtur verndar samkvæmt náttúruverndarlögum.
Votlendi.is

Ítar­leg­asta umsögnin kemur frá eig­endum og ábú­endum jarð­ar­innar Hóla í Öxna­dal. Þeir gagn­rýna skýrsl­una í heild, benda t.d. á að enga grein­ingu sé þar að finna á óbyggðum víð­ernum sem eigi sér þó vernd í lög­um. Þá sé mikið van­mat á vot­lendi í skýrsl­unni og nefna þeir sem dæmi sína eigin jörð sem línan eigi að leggja endi­langt um.

Þá gagn­rýna þeir einnig þá aðferða­fræði sem beitt er við mat á sam­fé­lags­á­hrif­um. „Það sem höf­undur gerði var að velja hóp við­mæl­enda sem höf­undur segir byggt á dóm­greind rann­sak­anda,“ segir í umsögn­inni. Það sé hins vegar „aug­ljós­lega ekki í lagi“ með val á við­mæl­endum meðal ann­ars vegna þess að mjög halli á kon­ur, þær séu aðeins fimm af þeim 32 ein­stak­lingum sem rætt var við.

Jafn­margar vikur en mun fleiri blað­síður

Eig­endur Hóla benda enn­fremur á að fyrri umhverf­is­mats­skýrsla frá 2012 hafi verið 148 síð­ur. Sú sem nú hafi verið lögð fram sé yfir 500 síður fyrir utan átján við­auka sem henni fylgja. „Vik­urnar eru þó jafn­langar og áður og enn sem fyrr eru páskar og sauð­burður í vik­unum sem úthlutað er til athuga­semda, líkt og fyrir ára­tug.“

Mikil og ólaunið vinna ein­stak­linga liggi að baki umsögn­inni og til þess hafi ekki allir tíma eða aðstæður „og hallar þá sífellt meira á almenn­ing gagn­vart fram­kvæmda­að­ila sem nýtur ótak­mark­aðs fjár og aðgangs að sér­fræð­ingum í skjóli ein­ok­unar á raf­orku­flutn­ing­i“.

Sam­ráð við land­eig­endur hafi ekki verið með þeim hætti sem Lands­net vilji meina í sinni skýrslu og í sam­fé­lags­um­ræðu. „Þau vita vel af and­stöðu heima­manna við loft­línu en hafa ákveðið að neyta afls­munar til að koma 329 möstrum og hund­rað kíló­metrum af veg­slóðum í gegnum hvað sem fyrir verð­ur.“

Og er Blöndulína 3 nauð­syn­leg? Lands­net telur svo en það draga sumir umsagn­ar­að­ilar í efa. Meðal þeirra er raf­iðn­að­ar­maður og fyrr­ver­andi starfs­maður Lands­virkj­unar og Lands­nets, sem seg­ist hafa unnið að upp­bygg­ingu raf­orku­kerf­is­ins, við­haldi og eft­ir­liti þess. Hann segir skyn­sam­legt, ódýrast, minnst kolefn­is­spor og „marg­falt minni skemmd á land­inu okkar dýr­mæta sem við Íslend­ingar eigum í raun allir sam­eig­in­lega og er okkar gim­steinn“ að end­ur­nýja báðar byggða­lín­urn­ar, Rang­ár­valla­línu 1 og Blöndulínu 2, „en sleppa því að byggja Blöndulínu 3“.

Séra Ólafur Hallgrímsson skilaði inn handskrifaðri umsögn.

Ólafur Hall­gríms­son prestur og ábú­andi á Mæli­felli minnir á orða­til­tækið að ein­hvers staðar þurfi vondir að vera. „Ein­hvers staðar þarf Blöndulína 3 að kom­a,“ skrifar hann, en þó aðeins að hún sé jafn aðkallandi og af sé lát­ið, sem hann hefur raunar veru­legar efa­semdir um. „Það hlýtur að vera kapps­mál að finna lín­unni þann far­veg, þar sem hún veldur minnstum spjöll­u­m.“ Kiða­skarðs­leið með „til­heyr­andi spjöllum á mörgum jörðum er ekki leiðin til að ná sem víð­tæk­astri sátt í þessu máli. Svo mikið er víst.“

Hann muni ekki sam­þykkja lagn­ingu Blöndulínu 3 um Mæli­fells­land. „Það verður þá að ger­ast með vald­boði sem kann að hafa afleið­ingar í för með sér, en vart verður því trúað að það sé leiðin sem Lands­net vill að farin verð­i.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar