Hjón, sambúðarfólk og börn verða skilgreind sem tengdir aðilar í sjávarútvegi

Kristján Þór Júlíusson kynnti fimm tillögur um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni á ríkisstjórnarfundi í morgun. Hluti þeirra snýr að breyttri skilgreiningu á því hvað teljist tengdir aðilar.

Kristján Þór Júlíusson er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kristján Þór Júlíusson er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Auglýsing

Krist­ján Þór Júl­í­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, kynnti til­lögur verk­efna­stjórnar um bætt eft­ir­lit með fisk­veiði­auð­lind­inni er varðar end­ur­skoðun á meðal ann­ars skil­grein­ingu á tengdum aðilum í lögum um stjórn fisk­veiða á rík­is­stjórn­ar­fundi í morg­un. Í til­lög­unum er hvorki tekin afstaða til reglna um hámarks­afla­hluts­deild né kröfu um hlut­fall meiri­hluta­eignar í tengdum aðil­um. Þau mál er enn til skoð­unar hjá nefnd­inni og verður fjallað um þau í loka­skýrslu henn­ar, sem á að skila í mars næst­kom­and­i. 

Í til­lög­un­um, sem eru fimm tals­ins, felst að skil­grein­ing á tengdum aðilum verði látin ná til hjóna, sam­búð­ar­fólks og barna þeirra, að ákveðin stjórn­un­ar­leg tengsl milli fyr­ir­tækja leiði til þess að fyr­ir­tækin eru talin tengd nema sýnt sé fram á hið gagn­stæða, að skil­greint verði hvað felst í raun­veru­legum yfir­ráðum, að aðilar sem ráða meira en sex pró­sent af afla­hlut­deild eða 2,5 pró­sent af krókafla­hlut­deild skulu til­kynna til Fiski­stofu áætl­aðan sam­runa, eða kaup í félagi sem ræður yfir hlut­deild eða kaup á hlut­deild og koma kaupin ekki til fram­kvæmda nema sam­þykki Fiski­stofu liggi fyrir og að Fiski­stofu verði veittar auknar heim­ildir til afla gagna.

Auglýsing
Kjarninn greindi frá því í morgun að verk­efna­stjórn um bætt eft­ir­lit með fisk­veiði­auð­lind­inni hefði skilað inn til­lögum sín­um. hún var skipuð í mars 2019 og í henni sátu Sig­urður Þórð­ar­son, sem var for­mað­ur, Bryn­hildur Bene­dikts­dótt­ir, sér­fræð­ingur á skrif­stofu sjáv­ar­út­vegs- og fisk­eldis í atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­inu, Elliði Vign­is­son, sveit­ar­stjóri, Hulda Árna­dótt­ir, lög­maður og Oddný G. Harð­ar­dótt­ir, alþing­is­mað­ur.

Í nóv­em­ber, í kjöl­far Sam­herj­a­máls­ins, óskaði Krist­ján Þór eftir því að verk­efna­stjórnin myndi skila þeim hluta vinnu sinnar sem snéri að tengdum aðilum fyrir 1. jan­úar 2020. Henni var skilað skrif­lega 30. des­em­ber 2019. 

Í til­kynn­ingu segir Krist­ján Þór að sam­kvæmt skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar um eft­ir­lit Fiski­stofu megi rekja til­raunir starfs­manna Fiski­stofu aftur um rúman ára­tug til að skil­greina hug­tökin „tengdir aðil­ar“ og „raun­veru­leg yfir­ráð“ í lögum um stjórn fisk­veiða. „Það sjá allir að slík staða er óvið­un­andi. Þær til­lögur sem nú liggja fyrir eru til þess fallnar að skýra það hvað felst í þessum hug­tökum en jafn­framt stuðla að skil­virkara eft­ir­liti með reglum um hámarks­afla­hlut­deild. Það er um leið mik­ill styrkur í því að starfs­hóp­ur­inn sem ég skip­aði í mars sl. nái sam­stöðu um þetta flókna mál og gefur vonir um að þessar til­lögur geti orðið grunnur að því að færa það til betri veg­ar.“

Eft­ir­lit og eft­ir­­fylgni í molum

Rík­­is­end­­ur­­skoðun benti á það í stjórn­­­sýslu­út­­­tekt á Fiski­­stofu, sem birt var í jan­úar 2019, að hún kanni ekki hvort yfir­­ráð tengdra aðila í sjá­v­­­ar­út­­­vegi yfir afla­hlut­­deildum væri í sam­ræmi við lög. Þ.e. að eft­ir­lits­að­il­inn með því að eng­inn hópur tengdra aðila ætti meira en 12 pró­­sent af heild­­ar­afla væri ekki að sinna því eft­ir­liti í sam­ræmi við lög. 

Hingað til hefur eft­ir­litið með þessu verið þannig háttað að starfs­­menn frá Fiski­­stofu hafa farið tvisvar á ári og spurt sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tækin um hversu miklum kvóta þau og tengdir aðilar halda á. Sam­­kvæmt skýrslu Rík­­is­end­­ur­­skoð­unar var um tvö dags­verk að ræða á ári. „Fiski­­stofa treystir nán­­ast alfarið á til­­kynn­ing­­ar­­skyldu fyr­ir­tækja við eft­ir­lit með sam­­þjöppun afla­heim­ilda,“ sagði í skýrsl­unni.

Rík­is­end­ur­skoðun sagði í skýrslu sinni að ráð­­ast þyrfti í end­­ur­­skoðun á ákvæðum laga um stjórn fisk­veiða um „bæði yfir­­ráð og tengsl aðila svo tryggja megi mark­visst eft­ir­lit með sam­­þjöppun afla­heim­ilda“. 

Sú end­­ur­­skoðun var í kjöl­farið boðuð með skipun áður­­­nefndrar verk­efna­stjórnar og því flýtt að hann skil­aði hluta af til­­lögum sín­um, þeim sem snéru að kvóta­­þaki og skil­­grein­ingu á tengdum aðil­um, í kjöl­far þess að Sam­herj­­a­­málið kom upp.

Sam­herji og aðilar tengdir Brim með mik­inn kvóta

Nokkrir tengdir hópar eru mjög umsvifa­­miklir í íslenskum sjá­v­­­ar­út­­­vegi og halda á stórum hluta úthlut­aðs kvóta. Á meðal þeirra er Sam­herji, stærsta sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tæki lands­ins.

Í sept­­­­em­ber 2019 var Sam­herji, stærsta útgerð­­­ar­­­fyr­ir­tæki lands­ins sem nýlega var ásakað um vafa­­­sama og mög­u­­­lega ólög­­­lega við­­­skipta­hætti víða um heim, með 7,1 pró­­­­­sent úthlut­aðs kvót­a. Útgerð­­­­ar­­­­fé­lag Akur­eyr­­­­ar, sem er í 100 pró­­­­sent eigu Sam­herja, heldur svo á 1,3 pró­­­­sent kvót­ans og Sæból fjár­­­­­­­fest­inga­­­­fé­lag heldur á 0,64 pró­­­­sent hans. Síld­­­­­ar­vinnslan heldur á 5,3 pró­­­­­sent allra afla­heim­ilda og sjá­v­­­­­­ar­út­­­­­­­­­vegs­­­­­fyr­ir­tækið Berg­­­­­ur-Hug­inn er síðan með 2,3 pró­­­­­sent kvót­ans en það er að öllu leyti í eigu Síld­­­­­ar­vinnsl­unn­­­­­ar. 

Auglýsing
Sam­an­lagt er afla­hlut­­­­­deild þess­­­­­ara aðila er því rúm­­­­lega 16,6 pró­­­­­sent.

Brim er það sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs­­­fyr­ir­tæki sem heldur á mestum kvóta, en félagið fór yfir hámark sem lög heim­ila í kvóta, í króka­afla­hlut­­deild í þorski, í nóv­­­em­ber þegar stjórn þess sam­­­­þykkti samn­inga um kaup á tveimur sjá­v­­­­­­ar­út­­­­­­­­­vegs­­­­­fyr­ir­tækjum í Hafn­­­­­ar­­­­­firði, Fisk­vinnsl­unni Kambi og Grá­brók. Hjálmar Krist­jáns­­­son átti 39 pró­­­sent í Kambi og allt hlutafé í Grá­brók. Brim var því að kaupa eignir af bróður for­­­stjóra síns. Sam­an­lagt kaup­verð nam rúm­­­­­lega þremur millj­­­­­örðum króna. 

Stærsti eig­andi Brim er Útgerð­­­­­ar­­­­­fé­lag Reykja­vík­­­­­­­­­ur, sem á um 46,26 pró­­­­­sent hlut í því félagi eftir að hafa selt stóran hlut til KG Fisk­verk­unar fyrir skemmstu. Það félag var 1. sept­­­­­em­ber síð­­­­­ast­lið­inn með 3,9 pró­­­­­sent af öllum úthlut­uðum kvóta. Auk þess var félagið Ögur­vík (í eigu Brims) með 1,3 pró­­­­­sent afla­hlut­­­­­deild. 

Þann 10. des­em­ber síð­­ast­lið­inn greindi Kjarn­inn frá því að Útgerð­­­ar­­­fé­lag Reykja­víkur hefði keyptný 33,3 pró­­­sent hlut KG fisk­verk­unar í eign­­­ar­halds­­­­­fé­lag­inu Krist­ján Guð­­­munds­­­son ehf., sem átti 37 pró­­­sent í Útgerð­­­ar­­­fé­lagi Reykja­vík­­­­­ur. 

Útgerð­­ar­­fé­lagi Reykja­víkur og mun hverfa úr öllum stjórn­­­un­­­ar­­­störfum í félag­inu. Í orð­­­send­ingu sem Kjarn­­­anum barst frá Útgerð­­­ar­­­fé­lagi Reykja­víkur segir að þar með séu „rofin fjár­­­hags­­­leg tengsl á milli bræðr­anna Guð­­­mundar og Hjálm­­­ars Krist­jáns­­­sona. Eign­­­ar­hald félaga þeirra bræðra á hlutafé í Brimi hf. er aðskil­ið.“

Útgerð­­­ar­­­fé­lag Reykja­víkur er þar af leið­andi að upp­­i­­­­stöðu í eigu Guð­­­mundar Krist­jáns­­­son­­­ar, sem er einnig for­­­stjóri Brims. Eign­­­ar­hlutur félags­­­ins í Brim er nú 36,13 pró­­­sent. Auk þess eiga tvö tengd félög þess hlut, þar af á FISK-­­­Seafood eign­­­ar­halds­­­­­fé­lag, í 100 pró­­­sent eigu Útgerð­­­ar­­­fé­lags Reykja­vík­­­­­ur, 10,05 pró­­­sent hlut. Sam­tals á þessi sam­­­staða Guð­­­mundar Krist­jáns­­­sonar því nú 46,26 pró­­­sent í sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs­ris­an­­­um. 

Félag Hjálm­­­ars Þór Krist­jáns­­­son­­­ar, KG  Fisk­verkun á Rifi, er líka á meðal stærstu eig­enda Brims, með 6,5 pró­­­sent eign­­­ar­hlut. 

Þeir bræður eru ekki skil­­­greindir sem fjár­­­hags­­­lega tengdir og því nær eign­­­ar­hlutur sam­­­stæðu Guð­­­mundar Krist­jáns­­­sonar ekki yfir þau 50 pró­­­sent mörk sem þarf til að hann telj­ist tengdur aðili í skiln­ingi laga um hámarks­­­út­­­hlutun á afla­hlut­­­deild. 

Sam­an­lagður kvóti þess­­­ara þriggja félaga (Brims, Ögur­víkur og Útgerð­ar­fé­lags Reykja­vík­ur), sem eru ekki skil­­­greind sem tengd, var 15,6 pró­­­sent í byrjun sept­­­em­ber síð­­­ast­lið­ins. Sú tala gæti hafa tekið breyt­ingum enda mikil við­skipti átt sér stað innan þessa mengis síð­ustu mán­uði.

Fjórir hópar halda á rúm­­lega helm­ing

Kaup­­­fé­lag Skag­­­firð­inga á síðan FISK Seafood, sem heldur á 5,3 pró­­­sent heild­­­ar­kvót­ans. FISK á 32,9 pró­­­sent í Vinnslu­­­stöð­inni í Vest­­­manna­eyjum sem er með fimm pró­­­sent heild­­­ar­afla­hlut­­­deild. Þá eign­að­ist FISK allt hlutafé í Soff­an­­­ías Cecils­­­son hf. síðla árs 2017, en það fyr­ir­tæki heldur á um 0,3 pró­­­sent kvót­ans. Sam­tals nemur heild­­­ar­kvóti þess­­­ara þriggja ótengdu aðila 10,6 pró­­­sent, og er því undir 12 pró­­­sent mark­inu þótt þeir yrðu skil­­­greindir með öðrum hætti.

Sú breyt­ing hefur hins vegar orðið á, frá 1. sept­­­em­ber síð­­­ast­liðn­­­um, að Útgerð­­­ar­­­fé­lag Reykja­víkur keypti ríf­­­lega 10,18 pró­­­sent hlut FISK Seafood í Brim, sem FISK hafði keypt í ágúst m.a. af líf­eyr­is­­­sjóðnum Gildi, á 6,6 millj­­­arða króna, á tæp­­­lega átta millj­­­arða króna þann 9. sept­­­em­ber. Hagn­aður FISK var, sam­­­kvæmt þessu hátt í 1,4 millj­­­arðar króna á nokkrum dög­­­um. Í grein sem nokkrir sveit­­­ar­­­stjórn­­­­­ar­­­menn í Skaga­­­firði skrif­uðu á vef­inn Feyki (í eigu Kaup­­­fé­lags Skag­­­firð­inga) 20. sept­­­em­ber 2019 var óvænt greint frá því að um 4,6 millj­­­arðar króna af þessum tæp­­­lega átta millj­­­arða króna kaup­verði hefði verið greitt með afla­heim­ild­­­um. „Það þýðir um 10 pró­­­sent aukn­ingu í afla­heim­ildum FISK Seafood í tonnum og um leið umtals­verða aukn­ingu í umsvifum félags­­­ins hér á heima­slóð­un­um,“ sagði í grein­inn­i. 

Sam­an­lagt héldu þau félög sem talin voru upp hér að ofan, og tengj­­­ast Sam­herja, Útgerð­­­ar­­­fé­lagi Reykja­víkur og Kaup­­­fé­lagi Skag­­­firð­inga, en eru samt sem áður ekki tengdir aðil­­­ar, alls á 42,2 pró­­­sent af öllum kvóta í land­inu í byrjun sept­­em­ber 2019. Ef við er bætt Vísi og Þor­birni í Grinda­vík, sem héldu sam­an­lagt á 8,4 pró­­­sent af heild­­­ar­kvót­­­anum og hafa verið í sam­eig­ing­­­ar­við­ræð­um um nokk­­urra mán­aðar skeið, þá fer það hlut­­­fall yfir 50 pró­­­sent. 

Fjórir hópar halda því á rúm­­lega helm­ing úthlut­aðs kvóta.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Does trust provide the key to changed environmental behaviour?
Kjarninn 25. maí 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
„Þurfum að fara varlega í vindorkuna rétt eins og annað“
Umhverfis- og auðlindaráðherra sagði á þingi í dag að Íslendingar þyrftu að skoða vindorku út frá þeim þáttum er snúa að náttúru og náttúruvernd.
Kjarninn 25. maí 2020
Þríeykið: Þórólfur, Alma og Víðir.
Takk fyrir ykkur
„Í dag er stór dagur,“ sagði sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar átti hann við enn eitt skrefið í afléttingu takmarkana. Í hugum landsmanna var dagurinn þó ekki síst stór því fundurinn var sá síðasti – í bili að minnsta kosti.
Kjarninn 25. maí 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Um Alaskaarðinn og íslenska arfinn
Kjarninn 25. maí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Mjög áhugavert að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt“
Forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að áhugavert væri að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt en hún var meðal annars spurð út í fram­sal hluta­bréfa­eigna aðaleigenda Samherja til afkomendanna.
Kjarninn 25. maí 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís þakkar þríeykinu fyrir sitt framlag
Heilbrigðisráðherra þakkaði Ölmu, Þórólfi og Víði á síðasta upplýsingafundi almannavarna í dag. Hún minnti einnig á að baráttunni væri enn ekki lokið.
Kjarninn 25. maí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Veiran mögulega að missa þróttinn
Sóttvarnalæknir segir að hugsanlega sé kórónuveiran að missa þróttinn. Þeir sem smitast hafa af COVID-19 undanfarið eru ekki mikið veikir. Aðeins sex smit hafa greinst hér á landi í maí.
Kjarninn 25. maí 2020
Píratar mælast næst stærstir í nýrri skoðanakönnun frá MMR
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 23,5 prósent fylgi í nýrri könnun MMR, en þar í kjölfarið koma Píratar með 14,6 prósent fylgi. Framsóknarflokkurinn væri minnsti flokkurinn sem næði inn þingmanni miðað við þessa könnun og mælist með 6,4 prósent fylgi.
Kjarninn 25. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent