Íbúar í gömlu hverfunum í Reykjavík ánægðir með Dag sem borgarstjóra en efri byggðir ekki

Fleiri Reykvíkingar eru ánægðir með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en óánægðir. Mikill munur er á afstöðu eftir hverfum og menntun. Borgarstjórinn er sérstaklega óvinsæll hjá fólki á sextugsaldri.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Auglýsing

Alls eru 40,5 pró­sent íbúa Reykja­víkur ánægðir með störf Dags B. Egg­erts­sonar borg­ar­stjóra, en 33,1 pró­sent aðspurðra eru óánægðir með störf hans. Rúmur fjórð­ung­ur, alls 26,4 pró­sent, segj­ast í með­al­lagi ánægðir með störf Dags.

Þetta kemur fram í könnun sem Mask­ína gerði dag­anna 15. til 25. febr­úar síð­ast­lið­inn.

Ánægjan með störf Dags er mjög mis­mun­andi milli hverfa. Hann nýtur mestra vin­sælda í mið­borg­inni og Vest­ur­bænum þar sem 50,7 pró­sent eru ánægðir með hann en ein­ungis 20,7 pró­sent óánægð­ir. Dagur er einnig vin­sæll hjá íbúum Hlíða/Laug­ar­dals/Háa­leitis og Bústaða­hverfis en þar segj­ast 47 pró­sent vera ánægðir með hans störf og 27,7 pró­sent óánægð­ir. 

Staðan snýst hins vegar við þegar íbúar í efri byggðum borg­ar­innar eru spurðir um ánægju sína með störf borg­ar­stjóra. Minnst er ánægjan í Graf­ar­vog­i/Graf­ar­holti og Úlf­arsár­dal þar sem 22,1 pró­sent segj­ast ánægðir með Dag en rúm­lega tvö­falt fleiri, alls 47,8 pró­sent, eru óánægðir með störf borg­ar­stjóra. Í Breið­holti og Árbæ er rétt rúmur þriðj­ungur ánægður með störf Dags en tæp­lega helm­ing­ur, 47,8 pró­sent, óánægð­ur. 

Auglýsing
Svarendur í könn­un­inni voru all­staðar að af land­inu. Þegar vin­sældir Dags eru mældar í öðrum sveit­ar­fé­lögum en Reykja­vík segj­ast ein­ungis 23,4 pró­sent vera ánægð með hans störf og 39,8 pró­sent óánægð. Í öðrum sveit­ar­fé­lögum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er ánægjan aðeins meiri en það, alls 28,6 pró­sent, en óánægjan nákvæm­lega sú sama, 39,8 pró­sent.

Menntun ráð­andi breyta

Ánægja með Dag á meðal Reyk­vík­inga er nokkuð jöfn hjá báðum kynjum en munur er á henni þegar hún er skoðuð út frá ald­urs­skipt­ingu. Borg­ar­búar undir fimm­tugu, og yfir sex­tugu, eru mun ánægð­ari með Dag en þeir sem eru á aldr­inum 50-59 ára, þar sem óánægjan mælist 40,9 pró­sent en ánægjan ein­ungis 28,5 pró­sent. Mest er ánægjan með Dag hjá borg­ar­búum á fer­tugs­aldri en rúmur helm­ingur þeirra segj­ast ánægðir með störf borg­ar­stjóra á meðan að rétt um fjórð­ungur er óánægð­ur.

Menntun er líka ráð­andi breyta í ánægju með störf borg­ar­stjóra. Hjá þeim borg­ar­búum sem eru með háskóla­próf segj­ast tæp­lega helm­ingur vera ánægður með dag en 23,3 pró­sent óánægð. Hjá þeim sem eru með grunn- eða fram­halds­skóla­próf sem æðstu menntun er óánægjan hins vegar á bil­inu 50-60 pró­sent og ein­ungis um fjórð­ungur er ánægður með störf borg­ar­stjóra. 

Svar­endur könn­un­ar­innar voru 868 tals­ins og koma úr Þjóð­gátt Mask­ínu, sem er dreg­inn með til­viljun úr Þjóð­skrá og svarar á net­inu. Svar­endur eru alls­staðar að af land­inu og á aldr­inum 18 ára og eldri. Gögnin eru vigtuð með til­liti til kyns, ald­urs og búsetu sam­kvæmt Þjóð­skrá.

Mælist stærsti flokk­ur­inn í borg­inni

Sam­­fylk­ing­in, flokk­ur­inn sem Dagur leið­ir, mælist með mest fylgi allra flokka í Reykja­vík um þessar mund­ir, sam­­kvæmt nýrri könnun Gallup sem Frétta­­blaðið greindi frá í gær. Borg­­ar­­stjórn­­­ar­­flokkur flokks­ins mælist með 26,4 pró­­sent fylgi í höf­uð­­borg­inni sem er rétt yfir kjör­­fylgi hans, en Sam­­fylk­ingin fékk 25,9 pró­­sent atkvæða í borg­­ar­­stjórn­­­ar­­kosn­­ing­unum 2018. 

Sjálf­­stæð­is­­flokk­­ur­inn, sem var stærsti flokk­­ur­inn í borg­inni eftir síð­­­ustu kosn­­ingar með 30,8 pró­­sent fylgi, hefur tapað miklu. Fylgi hans mælist nú 25,2 pró­­sent eða 5,6 pró­­sent­u­­stigum minna en 2018. 

Allir flokk­­arnir fjórir – Sam­­fylk­ing, Við­reisn, Píratar og Vinstri græn – sem mynda meiri­hluta í Reykja­vík undir for­ystu Dags B. Egg­erts­­sonar borg­­ar­­stjóra hafa bætt við sig fylgi á kjör­­tíma­bil­inu. Píratar hafa bætt við sig 2,8 pró­­sent­u­­stigum og mæl­­ast nú þriðji stærsti flokkur borg­­ar­innar með 10,5 pró­­sent fylgi. Við­reisn stendur nokkurn veg­inn í stað og mælist með 8,9 pró­­sent stuðn­­ing. En mesta breyt­ingin er á fylgi Vinstri grænna, sem biðu afhroð í kosn­­ing­unum 2018 og fengu þá aðeins 4,6 pró­­sent atkvæða. Fylgi flokks­ins Katrínar Jak­obs­dóttur for­­sæt­is­ráð­herra nú mælist 8,9 pró­­sent og því hefur hann nálægt tvö­­faldað fylgi sitt það sem af er kjör­­tíma­bil­i.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent