Íbúar í gömlu hverfunum í Reykjavík ánægðir með Dag sem borgarstjóra en efri byggðir ekki

Fleiri Reykvíkingar eru ánægðir með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en óánægðir. Mikill munur er á afstöðu eftir hverfum og menntun. Borgarstjórinn er sérstaklega óvinsæll hjá fólki á sextugsaldri.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Auglýsing

Alls eru 40,5 pró­sent íbúa Reykja­víkur ánægðir með störf Dags B. Egg­erts­sonar borg­ar­stjóra, en 33,1 pró­sent aðspurðra eru óánægðir með störf hans. Rúmur fjórð­ung­ur, alls 26,4 pró­sent, segj­ast í með­al­lagi ánægðir með störf Dags.

Þetta kemur fram í könnun sem Mask­ína gerði dag­anna 15. til 25. febr­úar síð­ast­lið­inn.

Ánægjan með störf Dags er mjög mis­mun­andi milli hverfa. Hann nýtur mestra vin­sælda í mið­borg­inni og Vest­ur­bænum þar sem 50,7 pró­sent eru ánægðir með hann en ein­ungis 20,7 pró­sent óánægð­ir. Dagur er einnig vin­sæll hjá íbúum Hlíða/Laug­ar­dals/Háa­leitis og Bústaða­hverfis en þar segj­ast 47 pró­sent vera ánægðir með hans störf og 27,7 pró­sent óánægð­ir. 

Staðan snýst hins vegar við þegar íbúar í efri byggðum borg­ar­innar eru spurðir um ánægju sína með störf borg­ar­stjóra. Minnst er ánægjan í Graf­ar­vog­i/Graf­ar­holti og Úlf­arsár­dal þar sem 22,1 pró­sent segj­ast ánægðir með Dag en rúm­lega tvö­falt fleiri, alls 47,8 pró­sent, eru óánægðir með störf borg­ar­stjóra. Í Breið­holti og Árbæ er rétt rúmur þriðj­ungur ánægður með störf Dags en tæp­lega helm­ing­ur, 47,8 pró­sent, óánægð­ur. 

Auglýsing
Svarendur í könn­un­inni voru all­staðar að af land­inu. Þegar vin­sældir Dags eru mældar í öðrum sveit­ar­fé­lögum en Reykja­vík segj­ast ein­ungis 23,4 pró­sent vera ánægð með hans störf og 39,8 pró­sent óánægð. Í öðrum sveit­ar­fé­lögum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er ánægjan aðeins meiri en það, alls 28,6 pró­sent, en óánægjan nákvæm­lega sú sama, 39,8 pró­sent.

Menntun ráð­andi breyta

Ánægja með Dag á meðal Reyk­vík­inga er nokkuð jöfn hjá báðum kynjum en munur er á henni þegar hún er skoðuð út frá ald­urs­skipt­ingu. Borg­ar­búar undir fimm­tugu, og yfir sex­tugu, eru mun ánægð­ari með Dag en þeir sem eru á aldr­inum 50-59 ára, þar sem óánægjan mælist 40,9 pró­sent en ánægjan ein­ungis 28,5 pró­sent. Mest er ánægjan með Dag hjá borg­ar­búum á fer­tugs­aldri en rúmur helm­ingur þeirra segj­ast ánægðir með störf borg­ar­stjóra á meðan að rétt um fjórð­ungur er óánægð­ur.

Menntun er líka ráð­andi breyta í ánægju með störf borg­ar­stjóra. Hjá þeim borg­ar­búum sem eru með háskóla­próf segj­ast tæp­lega helm­ingur vera ánægður með dag en 23,3 pró­sent óánægð. Hjá þeim sem eru með grunn- eða fram­halds­skóla­próf sem æðstu menntun er óánægjan hins vegar á bil­inu 50-60 pró­sent og ein­ungis um fjórð­ungur er ánægður með störf borg­ar­stjóra. 

Svar­endur könn­un­ar­innar voru 868 tals­ins og koma úr Þjóð­gátt Mask­ínu, sem er dreg­inn með til­viljun úr Þjóð­skrá og svarar á net­inu. Svar­endur eru alls­staðar að af land­inu og á aldr­inum 18 ára og eldri. Gögnin eru vigtuð með til­liti til kyns, ald­urs og búsetu sam­kvæmt Þjóð­skrá.

Mælist stærsti flokk­ur­inn í borg­inni

Sam­­fylk­ing­in, flokk­ur­inn sem Dagur leið­ir, mælist með mest fylgi allra flokka í Reykja­vík um þessar mund­ir, sam­­kvæmt nýrri könnun Gallup sem Frétta­­blaðið greindi frá í gær. Borg­­ar­­stjórn­­­ar­­flokkur flokks­ins mælist með 26,4 pró­­sent fylgi í höf­uð­­borg­inni sem er rétt yfir kjör­­fylgi hans, en Sam­­fylk­ingin fékk 25,9 pró­­sent atkvæða í borg­­ar­­stjórn­­­ar­­kosn­­ing­unum 2018. 

Sjálf­­stæð­is­­flokk­­ur­inn, sem var stærsti flokk­­ur­inn í borg­inni eftir síð­­­ustu kosn­­ingar með 30,8 pró­­sent fylgi, hefur tapað miklu. Fylgi hans mælist nú 25,2 pró­­sent eða 5,6 pró­­sent­u­­stigum minna en 2018. 

Allir flokk­­arnir fjórir – Sam­­fylk­ing, Við­reisn, Píratar og Vinstri græn – sem mynda meiri­hluta í Reykja­vík undir for­ystu Dags B. Egg­erts­­sonar borg­­ar­­stjóra hafa bætt við sig fylgi á kjör­­tíma­bil­inu. Píratar hafa bætt við sig 2,8 pró­­sent­u­­stigum og mæl­­ast nú þriðji stærsti flokkur borg­­ar­innar með 10,5 pró­­sent fylgi. Við­reisn stendur nokkurn veg­inn í stað og mælist með 8,9 pró­­sent stuðn­­ing. En mesta breyt­ingin er á fylgi Vinstri grænna, sem biðu afhroð í kosn­­ing­unum 2018 og fengu þá aðeins 4,6 pró­­sent atkvæða. Fylgi flokks­ins Katrínar Jak­obs­dóttur for­­sæt­is­ráð­herra nú mælist 8,9 pró­­sent og því hefur hann nálægt tvö­­faldað fylgi sitt það sem af er kjör­­tíma­bil­i.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 35. þáttur: Nunnusjóguninn I
Kjarninn 22. apríl 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Vill framlengja skattfrjálsa heimild fyrir þá sem nota séreign til að borga niður húsnæði
Frá miðju ári 2014 hefur tæplega þriðjungur íslensks vinnumarkaðar fengið yfir 21 milljarð króna í skattafslátt til að borga niður húsnæðislánin sín. Nú á að framlengja það úrræði. Reykjavík vill að ríkið bæti borginni tekjutap sem úrræðið veldur henni.
Kjarninn 22. apríl 2021
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Tekjur RÚV stóðu í stað milli ára – Fengu 4,9 milljarða króna úr ríkissjóði
RÚV skilaði tapi á síðasta ári í fyrsta sinn síðan 2014 þrátt fyrir að tekjur fyrirtækisins hafi verið þær sömu og 2019. RÚV hefur á síðustu árum selt byggingarétt og lengt í skuldabréfaflokki til að auka verulega á fjárhagslegt svigrúm til skamms tíma.
Kjarninn 22. apríl 2021
28 þingmenn sögðu já.
Svona féllu atkvæði þingmanna um breytingar á sóttvarnalögum í nótt
Þingmenn tveggja flokka, Vinstri grænna og Framsóknar, greiddu allir atkvæði með tímabundnum lagabreytingum er tengjast landamærum þegar atkvæðagreiðsla fór fram í nótt. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokks sögðu já, einn sagði nei og þrír voru fjarverandi.
Kjarninn 22. apríl 2021
Þórður Snær Júlíusson
Fullnaðarsigur skattsvikara
Kjarninn 22. apríl 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 22. apríl 2021
Efstu fjórir frambjóðendur á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi: (F.v.) Þórunn Wolfram Pétursdóttir, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Elva Dögg Sigurðardóttir og Guðbrandur Einarsson.
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Fyrsti framboðslisti Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í haust er í Suðurkjördæmi. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir listann. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir.
Kjarninn 22. apríl 2021
Katrín Baldursdóttir
Kærleikshagkerfið
Kjarninn 22. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent