Íbúar í gömlu hverfunum í Reykjavík ánægðir með Dag sem borgarstjóra en efri byggðir ekki

Fleiri Reykvíkingar eru ánægðir með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en óánægðir. Mikill munur er á afstöðu eftir hverfum og menntun. Borgarstjórinn er sérstaklega óvinsæll hjá fólki á sextugsaldri.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Auglýsing

Alls eru 40,5 prósent íbúa Reykjavíkur ánægðir með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra, en 33,1 prósent aðspurðra eru óánægðir með störf hans. Rúmur fjórðungur, alls 26,4 prósent, segjast í meðallagi ánægðir með störf Dags.

Þetta kemur fram í könnun sem Maskína gerði daganna 15. til 25. febrúar síðastliðinn.

Ánægjan með störf Dags er mjög mismunandi milli hverfa. Hann nýtur mestra vinsælda í miðborginni og Vesturbænum þar sem 50,7 prósent eru ánægðir með hann en einungis 20,7 prósent óánægðir. Dagur er einnig vinsæll hjá íbúum Hlíða/Laugardals/Háaleitis og Bústaðahverfis en þar segjast 47 prósent vera ánægðir með hans störf og 27,7 prósent óánægðir. 

Staðan snýst hins vegar við þegar íbúar í efri byggðum borgarinnar eru spurðir um ánægju sína með störf borgarstjóra. Minnst er ánægjan í Grafarvogi/Grafarholti og Úlfarsárdal þar sem 22,1 prósent segjast ánægðir með Dag en rúmlega tvöfalt fleiri, alls 47,8 prósent, eru óánægðir með störf borgarstjóra. Í Breiðholti og Árbæ er rétt rúmur þriðjungur ánægður með störf Dags en tæplega helmingur, 47,8 prósent, óánægður. 

Auglýsing
Svarendur í könnuninni voru allstaðar að af landinu. Þegar vinsældir Dags eru mældar í öðrum sveitarfélögum en Reykjavík segjast einungis 23,4 prósent vera ánægð með hans störf og 39,8 prósent óánægð. Í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu er ánægjan aðeins meiri en það, alls 28,6 prósent, en óánægjan nákvæmlega sú sama, 39,8 prósent.

Menntun ráðandi breyta

Ánægja með Dag á meðal Reykvíkinga er nokkuð jöfn hjá báðum kynjum en munur er á henni þegar hún er skoðuð út frá aldursskiptingu. Borgarbúar undir fimmtugu, og yfir sextugu, eru mun ánægðari með Dag en þeir sem eru á aldrinum 50-59 ára, þar sem óánægjan mælist 40,9 prósent en ánægjan einungis 28,5 prósent. Mest er ánægjan með Dag hjá borgarbúum á fertugsaldri en rúmur helmingur þeirra segjast ánægðir með störf borgarstjóra á meðan að rétt um fjórðungur er óánægður.

Menntun er líka ráðandi breyta í ánægju með störf borgarstjóra. Hjá þeim borgarbúum sem eru með háskólapróf segjast tæplega helmingur vera ánægður með dag en 23,3 prósent óánægð. Hjá þeim sem eru með grunn- eða framhaldsskólapróf sem æðstu menntun er óánægjan hins vegar á bilinu 50-60 prósent og einungis um fjórðungur er ánægður með störf borgarstjóra. 

Svarendur könnunarinnar voru 868 talsins og koma úr Þjóðgátt Maskínu, sem er dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Svarendur eru allsstaðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Gögnin eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu samkvæmt Þjóðskrá.

Mælist stærsti flokkurinn í borginni

Sam­fylk­ingin, flokkurinn sem Dagur leiðir, mælist með mest fylgi allra flokka í Reykja­vík um þessar mundir, sam­kvæmt nýrri könnun Gallup sem Frétta­blaðið greindi frá í gær. Borg­ar­stjórn­ar­flokkur flokks­ins mælist með 26,4 pró­sent fylgi í höf­uð­borg­inni sem er rétt yfir kjör­fylgi hans, en Sam­fylk­ingin fékk 25,9 pró­sent atkvæða í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum 2018. 

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, sem var stærsti flokk­ur­inn í borg­inni eftir síð­ustu kosn­ingar með 30,8 pró­sent fylgi, hefur tapað miklu. Fylgi hans mælist nú 25,2 pró­sent eða 5,6 pró­sentu­stigum minna en 2018. 

Allir flokk­arnir fjórir – Sam­fylk­ing, Við­reisn, Píratar og Vinstri græn – sem mynda meiri­hluta í Reykja­vík undir for­ystu Dags B. Egg­erts­sonar borg­ar­stjóra hafa bætt við sig fylgi á kjör­tíma­bil­inu. Píratar hafa bætt við sig 2,8 pró­sentu­stigum og mæl­ast nú þriðji stærsti flokkur borg­ar­innar með 10,5 pró­sent fylgi. Við­reisn stendur nokkurn veg­inn í stað og mælist með 8,9 pró­sent stuðn­ing. En mesta breyt­ingin er á fylgi Vinstri grænna, sem biðu afhroð í kosn­ing­unum 2018 og fengu þá aðeins 4,6 pró­sent atkvæða. Fylgi flokks­ins Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra nú mælist 8,9 pró­sent og því hefur hann nálægt tvö­faldað fylgi sitt það sem af er kjör­tíma­bil­i.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent